Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 11
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 11 Fréttir Hugmynd utanrlkisráöherra á gagnkvæmum skiptum á veiöiheimildum: Fær misjafnar móttökur í sjávarútvegsnefnd Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra varpaði fram þeirra hugmynd í erindi sem hann Qutti á fiskiþingi að tekin yrði upp samvinna þjóða í norðurhöfum. Þar á meðal gagn- kvæm skipti þeirra á veiðiheimild- um. Hann sagðist líta á hugmynd sína sem gagnkvæmt tryggingakerfl þjóða í norðurhöfum, það er skipti á veiðiheimildum sem eðlilegan þátt í samvinnu fiskveiðiþjóða á svæðinu. Hugmynd Halldórs gengur meðal annars út á það að ef illa árar á ís- landsmiðum en vel í Barentshafi megi fiskiskip okkar veiða þar en ef illa árar þar en vel hjá okkur megi fiskiskip þeirra veiða í íslenskri landhelgi. Þessi hugmynd fær misjafnar móttökur hjá fulltrúum flokkanna í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon, for maður sjávarutvegs- nefndar „Ég hef viljað fara mjög varlega í þessum efnum. Það hefur lengi reynst okkur styrkur að geta varið okkar efna- hagslögsögu nokk- um veginn fyrir erlendum skipum og hafa hana óumdeilt til okkar afnota. Við vitum af miklum áhuga og ásókn ýmissa aðila, þar á meðal Evrópusambands- ins, að koma sínum skipum hingað inn. Ég hef séð það fyrir mér að sú víglína sem viö reyndum að verjast á væri sér efnahagslögsaga. Það væri þá ekki nema í algerum undan- tekningartilfellum og þá á grund- velli samninga um nýtingu á sam- eiginlegum stofnum, eins og dæmið um loðnuna sýnir, að erlend skip kæmu hér inn fyrir til veiða. Ég ótt- ast að ef við víkjum frá þessu getum við verið að veikja langtímavígstöðu og samningsstöðu okkar og auka hættuna á því að við yrðum að láta undan þrýstingi, til dæmis fyrir kröfum um veiðiheimildir í staðinn fyrir viðskiptakjör. Þess vegna vil ég stíga afar gætilega til jarðar í þessum efnum.“ Svanfríður Jónasdóttir, full- trúi í sjávarútvegsnefnd „Ég hef tekið eftir því að þau hagsmunasam- tök, sem hafa fjallað um þessa hugmynd, hafa mjög varað við henni. Ég vil taka undir það því ég óttast þetta. Við erum að fara hér inn á nýja braut. Ef við erum illa stödd og þurfum að taka lán þykir mér betra aö við tök- um það lán í peningum. Annars erum við hér að innleiða nýja hluti sem við sjáum ekki fyrir endann á. Ég óttast líka að með þessu séum við að binda úthafsveiðamar við þau skip sem hafa kvóta í íslenskri landhelgi. Ég sé ekki hvernig siðan á að skila til baka ef menn ekki tengja þetta saman. Það held ég að sé mjög varasamt vegna þess að við íslendingar erum búnir að fjárfesta í veiðiskipum sem eru að gera það gott fyrir okkar hönd og afla okkur veiðiréttar á úthöfunum. Ég held að við eigum að virða það sem þau hafa verið að gera og að þau fái njóta þess.“ Sighvatur Björgvinsson, full- trúi í sjávarútvegsnefnd „Ég held að þama sé verið að koma að málinu úr mjög óvæntri átt. Hingað til hafa menn verið sammála um það að hleypa ekki út- lendingum inn í islenska fisk- veiðilögsögu. Ég vil líka spyrja á móti. Er Halldór þá að hugsa um að gera svona samn- inga við aðrar þjóðir? Er hann tilbú- inn til að gera svona samninga við Evrópusambandið? Bara svo ég nefni dæmi. Eða hvaða leið er hann að opna með þessu? Það er alveg ljóst að ef svona samningar, um gagnkvæmar veiðiheimildir og skipti á þeim, verða gerðar við Rússa og Norðmenn koma margir aðrir á eftir.“ Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista „Hugmyndin sem slík er at- hyglisverð og er þess virði að skoða hana. Hins vegar bendi ég á að það hefur ver- ið grundvallar- regla í okkar sögu síðustu áratugina að hleypa nánast engum inn í ís- lenska fiskveiðilögsögu. Við höfum þvert á móti verið að koma erlend- um skipum út úr henni með örfáum undantekningum. Þess vegna boðar þessi hugmynd algera stefnubreyt- ingu hjá okkur. Ég tel því að það þurfi að fara varlega í þessum efn- um og skoða hugmyndina vandlega. Ég vil benda á að við íslendingar getum ekki ætlast til aö við fáum að veiða innan lögsögu annarra þjóða, fáum allt hjá öðrum en veitum ekk- ert á móti. Ég endurtek að hug- myndin er athyglisverð en þarfnast nákvæmrar skoðunar. Og við meg- um heldur aldrei gleyma aðalatrið- inu, því sem öllu skiptir, að ganga ekki of nærri fiskistofnunum." Guðmundur Hallvarðsson, fulltrúi í sjávarútvegsnefnd „Þessi hug- mynd er ekki frá- leit að mínum dómi. Það eru ekki mörg ár síð- an verið var að ræða um það að hleypa rússnesk- um verksmiðju- skipum inn í ís- lenska landhelgi svo íslensk fiskiskip gætu selt sild- ina beint um borð í þá. Einhverra hluta vegna varð ekkert af þessu. Ég man að það urðu geysilega hörð við- Þrír án atvinnu á Höfn Júlía Imsland, DV, Höfn: Atvinnuástand hefur verið gott á löfn í haust og það sem af er vetri. /largt aðkomufólk er í vinnu hér, ðallega í fiskvinnslu. Samkvæmt ipplýsingum frá Verkalýðsfélaginu ökli eru aðeins þrír á atvinnuleys- sskrá, einn þeirra nýfluttur á stað- inn. Verkamannadeild Jökuls hélt ný- lega fund þar sem skorað var á launanefndina að segja upp samn- ingum en stjóm og trúnaðarráð hef- ur heimild til þess ef launanefndin gerir það ekki. Búið er að boða fund hjá verslunar- og skrifstofufólki nk. mánudagskvöld. brögð við þessu að hálfu sjómanna- samtakanna og verkalýðsfélaganna. Ég tel að þau mótmæli hafi verið borin fram að óathuguðu máli. Það var miklu skynsamlegra að landa síldinni um borð í rússneskt verk- smiðjuskip, þótt þau væru innan efiiahagslögsögunnar, og fá þannig miklu hærra verð fyrir hana til manneldis en setja hana alla í gú- anó. Mér þykir hugmynd utanríkis- ráðherra ekki fráleit. Málið er hins vegar afar viðkvæmt og því þarfnast hugmyndin mjög nákvæmrar skoð- unar. Það er fráleitt að segja já og amen án þess að skoða málið alveg ofan í kjölinn." -S.dór Forsala aðgöngumiða G.BEN.&LL ttU Bóka HK Verð ritfangaversluninni VEDU rottahúsi kr 500 og og s--- . yktýí/ * * * * 30ARA Fjölskyldutonleikar í Iþröttahúsi HK laugardaginn 25. növember 1995 kl. 17:00 Með Ríó koma fram: Skólahljómsveit Kópavogs yngri deild Kór Kársnesskóla • Karnivala Hljómsveitin Saga Class • Szymon Kuran fiðluleikari Reynir Jónasson harmonikuleikari Björn Thoroddsen gítarleikari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.