Þjóðviljinn - 21.12.1991, Síða 10
Cagliostro
Balsamo, hún lýsir einnig tíðar-
anda þessara mögnuðu aldamóta,
þegar allt gildismat var að breytast
í álfunni, landaðall, kóngar og
klerkar að missa völd sín og virð-
ingu, svo jafnvel Hinn Heilagi
Rannsóknarréttur átti í vök að
verjast að viðhalda óbreyttu
ástandi stöðnunar og hnignunar i
andlegiun sem veraldlegum efn-
um. Við þessar aðstæður reyndi
hver að bjarga sjálfum sér og þar
komu hæfileikar Giuseppe Bal-
samo að góðum notum.
Gullgerðarlist
og galdrar
Balsamo yfirgaf ættjörð sína á
Sikliley og hélt yfir sundið til
borgarinnar Messínu, þar sem
hann kynntist kraftaverkamannin-
um Altotas, sem tók hinn unga
svein i læri og hafði með sér í
ferðalag á vit hinna stóru leyndar-
dóma í Alexandríu í Egyptalandi.
Altotas þessi var af ókunnu þjóð-
emi en talaði sambland af ítölsku,
frönsku og arabísku. Hann gekk í
albönskum serk með rauða koll-
húfu, siðskeggjaður og sagðist
kunna þann galdur að búa til hinn
langþráða viskustein, - pietra filo-
sofale - sem breytt gat ódýrum
málmi í eðalmálm. Hann kunni að
blanda smyrsl er læknaði öll sár
og sagðist hafa grætt tvo fingur á
slátrara nokkum, sem hafði hogg-
ið þá af sér í sláturverkunum. Sér-
svið hans var þó að eigin sögn
ffamleiðsla á „samúðarduftinu“, -
polvere simpatica -, sem linað gat
sár og þjáningar í allt að 666
mílna Qarlægð. Ekki fer miklum
sögum af ferðalagi meistarans og
lærlingsins til Egyptalands, en í
bakaleiðinni komu þeir við á eyj-
unni Möltu, þar sem gullgerðarlist
var í hávegum höfð innan hinnar
ffægu riddarareglu eyjarskeggja.
Þar var Altotas og lærlingi hans
tekið sem innvígðum, en við efna-
ffæðikuklið á tilraunastofu reglu-
bræðra varð Altotas fyrir því
óhappi að sprenging varð í deiglu
hans og hann lést af áverkanum.
Balsamo yfirgaf þá eyna örvin-
glaður af sorg en mótaður fyrir
lífstíð af þeirri visku sem meistar-
Hin Egypska
siðaregla
veitir fyrirheit
um fullkominn
skilning
á Hinni Miklu
Oreiðu
veraldarinnar
samkvæmt
fagnaðarerindi
„Hins
Mikla Koþta(i.
inn hafði kennt honum í göldmm
efnafræðinnar. Hún átti eftir að
verða honum hvað drýgst tekju-
lind á lífsleiðinni og upp frá því
urðu galdramir að ævistarfi hans.
Þess ber að geta að þótt 18.
öldin sé öld upplýsingarinnar, öld
Voltairs og skynsemistrúar, þá var
leitin að viskusteininum dulmagn-
aða vinsælt viðfangsefni margra
lærðra manna og leikra á þessum
tíma og gullgerðarlist í hávegum
höfð á meðal konunga, aðals og
klerkastéttar, jafnt meðal lærðra
sem leikra. Kannski var gullgerð-
arlistin eins konar flóttaleið frá
raunvemleikanum, þar sem menn
gátu hellt sér í villtustu draumóra
um aðskiljanlega yfináttúrlega
eiginleika efnisheimsins.
Lorenza hin fagra
Frá Möltu lá leiðin um Napolí
til Rómar, þar sem Balsamo
gekkst upp í hinum ýmsu hlut-
verkum og klæddi sig út ýmist
sem aðalsborinn hefðarmann,
klerk, ábóta eða gullgerðarmeist-
ara og hóf framleiðslu á ástarsíj-
um, fegmnarlyfjum og „egypskum
örvunarpillum til ásta“. Varð hon-
um ágengt við þessa iðju og
kynntist um Ieið Lorenzu, stúlk-
unni sem átti eftir að verða kross
hans og sæla - „croce e delizia“ -
og fylgja honum í gleði og sorg
vítt og breitt um Evrópu alla leið
að ákæmbekk hins Heilaga Rann-
sóknarréttar 23 ámm síðar. Lor-
enza var 14 ára er þau kynntust,
10 ámm yngri en Balsamo, blá-
eyg, blómstrandi fogur og geisl-
andi af kynþokka sem gaf til
kynna að hún væri nokkmm ámm
eldri. Faðir hennar var ostagerðar-
meistari í þokkalegum efnum og
gaf með dóttur sinni bærilegan
heimanmund þegar þau vom púss-
uð saman í heilagt hjónaband í
kirkju San Salvatore in Campo í
Róm þann 20. apríl 1768. Ekki
hafði Lorenza notið skólagöngu í
uppvextinum, enda tíðkaðist slíkt
ekki fyrir stúlkuböm, og var hún
ólæs og óskrifandi alla sína ævi-
daga, ístöðulaus og slóttug, en þó
undirgefin dyntum eiginmannsins
allt undir það síðasta. Balsamo
elskaði Lorenzu út af lífinu allt til
hinstu stundar og var henni að
mestu trúr, en sá ástarhugur var
ekki endurgoldinn í öðm en undir-
gefninni. Tilfinningar Lorenzu
stefndu löngum að öðm.
Ekki leið á Iöngu þar til for-
eldrar Lorenzu áttuðu sig á því að
dóttirin væri lent í vafasömum fé-
lagsskap: Balsamo klæddi konu
sína á kynæsandi og hneykslunar-
verðan hátt og tók að innræta
henni siðferðismat sem ekki sam-
rýmdist viðteknum siðareglum.
Samkvæmt Rannsóknarréttinum
kenndi hann konu sinni meðal
annars þá sérstæðu reglu að fram-
hjáhald eiginkonu teldist ekki til
syndar væri það gert í ábataskyni
og án allrar tilfinnigar í garð við-
skiptavinarins. Þetta varð for-
spjallið að þvi lifibrauði sem átti
eftir að verða þrautalending hjóna-
komanna fyrstu sambýlisárin: Bal-
samo leigði ástkæra eiginkonu
sína til samræðis við stóreigna-
menn á ævintýrareisum þeirra vítt
um Evrópu eftir að þau hrökkluð-
ust úr foðurhúsum Lorenzu. Einn
fyrsti viðskiptavinurinn sem fékk
að reyna bólfimi eiginkonunnar
mun hafa verið feneyski ævintýra-
maðurinn Giacomo Casanova,
sem þau skötuhjú hittu á ferð sinni
í Aix-en-Provence í Frakklandi.
Má segja að þar hafi skrattinn hitt
ömmu sína þar sem þessir ævin-
týramenn mættust, enda ber Cas-
anova Balsamo fremur illa söguna
í endurminningum sinum, en segir
hins vegar um eiginkonu hans, að
„andlit hennar hafi geislað af að-
alsborinni hæversku, einlægni,
fríðleika og þeirri eðlislægu
feimni er geri ungar konur svo eft-
irsóknarverðar". Þótt Casanova
hafi fundið hjá sér allt að því eðl-
islæga óbeit á eiginmanninum, þá
komst hann þó ekki hjá því að við-
urkenna hæfileika hans í dráttlist,
því myndir þær er Balsamo sýndu
honum „voru fegurri en ímyndun-
arafiið Ieyfði“, pennateikningar
dregnar af slíku öryggi að ,jafnað-
ist á við fegurstu koparstungu“.
„Hann sýndi mér einnig eftirlík-
ingu á Rembrandt, sem var nær
því að vera fegurri en frummynd-
in,“ segir Casanova. Við þennan
eina fund þeirra Balsamo og Cas-
Skjaldarmerki hinnar Egypsku siöa-
reglu Cagliostros greifa.
anova í Aix- en-Provenc er því
einu að bæta, að þar mættust i
reyndinni fyrirmyndir tveggja höf-
uðpersóna úr óperusmiðju Moz-
arts: Sarastro og Don Giovanni.
Engar myndir eru varðveittar
eftir Balsamo svo vitað sé, en
dráttlistina ræktaði hann með sér
einkum í þeim tilgangi að falsa
skjöl, og fóru sögur af undraverð-
um og ábatasömum hæfileika hans
sem skjalafalsara.
Frímúrari vígður
Verður nú farið fljótt yfir sögu,
en næstu árin lifðu þau Lorenza
ævintýraríku lífi á stöðugu ferða-
lagi og flótta undan illa sviknum
gestgjöfum eða ástsjúkum við-
skiptavinum eiginkonunnar, þar
sem Balsamo reyndi fyrir sér í
ýmsu, en reyndi þó fyrst og fremst
að þroska með sér gullgerðarlist-
ina sem hann hafði þegið í arf frá
lærimeistara sínum, Altotas. Lá
leið þeirra m.a. til Barcelona þar
sem Balsamo mun hafa hlotið
sárasóttarsýkingu af portkonu, en
sárasóttin tók sig ekki upp fyrir al-
vöru fyrr en á síðustu æviárum
hans. Einnig lágu leiðir þeirra um
Madrid, Lissabon, London, París,
í gegnum Belgíu, Þýskaland og
Sviss til Feneyja, Messinu, Paler-
mó, Túnis, Alsír, Tangeirs, Dover
og Parísar, þar sem Lorenza á end-
anum stingur eiginmanninn af í
faðminum á aðalsmanni sem upp-
haflega hafði keypt blíðu hennar
af Balsamo. Þá var komið árið
1773 og hafði hjónaband þeirra
staðið í 5 ár. Balsamo nær þó að
endurheimta konu sína úr höndum
aðalsmannsins og lætur þá loka
hana í klaustri tímabundið í refs-
ingar og öryggisskyni. En Bal-
samo elskaði konu sína og dáði á
sinn hátt, og gat illa án hennar
verið. Hann ’ ar ávallt fljótur að
fyrirgefa henni ef honum þótti sér
misboðið og laginn að endur-
heimta undirgefni hennar. Síðan
var ferðalaginu haldið áfram:
Strassborg, Þýskaland, Napolí,
Malta, Napolí, Frakkland, Spánn
og að lokum lentu þau í London
árið 1776, þar sem urðu nokkur
tímamót í lífi þeirra.
A eirðarlausu flandri þeirra um
Evrópu og norðurströnd Afríku
hafði Balsamo ávallt reynt að bera
sig sem höfðingi og oft lifað um
efni fram. Hann gætti þess jafhan
að vinna aldrei ærlegt handtak á
hefðbundinn mælikvarða hvers-
dagsmanna, en hafði áunnið sér
orð sem ævintýramaður og hæfi-
leikamaður í lyfjagerð, hómópatíu
og guligerðarlist. En það var fyrst
í London sem hann uppgötvaði
hæfileika sína í hreinum göldrum,
magíu og spádómslist, meðal ann-
ars með því að segja réttilega fyrir
um vinningsnúmer í lottói Lund-
únabúa, en það var hæfileiki sem
veitti honum skiljanlega aðgang
að dyggum hópi stuðningsmanna!
Það er einnig um svipað leyti
sem Giuseppe Balsamo tekur sér
nýtt nafn og titil eins og til að losa
sig undan ásókn vafasamrar for-
tíðar og kynnir sig eftir það sem
Giuseppe greifa af Cagliostro,
höfuðsmann þriðju herdeildar
Brandenborgar. Sem aðalsbomum
greifa var honum og Lorenzu, sem
héðan í frá hét Serafina greifynja,
veitt innganga í stúkuna „Von“ við
hátíðlega athöfn í Royal Tavem
við Gerard Street í Soho þann 12.
apríl 1777. Vígsluathöfnin var
nokkuð söguleg, en hún fór meðal
annars þannig fram að reglubróðir
hafði hnýtt reipi um greifann og
fest á trissu í kráarloftinu. Síðan er
aspírantinn hífður upp í sínu feg-
ursta pússi, en þar sem greifinn
hangir þar í lausu lofti missir sá er
reipinu hélt takið, og varð af mik-
ill dynkur er kostaði greifann
handarmein. Ekki var þó látið þar
við sitja, en bundið fyrir augu
greifans og honum færð skamm-
byssa. Var honum síðan fyrirskip-
að að beina hlaupinu að enni sér
og taka í gikkinn, sem greifanum
brást þó hugrekki til að fram-
kvæma. Þá var bindinu svipt af
augum hans og hann látiim sverja
eftirfarandi eið:
„Eg, Giuseppe Cagliostro
(seinna tók hann sér nafnið Alex-
ander), heiti því í viðurvist hins
Mikla Arkitekts Alheimsins og
æruverðugra yfirsáta minna og
reglubræðra að gera allt það sem
yfirboðar mínir segja mér og mun
samkvæmt því að viðlögðum til-
settum refsingum hlýða í blindni
og án þess að leita skýringa á
meðteknum fyrirskipunum né
heldur uppljóstra leyndarmálum
með munnlegum hætti, skriflega
eða með látbr:‘gði.“
Að svo mæltu var honum færð
skammbyssan að nýju og skipað
að endurtaka fyrri Ieik. I þetta
skipti brást honum ekki hugrekki,
og sem betur fer ekki lífið heldur,
því skammbyssan reyndist óvirk
en alvöruskoti var hleypt af út um
kráargluggann um leið og hann
tók í gikkinn. Við hvellinn kom
slíkt fát á greifann, að byssuhlaup-
ið gerði honum skrámu á enni.
Tæpum tveim mánuðum síðar
hafði Cagliostro greifi unnið sig
upp í reglunni með undraverðum
hraða frá því að vera „nemi“ í að
vera „félagi“ og síðan „meistari".
Hann helgaði líf sitt frímúrararegl-
unni upp frá því. Eða kannski not-
aði hann regluna til þess að fleyta
sér áfram í ölduróti lífsins, allt efl-
ir því hvemig á málið er litið.
Hin egypska
siðaregla
Inngangan í frímúrararegluna
markaði tímamót í lífi Cagliostro í
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1991
Síða 10