Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
Fréttir
Regin Grímsson skipasmiður gæti hugsað sér að flytja með fjölskylduna til Trinidad:
Maður yngist upp
með svona mörg börn
- verðmæti framléiðslu á íslenskum bátum í Kanada mun nema hátt í milljarð
„Þegar maður er með svona mörg
börn yngist maður upp. Fjölskyldan
hefur gert það að verkum að ég
hafði þrautseigju til að ganga í
gegnum mín umfsvif í Kanada og
Trinidad og nú er ég að uppskera
gríðarlega mikið. Þetta varð mjög
hvetjandi að láta þetta takast.
Vissulega hefur þetta verið viss
línudans í fjármálum og án allrar
aðstoðar. Ég hef gert þetta algjör-
lega sjálfur," sagði Regin Grímsson,
sjö barna faðir, sem er að gera það
gott í Kanada því íslensk smábáta-
hönnun hans, hraðskreiðir hand-
færabátar, er nánast að slá í gegn
ytra. Hann hefur nú fengið pantanir
á um 70 smábátum sem seldir eru á
10 milljónir hver. Fleira er í pottin-
um og því er ljóst að hann mun að
líkindum velta hátt i einum mOlj-
arði krcna við framleiðslu sína í
Kanada á næstu misserum.
Þrátt fyrir umsvifin erlendis býr
Regin í Hafnarfirði með fjölskyldu
sinni - eiginkonunni Ellen Björns-
dóttur, fimm dætrum þeirra og ný-
fæddum syni. Regin á einnig upp-
kominn son frá fyrra hjónabandi.
„Ég byrjaði á að ráða ritara og
svo karla til að vinna fyrir mig,
suma góða, aðra afleita og svo fram-
vegis,“ sagði Regin. „Þetta hefur
tekið á og stundum var eins og allt
snerist á móti mér. En nú er
kannski tími til kominn að ég ráði
mér framkvæmdastjóra til að ég
geti sjálfur verið með fjölskyldunni
- hvort sem það verður hér eða ann-
ars staðar. Fjölskyldan sér fram á
að hagur vænkist og það verði jafn-
vel hægt að búa á sama stað og at-
vinnureksturinn er. Grundvöllur-
inn er nú fyrir hendi. Þetta er rosa-
lega spennandi.
Því meira sem maður kynnist
öðrum þjóðum því meiri íslending-
ur verður maður. En ef það er ekki
pláss fyrir mann með sína kunnáttu
Regin með dætur sínar fimm og hinn nýfædda son, Davíð. Frá vinstri: Dagbjört, 17 ára, Sólrún, 12 ára, feðgarnir, Asa, 10 ára, og Sara, 20 ára, með Gabríelu,
sem er tveggja ára. DV-mynd Sveinn
hér verður að fara annað með fram-
leiðsluna. Hins vegar er kannski
hægt að stýra framkvæmdum héðan
með háþróaðri samskiptatækni. Síð-
an munu Flugleiðir hefja ílug til
Halifax á næsta vori. Þá verða ekki
nema 4 tímar á milli í stað 2 daga
núna því þegar ég fer til Kanada
þarf jafnvel að fjúga um London eða
New York. Með beina fluginu verð-
ur hægt að skreppa heim um helg-
ar.“
Hvað varðar umsvif í Trinidad,
þar sem áform eru um að gera út
a.m.k. tíu íslenska smábáta, sagði
Regin að hann gæti jafnvel hugsað
sér að flytja þangað með fjölskyldu
sina.
„Þvi ekki það. Þar er afslappað
samfélag. Þetta gæti kannski gerst á
2-3 árum að fara þangað með börn-
in,“ sagði Regin Grímsson.
Fjárlagafrumvarpið:
Dýru páfagaukarnir komnir í leitirnar:
Lokaafgreiðslan
að hefjast
á Alþingi
Önnur umræða um fjárlagafr-
umvarpið hefst á Alþingi í dag
eða á morgun, fimmtudag. Þessi
umræða átti að fara fram 5. des-
ember en fjárlaganefnd var þá
ekki tilbúin með niðurskurðartil-
lögur sínar í heilbrigðiskerfinu og
„bandormsfrumvarpið" var held-
ur ekki tilbúið þá. Þaö var sam-
dóma álit þingmanna sem DV hef-
ur rætt viö að ekki sé búist við
miklum átökum við afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins að þessu
sinni.
„Önnur umræöa um frumvarp-
ið er nú á svipuðum tíma og vana-
lega og ég held að það hafi verið
mikil bjartsýnisáætlun að halda
að umræðan gæti farið fram 5.
desember eins og gert var ráð fyr-
ir í starfsáætlun þingsins,“ sagði
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar.
Hann sagöi að það væru erfið-
leikar við að ná endum saman í
heilbrigðiskerfinu vegna þess hve
mikill niðurskurður verður þar.
Hann sagði að enn hefði ekki tek-
ist að leysa hina miklu fjárþörf
ríkissjjítalanna.
„Þar er um hundruð milljóna
að ræða og menn eiga eftir að
krækja saman endum þar. Eins
þarf að skoða niðurskurðarliðina
upp á nýtt þar sem hætt var við
að taka upp innritunargjald á
sjúkrahúsin. Gert var ráð fyrir að
það skilaði 80 milljónum króna.
Þessi mál veröa ekki tilbúin við 2.
umræðu um fjárlögin, því miður,
en koma inn við 3. umræðu,"
sagði Jón Kristjánsson.
Savar Gestsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, sagði
í samtali við DV að það væru eng-
in stór átakamál í gangi. Þó væri
Ijóst að sfjórnarandstaðan vildi að
ekki yrði hætt að tekjutengja
tryggingabætur og að ekki yrði
farið út í að skeröa bætur tO
þolenda afbrota eins og nú er gert
ráð fyrir. Sömuleiðis er andstaða
gegn afnámi feðra- og mæðra-
launa. -S.dór
Sömdum um skilin gegn
því að segja ekki frá
- segir Jón Ólafsson, annar eigandi fuglanna
„Við vitum hverjir það voru
sem tóku páfagaukana en sömd-
um um að segja ekki til þeirra
gegn því að fá fuglana aftur
heila á húfi,“ segir Jón Ólafs-
son, annar eigandi Gæludýra-
hússins, en um helgina var það-
an stolið tveimur verðmætum
páfagaukum af tegundinni Alba
Cockatoo.
Páfagaukarnir eru nú komn-
ir í leitirnar. Þeim var skilað
samkvæmt samningi í
öskutunnugeymslu hér í borg-
inni. Samkomulag varð um að
engin eftirmál yrðu vegna ráns-
ins á fuglunum.
„Þeir voru illa haldnir þegar
við náðum í þá í öskutunnu-
geymsluna. Þeir voru slæptir
og þreyttir og höfðu greinilega
ekki fengið of mikið að éta.
Þetta eru matvandir fuglar,“
segir Jón.
Hann sagði að páfagaukar af
þessari ætt væru með afbrigðum
langræknir og hefnigjarnir. Því
væri líklegt að þjófarnir fengju að
finna illa fyrir goggum þeirra ef til
endurfunda kæmi. Alba Cockatooar
Jón Ólafsson með páfagaukana sem nú eru komnir í leitirnar, þreyttir og slæptir.
DV-mynd GS
eru taldir hafa 700 kílóa bitkraft.
Jón sagði að fuglarnir yrðu að-
eins í versluninni fram til jóla en þá
annaðhvort sendir úr landi að nýju
eða teknir í heimahús. Hann taldi
að frásagnir fjölmiðla af ráninu
hefðu ráðið úrslitum um að engin
leið var að selja fuglana á svörtum
markaði hér og því ekkert annað að
gera en að skila þeim. -GK