Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Síða 10
10
fSMÆli
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
DV
s|| ^ 0 y ^
\y ‘ J- ' Jm
Guðný Árnadóttir, Þórunn Viihjálmsdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Hulda Hannibalsdóttir, Hansína Halldórsdóttir,
Eygló Friðriksdóttir, Aðalheiður Hávarðardóttir, Jónína Guðnadóttir og Lilja Eðvarðsdóttir sáu um kaffiveitingar í af-
mæli DV á Eskifirði. DV-mynd JJ
Kvenfélagiö Döggin á Eskifirði:
Fjarlægasti skjólstæð-
ingurinn er á Indlandi
„Kvenfélagið hefur stutt dvalar-
heimilið Hulduhlíð alveg frá stofn-
un þess. í raun erum við stofnendur
dvalarheimilisins með bænum þeg-
ar við keyptum gamalt hús fyrir
aldraða borgara. Eftir að nýja húsið
var tekið i notkun höfum við keypt
ýmislegt innanstokks," segir Hulda
Hannibalsdóttir, formaður Daggar á
Eskifirði. Af öðrum styrkjum má
nefna Knelluna en svo nefnist ungl-
ingastarfið á Eskifirði. Einstakling-
ar hafa líka notið styrkja og má
i
Fjóla Kristinsdóttir sker beingarðinn
úr ufsanum af miklum móð.
DV-mynd JJ
nefna að litla stúlkan, Marín Haf-
steinsdóttir, sem þurfti að fara í
hjartaaðgerð til Boston, var styrkt.
Fjarlægasti skjólstæðingur þeirra er
lítil stúlka á Indlandi en í nokkur ár
hafa þær sent henni fjárupphæð
reglulega.
Kvenfélagið Döggin er með elstu
kvenfélögum landsins og verður 90
ára eftir tvö ár. Félagskonur eru
fimmtán en þrátt fyrir það er starf-
semin gróskumikil.
Til fjáröflunar selja kvenfélags-
konumar minningarkort og halda
félagsvist háifsmánaöarlega. Hulda
segir að basar hafi verið haldinn ár-
lega áður fyrr en sú fjáröflun var
hætt að bera árangur. Ásamt öðrum
líknarfélögum hafa þær staðið að
jólamarkaði.
„Við reynum að halda námskeið
fyrir félagskonur en það verður að
segjast eins og er að það er dýrt fyr-
ir félög úti á landi aö fá kennara
langt að,“ segir Hulda.
-JJ
Flæðilínurnar
gera vinnuna
einhæfa
- segir Fjóla Kristinsdóttir
„Fiskvinnslan er orðin heldur
einhæf eftir að flæðilínumar vora
teknar í gagnið. Við höfum hins veg-
ar reynt að skipta innbyrðis til þess
að vinnan verði ekki leiðinleg. Mitt
starf núna er að skera beingarðinn
úr og þunnildið af. Flakið er svo
unnið annars staðar á línunni,“ seg-
ir Fjóla Kristinsdóttir sem var að
vinna ufsa úr Hólmanesinu sem
kom í land sama morgun. Hún vinn-
ur í Hraðfrystihúsi Eskifiarðar hálf-
an daginn fyrir hádegi. Áður var
hún leiðbeinandi við skólann en
hún segir fiskvinnsluna ágætt starf.
Hún segir að í sumum húsum sé
vinnan enn einhæfari og engar
skiptingar milli snyrtingar og pökk-
unar. f húsinu er hópbónus og telur
Fjóla hann minna stressandi en ein-
staklingsbónusinn.
„Ef allir era sáttir við bónusinn
kemur hópbónusinn sennilega betur
út því hann stuðlar ekki að sam-
keppni milli kvennanna," segir
Fjóla og snýr sér aftur að ufsanum.
-JJ
Herdís Þórðardóttir úr Mosfellsbæ
I fyrsta sinn í fiski
„Ég hef aðeins unnið hér tvær
vikur og reyndar hef ég aldrei áður
unnið í fiski,“ sagði Herdís Þórðar-
dóttir sem var að pakka ufsa í fimm
punda pakkningar fyrir Ameríku-
markað.
„Ég hef aöeins prófað að skera úr
en mig svimaði svo við færibandið
að ég varð að hætta,“ sagði hún.
Herdís er úr Mosfellsbænum og
kom austur þar sem mamma henn-
ar er frá Eskifirði. Herdís sagði aö
sér líkaði ágætlega við vinnuna en
sagði allt óráðið um það hve lengi
hún ætlaði að vera á Eskifirði.
Herdís var að ná tökum á hraðanum
við pökkun á ufsa f fimm punda
pakkningar. DV-mynd JJ
Vinn
miðv
K I IV G A
ngstöiur ,
kudaginn:[
22.11.1995
VINNINGAR
FJÖLDI
VINNINGA
ö 6 af 6 1 47.840.000
5 af 6 +bónus 0 686.593
5 af 6 5 43.240
m| 4 af 6 194 1.770
a 3 af 6 +bónus 579 250
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
Aðaltölur:
@(21)(24)
(§)(§)(§)
BÓNUSTÖLUR
(12)(§)@
Heildarupphæð þessa viku:
49.230.923
A Isl.:
1.390.923
jfjj uinningur fór til Finnlands
UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
8IRT MEO FYRIRVARA UM PRCNTVIUUR
Tveir frídagar á
sex vikum
„Það hefur verið roscdega mikið
að gera í síldinni í haust. Við höfum
unnið tíu til tólf tíma á dag og að-
eins fengið frí í tvo daga á síðustu
sex vikum,“ sögðu síldarstelpurnar
hjá Friðþjófi á Eskifirði. Þær sögðu
að síldin væri stór og góð.
„Vinnan er ekki erfið í dag miðað
við fyrri tíma. Núna er síldin
vélflökuð og pækluð í körum. Með-
an flökunin stóð yfir var unnið í
akkorði og þá náðum við allt að þús-
und krónum á tímann,“ sögðu þær.
Svona uppgrip era tímabundin og
þegar flökun er lokið fara þær á fast
tímakaup, liðlega 300 krónur á tím-
ann.
Síldin er pækluð i ediki eða salti.
Eftir nokkra daga er hún tekin úr
pæklinum og pakkað í tunnur.
Kaupendur í útlöndum fullvinna
vöruna eftir eigin bragðsmekk. Ed-
ikslegna sildin er æt en þó ber aö
taka fram að hún hefur ekki legið í
krydduðu ediki og bragðið minnir
því frekar á súrsaða hrútspunga.
Auk þess hefur síldin ekki brotið sig
á þessum fáu dögum.
„Það er eins líklegt að síldar-
vinnslan dugi okkur fram að jólum.
Eftir áramót bíðum við eftir loðn-
unni og svona gengur þetta frá ári
til árs. Veiðarnar eru alltaf happ-
drætti og því verðum við að vona að
vel veiðist áfram," segja þær.
-JJ
Eftir að síldin hefur verið flökuð er hún söltuð eða lögð í edik. Að nokkrum
dögum liðnum er henni mokað á færiböndin og gölluð flök tekin frá eða
snyrt. Af færibandinu fer síidin í tunnurnar og er þá tilbúin til útflutnings.
DV-mynd JJ
Heilsuhundurinn
Zorro
„Ég fékk fyrir hjartað og var ráð-
lagt að fá mér hund til að fara út að
ganga með. Zorro er því heilsuhund-
urinn minn. Hann á íslenska móður
og faðirinn er af ensku kyni. Hund-
inn hef ég átt síðan hann var hvolp-
ur en nú er hann 4ra ára,“ segir
Hallur Guðmundsson.
Hallur hefur búið á Eskifirði í
rúm þrjátíu ár. Hann er alinn upp í
sveit en gerðist sjómaður og var
lengi á síðutoguranum. Togarasjó-
mennskuna stundaði hann víða og
meðal annars frá Reykjavík.
En var sjómennskan ekki erfið?
„Ekki svo, ég var alltaf kokkur,“
svaraði Hallur og lét Zorro teyma
sig áfram I heilsugöngunni.
Hallur og heilsuhundurinn Zorro á Eskifirði. DV-mynd JJ