Þjóðviljinn - 21.12.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 21.12.1991, Page 3
JÓIAHLAÐ WÓfíVffMNS Tvær litlar jólasögur Sögurnar um jólasveininn sem villtist og strákinn sem gleymdi aö setja skóinn út í glugga. Höfundar þessara jólasagna eru sjö ára tvíburabræður, þeir Garpur og Jökull Elísabetarsynir. Jólasveinninn villist Einu sinni var strákur. Strákurinn var sendur út í búð. En eitt sinn fór hann að sofa klukkan ellefu og hann fékk ekki neitt í skóinn. Hann varð leiður og sagði við mömmu sína: - Ég fékk ekki neitt í skóinn. - Ja, þú fórst of seint að sofa. - Já, en gerðu eitthvað. - Ég get ekkert gert í því. - Jú, mamma. - Eins og hvað? - Bara eitthvað. - Nei. ( nótt kemur Kertasníkir. Ef þú vilt fá eitthvað í skóinn verður þú að fara í rúmið strax klukkan níu í kvöld. Strákurinn fór að sofa snemma en hann fékk ekki neitt í skóinn. Jólasveinninn hafði villst því hann fór öfugu megin niður fjailið. Síðan sá strákurinn jólasveininn um hábjartan dag. Þá hljóp hann til jólasveinsins. Hann spurði útafhverju hann kom ekki í bæinn. - Ég villtist sagði jólasveinninn. - Geta jólasveinar villst? spurði strákurinn. - Já, stundum. Ég ætla að gefa þér stóran pakka í staðinn. Endalok. Garpur. Jólasaga að voru einu sinni þrettán jólasveinar. Það voru tólf búnir að fara í bæinn. Hann Kertasníkir átti eftir að fara í bæinn. Hann fór núna í bæinn og fór í hús. Það var enginn skór úti í glugga í einu húsinu. Hann setti miða: Þú verður að setja skóinn út í gluggann. Strákurinn í húsinu las miðann og setti skóinn út í gluggann og síðan fór strákurinn að sofa. Þegar hann vaknaði þá gáði hann í skóinn. Þar var lifandi hvolpur. Endalok. Jökull Kyrrð Eg vakna inn i kyrrð morgunsins heyri lágvœrt hvísl lognöldunnar úti fyrirtfaldinu og suð flugunnar i sólskininu og kyrrðin verður áfram hjá mér Júlí rauð sól Brýtur á útskerjum svalt er hafkulið eftir heitan dag I grœnt Jjarðarlognið falla náttskúrir utar hnigur júli rauð sól i bláar unnir Kvöldvísa A lágþrepum dagsins sefur nóttin á mjúkum þófum eins og sœblátt Ijóð liður kvöldlognið inn í hvita þögn íngólfur Sveinsson ^ 4 V*. ^ V 0 <£«. ^ Velkomin í verslunina Jötu, við Laugaveginn i Hálft hundrað bílastæða norðan búðarinnar. Það tilheyrir jólunum að fara í Jötuna. Opið virka daga frá 9 - 22.00 Laugardaga frá 10 - 22.00 Sunnudaga frá 18-22.00 Sendum í póstkröfu. " l/erslunin Hátúni 2 © 25155 inusagnahófúnd TO. N*» V.vV TIW »>«* _ etsölubókin FYRSTAFLOKKS SPENNUBÓK Nýr spennusagnahöfundur Martin Cruz Smith kveður sér hljóðs á íslandi. Einstök frásagnargáfa. Óvenjulegt sögusvið. Dularfullt dauðsfall á sovésku verksmiðjuskipi. Rannsókn veldur árekstrum milli kerfisins og einstaklinganna. 10% af andvirði bókarinnar renna í þyrlukaupasjóð. PÓLSTJARNAN - Pitt framlag til Þyrlukaupa. PÓLSTJARNAN - 6 mánuði á metsölulista í Bandaríkjunum. Bókaútgáfan ALDAMÓT Ssíi- Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.