Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingan 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjóm: dvritst@ismennt.is- Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk.
Byrjar Evrópa hér?
Til skamms tíma hafa margir íslenzkir stjómmála-
menn vonað, að Norðurlönd Evrópusambandsins mundu
ekki gerast aðilar að Schengen-samkomulaginu um sam-
eiginleg ytri landamæri, án þess að um leið yrði varð-
veitt gamla Norðurlandasamstarfið á sama sviði.
Nú er hins vegar að koma í ljós, að Danmörk, Finnland
og Svíþjóð munu ekki bíða eftir íslandi og Noregi. Ríkin
þrjú í Evrópusambandinu telja sig hafa svo mikilla hags-
muna að gæta á meginlandi Evrópu, að þau geti ekki
lengi neitað sér um aðild að samkomulaginu.
Meira máli skiptir fyrir Danmörku, Finnland og Sví-
þjóð að hafa sameiginleg landamæri með Evrópusam-
bandinu öllu heldur en að hafa samning um vegabréfa-
frelsi við ísland og Noreg. Þetta mál sýnir í hnotskum
meira aðdráttarafl evrópsks en norræns samstarfs.
Á öllum hagkvæmnissviðum er norrænt samstarf
dauðans matur öðruvísi en sem norrænt samstarf innan
Evrópu. Hnignunareinkennin hafa lengi verið ljós á
norrænu samstarfi, því að fátt merkilegt hefur gerzt á
því sviði á meðan evrópskt samstarf geysist fram.
Til þess að leysa máhð hefur íslandi og Noregi verið
boðin aðild að tilraunum til að fínna leið fyrir þessi tvö
lönd til að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópu-
sambandsins. Það þykir fysilegur kostur, en kostar um-
fangsmiklar breytingar á flugstöð Keflavíkurvallar.
Við þurfum að sjá um, að óæskilegt fólk komist ekki á
Keflavíkurvelli inn fyrir hlið Evrópu, gerast aðilar að
upplýsingakerfi Schengen-samkomulagsins um hættu-
legt fólk og að aukinni lögreglusamvinnu á þessu sviði.
Þetta kostar nýjar framkvæmdir og aukinn rekstur.
Við þurfúm að koma upp sérstakri og aðskilinni að-
stöðu til að taka við fólki, sem kemur inn fyrir landa-
mæri Evrópu á Keflavíkurvelli, einkum fólki í áætlunar-
flugi frá Norður-Ameríku. Þetta fólk kemur flest á
skömmu tímabili snemma morguns á degi hverjum.
Við stöndum því andspænis tveimur kostum. Annars
vegar missum við núverandi hagræði af norrænu vega-
bréfafrelsi. Hins vegar þurfum við að borga hundruð
milljóna í framkvæmdir og tugi milljóna í árlegan rekst-
ur aðildar að nýju og meira samgöngufrelsi í Evrópu.
Danir, Finnar og Norðmenn efast ekki um, að það henti
þeim að fóma norræna vegabréfasamstarfinu og leggja í
kostnað við að taka að sér gæzlu ytri landamæra Evrópu.
Við munum eiga erfiðara með að gera upp hug okkar,
því að okkur vex kostnaðurinn í augum.
Þjóðir eins og Danir eiga auðvelt með að sjá haginn af
opnum landamærum til suðurs, af því að þeir em góðir
kaupsýslumenn. Við erum hins vegar lélegir kaupsýslu-
menn og sjáum fyrst og fremst kostnaðinn af því að
hrekjast inn fyrir sameinuð landamæri Evrópu.
Við munum smám saman þurfa að taka fleiri ákvarð-
anir af þessu tagi. Hvenær sem gamalt samstarf Norður-
landa rekst á við nýtt samstarf Evrópu, mun norræna
samstarfið verða að víkja. Við munum velja um aukna
einangrun eða dýra aðild að auknu Evrópusamstarfi.
Meðan við erum enn svo einangrunarsinnuð, að við
treystum okkur ekki til að taka áhættu af tækifærunum
við að vera í Evrópusambandinu, getur aðild að samn-
ingum á borð við Schengen brúað bilið fram að ákvörð-
un og gert okkur gjaldgenga aðila í fyllingu tímans.
En þjóðarsátt er hér á landi um einangrunarstefnu,
sem ríkisstjómin fylgir eindregið. Því er hætta á, að við
verðum að sinni að kúldrast utan landamæra Evrópu.
Jónas Kristjánsson.
„Þess vegna á ég svo bágt með að skilja löngun manna til að kaupa sér tap fremur en að leggja i púkkið,“ seg-
ir Hjálmar m.a. í grein sinni.
Tap óskast keypt!
Nú þegar dregur að jólum má
sjá mörg hefðbundin einkenni
þess í hvunndagslífinu, auglýsing-
ar í verslunum, jólahlaðborð,
glögg og fleira í þeim dúr. Frá jól-
um er stutt til áramóta. Þá búa fyr-
irtæki sig undir að loka ársreikn-
ingum. Þá kemur líka í ljós hvort
fyrirtæki hafi verið rekin með
hagnaði eða tapi á árinu 1995.
Til allrar hamingju virðast
mörg fyrirtæki ætla að koma vel
undan árinu. En hvemig verja þau
ágóða sínum? Mörg fyrirtæki nota
hann til aö stækka, leggja í frekari
landvinninga, ráða fleira fólk
o.s.frv. Önnur fyrirtæki kjósa að
umbuna starfsfólki sinu með ein-
hvers konar bónus, enda gróðinn
væntanlega byggður á traustu
framlagi starfsfólksins.
Þess vegna birtast eins og
skrattinn úr sauðarleggnum þess-
ar einkennilegu auglýsingar þar
sem fyrirtæki óska eftir því að
kaupa taprekstur annarra fyrir-
tækja. Eða einhverjir harðir bók-
haldarar bjóðast til að útvega vel
stæðum fyrirtækjum taprekstur.
Hvað merkir þetta?
Skattur - tap -
launauppbót
Ég get ekki að því gert, en þgss-
ar tapauglýsingar hafa lengi vald-
ið mér angri. í þeim felst nefnilega
sú hugsun að fyrirtæki megi ekki
sýna hagnað. Menn kjósa m.ö.o.
frekar að kaupa sér tap fremur en
að borga bara tekjuskatt af fyrir-
tækinu eða verðlauna starfsfólk
með uppbót einhvers konar. Þetta
er umhugsunarvert. Það getur
varla talist eðlilegt eða réttlátt ef
stjómendur slíkra fyrirtækja vilja
í lengstu lög forðast að leggja ein-
hvem skerf hagnaðar til samfé-
lagsins.
Þjóðin er sammála um að verja
Xjailarinn
Hjálmar Árnasc n
alþingismaður
staðið. Stjórnendur fyrirtækja
hljóta líka að horfa til framtíðar.
Hagnaðurinn á að .nýtast inn í
framtíðina. Þar eru ýmsar leiðir.
Hagnaði er skynsamlega varið til
nýsköpunar og áhættu í því skyni
að efla fyrirtækið. Hagnaði er líka
skynsamlega varið ef starfsfólkið
nýtur góðs af með einum eða öðr-
um hætti. Og hagnaði hlýtur líka
að vera skynsamlega varið ef af
honum er greiddur eðlilegur skatt-
ur. Þannig styrkir fyrirtækið vel-
ferðarkerfið og leggur sitt til að
skapa öruggt og traust umhverfi
fyrir sjálft sig og starfsfólkið. Þess
vegna er mér óskiljanleg viðleitni
manna til að vilja fremur „henda“
hagnaðinum í aðkeypt og tilgang-
lítið tap.
Skattsvik eru talin nema yfir 10
„Menn kjósa nL.ö.o. frekar að kaupa sér
tap en að borga bara tekjuskatt af fyrir-
tækinu eða ve rðlauna starfsfólk með upp-
bót einhvers l .onar. Þetta er umhugsunar-
vert.“
velferðarkerfið. Við viljum halda
uppi góðri menntun, traustri heil-
sugæslu og styðja þá sem hjálpar
eru þurfi. Þannig hygg ég að
hjarta þjóðarinnar slái. Én til þess
þarf að borga. Þess vegna á ég svo
bágt með að skilja löngun manna
til að kaupa sér tap fremur en að
leggja í púkkið. Þama er ýmislegt
að í skattalögum en þó fyrst og
fremst í vitund manna
Hver græðir til lengdar?
Eðli fyrirtækja er að þrifast vel
og skila hagnaði. Gróði í árslok
ber vott um að vel hafi gengið og
skynsamlega hafi verið að rekstri
milljörðum króna. Menntakerfið,
heilbrigðiskerfið og félagsmálin
eru veikt sem því nemur. Ofan á
þetta bætast svo hin furðulegu tap-
kaup. Þama þarf að verða á mikil
breyting. Nokkrir þingmenn hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um aðgerðir gagnvart skattsvik-
um. Ekki virðist síður mikilvægt
að endurskoða skattalög með hlið-
sjón af því sem hér hefur verið rit-
að. Aðalatriðið hlýtur þó að vera
breytt hugarfar. í annarri grein
verður fjallað um hin merkilegu
„göt“ sem gert er út á í skattakerf-
inu.
Hjálmar Ámason
Skoðanir annarra
Island og Schengen
„Þeir sem hafa efasemdir um aðildina að Scheng-
en hafa fyrst og fremst litiö til þess kostnaðar er
hún hefði í for með sér. Það má þó færa rök fyrir því
að sá kostnaður sé veigalítill í samanburði við þá
kosti er aðildin hefði í för með sér. Telja til dæmis
þeir er leggja mikla áherslu á að viðhalda vegbréfa-
frelsi á Norðurlöndum ekki rétlætanlegt að leggja í
einhvem kostnaö til að tryggja að svo verði? Þá
blasir við að auðveldara verður að laða hingað
ferðamenn frá Evrópu, ef ísland er aðili að
Schengen.“ Úr forystugreinum Mbl. 2. des.
Bókaafsláttur í Bónusi
„Samkeppnisstofnun setti aldrei neinar reglur.
Þeir lögðu bara blessun sína yfir samkomulagið sem
áður hafði verið gert en ég hef ekki komið nálægt
þvi og það gilda almennar samkeppnisreglur þess
utan . . . Ef þetta hefði verið úrskurður Samkeppn-
isstofnunar hefði ég hlýtt því . . . Ég held að bóka-
kaupendur ættu aö bíða átekta þangað til þeir sjá
hvað við gerum. Ég er með hreinan skjöld, ég er
ekki vondi kallinn í þessu máli, heldur góði kallinn
að vanda.“
Jóliannes Jónsson í Tímanum 2. des.
Skylduaöild að lífeyrissjóðum
„Hvers vegna eiga vinnuveitendur og verkalýðs-
leiðtogar að geta samið um það sín í milli, að ákveð-
in einstaklingur skuli vera í ákveðnu stéttarfélagi? .
. . Greiðslur í lífeyrissjóði af launum starfsmanna
em ekkert annað en spamaður þeirra til efri ára. Þá
gildir einu, hvort um er að ræða svonefnt framlag
vinnuveitandans eöa launþegans ... Kjarni málsins
er sá, að öll upphæðin er hluti þeirra kjara, sem
vinnuveitandinn hefur samþykkt að greiða starfs-
manni sínum ... Baráttan fyrir rétti einstaklingsins
gagnvart þessum einokunarveldum stendur enn yfir
en einstaklingurinn mun ber sigur úr býtum í þeim
átökum eins og öðrum.
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 3. des.