Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 4
24 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 25 fþróttir Ólafur Stelánsson skoraðl sjö mörk fyrír Valsmenn í Portúgal en þau dugðu ekki og íslandsmeistararnir eru úr leik. Islandsmeistarar Vals féllu út úr Evrópukeppni meistaraliða í hand- knattleik á laugardaginn þegar þeir töpuðu fyrir ABC Braga i Portúgal, 29-25, eftir aö Braga hafði haft yílr- höndinaí háifleik, 14-11. Fyrrí leik- inn unnu Valsmenn með tveggja marka mun, 25-23, og Braga vann því samanlagt, 52-50. „Það má kannski segja að við höfum ekki náð aö halda haus síð- ustu mínútumar í leiknum og lét- um hávaöann í áhorfendum æsa okkur of mikið upp. Munurinn í síðari hálfleik var þetta 2-3 mörk allan tímann og þetta stóð mjög knappt,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vais, við DV eftir leikinn. Mikill hiti og gríðarlegur hávaði „Það var mikill hiti i höllinni og hávaöinn gríðarlegur og mér fannst þetta æsa okkur of mikið í lok leiksins. Þaö var kominn skjálfti i leikmenn Braga. Þegar 8 mínútur voru eftir höíðu þeir tvö mörk yflr en voru einum leikmanni færri og við áttum öll tök á að koma þessu niður í eitt mark en þvi mið- ur var óðagotið of mikiö hjá okkur. Við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur og það gefur augaleiö að varnarleikurinn var ekki góöur. Auðvitaö getum við nagað okkur í handarbökin frá því í fyrri leiknum heima og með betri leik þar hefðum við getaö farið í síðari leikinn með fleiri mörk í veganesti. En svona er þetta og við verðum bara að taka þessu," sagði Jón enn fremur. • Mörk Vals: Ölafur Stefánsson 7, Dagur Sigúrðsson 7/1, Davíð Ól- afsson 3, Jón Kristjánsson 3, Sigfús Sígurðsson 3, Valggrð Thoroddsen 2. Varin skot: Guðmundur Hratn- kelsson 10. Stórskyttan Carlos Resende var langatkvæðamestur hjá Braga með 11 mörk, línumaðurinn Carlos Ga- lambas skoraði 5 og Rússinnn Vladimir Bolotskih 4. -GH Valsmenn úr leik í Evrópukeppni meistaraliða: „Við héldum ekki haus“ - sagði Jón Kristjánsson eftir 29-25 tap í Portúgal Framstúlkur úr leik: Töpuðu stórt fyrir norsku bikarmeisturunum Bikarmeistarar Fram í kvenna- flokki féllu úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í gær eins og við var að búast enda andstæðing- urinn gríðarlega sterkur. Framstúlk- ur léku báða leikina gegn norska lið- inu Byásen í Þrándheimi og urðu að sætta sig við stórt tap í báðum leikj- unum enda norskur kvennahand- bolti mjög hátt skrifaöur í heiminum. í fyrri leiknum, sem háður var á föstudagskvöldið, sigruðu norsku stúlkumar með 16 marka mun, 30-14, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-5. Fram hélt í við Byásen fyrstu mínúturnar en í stöðunni 5-5 var Guðríður Guðjónsdóttir tekin úr umferð og við það hrundi leikur Framliðsins. Guðríður var markahæst ásamt Berglindi Ómarsdóttur en þær skor- uðu báðar 5 mörk. Kolbrún Jóhanns- dóttir átti góðan leik í markinu og varði 16 skot. í gærkvöld áttust svo liðin við aftur og sigraði Byásen með 9 marka mun, 27-18, og vann því samanlagt, 57-32. Aftuvelding - Lubin (16-8) 30-18 3-3, 6-3, 10-3, 12-4, 14-5, (16-8), 19-9, 22-11, 26-13, 27-17, 30-18. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 8/2, Páll Þórólfsson 8, Þor- kell Guðbrandsson 5, Róbert Sig- hvatsson 5, Gunnar Andrésson 2, Ingimundur Heigason 1, Jóhann Samúelsson 1, Davíð B. Sigurðsson ekkert mark. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 17/2. Mörk Lubiny Murawski 5, Demczvk 4, Steczek 3, Skoyezdvzy 3, Tujka 2, Oerdonovski 1. Varin skot: Vesniak 7. Brottvísanir: Afturelding 6 mín., Lubin 8. Dómarar: Stolk og Scholtens frá Hollandi, ágætir. Áhorfendur: 500. Maður leiksins: Bergsveinn Bergsveinson, Aftureldingu. Róbert Sighvatsson átti góðan leik i vörn og sókn með Aftureldingu í gær og hér er eitt af fimm mörkum hans í fæðingu að Varmá í gærkvöld. DV-mynd Brynjar Gauti Borgakeppni Evrópu í handknattleik: Áframhald er formsatriði hjá Aftureldingu - eftir stórsigur á slöku pólsku liði að Varmá í gær Sigurður Valur Sveinsson skriíar: Það voru aðeins fyrstu mínúturnar sem voru spennandi í leik Afturelding- ar og pólska liðsins Zaglebie Lubin í Borgakeppni Evrópu í handknattleik en fyrri leikurinn fór fram að Varmá í gær. Þaö verður að segja eins og er að leikur pólska liðsins olli ijölmörgum áhorfendum miklum vonbrigöum en fyrir fram var reiknað meö nokkuö jöfnum leik. Leikurinn byrjaði frekar rólega. Gest- irnir héldu aðeins i við heimaliðið fyrstu 10 mínútumar en eftir það var aldrei spurning hverjir væru miklu betri og það á öllum sviöum. Heima- menn byrjuöu í 6-0 vörn og áttu Pól- verjarnir í hinu mesta basli með að koma skoti á markiö. Enda kannski ekki nema von því fátt var um hávaxn- ar stórskyttur í liðinu. Eftir átta mín- útna leik var staöan 3-3 og allt benti til að fram undan væri spennandi leikur en annað kom á daginn. „Kjúklingarnir“ skiptu um gír „Kjúklingarnir" skiptu um gír og á næstu 15 mínútum breyttu þeir stöð- unni í 13-4. Á þessum tíma voru heima- menn að spila góöan bolta þar sem bolt- inn gekk hratt á milli manna og vörn gestanna sá aldrei til $ólar. En það var furðulegt að sjá hvað Pólveriarnir spil- uðu stuttar sóknir. Yfirleitt var búiö að skjóta eða reyna vonlausar sendingar eftir 10-15 sekúndur. Og þökkuðu heimamenn fyrir sig með fjölda hraða- upphlaupa. En þau hefðu oft á tíðum mátt ganga betur upp. Og verður Einar þjálfari að útskýra betur fyrir mannskapnum að aðeins er hægt að skora eitt mark í hverri sókn. Staðan í hálfleik var 16-8, heimamönnum í vil. Pólverjanir byriuðu á að taka Bjarka Sigurðsson og Gunnar Andrésson úr umferð í seinni hálfleik. En það hafði lítil áhrif og Afturelding jók forustuna jafnt og þétt. Um miðjan seinni hálfleik var munurinn orðinn 13 mörk, 26-13. Þá slökuðu heimamenn á klónni og síö- ustu 10 mínúturnar leystust upp í hálf- gerða vitleysu. En lokatölur urðu 30-18. Þetta pólska lið er frekar slakt, þrátt fyrir að vera með tvo landsliösmenn innanborðs. Og það verður aðeins formsatriði fyrir Mosfellinga að komast í næstu umferð. Bestu menn kvöldsins voru Bergsveinn Bergsveinsson í mark- inu, Bjarki Sigurðsson, Róbert Sig- hvatsson, Páll Þórólfsson og Þorkell Guöbrandsson. Hjá Pólverjum voru allir jafn slaldr. Þrátt fyrir að andstæðingamir heíði ekki verið sterkir í kvöld spiluðu heimamenn ekki sinn besta bolta. Mik- ið var um klaufa mistök og þá sérstak- lega í hraðaupphlaupunum. Þeir geta gert miklu betur og það verður gaman að fylgjast með leik þeirra að Varmá í kvöld kl. 20.00. íþróttir Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: KA var komið ígóðastöðu í Kosice - en missti Slóvakana fram úr sér á ný og er úr leik Bikarmeistarar KA eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik eftir að hafa beðið ósigur fyrir Kosice, 31-24, í Slóvakíu í gær. KA vann fyrri leikinn á Akureyri, 33-28, svo slóvakíska liöið komst í 3. umferðina með samanlagða marka- tölu, 59-57. Þaö má segja aö Kosice hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik en í leik- hléi var munurinn 6 mörk, 17-11. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka náði KA að minnka muninn í 3 mörk en missti þá mann út af sem Kosice nýtti vel og lokamínúturnai; voru þeirra. Lélegasti leikurinn hjá KA í langan tíma Að sögn tveggja stjórnarmanna KA, sem DV náöi tal af eftir leikinn, var KA-liöið langt frá sínu besta og lék einn lélegasta leik sinn í langan tíma. Liðið virkaði baráttulaust og menn virtust ekki vera aö leggja sig fram. Það var einkum varnarleikurinn sem var slakur af hálfu KA-manna, markvarslan lítil og eins fóru leik- menn liösins illa með dauðafærin og misnotuöu þrjú vítaköst. Julian Duranona var atkvæðamestur hjá KA í Kosice og skoraði helming marka liðsins, eða tólf. Góð dómgæsla KA-menn vildu ekki kenna póísku dómurunum um hvernig fór eins og oft tíðkast í Evrópukeppnmni. Þeir hefðu yfirhöfuð dæmt leikinn vel og Slóvakarnir hefðu verið dyggilega studdir af um 800 áhorfendum. •Kúbumaðurinn Julian Duranona var langatkvæðamestur hjá KA- mönnum. Duranona skoraði 12/2, Patrekur Jóhannesson 5, Leó Örn Þorleifsson 3, Björgin Björgvinsson 3 og Jóhann G. Jóhannsson. ' Markverðir Guðmundur A. Jóns- son og Björn Björnsson vöröu sam- tals 10 skot. Stórskyttan Peter Jano var KA- mönnurn erfiður eins og í fyrri leikn- um og skoraöi 9 mörk eins og á Akur- eyri. -GH Einar Þorvaröarson: Hefðum getað unnið með stærri mun „Þetta var stærri sigur en maður reiknaði með. Okkar styrkleiki fólst í sterkum varnarleik og mjög góðri markvörslu. Þá náöum við mörgum hraðaupphlaupum á þá. Við heföum samt alveg geta unnið þennan leik með meiri mun. Við gerðum svolítið af mistökum í seinni hluta síöari hálfleiks. Ég held að við getum alveg verið sáttir og við náðum andstæð- ingunum niður á mjög lágt plan," sagöi Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, viö DV eftir leikinn. Þaö getur allt gerst íþróttum og ég ætla ekki að fagna sigri fyrr en hann er í höfn. Þaö býr miklu meira í þessu pólska liði og það hlýtur að vera að það geri ákveðnar ráðstafanir í siðari leiknum. Heimavöllurinn í Evrópu- keppninni er mjög dýrmætur og það hefði örugglega allt getað gerst ef síö- ari leikurinn hefði verið leikinn ytra. Úr því að Valur, KA og Fram féllu úr leik kemur þaö í okkar hlut að verja heiður íslands í Evrópukeppn- inni og það ætlum við svo sannarlega að gera,“ sagði Einar. Geirog félagar úr leik Geir Svcinsson og sam- herjarlians í franska liöinu Montpelli- er eru úr leik í Evr- ópukeppni meistaraliða eftir aö hafa tapað á heimavelli fyrir svissneska liöinu Wintertliur, 23-25, en liðið vann einnig sigur á heimavelli sínum i Sviss. „Það ríkir mikíl sorg hér í bæn- um eftir þessa niðurstöðu. Við vorum undir í hálíleik, 8-11, en náðum að komast í 13-12 í upp- hafi síðari hálfleiks. Eftir þaö var eins og allur vindur væri úr okk- ur og þeir sigu hægt og bítandi iram úr. Markvörðurþeirra gerði gæfumuninn en hann varði 25 skot á meðan okkar markverðir vörðu varla skot,“ sagði Geir við DV í gær en haxm skoraði 2 mörk íyrir Montpellier. -GH Jason skoraði níu en Brixen tapaði Eyjólfur Harðaison, DV, Svíþjóð: Sænska liðiö Skövde sló út italska liðið Brixen, lið Jasonar Ólafssonar, í Borgarkeppni Evrópu í handknattleik í gær. Skövde vann síðari leikinn á Ítalíu í gær, 16-18, og haföi áður unnið fyrri leikinn í Svíþjóö, 22-15. Jason var langmarkahæstur hjá Brixen með 9 mörk og hann skoraði að jafnaði 9 mörk í fjórum Evrópuleikjum liðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.