Þjóðviljinn - 21.12.1991, Side 2
Frásögn þessa hefiir sá
góðkunni höfundur Tryggvi
Emilsson skrifað um fádæma
músagang, veturinn 1924. Þá bjó
hann í Árnesi í Tungusveit ásamt
tengdaforeldrum sínum. Tveir menn eru
nefndir í frásögninni, tengdafaðir Tryggva, Jón
Jóhannesson, og sonur hans, Jóhannes Orn. Frá
þessum þætti í lífi sínu segir Tryggvi annars í öðru
bindi æviminninga sinna, Baráttan um brauðið.
Tryggvi Emilsson sendir frá sér tvær bækur um þessi jól:
skáldsöguna „Konan sem storkaði örlögunum“, sem er að efni
Grýlusaga, rækilega endurskoðuð ef svo mætti segja, og bamabókina
„Pétur prakkari og hestaþjófamir“.
Músagangur
Aútmánuðum veturinn
1924 lagði áfreða og síð-
an svellaþykkni á alla
jörð með þeim fádæmum
að haglaust varð með öllu. Dögum
saman var andrúmsloflið gegnum-
stungið af bitrum frostnæðingi sem
gekk í striðum straumum norðan
sveitina allt utan úr hafsauga,
hvergi var vært utan veggja íyrir
nöprum vindum. Torfbæimir,
gamlir og gisnir, þar sem næddi
með dyrastoðum og stafnþiljum,
önduðu að sér hafísnepjunni og
urðu næstum gegnfrosta, það var
kalt í rakafullum göngum og bað-
stofuhitinn hvarf um leið og kuln-
aði eldur á vél, eldur sem ekki var
til staðar á hverjum bæ, konur sátu
við tóskapinn með frostbólgu \
höndum og með bláar kinnar. A
þessum dögum þegar þorri og góa
báru fangið fullt af harðindum og
mættust á miðjum vetri í sínum
kuldalegustu klæðum lá ís fyrir
Norðurlandi og sendi helkalda haf-
strauma inn á flóa og firði, frostið
gekk á annan meter í jörð niður, en
ísaþoku lagði inn um dali og heið-
ar. Ár og lækir hurfu úr landslag-
inu.
Þessi langdægur var lítið um
sól í sveitum og þeir strjálu geislar
sem numu við jörð skildu ylinn
sinn eflir einhversstaðar langt út í
himinhvolfinu.
I kvæðinu Vetur segir Þor-
steinn Erlingsson á einum stað:
,.og þegar holu hjúkrar mús
og hjörð er víðast inni,
þá eiga flestir hestar hús
og hey í jötu sinni.“
Ámeshross áttu hús og hey á
jötu og var aðeins hleypt út í vatn
sem ausið var í kollur úr brunni í
Brunnmýrinni, en þar þraut aldrei
vatn, og á meðan hrossin voru utan
dyra gengum við Jóhannes í hest-
húsið og mokuðum kræmar og
man ég vel hve hrossin urðu fegin
að komast aflur í húsaskjólið og þó
voru þau vön útigangi. En það áttu
ekki öll hross í þessari sveit hús og
hey en voru sett á guð og gaddinn,
og þá dagana sem frosthörkumar
vom mestar þennan vetur vom að-
komuhross að snöltra heima við bæ
í Ámesi og nöguðu þar utan veggi
og fjóshauginn og stóðu ofl tímun-
um saman í skjóli sunnan undir
bænum. Vist reyndu þessir vesling-
ar að berja klakann og ná til jarðar
þangað til blæddi úr hófunum, en
klakahellan var þykk og hörð og
hafði bælt undir sig hvert einasta
strá. Þau vom glorsoltin og kviður-
inn drost upp í hrygg og svo urðu
þau grindhomð að hárin, sem áður
lágu þétt að skinninu og gáfu því
skjól, urðu að gisnu strýi sem grisj-
aði í gegn. Einn hríðardaginn þegar
frostið var sem harðast og hvergi
skjóls að leita rak ég nokkur hross
út af túninu og lokaði hliðinu og
sagði við þessa aumingja að reyna
nú að dragnast heim til sin og rak
þau eilthvað áleiðis og sá þau rölta
út í hríðina, ráðlaust, en hélt þó i
minni einfeldni að þau rötuðu heim
til sín. Morguninn eflir þegar upp
var hmndið hurðum stóðu þessir
píslarvottar í höm svo þau gætu þá
komist í fjóshauginn og reynt að
naga i sig frostna mykjuna. Þennan
dag fóru þeir feðgar Jón og Jó-
KAUPFELAG
ARNESINGA
óskar starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegrajóla og þakkar viðskiptin
á liðnum árum
hannes með þessi hross
þangað sem þau áttu
heima, ég sá þau ekki aft-
ur.
„En því er verr að einn er
enn,“ segir Þorsteinn í sama
kvæði. Og fyrir kom að ég sá
fugla himinsins flöga um og deyja
á bersvæði, þeir fúku eftir svellaðri
jörðinni eins og lauf í vindi og
komust ekki einu sinni í hvarf til
að deyja.
Á þessum vetri gerðist það í
byrjun haflsfrostanna að holtamýs
sem „holur hjúkmðu" grófú sig út
úr mosaþembum og móum og tóku
til að streyma t skjóli myrkurs og
mugguveðra heim að útihúsum og
heytóttum og bera sig þar inn af at-
orku og elju eins og þær vissu fyrir
að í það sinn gengi frost dýpra í
jörð en aðra vetur. Mest bar á þess-
um músafaraldri í fjárhúsunum og
hiöðunni þar við, en þar gerðu þær
sér holur og göng hvar sem graftól-
um var við komið og vom moldar-
hrúgur í heyi og á hlöðugólfi um
allar geilar og víða stungu þær
trýni og tindrandi augum út á milli
hleðslusteina í íjárhúsveggjum.
Ágengari urðu þær með hveij-
um deginum sem leið, grófu sig
inn í heystabbana eflir æti og tíndu
hvetja sallaögn í görðum og stöll-
um og það svo að engu moði var út
að fleygja til fugla. Óttast var um
fé fyrir þessum varg og því var
gengið um kræmar að þreifa bök
ánna á hverjum degi og dugði ekki
til þar sem fljótlega kom í ljós að
mýsnar vom lagstar á féð og einn
daginn vom rúmar tuttugu ær
komnar með mýs í hrygginn. Öll
fóm þessi nagdýr eins að, bomðu
sig ofaní ullina aftast á hryggnum
og nöguðu þar gat á skinnið og átu
þar allt hold af beinum og hurfu
síðast undir skinnið meðfram
hryggjarliðum og vom þar. Þegar
við fyrst urðum varir við þennan
ófognuð, vom æmar lagstar og
jórtruðu í rólegheitum með nagdýr-
in í holdinu, þær virtust ekki finna
mikið til og var sú trú manna, að
mýsnar hefðu deyfivökva í munn-
kirtlunum.
Nokkrar mýs vom þegar komn-
ar á kaf undir
skinnið svo rétt
sá á skottið í
ullarhreiðr-
inu og
þ a n n i g
náðum
við
þeim flestum Iifandi í ullinni, dróg-
um þær út á skottinu og slógum
þeim við stein í veggnum. Enn var
það gömul trú að ömggasta ráðið
við að græða músétið hold væri að
aflífa músina strax, flá af henni
skinnið og skella holdrosinni að
sárinu og mundi það þá holdfyllast
og gróa. Ekki tókum við þetta hús-
ráð að slátra músunum í sárin sem
þó hefði betur verið reynt, í staðinn
var kákað við alls konar aðgerðir
svo sem að þvo sárin úr kreólíni og
sauma tjömborinn lepp yfir gatið á
skinninu og vom þær aðgerðir
sársaukafúllar fyrir kindina og
þjónuðu svo sem engum tilgangi
þar sem allt fór á einn veg, sárin
höfðust illa við, úldnuðu og urðu
daunill, enda vall úr þessu graftar-
vilsan og ull og skinn rotnaði af
hryggnum þar scm sárið var undir.
Engin af þessum tuttugu kindum
urðu græddar, en lifðu við harm-
kvæli, sumar tórðu fram á vorið en
fundust þá dauðar í haganum, aðrar
komust á fjall en engin þeirra kom
til baka. Margar kindur í fjárhúsun-
um fengu smáskeinur á skinn eftir
bitvarginn en urðu græddar.
Daginn sem við fundum mý-
snar í holdi ánna, varð okkur að
ráði að við settum trékollur innst í
garðana og fylltum þær til hálfs
með vatni, lögðum síðan jámteina
þvert um kollumar með tómum
tvinnarúllum á og mðum hrossa-
feiti á rúllumar. Svo þegar mýsnar
fundu lyktina af feitinni, þá mnnu
þær út á teinana og keflin og féllu
þar með í kolluna og týndu lífinu.
Á hverri nóttu, meðan svellafreð-
inn lá á jörð, yeiddist Qöldi músa í
kollumar, og svo þótti hrossafeitin
gimileg að eftir það músást engin
kind.
Við Jóhannes Öm gegndum
útiverkum fram úr frostum, þar
sem Jón var þá giktartepptur í bæ,
og alltaf var það okkar fyrsta verk
á morgnana að ganga í kræmar og
athuga hvort nokkurstaðar sæist
músarbæli í ull, en síðan bámm við
kollumar út á íjárhúshlað og
skvettum þar úr þeim vatni og
dauðum músum, en sumar þessar
nætur höfðu allt að 60 mýs fyrir-
farið sér vegna feitinnar á keflun-
um. Frekar fannst mér það óhugn-
anleg athöfn að dreifa músaskrokk-
unum þama í
varpann og illt
erindi músanna í
húsaskjólið. En nú er frá
því að segja að strax fyrsta
morguninn sem músahræin
mnnu með vatninu út á klakann og
í því ég var að hverfa aftur inn í
íjárhúsin komu tveir hrafnar aðvíf-
andi og settust í varpann með
hoppi til og frá og skein úr svip
þeirra forvitni og tortryggni í senn,
en áður en varði höfðu þeir áttað
sig á aðstæðunum og gripu á
snöggu augabragði sinn skrokkinn
hvor, vippuðu sér ögn afsíðis og
gleyptu ætið eins og það kom fyrir
af skepnunni. Að því búnu hófú
þeir sig til flugs og hurfú út í busk-
ann en komu aftur eftir drykklanga
stund í fylgd allmargra hrafna ann-
arra og var greinilegt að heimilis-
hrafnamir höfðu boðið kunningjum
sínum úr nágrenninu til veislu. Og
þó ekki væri kijálega framreitt
gerðu kmmmamir sér lítið fyrir og
skottrenndu hvem músaskrokkinn
eftir annan án þess að bera tönn að
þeirra búk og innan stundar var
hlaðvarpinn hroðinn.
Eg stóð enn í dyragætt til að
missa ekki af sjónleiknum en lét þó
ekki á mér kræla til að styggja eldci
hrafnana að óþörfu þar sem gott
var og gagnlegt að losna við hræin
af hlaðinu. Svo hurfu aðkomukr-
ummamir með glaðklakkalegu
kmnki út í frostmóðuna, en heima-
hrafnar settust á hliðgrind og
brýndu gogginn.
Eflir þetta var ekki að sökum
að spyija. Á hveijum morgni þegar
kollumar vom losaðar drifú hrafn-
arir að og hreinsuðu hlaðið og
gekk svo til meðan á þessum mú-
safaraldri stóð, en strax og hlánaði
svo að klakahellan hvarf af móum
og mýmm þá hurfú líka mýsnar úr
húsum og heytóttum og hafa þá
leitað sinna fyrri heimkynna þar
sem vetrarforði þeirra hefir geymst
í afkimum og útskotum undir þúf-
um sem þær hafa nauðþekkt en að
sjálfsögðu komu þær ekki allar til
baka úr herferðinni.
Ekki bar á músagangi í bænum
framar venju þennan vetur en þar
vom kettimir í fyrirrúmi, en fjós-
hlaðan var krökk af músum og eins
fjósið, en á þeim stað gerðu þær
engan usla nema hvað veggir voru
sundurgrafnir. Viðburður þótti ef
köttur veiddi mús og ekki
þýddi að bjóða þeim í fjós
eða hlöðu þar sem
moldarþefúrinn vakti
ótta í stað áræðis, of
margar mýs skutu
þeim skelk í
bringu.
Síða 2