Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 14
14
veran
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
Er nauðsyn að halda saman hjónabandi eða sambúð?
Osætti foreldranna við skilnað
bitnar venjulega mest á börnunum
segir Nanna K. Sigurðardóttir fálagsráðgjafi
Margt hefur verið rætt og ritað
um hjónabandið. Námskeið eru
haldin til að reyna að halda því sam-
an og bækur hafa verið skrifaðar til
að bæta sambönd og hjónabönd en
samt fjölgar hjónaskilnuðum og
þeim sem ganga í það heilaga fækk-
ar.
Hjá Hagstofu tslands fengust þær
upplýsingar að árið 1984 voru 1.413
hjónavígslur á íslandi en 449 lög-
skilnaðir. Tíu árum síðar, árið 1994,
voru hjónavígslur 1.310 en lögskiln-
aðir 489.
Tilveran leitaði til Nönnu K. Sig-
urðardóttur félagsráðgjafa, sem hef-
ur unnið að fjölskyldu- og hjónaráð-
gjöf um árabil, til að ræða hverjar
helstu ástæður hjónaskilnaða væru
og hvers vegna ástæða væri til að
reyna að halda hjónabandi saman,
ef þær væru þá nokkrar.
Vandasöm umræða
Nanna sagði að öll umræða um
þessi mál væri vandasöm og ekki
væri hægt að svara ákveðið hverjar
ástæður hjónaskilnaða væru þar
sem þær væru svo margar. Það væri
óvarlegt að gefa út einhverja eina
ástæðu.
„Hjónabönd nútímans eiga mögu-
leika á að verða miklu lengri, þar
sem fólk lifir lengur en áður. Þá var
fólk heldur ekki eins mikið að
brjóta heilann um tilfinningalega
þáttinn. Fólk heldur oft að það sé
lausn að skilja. Það er langtimaá-
kvörðun að skilja, fólk skilur aldrei
við foreldrahlutverkið. Staðgenglar
foreldra geta komið til en þeir koma
ekki í stað foreldra.
Rannsókn, sem gerð var á barna-
Hún benti á að ákjósanlegustu
skilyrði fyrir barn til að alast upp
við væru þau að þau fengju að njóta
beggja foreldra sinna. Það væri þó
ekki nóg, til að aðstæður væru góð-
ar þyrfti foreldrunum að koma vel
saman. Stundum væru hjónabönd
og sambúðir fólks þannig að skiln-
aður væri nauðsyn. Það væri ekki
heppilegt fyrir börn að alast upp við
mikið ósætti foreldra.
Hamingjan
fólgin í öryggi
„Hjónabönd nútímans eiga möguleika á að verða miklu lengri,” segir Nanna
Sigurðardóttir félagsráðgjafi.
fjölskyldum á íslandi nýlega í tilefni
af ári fjölskyldunnar, sýnir meðal
annars að það er að sumu leyti erf-
iðara fyrir börn að ganga gegnum
skilnað foreldra en að missa for-
eldri. Þegar barn missir foreldri
standa þeir sem barnið annast sam-
an sem oft er ekki þegar fólk skilur.
Við skilnað getur barnið lent í því
að verða bitbein foreldranna. Samt
hefur orðið mikil breyting á þessu á
síðari árum með aukinni þekkingu
og umræðu um þessi mál. Foreldrar
reyna meira til að standa uppbyggi-
lega að skilnaði barnanna vegna og
skilja mikilvægi þess að vinna sam-
an. Ósætti foreldranna við skilnað
bitnar venjulega mest á börnunum."
Námskeið fyrir hjón og pör í Skálholti:
Fræðsla og uppbygging -
samvera með öðrum hjónum
- segir séra Þorvaldur Karl Helgason sem aðallega hefur leiðbeint á námskeiðunum
„Því hefur ekki verið komið á að
halda námskeiðin á ákveðnum tím-
um. Við höfum safnað saman nöfn-
um þeirra sem sýnt hafa þessu
áhuga og haldið námskeiðin þegar
nægum fjölda hefur verið náð,“
sagði séra Þorvaldur Karl Helgason
hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
sem staðið hefur að námskeiðum
fyrir pör og hjón í Skálholti. Leið-
beinendur ásamt honum hafa verið
prestarnir Birgir Ásgeirsson og Jón
Dalbú Hróbjartsson. Oftast hefur
Þorvaldur Karl þó verið eini leið-
beinandinn. Hann hefur masters-
próf frá bandarískum háskóla þar
sem hann sérhæfði sig í sálgæslu-
fræðum með áherslu á fjölskyldu-
ráðgjöf. „Ég byrjaði með svona nám-
skeið sjálfur haustið 1985 þegar ég
var prestur í Njarðvík," sagði séra
Þorvaldur Karl.
Uppbyggileg og gagnleg
Þessi námskeið hafa verið haldin í
samvinnu við Skálholtsskóla. Þau
standa frá því um kvöldmatarleytið á
fóstudegi til klukkan tvö á sunnu-
degi. Þátttakendur hafa aðeins þurft
að greiða útlagðan kostnað í Skál-
holti. Síðasta námskeiðið nú í haust,
með fullu fæði, tveggja manna her-
bergi með sturtu, kostaði 9 þúsund
krónur.
„Þessi námskeið hafa verið upp-
byggileg og gagnleg. Þau hafa verið
fámenn, við viljum ekki hafa fleiri
en 9-10 pör í senn og ég gæti trúað
að 150-200 manns hefðu verið allt í
allt á námskeiðunum."
Aðspurður hvers konar hjón eða
pör kæmu aðallega sagði séra Þor-
valdur Karl að þar sem ekki væri
tekið á málum einstakra para væri
þetta ekki vettvangur fyrir alvarleg
vandamál. Þá þyrftu annars konar
aðstoð.
„Á námskeiðunum í Skálholti er
annars vegar um að ræða fræðslu
og uppbyggingu fyrir hjón og pör og
hins vegar samveru með öðrum
hjónum og pörum. Við leggjum
áherslu á yngra fólk sem hefur búið
saman einhvern tíma en vantar
kannski einhvern kraft. Við höfum
ekki gert upp á milli giftra og
ógiftra.
Fólk hefur verið ánægt á nám-
skeiðunum og talið sig hafa haft
gagn af. Sumir hafa lagt heilmikið á
sig til að koma og komið af Vest-
fjörðum alla leið og austan af landi,
svo dæmi séu nefnd.“ -ÞK
Lútersk hjónahelgi á hóteli
Haldin hafa verið undanfarin tíu
ár námskeið fyrir hjón á hótelum í
Reykjavík. Þetta hefur verið kallað
lútersk hjónahelgi. Rúmlega tveir
sólarhringar fara í hvert námskeið,
hjónin eru þar alla helgina og fara
ekkert út. Allmargir, eða um 800
hjón í allt, hafa sótt slíkt námskeið.
Um það bil 30 hjón hafa verið á
hverju námskeiði sem hafa verið
haldin þrisvar á ári síðan 1985.
Greiðslur eru frjálsar, þeir sem
geta setja greiðslu í umslag, þeir
sem ekki hafa efni á því sleppa því.
Þetta er gert til að enginn þurfi að
hætta við vegna kostnaöarins.
Þessi námskeið eru ekki hugsuð
til að leysa úr vanda einstakra
hjóna heldur til að efla samskipti og
gera góð hjónabönd betri. Nám-
skeiðin eru eingöngu ætluð hjónum.
Leiðbeinendur hafa verið hjón en
Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í
Laugameskirkju, og Þóra Harðar-
dóttir, eiginkona hans, eru í for-
svari fyrir námskeiðunum.
Ólafur sagði að fern hjón leið-
beindu á hverju námskeiði, þar af
ein prestshjón. Ólafur sagði að
áhersla væri lögð á almenn tjá-
skipti. Hann vissi til að mörg hjón
hefðu haft gott af þessum námskeið-
um og samböndin hefðu endurnýj-
ast.
-ÞK
„Hamingja barna er fólgin í ör-
yggi og því að finna væntumþykju
og ást foreldra og að finna að allt sé
í lagi. Börn eru mjög næm á að
finna hvernig ástandið er.
Fólk þarf einnig að gera sér grein
fyrir að ekki verður bæði sleppt og
haldið. Það fylgir því mikil ábyrgð
að eignast börn, það er 20 ára vinna
fyrir hvert barn. Þegar fólk fer síð-
an eftir skilnað inn í aðra sambúð
þarf að hugsa dæmið upp á nýtt, þá
eru allir í nýjum hlutverkum. Fólk
vill oft afneita þessu. Þó að nýr
maki komi til sögunnár er það for-
eldri sem barnið býr ekki hjá (oft
faðirinn) enn í mikilvægu hlutverki
fyrir barnið. Það er liðin tið að fað-
irinn sé út úr myndinni þó að for-
eldrarnir búi ekki saman eins og oft
var áður fyrr, karlmenn skilgreina
föðurhlutverkið á annan hátt. Flest-
ir feður nútímans hafa verið við-
staddir fæðingu barna sinna og
tengst þeim tilfmningalega á annan
hátt en áður,“ sagði Nanna K. Sig-
urðardóttir.
-ÞK
Karlar hverfa inn
í helli sinn og
konur tala
Einn helsti
munurinn á
körlum og
konum eru
viðbrögð
þeirra við
álagi. Karl-
ar verða
einbeittir
og einangra
sig en þaö
þyrmir yfir
konumar og þær
verða mjög tilfmningasamar. Á
slíkum stundum hafa karlar
aðrar þarfir en konur tU að
þeim líði vel. Karlmanninum
líður betur þegar hann leysir
mál en konunni finnst betra að
tala um vandamálin. Ef þessi
munur á þeim nýtur ekki skiln-
ings og viðurkenningar skapast
óþarfa ósamlyndi í samband-
inu.
Rifrildi karla
Algengast er að karlmenn
stofni til rifrildis með því að
gera lítið úr tilfinningum konu
eða skoðunum hennar. Þeir
gera sér ekki ljóst hve mikið
það er sem þeir eru að van-
virða.
Rifrildi kvenna
Algengast er að konur stofni
óvart til rifrUdis þegar þær tala
ekki afdráttarlaust um tilfinn-
ingar sínar. í stað þess að segja
berum orðum að þeim mislíki
eða þær séu vonsviknar spyrja
konur spurninga sem krefjast
ekki svara og óvitandi (eða vit-
andi) senda þær frá sér boð um
vanþóknun. Jafnvel þótt þetta
séu ekki aUtaf boðin sem konan
vill koma tU skila eru það þau
sem karlmaðurinn nemur.
Herra viðgerðarmaður
Sú kvörtun sem konur bera
oftast fram um karlana er að
þeir hlusti ekki. Annaðhvort
virðir karlmaðurinn konuna
ekki viðlits þegar
hún talar við
hann eða
hann hlust-
ar litla
stund, átt-
ar sig á
hvað
það er
sem
angrar
hana,
setur
stoltur
upp við-
gerðar-
húfuna
og kemur
með úr-
ræði tU þess
að henni líði
betur. Hann veit
ekki hvaðan á sig stend-
ur veðrið þegar hún kann ekki
að meta þennan ástarvott. Það
er sama hversu oft hún segir
honum aö hann hlusti ekki,
hann skilur það ekki og er enn
við sama heygarðshornið. Hún
viU hluttekningu en hann held-
ur að hún vilji lausnir.
Umbótanefnd heimilisins
Það sem karlar kvarta mest
yfir í fari kvenna er að konan
sé aUtaf að reyna að breyta
þeim. Þegar kona elskar mann
finnst henni hún bera ábyrgð á
að aöstoða hann við að þroskast
og reyriir að hjálpa honum að
bæta sig . Hún stofnar umbóta-
nefnd heimUisins og hann verð-
ur aöalviðfangsefniö. Einu gUd-
ir hve mikið hann berst gegn
því, hún gefur sig ekki og bíður
eftir tækifæri tU að hjálpa hon-
um eða segja honum tU. Hún
heldur að hún beri velferð hans
fyrir brjósti en honum finnst að
verið sé að ráðskast með sig.
Hann viU aðeins að hún sam-
þykki hann eins og hann er.
Úr bókinni Karlar eru frá Mars,
konur eru frá Venus