Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 Fréttir Fyrirhuguð jarðgöng undir Hvalfjörð: Hei Idarkost naðu r vart undir 5 milljörðum - miðað við reynsluna af annarri jarðgangagerð hér á landi „Frá upphafi hef ég verið bjart- sýnn á að út í þessa framkvæmd verði ráðist. Úr henni hefur ekki dregið upp á síðkastið. Ég á von á þvi að það muni skýrast á næstu dögum hvort af þessum jarðgöngum undir Hvalíjörð verður,“ segir Gylfi Þórðarson, formaður stjómar Spal- ar. Gylfí segir að þessa dagana sé unnið að frágangi á alls 23 samning- um við hugsanlega lánardrottna og aðra sem að undirbúningi Hval- fjarðarganga koma. Verði niðurstað- an sú að gera göngin muni fram- kvæmdir væntanlega hefjast fljót- lega á næsta ári, en gert er ráð fyr- ir að það taki þrjú ár að ljúka gerð ganganna. HeÚdarkostnaðurinn er áætlaður rúmlega fjórir milljarðar. Verði af gerð jarðganga undir Hvalfjörð yrði það dýrasta jarð- gangagerð á íslandi til þessa. Miðað við reynsluna af öðrum jarðgöngum á íslandi má vænta þess að einhver viðbótarkostnaður komi upp á verk- tímabilinu og heildarkostnaðurinn verði vart undir 5 milljörðum. í þessu sambandi má geta þess að heildarkostnaðurinn við Vestfjarða- göngin er nú áætlaður um 4 millj- arðar en þegar ráðist var í fram- kvæmdina var kostnaðurinn áætl- aður 3,6 milljarðar. Þá reyndist heildarkostnaðurinn við jarðgöng í gegnum Ólafsfjarðarmúla nokkru meiri en upphaflega var ráðgert. í upphafi framkvæmdanna árið 1998 var kostnaðurinn áætlaður um 1,1 milljarður en þegar upp var staðið var hann orðinn 1.480 milljónir. -kaa Viðskiptavinir SVR: Neitað um græn kort fram í tímann - kemur í veg fyrir misnotkun, segir þjónustustjóri SVR „Vinnureglan hjá okkur er að stimpla ekki grænu kortin nema einn dag fram í tímann. Þetta hefur komið til af illri nauðsyn. Þegar við stimpluðum kortin nokkrum dögum fram í tímann horfðum við á eftir fólki upp í strætisvagnana og mis- nota kortin. Það oHi oft leiðindum og auknum erfiðleikum hjá vagn- stjórum,“ segir Jóhannes Sigurðs- son, þjónustustjóri SVR. Konu sem hugðist kaupa sér grænt kort hjá SVR á mánudaginn var neitað um kort útgefið tvo daga fram í tímann. Konan sagðist vegna vinnu sinnar einungis geta keypt kort á mánudögum en þar sem gamla kortið rann ekki út fyrr en á þriðjudaginn vildi hún að nýja kort- ið gilti frá og með miðvikudeginum. Kortin eru aðeins seld hjá SVR á Hlemmi, Lækjartorgi og Grensási, auk þess sem þau eru seld í Félags- stofnun stúdenta, og því nokkur fyr- irhöfn fyrir viðskiptavini SVR að nálgast þau. Kortin kosta 3.400 krón- ur og gilda í 30 daga. Að sögn Jóhannesar er veitt und- anþága frá meginreglunni um út- gáfudag hafi viðkomandi í gildi grænt kort fram að nýrri útgáfudag- setningu. Engin regla sé einhlít og yfirleitt sé reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavinanna. „Einhverjar reglur verðum við að setja, oft af illri nauðsyn, en að sama skapi verðum við að bakka með sumar. Þetta vandamál hefur ekki komið áður inn á mitt borð en það er hins vegar töluvert um það að kortin séu ekki notuð eins og á að nota þau,“ segir Jóhannes. -kaa Flettiskiltiö á Fitjum: Bann lögreglustjórans í Keflavík fellt úr gildi - stjórn IJMFN íhugar kæru Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Dómsmálaráðuneytið hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að flettiskiltið á Fitjum í Njarðvík, með þeim auglýsingamyndum sem þar voru birtar, sé ekki villandi, valdi ekki óþægindum eða skapi slíka hættu að rétt hafi verið hjá lögreglu- stjóranum í Keflavík að beita þeirri heimild sem hann hafði til ákveða að skiltið yrði fjarlægt. Úrskurðar- orð ráðuneytisins er að hin kærða ákvörðun lögreglustjórans er felld úr gildi. „Það er mikill léttir að niðurstaða er fengin í málinu. Lögreglustjórinn hefur eyðilagt heilmikið fyrir okkur og valdið gríðarlegum óþægindum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hættu við að auglýsa hjá okkur vegna af- skipta lögreglustjórans," sagði Haukur Jóhannesson, formaður ungmennafélagsins í Njarðvík. Það var í september 1994 sem lögreglu- stjórinn hafði afskipti af skiltinu. Auk UMFN voru Vífílfell, Skeljung- mr og Þríkantur eigendur aö skilt- inu. Stjórn UMFN tekur ákvörðun á næstu dögum um hvort lögreglu- stjórinn, Jón Eysteinsson sýslumað- ur, verður kærður vegna tekjumiss- Reykjavíkurborg selur Tomma hús í Pósthússtræti Borgarráð hefur samþykkt að selja Tómasi A. Tómassyni, eiganda Hótel Borgar og Hard Rock cafés og þekktur er undir nafninu Tommi, húsið númer níu við Pósthússtræti en það er húsið við hlið Hótel Borg- ar. Kaupverð hússins er 52 milljónir króna og greiðist fyrsta útborgun, tvær milljónir króna, eigi síðar en 15. desember, ein milljón mánaðar- lega fram til 15. desember 1996 með tryggingu frá VISA-íslandi og af- gangurinn, 40 milljónir króna, með verðtryggðu skuldabréfi. Tómas tekur við eigninni 1. janú- ar 1996 og yfirtekur þá gildandi leigusamninga. Leigusamningi jarö- hæðar, þar sem Gallerí Borg er til húsa, hefur verið sagt upp frá næstu áramótum. Ekki náðist í Tómas í gær. -GHS Jarðgangagerð - heildarkostnaður umfram áætlun - __________________________________ A R ' t .. Ólafsfjaröarmúli Vestfjaröargöng Hvalfjaröargöng O’V! Siglingamálastofnun og Vita- og hafnamál sameinist: Siglingastofnun ríkisins taki við - „Það er staðföst skoðun mín að það sé styrkur að því að vera með eina sterka stofnun á hafna- og sigl- ingasviðinu eins og við erum með varðandi loftið og vegina. Þess vegna verða þessar stofnanir sam- einaðar og búa þar með yfir víðtæk- ari sérþekkingu og geta sinnt betur þátttöku í alþjóðlegu samstarfi auk rannsóknar- og þróunarstarfs sem nauðsynlegt er á þessu sviði," segir Halldór Blöndal samgönguráðherra vegna fyrirhugaðrar sameiningar Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofhunar. Stjórnarfrumvarp um sameining- una hefur verið borið undir þing- flokka stjórnarflokkanna og ríkisstjórn. Samkvæmt frumvarp- inu, sem ætlunin er að verði að lög- um fyrir áramót, sameinast þessar tvær stofnanir í einni stofnun, Sigl- ingastofnun ríkisins. Áformað er að hin nýja stofnun verði með aðsetur sitt þar sem Vita- og hafnamál eru nú til húsa, í Vesturvör 2 í Kópa- vogi. Siglingamálastofnun er nú í leiguhúsnæði við Hringbraut þar sem JL-húsið var áður. Með samein- ingunni er áætlað að spara í yfir- stjórn stofnananna og verður einn framkvæmdastjóri yfir báðum. Alls starfa milli 35 og 40 manns hjá hjá hvorri stofnun fyrir sig. Stefán Geir Karlsson, formaður starfsmannaráðs Siglingastofnunar, segir að starfsfólk sé langflest sátt við þessa breytingu. „Ég held að fólk sé yfirleitt frekar jákvætt á þessa breytingu. Þessi vinna er nýbyrjuð fyrir alvöru. Menn tóku þetta fyrst frekar óstinnt upp og vissu ekki hvað þetta þýddi, hvort þetta myndi þýða uppsagnir og skildu ekki ástæður samruna. Þetta viðhorf hefur smám saman breyst enda er okkur lofað því að engum verði sagt upp, það sé ekki markmiöið heldur fyrst og fremst að gera með þessu öfluga stofnun," seg- ir Stefán Geir. -rt Þingmenn vilja aftur skólaskip Kristján Pálsson og níu aðrir þingmenn hafa flutt þingsályktunar- tillögu um að skipuð verði nefnd til að kanna forsendur fyrir kaupum og rekstri á skólaskipi. Árið 1985 var skólaskipið Mímir tekið í notkun og varð mjög vinsælt Mímir fórst með allri áhöfn í Homa- fjarðarósi haustið 1991. Síðan hefur ekkert skólaskip verið til hér á land. Meðflutningsmenn Kristjáns að tillögunni eru Guðmundur Hall- varðsson, Árni Johnsen, Hjálmar Jónsson, Ámi M. Mathiesen, Gísli S. Einarsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Guömundsson, Lúðvík Berg- vinsson og Magnús Stefánsson. -S.dór Flateyri: Arkitektar gefa teikningar „Það hafa tveir arkitektar boð- ið okkur teikningar að gjöf. Ann- ar býður okkur teikningu að rað- húsi en hinn einbýlishús," segir Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri á Flateyri. Hann segir að Flateyringar muni nú nota veturinn til að und- irbúa uppbyggingu á staðnum og að reiknað sé með að hafist verði handa næsta sumar. -rt ■0- OPEL Meö hverjum Opel bíl fylgir þjófavörn í samlœsingum og þjófavörn í útvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.