Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Fréttir Lögreglumaðurinn sem slasaðist í „kókameftirförinni“ árið 1992: Gefur milljon i liknar- sjóð lögreglumanna - fékk örorkubætur og gat því gefið peningana, segir Jóhannes Sturla Guðjónsson „Félagar mínir í lögreglunni hafa alla tíð staðið þétt að baki mér. Þeir söfnuðu peningum til aö styrkja mig eftir slysið, gáfu að auki hjálp- artæki, sem kom mér að notum á endurhæflngardeildinni, og styrktu fjölskylduna. Mér fannst því eðlilegt að ég gæfi eitthvað til baka úr því að ég hafði efni á,“ segir Jóhannes Sturla Guðjónsson, lögreglumaður- inn sem slasaðist alvarlega í „kókaí- neftirfórinni" sumarið 1992, í sam- tali við DV. Fyrir skömmu afhenti hann Líkn- ar- og hjálparsjóði lögreglumanna eina miUjón króna að gjöf með þakklæti fyrir stuðninginn sem hann fékk eftir slysið. Sjóðurinn var stofnaður árið 1992 og styrkir lögreglumenn sem lenda í slysum eða veikindum og einnig ungmenni sem þurfa á aðstoö að halda. Slasaðist alvarlega Kókaínmálið var mjög umtalað á sínum tíma en Jóhannes slasaðist mjög alvarlega þegar maður reyndi að komast undan með kókaín í bíl sínum. Barst eftirfórin upp í Mos- fellsbæ þar sem sá sem eftirfórin var veitt ók á ofsahraða aftan á lög- reglubíl Jóhannesar. Áverkar Jó- hannesar voru svo alvarlegir að hann var frá vinnu að mestu í Jóhannes Sturla Guðjónsson. meira en þrjú ár. Nú er Jóhannes kominn til starfa á ný í umferðardeild lögreglunnar og vinnur þar við skrifstofustörf. Hann fékk fasta stöðu á ný nú þann 1. nóvember en hafði áður verið við ígripavinnu á lögreglustöðinni. Vegna örorku sinnar getur hann ekki sinnt almennum lögreglustörf- um. Tapaði minni í tæpt ár „Ég man nánast ekkert eftir mér í nærri því heilt ár eftir slysið. Það var ekki fyrr en eftir að ég útskrif- aðist af endurhæfingardeildinni og fór á Reykjalund að ég fór að muna eitthvað," segir Jóhannes. Hann segist vera betur á sig kom- inn líkamlega en áður. Hann fer allra sinna ferða í bíl og lamaðiét ekki þrátt fyrir mikla áverka á hálsi. „Ég hef æft mjög mikið og ðr því stæltari en áður,“ segir Jóhann- es. „Ég fékk örorkubætur og gat því endurgreitt stuðninginn. Ég var metinn 75% öryrki. Sjóðurinn er mjög þarfúr þannig að ég tel að pen- ingarnir séu vel komnir þar. Þetta er um það bil sú upphæð sem ég fékk frá félögum mínum eftir slys- ið,“ segir Jóhannes. -GK Stuttar fréttir Loksins síld i nétina DV, Aknreyri: „Síldin kom upp á 60 faðma í nótt en svo grunnt hefur hún ekki verið lengi," sagði Þórður Sigurðsson, stýrimaður á Þórs- hamri frá Grindavik, í nótt. Nótabátamir fengu loksins síld í nótt austur af landinu eftir lang- an tíma sem ekkert hefur geng- ið. Þórshamar hafði 300 tonn í fjórum köstum, og Þórður vissi um afla hjá fleirum, s.s. Húna- röst og Gígju. Þá sagði hann að sumir hefðu gripið til þess ráðs að skipta nótinni út og taka troll um borð og freista þess að ná síldinni í trollið neðar en hægt .er að koma nótinni. Þær veiðar munu hafa skilað einhverju í nótt einnig, -gk Erna Arnardóttir: Leitin árangurslaus Leitin að Ernu Amardóttur, sem fór að heiman frá sér að- faranótt 6. desember, hefur enn engan árangur boriö. Leitað var i gær eins og síðustu daga en ekkert kom fram sem skýrt gæti afdrif hennar. Leitin hefur einkum beinst að Sundahöfn en hundur rakti spor Ernu þangað. Leit verður haldið áfram. -GK Geysilega mikill reykur gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir við slökkvistarf að bænum Grjótgarði í gærmorgun. DV-mynd gk Um 100 kindur brunnu inni DV, Akureyri: „Þetta er auðvitað tilfinnanlegt tjón en það er of snemmt að vera að ræða þetta nokkuð," sagði Sigríður Þ. Mahon, húsfreyja að bænum Grjótgarði í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, þar sem eldur kom upp í hlöðu í gærmorgun. Hlaðan var sambyggð fjósi og fjár- húsi og var um gamlar byggingar að ræða. í fjárhúsinu voru 100 kindur sem allar brunnu inni, en 13 kúm og 7 kálfum, sem voru í fjósinu, tókst að bjarga út. Telja má fullvíst að byggingarnar séu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Þó sagði Sigríður fullvíst að eldurinn hefði ekki komið upp í heyinu í hlöðunni, og bærust böndin því að rafmagni í því sambandi. -gk Ólöglegar aðgerðir á vinnumarkaði: Verkalýösfélögin geta ekki staðið fyrir þeim - heldur yröu einstaklingar innan þeirra að skipuleggja þær Nokkuð víst þykir að verkalýðsfé- lögin sem höfnuðu því að draga uppsögn kjarasamninganna til baka muni tapa málinu fyrir félagsdómi. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, hefur sagt opinberlega að fari svo sé ekki um annað að ræða en ólöglegar aðgerðir. Menn eru nú ófáanlegir til að ræða þetta mál undir nafni vegna þess að verkalýðsfélögin eða stjóm- armenn þeirra geta ekki staðið fyr- ir ólöglegum aðgerðum. Ef þeir gerðu það væri viðkomandi verka- lýðsfélag ábyrgt og skaðabótaskylt. Hins vegar ef einstaklingar skipu- leggja aðgerðir er erfiðara að festa hendur á því hverjir það eru, menn geta alltaf sagst ekki hafa komið ná- lægt neinu. Þeir verkalýðsforingjar sem DV ræddi við um þetta mál segja að það muni reyna á innri styrk þeirra verkalýðsfélaga sem reyna að fara út í ólöglegar aðgerðir á vinnu- markaði. Verkfallsvarsla gæti ekki átt sér stað og því muni reyna mjög á hvern einasta mann í félaginu. Menn em flestir aö komast á þá skoðun að þetta sé allt að veröa hið erfiðasta mál að leysa ef foringjar þeirra félaga sem neituðu að draga uppsögn kjarasamninganna til baka eiga að halda andlitinu, eins og sagt er. Eins þykir víst að foringjar vinnuveitenda vilji komast hjá hvers konar ólöglegum aðgerðum, ekki síst í ljósi þess sem gerst hefur í Frakklandi undanfarið. Þar hefur komið í ljós að ólögleg verkföll geta borið árangur. „Ég fæ ekki séð á þessari stundu hvernig menn ætla að leysa þetta mál þannig að allir komist frá því með sæmilegri sæmd,“ sagði einn af verkalýðsforingjunum í samtali við DV í gær. -S.dór Samningur um göng? Lokasamningur um gerð Hvalfiarðarganga verður undir- ritaður öörum hvomm megin! við áramót. Framkvæmdir hefj- ast snemma á næsta ári og gert er ráð fyrir að hægt verði að aka um göngin eftir 3 ár. Sjónvarpið greindi frá. Vilja kaupa banka Hópur fyrirtækja og fjárfesta hefur í undirbúningi að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankan- um. Skv. Viöskiptablaðinu er um að ræða Olíufélagið, Sjóvá- Almennar, VÍS, Samvinnulífeyr- issjóðinn og Samvinnusjóðinn auk þess sem rætt hefur verið við Hagkaup og fleiri fyrirtæki. Undirbúa skaðabótamál Norrænu verktakamir, sem buðu í gerð Hvalfjarðarganga ásamt Hagvirki-Kletti, telja að útboðsreglur hafi verið brotnar og búa sig undir að höfða skaða- bótamál. RÚV greindi frá. Þjóðarvandi Fíkniefnaneysla er einn helsti heilbrigðisvandi þjóðarinnar. Sjónvarpið hafði þetta eftir heil- brigðisráðherra. Brostnar forsendur Taki Reykjavíkurborg ekki þátt í rekstri Listaháskólans em þær forsendur sem lágu að stofh- un skólans brostnar. Sjónvarpið hafði þetta eftir mennatamála- ráðherra. Borgarstjóri segir það hins vegar vera á verksviði rík- isins að reka skóla á háskóla- stigi. Styðja uppsögn Kjaramálanefnd lönnemasan' bandsins styður þau verkalýðs félög sem sagt hafa upp kjars samningum. Öil prestaköll auglýst Safnaðarstjórnir verða fram- vegis að auglýsa prestaköll laus til umsóknar samkvæmt frum- varpi sem kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjóm i gaer. Að- eins verður heimilt að kaUa prest til starfa ef auglýsing ber ekki árangur. Sjónvarpið greindi frá. Reka lifeynssjoðí saman ■ ASI og VSI hafa gert með sér \ nýjan kjarasamning um lífeyris-! mál. Skv. Sjónvarpinu eru aðUar I sammála um að halda áfram að : reka saman lífeyrissjóöi á grundvelli skyldutryggingar með víðtækri samtryggingu og sjóðssöfnun. .^aa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.