Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 15 Menningar- og tóm- stundastarf fatlaöra Margt hefur áunnist í málefnum fatlaðra á liðnum árum. Æskileg sátt er um meginatriði hvað varð- ar búsetumál fatlaðra og aðbúnað og þjónustu á heimilum þeirra. Þetta þýðir þó ekki að hér sé vinn- unni lokið og allir fatlaðir eigi nú kost á húsnæði við hæfi eða aðstoð til þess að geta búið á eigin heim- ilum. Enn eru langir biðlistar eftir húsnæði og enn er það svo að allir fatlaðir, böm sem fullorðnir, njóta ekki þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt lögum um málefni fatl- aðra. Oftar en ekki er það vegna þess að sú þjónusta sem fatlaðir eiga rétt á er ekki fyrir hendi þar sem þeir búa, meðal annars vegna þess að fjárhagsstaða sveitarfélaga er slæm og þeim i sumum tilvikum ofviða að veita þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Heildarúttekt Það virðist vera vilji til þess hjá ríkisvaldinu að flytja málefni fatl- aðra yfir til sveitarfélaga. Ef til vill er þaö spor í rétta átt. En áður en slík ákvörðun er tekin er nauðsyn- legt að fram fari heildarúttekt á kostnaði við þennan málaflokk og séð verði til þess að sveitarfélögin fái fjármagn til þess að standa und- ir þeim kostnaði sem yfirtaka málaflokksins hefði í for með sér. í lögmn um málefhi fatlaðra er kveðið á um endurskoðun þeirra. Þeirri endurskoðun á að ljúka fyr- ir 1. september á næsta ári. Án efa mun reynslan af fram- kvæmd laga um málefni fatlaðra fela í sér nauðsyn á ákveðnum breytingum á lögunum og varða réttindi sem nú þegar eru til stað- ar. En það er einnig margt sem talið er eðlilegt og eftirsóknarvert hjá þorra þjóðarinnar sem ekki hefur komist til framkvæmda hjá fotluðum. Má þar til dæmis nefna alla þá uppbyggingu sem orðið hef- ur á síðustu árum á sviði lista og menningar og fjölbreytt tækifæri ófatlaðra til tómstunda og skemmt- Kjallarinn Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins analífs. Ríki og sveitarfélög hafa tekið þátt í þessari uppbyggingu og veitt til þess framlög af al- mannafé. Sumarleyfi og tómstundir Margir fatlaðir búa yfir lista- og sköpunargáfu á ýmsum sviðum sem hægt er að virkja þeim og öðr- um til þroska og gleði. Það er mik- ilvægt að þetta hæfileikafólk hafi sömu möguleika og aðrir til þess að þroska hæfileika sína. Annað dæmi skal nefnt sem lýt- ur að sumarleyfum og orlofsdvöl. Fjölmörg launþegafélög og samtök eiga hundruð sumarbústaða og or- lofsíbúða til afnota fyrir félags- menn sína. Stór hópur fatlaðra á engan rétt til þessara bústaöa vegna þess að þeir eru yfirleitt ekki meðlimir í launþegasamtök- um. Þótt þeim bjóðist af og til bú- staðir til afnota fyrir velvilja eig- enda þá sitja fatlaðir ekki við sama borð og aðrir. Kostnaður við aðstoð og fylgd er fjárhag þeirra ofviða og sumarbú- staðir, sem og umhverfi þeirra, ekki hannað með tilliti til fatlaðra. Þessi atriði, sem og mörg önnur, er nauðsynlegt að taka til umræðu við endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Þessi hópur þjóöfélags- þegna á að geta notið sumarleyfa, tómstunda, lista og menningarlífs til jafns við aðra í þjóðfélaginu. Margrét Frímannsdóttir ...sumarbústaðir, sem og umhverfi þeirra, ekki hannað með tilliti til fatlaðra, segir m.a. í grein Margrétar. „Stór hópur fatlaðra á engan rétt til þess- ara bústaða vegna þess að þeir eru yfir- leitt ekki meðlimir í launþegasamtökum. Þótt þeim bjóðist af og til bústaðir til af- nota fyrir velvilja eigenda þá sitja fatlaðir ekki við sama borð og aðrir.“ Forsetinn „kvennastétt"? Stærsta spurning komandi for- setakosninga er: Hvers konar per- sóna verður fyrir valinu? Verður það fyrrverandi stjórnmálamaður, eins og fyrstu tveir forsetar ís- lands voru; andans maður eins og sá þriðji; eða aðhlynningarper- sóna, líkt og sá fjórði hefur verið? Nú, þegar líklegasti sigurvegarinn sýnist ætla að verða prestur virð- ist sem forsetinn verði þannig áfram í aðhlynningarhlutverki gagnvart þjóðinni. Ný „kvennastétt“? En hvað segir þetta um þróun sjálfsmyndar þjóðarinnar? Svo virðist sem forsetinn sé að verða æ venjulegri persóna; ekki er lengur krafist yfirstéttarlegs valdsmanns né andlegs yfirburðamanns heldur skal forsetaefnið höfða til fjöl- skylduhliðar fólks, líkt og fegurð- ardrottningar eða fóstrur gera. Starfið virðist því þannig vera að þróast í þá átt að verða að dæmi- gerðri „kvennastétt". Verður þá kannski næsta þróunarstigið að laun hans lækka líka? Víða í útlöndum gerast þjóð- höfðingjar æ valdaminni, fiöl- miðlavinsamlegri og umhyggju- samari, og oftar konur. En þó varla eins óstéttvísir og valdalitlir og á íslandi. Forsetaembættið ís- lenska virðist enda vera að renna æ meir saman við ímynd Fjallkon- unnar og aðra hulduvætti. Kjallarinn rryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur Þróun sjálfsímyndar Kannski má sjá í þessu endur- speglun á þróun á sjálfsímynd þjóðarinnar: Fyrst eftir sjálfstæði- stökuna vildum við sýna að við vorum menn með mönnum; með eigin yfirstétt, sem gat sinnt okkar utanríkismálum. Síðan komst það í öndvegi að reyna að koma þjóð- inni á framfæri sem guðs útvöldu menningarþjóð. Og loks, þegar sú braut virðist gengin til enda, og ís- lendingar eru minntir aftur á svip- mót sitt sem frumvinnsluþjóðar í landi náttúruhamfara, þá verður móðurhjartað aftur drýgst gilda. Ef valdabaráttu þjóðarinnar er líkt við mannsævi mætti e.t.v. segja að á dögum Jónasar Fjölnis- manns hafi hún verið á unglings- árum; á dögum Jóns forseta Sig- urðssonar, á lögaldri; á dögum Hannesar Hafsteins, fyrsta ís- lenska ráðherrans, á manndóms- aldri; en á dögum Sveins Bjöms- sonar, forseta íslands, á „besta aldri“. Síðan hafi farið að hægjast á henni í tíð síðasta forseta, fom- leifafræðingsins, og nú vilji hún helst bara komast á elliheimili. Eftirmáli tilnefninga Fróðlegt er að skoða viðtökur við þeim tilnefningum um forseta- efni sem ég hef viðhaft hér í kjall- aragreinum undanfarið: Tilnefn- ing mín á rithöfúndinum Einari Kárasyni og Þórami Eldjárn leiddi til viðtala við þá á forsíðu Alþýðu- blaðsins og í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir kváðust hafa metn- aðarfyllri menningarefnum að sinna. Tilnefning min á Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sem full- trúa stjórnmála, menningar og að- hlynningar var í samræmi við það að hún varð síðar í hópi hina fiög- urra liklegustu í könnunum um tima. Uppástunga mín um að for- seti yrði valinn með tilliti til tengsla við Vestur-islendinga var rædd í Tímanum og nefnd í Al- þýðublaðinu, enda frægt fordæmi fyrir því. Eina manngerð forseta á þjóðin þó enn eftir að kalla yfir sig: ein- hvern sem myndi láta einskis ófreistað til að ögra þjóð sinni og þingi með gagnrýni og íhlutun, án þess að Veigra sér við aö falla í næstu kosningum. Sá gæti útdeilt megninu af skyldum sínum til að- stoðarmanna til að geta gefið sig óskiptur að þjóðfélagsrýninni. Væri gaman að sjá hinn snöfiir- lega Jón Baldvin Hannibalsson í því hlutverki, í félagi við hina fiallmyndarlegu konu hans, Bryn- dísi Schram. Tryggvi Líndal „Eina manngerð forseta á þjóðin þó enn eftir að kalla yflr sig; einhvern sem myndi láta einskis ófreistað til að ögra þjóð sinni og þingi með gagnrýni og íhlut- un, án þess að veigra sér við að falla í næstu kosningum Með og ámóti Afnám skattfrelsis forseta íslands AÍÍÍr séu jafnir „Ég tel að forsetaembættið eins og það er, og hefur þróast hjá okkur ís- lendingum, sé þannig að for- setinn eigi að vera fremstur meðal jafningja. Breyting sem sotl varaþlngmað- var gerð á ur stjómarskránni síðastliðið vor og leysti af hólmi greinina í stjómar- skránni um að eigi megi leiða I lög nein fríðindi sem bundin eru við lögtign eða aðal, hafi verið leyst af hólmi með almennri jafnræðis- reglu um aö allir séu jafiiir fyrir lögunum. Öll löggjöf V-Evrópu- þjóða hefúr hnigið í sömu átt á undanfömum áratugum. Margir þeirra sem stóðu að þessari breyt- ingu síðastliðið vor telja að þessi tillaga sé beinlínis í anda þeirrar breytingar ef ekki rökrétt afleið- ing af henni. Ég er einnig á móti því almennt að að í embættiskerf- inu íslenska sé einhver verulegur hluti launanna borgaður í fríðind- um. Ég tel að launakerfið eigi að vera gagnsætt upp úr og niöur úr. Ég tel að menn eigi að hafa af- mörkuð laun og það eigi ekki aö ráðast af skapgerð manna og geð- þótta hvað þeir sækja fast í ein- hver fríðindi sem því embætti fylgja. Viö höfum séð það á undan- fömum árum að fyrr eða síðar leiðir slíkt til einhvers ófarnaðar og vanvirðingar við það embætti sem yfír þessum fríðindum hefur að ráða.“ Sjálfsógð fríðindi „í grundvall- aratriðum lít ég þannig á for- setaembættið að það sé mesta virðingarstaða þjóðarinnar og hafi hingað til verið óumdeild. Þeir forsetar sem hingað til Þingismaður hafa valist hafa sýnt embættinu mikla ræktarsemi og virðingu. Og sem fulltrúar þjóðarinnar hafa þeir hvarvetna verið henni til sóma. Mér finnst einnig að lýð- ræðið sjálft hafi tengst með mjög óyggjandi hætti þessu embætti. Þess vegna sé að hálfu þjóðarinn- ar nauðsynlegt að sýna því ein-' hverja sérstaka virðingu umfram önnur embætti. Þess vegna finnst mér ástæðulaust að vera að koma með tillögu um að taka fríðindi sem þessi af. Mér finnst út af fyr- ir sig ekkert óeðlilegt að það séu til staðar slík fríðindi miðað við það sem gerist annars staðar í heiminum. Ég tel því að tillagan sé einungis til þess fallin að rýra virðingu embættisins en ekki til þess að auka eitthvert réttlæti í þjóðfélaginu. Ég vil benda á að það tíðkast að umbuna sérstak- lega aðilum í þjóðfélaginu, eins og sjómönnum, fýrir það að standa undir velferð þessarar þjóðar. Mér þykir sú ívilnun fullkomlega rétt- lætanleg einmitt á þeirri forsendu að sjómennskan hefur alltaf verið það sem skiptir okkur mestu máli. Ég tel því að við séum þama að halda uppi virðingu gagnvart ákveðnum aðilum sem við metum að verðleikum. Ég tel að það styrki lýðræðiö og að það styrki okkur íslendinga sem þjóð.“ -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.