Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Side 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
Fréttir
Roseanne Barr, leikkonan þétt-
holda sem giftist og eignaðist
barn með fyrrum lífverði sínum,
rétt eins og ónefnd prinsessa suð-
ur í Evrópu, hefur áhuga á að
auka blaðrið i amerísku sjón-
varpi og stjórna blaðurþætti. Að
vísu aðeins ef núverandi þáttur
hennar fær að syngja sitt síðasta
á þessum vetri. Áhöld eru um
hvort sé verra fyrir bandarísku
þjóðina.
Johnny Depp
sem Jói Jóns
Johnny Depp hefur leikið alls
kyns furðufugla upp á síðkastið,
svo sem koMikkaðan gæja sem
heldur að hann sé kvennabósínn
Don Juan og kvikmyndasóðann
Ed Wood. En nú hefur hann loks
fengið að leika ósköp venjulegan
mann í myndinni Á síðustu
stundu, mann sem verður fyrir
því að dóttur hans er rænt tií að
þvinga hann til að myrða stjórn-
málamann. „Mér fannst kominn
tími til að breyta aðeins til,“ seg-
ir Depp.
Roseanne vill
auka blaðrið
Hin brjóstgóða Anna Nicole Smith í afvötnun:
Bruddi valíumtöflur
eins og brjóstsykur
Hin brjóstgóða fyrirsæta, Anna
Nicole Smith, var lögð in á Betty
Ford stofnunina með leynd á dögun-
um. í byrjun nóvember var hún
hætt komin vegna ofneyslu áfengis
og róandi lyfja og var vart þekkjan-
leg þegar komið var með hana á
bráðadeild sjúkrahúss i Hollywood.
Samkvæmt læknum var ástand
Önnu mjög alvarlegt. Var óttast að
hún hefði orðið fyrir varanlegum
heilaskemmdum og þyrfti margra
mánaða endurhæfingu.
En þegar Ijóst var að Anna mundi
lifa ósköpin af var hún strax lögð
inn til afvötnunar. Ástandið var þó
ekki betra en svo að hún gat vart
gengið og var henni ekið rakleiðis í
einkaherbergi í hjólastól.
Stuttu síðar var hún sett í afeitr-
un. En hún var svo illa farin að það
liðu fimm dagar áður en árangur fór
að koma í ljós. Hún fékk róandi til
að sofna en hafði byggt upp svo mik-
ið lyfjaþol að starfsfólk stofnunar-
innar hélt að lyfín ætluðu aldrei að
virka. Hún á langt í land og mun
ekki geta gert neitt hjálparlaust.
Anna Nicole hefur verið bundin við
hjólastól vegna ofneyslu lyfja.
Anna Nicole Smith leiddist út í ofneyslu áfengis og róandi lyfja.
Þarf starfsfólk stofnunarinnar að
fæða hana og klæða í bókstaflegum
skilningi.
Það hefur mikið mætt á Önnu
Nicole undanfarið. Hún missti eig-
inmann sinn, níræðan olíukóng og
milljarðamæring frá Texas, í sumar.
Síðan hefur hún tekist á við tengda-
fjölskylduna um arfinn. Þá þurfti
hún að greiða 50 milijónir króna í
miskabætur til fyrrum barnfóstru
sinnar sem kærði hana fyrir kyn-
ferðislega áreitni og misnotkun. Þá
hefur hún fengið óblíða meðferð í
viðtalsbókum þar sem fyrrum elsk-
hugar hennar láta gamminn geisa
og fullyrða að hún sé fyrir bæði
kynin, samkynhneigð. Og í fyrra
viðurkenndi Anna að hún væri háð
valíum. Fór hún að bryðja val-
íumtöflur eins og brjóstsykiu' í kjöl-
far brjóstaaðgerðar og linnti ekki
látum fyrr en sláttumaðurinn gerði
vart við sig í byrjun nóvember.
Redford lét
gott af sér leiða
Robert Redford hefur aUtaf
látið sér annt um óháða kvik-
myndagerð i Bandaríkjunum,
utan vel troðinna slóða hug-
myndaleysingjanna í Hollywood.
Hann stofnaði sérstaka kvik-
myndahátíð um svona myndir,
Sundance hátíðina í Utah. Óháð
kvikmyndagerð hefur verið í
mikilli sókn að undanfómu, ef
marka má þann fjölda sem viU
komast að á hátíðinni í janúar
næstkomandi. Umsóknir eru 35
prósent fleiri nú en í fyrra.
Frikki í kaffi
og vínarbrauð
Friðrik krónprins af Dan-
mörku fékk sér kaffi og vínar-
brauð í ráðhúsinu í Kaupmanna-
höfn einn kaldan dag fyrir
skömmu og tókst að ná úr sér
hroUinum á svipstundu. Friðrik
var þangað kominn tíl að sitja
fund nefndarinnar sem sér um
endurbætur á frelsisstyttunni.
Jólalðikur
Skoðaðu Jólagjafahandbók
sem fylgdi ll 25. nóvember og
hringdu í s. 904-1750 og taktu þátt
í jólaleiknum.
i útvarpstæki
með segulbandi, hvert að verðmæti
kr. 3.990.
IMöfn vinningshafa verða birt daglega í DV til 23. desember.
Jólaleikur Bónus Radíó - Hringdu í 904-1750 - Verð 39,90 mínútan
Og aðalvinningurinn
dreginn verður út
Þorláksmessu:
AfflHBTY 930 GSfí1: símar, hver að
verðmæti kr. 54.890. Þetta eru öflugir
símar með 60 númera símaskrá með
nöfnum, 15 mismunandi hringingum,
dagsetningu og klukku,
5 styrkstillingar o.fl.
OK4860XVfOO fullbúin marg-
miðlunartölva með 8 MB vinnsluminni,
540 MB hörðum diski. Tölvunni fylgir
PCI skjákort, 16 bita hljóðkort,
innbyggt 4 hraða geisladrif CD-RÓM,
tveir 40 vatta hátalarar, Samsung 17"
Gli Sync Master S-VGS lágútgeislunar
litaskjár, 28800 bps modem, Internet-
tenging í 1 mánuð, 2 raðtengi, 1
hliðtengi, 1 leikja tengi, straumlínulaga
mús, músarmotta og Windows 95.
Tískuhönnuðurinn Gianni Versace er hér með fyrirsætunni Naomi Campbell
en þau sóttu bæði afhendingu svonefndra VH1-verðlauna, sem eru tísku- og
tónlistarverðlaun, í New York um síðustu helgi. Versace fór ekki tómhentur
heim. Hann hefur hannað föt á fjölda rokkstjarna og vann til svonefndra
„Frock-n-Rock“ verðlauna. Símamynd Reuter