Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
Menning_________________________________________
Þolfimimeistarinn Magnús Scheving meö bókina og plötuna, Áfram Latibær:
Menn með titla eiga að
skila einhverju frá sér
- segir Magnús sem útilokar ekki framhald á skriftum
Magnús Scheving ákvað að halda útgáfuhóf vegna bókarinnar Áfram Latibær á Barnaspítala Hringsins fyrir heigi.
Myndin er tekin við það tækifæri. Magnús fór á kostum og var vei tekið af börnunum. Hann valdi þennan stað ekki
síst til að leggja áherslu á nauðsyn byggingar sérstaks barnaspítala. DV-mynd BG
Ég hef haldið fyrirlestra fyrir
krakka í 10 ár og farið í nánast
flesta skóla landsins frá leikskólum
og upp í framhaldsskóla. Ég fæ mik-
ið af bréfum og símhringingum
heim til mín um hin og þessi mál-
efni. Ég ákvað að taka allt þetta efn:
saman í eina bók og skrifa skemmti-
lega sögu með skýrum skilaboðum. í
bókinni koma fyrir margar
skemmtilegar persónur sem við ætt-
um öll að kannast við í kringum
okkur, t.d. Sigga sælgætisstrák sem
étur 70 karamellur, Halla hrekkju-
svín og Sollu stirðu. Einnig er ég
stoltur af því að enda árið sem
íþróttamaður ársins og skila ein-
hverju svona frá mér. Menn með
titla eiga að skila einhverju frá sér,“
sagði Magnús Scheving, þolfimi-
meistari og íþróttamaður ársins
1994, í samtali við DV, en hjá Æsk-
unni er komin út bók eftir hann sem
nefnist Áfram Latibær. Bókinni
fylgir samnefnd geislaplata með tón-
list Mána Svavarssonar. Halldór
Baldursson myndskreytir bókina.
Á plötunni eru hreyflæfingar sett-
ar fram með skemmtilegum hætti.
Magnús sagði að lítið efni væri á
boðstólum fyrir börn sem fengi þau
til að hreyfa sig meira. Hann tók
sérstaklega fram að hér væri ekki
um leikfimiplötu að ræða. Hann
sagði plötuna hafa fengið góða
reynslu í leik- og grunnskólum.
Enda væri það vitað að besta for-
vörn gegn fíkniefnanotkun og sjúk-
dómum væri hreyfing.
í bókinni er sagt frá lífinu í Lata-
bæ sem hefur hlotið það uppnefni
þar sem bæjarbúarnir nenna ekki
að hreyfa sig. Það er haldin íþrótta-
hátíð um land allt og bæjarstjóri
Latabæjar, sem er sá eini sem nenn-
ir að hreyfa sig, veit ekki hvernig
hann á að fá börnin tU að taka þátt
í hátíðinni. Þá kemur „iþróttaálfur-
inn“ til sögunnar og gefur holl og
góð ráð.
Skrifaði fyrstu söguna 14 ára
- Er þolfimimeistarinn að kalla
fram rithöfundinn í sjálfum sér?
„Ég skrifaði mína fyrstu sögu þeg-
ar ég var 14 ára og hef sett saman
fjöldann allan af teiknimyndasyrp-
um. Einnig skrifaði ég leikrit þegar
ég var í skóla í Noregi. Síðan lenti
maður í þessum íþróttum og hefur
ekki haft neinn tíma fyrir skriftir.
Bókin er meira hugsuð sem skila-
boð tU barna og unglinga, sett fram
á skemmtilegan hátt, frekar en út-
pælt bókmenntaverk. Sagan er
skrifuð fyrir börn á aldrinum 2-11
ára og hugsuð þannig t.d. að krakk-
ar skilji hvað gerist ef þau fá of mik-
inn sykur í líkamann. Einnig hef ég
í fyrirlestrum mínum reynt að gera
krökkunum grein fyrir muninum á
leik og ofbeldi. Ef þetta er sett fram
á réttan hátt skUja börnin um hvað
málið snýst.“
Magnús sagðist hafa lesið upp úr
bókinni fyrir fjölda krakka og feng-
ið góðar viðtökur, svo góðar að
nokkur börn hafa sent Magnúsi
handskrifaðar frumsamdar bækur.
„Krakkar eru greinilega vel með
á nótunum að taka við þessu efni.
Þau hafa sest niður og skrifað mér
bók með forsíðu og öUu. Þetta finnst
mér mjög skemmtilegt," sagði
Magnús.
Aðspurður sagði Magnús ómögu-
legt að fuUyrða hvort hann myndi
skrifa fleiri bækur í framtíðinni.
„Eins og ég sagði áður hef ég gam-
an af því að skrifa sögur. Það getur
vel verið að ég haldi þessu áfram.“
-bjb
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna 1995:
7 af 12 bókum frá Máli og menningu
- bækur um málfræði og garðblóm meðal tilnefninga
Tilnefningar til íslensku bók-
menntaverðlaunanna 1995 voru tU-
kynntar við hátíðlega athöfn í Lista-
safni íslands síðdegis í gær. Tólf
bækur voru tilnefndar, sex úr flokki
fagurbókmennta og sex úr flokki
annarra íslenskra ritverka. Athygli
vekur að Mál og menning gefur út
sjö af þeim tólf bókum sem fengu tU-
nefningu en til þessa hafa verið til-
nefndar tíu bækur. Félag íslenskra
bókaútgefenda stendur að verðlaun-
unum í samráði við Háskóla ís-
lands, Rithöfundasambandið, Rann-
sóknarráð ríkisins og Hagþenki.
í flokki fagurbókmennta, þ.e.
frumsaminna íslenskra skáldsagna
og ljóða, hlutu eftirfarandi bækur
tilnefningu:
Híbýli vindanna, skáldsaga eftir
Böðvar Guðmundsson í útgáfu Máls
og menningar, Hjartastaður, skáld-
saga eftir Steinunni Sigurðardóttur
I útgáfu Máls og menningar, Dyrnar
þröngu, skáldsaga eftir Kristínu
Ómarsdóttur í útgáfu Máls og menn-
ingar, Ljóðlínuskip, ljóðabók eftir
Sigurð Pálsson í útgáfu Forlagsins,
Það talar í trjánum, ljóðabók eftir
Þorstein frá Hamri í útgáfu Iðunn-
ar, og Höfuð konunnar, ijóðabók eft-
ir Ingibjörgu Haraldsdóttur í útgáfu
Máls og menningar.
í flokki annarra íslenskra rit-
verka hlutu eftirfarandi bækur til-
nefningu:
Milli vonar og ótta, sagnfræðirit
eftir Þór Whitehead í útgáfu Vöku-
Helgafells, Barnasálfræði, fræðirit
eftir Guðfinnu Eydal og Álfheiði
Steinþórsdóttur i útgáfu Máls og
menningar, Bókmenntakenningar
síðari alda, fræðirit eftir Árna Sig-
urjónsson í útgáfu Máls og menn-
ingar, Ströndin í náttúru íslands,
fræðirit eftir Guðmund P. Ólafsson í
útgáfu Máls og menningar, Hand-
bók um málfræði, kennslubók eftir
Höskuld Þráinsson í útgáfu Náms-
gagnastofnunar, og íslenska garð-
blómabókin, skrifuð af Hólmfríði A.
Sigurðardóttur í útgáfu íslensku
bókaútgáfunnar.
Dómnefnd í flokki fagurbók-
mennta skipuðu uagný Kristjáns-
dóttir, Jón Ormur Halldórsson og
Vigdís Grímsdóttir en í hinni nefnd-
inni sátu Sigríður Th. Erlendsdóttir,
Sverrir Tómasson og Þorsteinn VO-
hjálmsson. Formenn nefndanna
voru Jón Ormur og Sigriöur.
íslensku bókmenntaverðlaunin
verða síðan afhent af forseta íslands
í byrjun febrúar á næsta ári. Þá
verður valin ein bók úr hvorum
flokki af þriggja manna dómnefnd.
-bjb
Bókastríðið:
Bóksalar vilja
afgreiðslubann
á Bónus og KÁ
Félag bóka- og rifangaversl-
ana hefur sent Félagi íslenskra
bókaútgefenda bréf þar sem far-
ið er fram á afgreiðslubann til
þeirra verslana sem ekki fóru
eftir samkomulagi um 15% há-
marksafslátt af bókum. Þótt bók-
salar nefni ekki verslanirnar í
umræddu bréfi er ljóst að þeir
eiga við verslanir Bónuss og
Kaupfélag Árnesinga á Selfossi.
Eftir að nokkrar bókaverslan-
ir auglýstu 15% afslátt í síðustu
viku bauð Bónus 20% afslátt. Á
fóstudag kom síðan tilkynning
frá Selfossi um 25% afslátt í
verslunum kaupfélagsins á Suð-
urandi. Bónus bauö þá sem fyrr
betur og fór í 30% afslátt um
helgina. Þessu una bóksalar
ekki. -hjb
Strengjasveit með 22 hljóðfæraleikurum, aðallega úr Sinfóníuhijómsveitinni, var hóað saman í annað sinn til tón-
leikahalds á íslandi síðastliðinn laugardag. Tcnleikarnir fóru fram í Listasafni ísiands og tókust mjög vel. Hijóm-
sveitarstjóri var Lan Shui, hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Detroit-borgar. Einleikari og konsertmeistari var
Zheng Rong Wang. Flutt voru verk eftir Jón Leifs, Bach og Dvorák. Á myndinni er verið að fagna Wang og Lan Shui
í tónleikalok. -bjb/DV-mynd TJ
Einstæð Ijós-
myndabók um
harðindaárin
1882-1888
- eftir Frank Ponzi
Frank Ponzi,
Mosfellsbæ,
hefur unnið að
því síðustu 8 ár
af gera ljós-
myndabók um
harðindaárin á
íslandi 1882-
1888. Frank
komst yfir safn
einstæðra ljósmynda í fornbóka-
verslun í London árið 1987 sem
teknar voru á þessum árum af
Bretunum Maitland James Bur-
nett og Walter H. Trevelyan.
Myndirnar, sem teknar voru á
glerplötu, eru meðal þeirra
fyrstu sem teknar voru af íslend-
ingum og íslandi og hafa flestar
aldrei komið fyrir almennings-
sjónir áður. Að auki fann Frank
dagbók á safni í Skotlandi 1989
sem hjálpaði honum að tengja
texta við margar myndanna.
Dagbókin var einmitt skrifúð af
Burnett.
Bókin er nú á lokastigi prent-
unar og ætlar Frank að efna til
sýningar af þessu tilefni í
Kjarna í Mosfellsbæ dagana 9. til
13. desember nk. Myndirnar
voru flestar teknar I Mosfells-
sveit, Kjós og á Kjalamesi og eru
ómetanleg heimild um þá erfiðu
tíma sem forfeður okkar upp-
lifðu undir lok 19. aldar.
Fimmtungur
myndlistar-
manna eingöngu
í myndlist
Tæplega fimmtungur mynd-
listarmanna hefur myndlist ein-
göngu sem atvinnu þrátt fyrir að
hafa menntað sig til slíkra
starfa. Flestir myndlistarmenn
stunda því listina sem auka-
vinnu. Þetta er meðal niður-
staðna könnunar um stöðu
myndlistarmanna í Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna, SÍM,
sem unnin var af nemendum í
félagsvísindadeild Háskólans.
Við niðurstöður af spuming-
um varðandi tekjur og kostnað
af ýmsu tagi kom í ljós að
25-30% myndlistarmanna virt-
ust hafa tapað af myndlist sinni
þau ár sem spurt var um, þ.e.
1993 og 1994, en útlagður kostn-
aður hjá þeim var meiri en tekj-
ur fyrir seld verk. Tekjur rúm-
lega 45% þátttakenda af mynd-
list árið 1993 var undir 100 þús-
und krónum og hjá tæpum 40%
þátttakenda árið 1994. Töluverð-
ur meirihluti þátttakenda hafði
750 þúsund krónur eða minna í
tekjur af öðru en myndlist.
Könnunin var póstkönnun, gerð
í mars á þessu ári. Spurninga-
listar voru sendir til 348 félaga í
SÍM og var svörunin 57 prósent.
Spurt var um kjör þátttakenda
og vinnuaðstöðu. Einnig var
spurt um bakgrunn listamanns-
ins svo og menntun, vinnutil-
högun, vinnutíma, styrki, starfs-
laun, sýningar og umfjöllun í
fjölmiðlum. Þá var spurt um af-
stöðu til SÍM, sem almennt var
jákvæö.
Leiðrétting:
Sigríður rit-
dæmdi Máva-
hlátur
Bókagagnrýni um skáldsöguna
Mávahlátur var vitlaust merkt í
DV í gær. Dómurinn var rang-
lega merktur Silju Aðalsteins-
dóttur en hið rétta er að Sigríð-
ur Albertsdóttir ritaði dóminn.
Beðist er velvirðingar'á þessum
mistökum blaðsins.
-bjb