Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
Fréttir
Smuguveiðarnar mjög svipaðar og á siðasta ári:
Fimm skip með
yfir 1000 tonn
í einni veiðiferð
- heildaraflaverðmæti úr Smugunni á fjórða milljarð króna
DV, Akureyri:
Landanir íslenskra skipa, annarra
en svokallaðra hentifánaskipa, úr
Smugunni eru orðnar um 33.500 tonn
á árinu sem er mjög svipað og kom á
land þaðan allt síðasta ár en þá var
aflinn 35 þúsund tonn. Fjölmörg skip
víðs vegar af landinu hafa stundað
þessar veiðar en nokkur þeirra hafa
einungis farið eina veiðiferð og sum
þeirra þá aflað geysilega vel.
Alls hafa fimm skip komið með
yfir 1000 tonna afla úr veiðiferð og
mesti aflinn í einni veiðiferð er 1.301
tonn sem Akureyrin kom með í síð-
asta mánuði og var aflaverðmæti um
120 milljónir króna. Miðað er við ó-
slægðan afla en fullvíst má telja að
heildaraflaverðmæti Smuguveið-
anna sé á fjórða milljarð króna.
Akureyrin hefur farið tvær ferðir
í Smuguna á árinu og aflað samtals
2.254 tonna. Önnur skip, sem hafa
fengið yfír 1000 tonn í veiðiferð, eru
Málmey SK, Freri RE, Haraldur
Kristjánsson HF og Rán hf. Segja má
að Smuguveiðunum sé lokið á þessu
ári, Sléttanes ÍS, sem hefur landað
1.817 tonna þaðan á árinu, er þó í
Smugunni og má telja líklegt að skip-
ið nái meiri heildarveiði en Akureyr-
in þegar upp verður staðið, en úr
þremur veiðiferðum.
Þorskveiðin í Smugunni ber ægis-
hjálm yfir aðrar úthafsveiðar ís-
lenskra skipa og er sem fyrr sagði
um 33.500 tonn. Af úthafskarfa hafa
veiðst 8 þúsund tonn, um 1.300 tonn
af rækju en sáralítið af öðrum teg-
undum.
-gk
Akureyrin EA er með mestan afla íslenskra skipa úr Smugunni það sem af er árinu. Myndin er tekin þegar skipið
kom úr lengingu og endurbótum fyrr á þessu ári. DV-mynd Gylfi
Úthafskarfaveiði 1995
- afmhæstu skipin -
Fýlgir jólatré frá Noregi
Um næstu helgi verða sett upp voru höggvin í skógi við Fredrik-
á Flateyri tvö jólatré sem skógar- stað og fylgir blaðamaður staðar-
bændur í Noregi hafa gefið. Trén blaðsins sendingunni. -GK
Dagfari
Það fer að verða spurning hvers
virði þessar háskólagráður eru
sem langskólagengnir eru að veifa
framan í ómenntaðan almúgann.
Nú er nefnilega komið á daginn að
innan Háskóla íslands taka menn
próf án þess að mæta í próf og þeir
sem á annað borð mæta í prófin
láta sér nægja að skrifa svörin eft-
ir þeim fáu sem hafa lagt það á sig
að lesa sér til í fræðunum. Þetta ku
ekki síst viðgangast í viðskipta-
fræðideildinni sem er kannski
skiljanlegt með tilliti til þess að í
viðskiptum eru menn oft ekki allir
þar sem þeir eru séðir. Því er það
ekki að furða þó nemendur hafi
ekki einu sinni sést í prófunum
sem þeir tóku í deildinni. Ingjaldur
Hannibalsson, formaður viðskipta-
skorar, telur hins vegar í viötali
við DV að þeir sem mæti i próf en
skrifi svörin eftir öðrum hljóti að
vera jafnaðarmenn. Hér sé meiri
jafnaðarmennska en í Ameríku þar
sem fyrirmyndarnemendur leggja
hönd yfir prófverkefnin svo að
slóðarnir geti ekki kíkt. Hér séu
þeir taldir óalmennilegir sem vilja
ekki hjálpa náunganum og sýna
jafnaðarmennsku. Amerískir við-
skiptafræðinemar hafa hins vegar
tileinkað sér samkeppnishugsun-
ina og sýna enga hjálpsemi eða
jafnaðarmennsku. En eins og al-
þjóð veit hefur það jafnan verið aö-
alsmerki jafnaðarmanna hér á
landi að rétta flokksbróður hjálpar-
hönd og aðstoða hann við að kom-
ast í þægilegt gæti á kostnað ríkis-
ins hvenær sem tækifæri gefst.
Þá hefur það komið í ljós þarna í
viðskiptadeild Háskólans að kenn-
arar eru helteknir af þessari jafn-
aðarmennsku nemenda og segja
ekkert óeðlilegt við það að nemend-
ur séu að kíkja á blöðin hver hjá
öðrum meðan á prófum stendur.
Menn eigi að vinna saman að lausn
verkefna í stað þess að kúldrast
hver í sínu horni og falla svo á
prófunum. Hins vegar sé það held-
ur lakara þegar nemendur eru að
taka próf fyrir hvern annan og
menn sem liggja heima í sófa
standist próf með glans sem þeir
mættu aldrei í. En í viðskiptafræð-
inni er fleira sem ekki þótti góð lat-
ína í MR meðan Guðni réð þar rikj-
um heldur en það að nemendur
kíkja á úrlausnir hvers annars eða
láta aðra taka próf fyrir sig. Upp
hefur komist að kennurum stendur
ógn af því stússi að semja ný próf á
hverju ári. Þess vegna hafa þeir til
hægðarauka notað sömu prófin ár
eftir ár. Glöggir nemendur og til-
vonandi stórforstjórar voru ekki
lengi að átta sig á þessu. Þeir skoða
einfaldlega krossaprófin frá því í
fyrra og skrifa hjá sér rétt svör.
Með þetta upp á vasann koma þeir
svo galvaskir í prófin og endurrita
gömlu krossaprófin. Það eru bara
trassamir sem ekki hafa fattað
þessa vinnuhagræðingu og eru því
að burðast við að svindla með því
að kíkja á blöðin hjá þeim sem hafa
viðskiptavitið í lagi.
Nemendur Iðnskólans hafa ekki
yfir að ráða sömu akademisku
prófgáfunni og háskólastúdentar.
Þeir hafa ekki mátt taka prófin í
sameiningu heldur orðið að leysa
þær þrautir hver í sinu lagi með
misjöfnum árangri eins og gengur.
Þá hafa iðnnemar ekki komist upp
með að láta aðra mæta fyrir sig í
skólann og því umsvifalaust skrif-
að skróp hjá þeim sem ekki nenna
í tíma. Allt hefur þetta verið fært
inn á tölvur Iðnskólans og um
stund sáu nemendur fátt til bjargar
sínum sóma. En iðnaðarmenn
deyja sjaldnast ráðalausir eins og
alþjóð veit og það læra þeir
snemma á lífsleiðinni. Þeir sem
voru með lélegar einkunnir og
slæmar mætingar brutust einfald-
lega inn í tölvukerfið og hækkuðu
einkunnir og strikuðu út skrópin.
Þessu vill skólameistari ekki una
og hótar hörðu. Það bendir til að
hann sé ekki jafnaðarmaður og er
illt til afspurnar. Þetta dæmi sýnir
enn einu sinni að iðnmenntun er
ekki metin til jafns við háskóla-
göngu og greinilegá tímabært að
stofna Hollvinafélag Iðnskólans.
Dagfari
Heildverslunih BJARKEY S: 567 4151 V—X
Smoby húsið er fallegt en þú ættir að sjá
eldhúsin, þvottavélina og VÖNpUp ElKFÖNG GeRA
grænmetismarkaðinn. GÆFUMLJNI N