Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 34
58 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Afmæli Gunnar Bjarnason Gunnar Bjarnason ráðunautur, Dalbraut 27, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist á Húsavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1933, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1936, B.Sc.-prófi frá Den kongelige Veterinær- og Landbohojskole 1939, var í starfsþjálfun við hrossadóma og kynbótaskipulag á Norðurlöndum 1939, sótti nám- skeið í Sviss hjá OECD í kennslu- tækni og kynbótafræði 1962 og stundaði nám í alifugla- og svina- rækt við Búnaðarháskólann i Kaupmannhöfn 1962-63. Gunnar var ráðunautur Búnað- arfélags íslands í hrossarækt og hestaverslun 1940-61, í alifugla- og svínarækt 1963-78 og í hestaút- flutningi hjá landbúnaðarráðu- neytinu og Búnaðarfélagi íslands 1965-87, hafði yfirumsjón með fóð- urbirgðafélögum landsins 1942-47, forstöðumaður Fóðureftirlits rík- isins 1973-80, var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1944-45, 1947-61 og 1963-72, og skólastjóri Bændaskólans á Hól- um 1961-62. Gunnar sat í tilraunaráði bú- fjárræktar Atvinnudeildar HÍ 1946-55, var upphafsmaður að hönnun járnristaflóra á Hvann- eyri 1955 er olli byltingu í fjósa- gerð erlendis, stofnaði fyrsta tamninga- og reiðskóla hérlendis á Hvanneyri 1951, einn stofnenda Landssambands hestamannafélaga 1949, vann að stofnun hrossarækt- arsambanda 1949-56, stofnaði Intemational Pony-Breeders Federation í Köln 1951 og Deutscher Pony Klub í Bonn 1958, (seinna Deutsche Islanpferde Zuchter-und Besitzervereinigung), stofnaði Föderation Europas- ischer Islandpferd-Freunde 1969, sat í flokksráði og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins um árabil og formaður landbúnaðarnefndar til 1978 og i framboði fyrir flokkinn. Bækur Gunnars: Á fáki (með Boga Eggertssyni), kennslubók í tamningum og hestamennsku 1953; Búfjárfræði, kennslubók 1966; Ættbók og saga íslenska hestsins á 20. öld, I - VII. bindi, 1968-91, og Líkaböng hringir, ádeilurit 1982. Út var að koma ævisaga Gunnars, Kóngur um stund, eftir Örnólf Árnason. Gunnar er heiðursfélagi Félags tamningamanna; Landssambands hestamannafélaga; hestamannafé- laganna Faxa í Borgarnesi, Grana á Hvanneyri, Fáks í Reykjavík, Deutscher Pony-Klub í Bonn; landssambands Þýskalands um ís- lenska hestinn, Austurríkis og Kanada, fyrsti heiðursforseti Al- þjóðasamtaka um íslenska hest- inn og var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1980. Fjölskylda Gunnar kvæntist 5.8. 1938, Svövu Halldórsdóttur, f. 8.6. 1916, d. 26.9. 1988, húsmóður. Foreldrar Svövu voru Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri á Hvanneyri, og k.h., Svava Þórhallsdóttir húsmóðir. Gunnar og Svava skildu 1962. Synir Gunnars og Svövu eru Halldór, f. 14.1. 1941, prestur í Holti undir Eyjafjöllum, kvæntur Margréti Kjerúlf; Bjarni, f. 25.7. 1948, verkfræðingur og meðeig- andi verkfræðiskrifstofunnar Hnit í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Helgu Kristinsdóttur. Gunnar kvæntist, 14.2. 1963, Guðbjörgu Jónu Ragnarsdóttur, f. 3.2. 1930, húsmóður. Hún er dóttir Ragnars Guðmundssonar, stór- kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Regínu Magnúsdóttur. Gunnar og Guðbjörg skildu. Börn Gunnars og Guðbjargar eru Gunnar Ásgeir, f. 3.5.1964, svínab. á Hýrumel i Hálsasveit, kvæntur Ingibjörgu Konráðsdótt- ur kennara; Regína Sólveig, f. 1.7. 1969, háskólanemi. Systkini Gunnars: Ásgeir, f. 10.6. 1910, d. 1978, sparisjóðsstjóri; Ragnheiður, f. 20.12. 1912, hús- móðir; Stefán, f. 5.7. 1914, d. 1982, verkfræðingur; Vernharður, f. 16.6. 1917, verslunarmaður; Regína, f. 16.9. 1918, d. 1994, hús- móðir; Kristín, f. 6.9. 1920, d. 1995, húsmóðir; Ásta, f. 16.2. 1922, hús- móðir; Bryndís, f. 1.10.1923, hús- Gunnar Bjarnason. móðir; Þórdís, f. 23.4. 1925, hús- móðir; Hansína Margrét, f. 13.7. 1926, húsmóðir; Rannveig Kar- ólína, f. 2.6. 1928, húsmóðir; Bald- ur, f. 27.3. 1932, útvarpsvirki. Fóst- ursystir Gunnars er Þóra Ása Guðjohnsen, f. 17.3. 1930, húsmóð- ir. Foreldrar Gunnars voru Bjarni Benediktssoh, f. 27.9. 1877, d. 25.6. 1964, kaupmaður og útgerðarmað- ur á Húsavík, og k.h., Þórdís Ás- geirsdóttir, f. 30.6. 1889, d. 23.4. 1965, hótelstjóri og bóndi. Gunnar heldur upp á daginn með fjölskyldunni. Eyvindur Pétur Eiríksson Eyvindur Pétur Eiríksson rit- höfundur, Holtagerði 43, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Starfsferill Eyvindur fæddist í Hnífsdal en ólst upp í Hornvík og Hlöðuvík á Homströndum. Hann hóf reglu- bundna skólagöngu á ísafirði við tólf ára aldur, lauk stúdentsprófi frá MA 1955, stundaði nám í læknisfræði við HÍ í eitt ár, lauk BA-prófum í dönsku og ensku og mennsku, smíðar og skrifstofu- störf, stundaði kennslu við gagn- fræðaskóla á ísafirði og í Reykja- vík 1961-72, var stundakennari við KÍ, Tækniskóla íslands og kvöldskóla 1972-79, við HÍ 1977-79, íslenskukennari við MK og lektor við Helsingforsháskóla 1979-80 og við Kaupmannahafnarháskóla 1980-86 en hefur síðan einkum stundað ritstörf auk kennslu öðru hvoru við MÍ 1987, KHÍ 1991-93 og FVÍ frá 1995. Þá hefur hann kennt prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ og síðar BA-prófi í is- lensku og málvísindum og cand. mag.-prófi í íslenskri málfræði frá HÍ. Þá hefur hann sótt nokkur námskeið, m.a. í finnsku og rúss- nesku. Á sumrin og eftir stúdentspróf var Eyvindur m.a, við sjó- á íslenskunámskeiðum fyrir út- lendinga, m.a. við HÍ og á vegum Norræna hússins. Eyvindur hefur gegnt ýmsum félagsstörfum, sat í stjóm Æsku- lýðsfylkingarinnar og Félags rót- tækra stúdenta á námsárunum og er nú í stjórn Ásatrúarfélagsins. Ritverk Eyvindar: Hvenær, ljóð Tll hamingju með afmælið 13. desember 90 ára Knstjan Magnusson, Gautsdal, Reykhólahreppi. Þóra Sigurðardóttir, Urriðaá, Ytri-Torfustaðahreppi. 50 ára Bára Gísladóttir, Fornuströnd 14, Seltjamarnesi. Guðmundur Bjömsson, Langholti 5, Keflavík. Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Teigaseli 7, Reykjavík. Hún er að heiman. Arnór Þórhallsson, Reynihlíð 5, Reykjavík. Þorbjörg Þórðardóttir, 85 ára Elín A.R. Jónsdóttir, Einholti 9, Reykjavík. 80 ára Björn Gunnlaugsson, Brimnesbraut 39, Dalvík. 75 ára Hrísateigi 43, Reykjavík. Óli G. Jóhannsson, Björn Ásgrímsson, Suðurgötu 14, Sauðárkróki. Guðbjörg Jóna Guðmundsdótt- ir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Aðalsteinn Þórðarson, Gunnarssundi 9, Hafnarfirði. Múlasíðu 1 A, Akureyri. Brandur Sveinsson, Viðarási 97, Reykjavík. Kristín Guðmundsdóttir, Sunnubraut 8, Gerðahreppi. 40 ára Helga Ragnheiður Jónsdóttir, Árkvörn, 2B, Reykjavík. Tómas Magni Bragason, 70 ára Guðný Laxdal, Drápuhlíð 35, Reykjavík. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Stangarholti 9, Reykjavík. Guðjón Högni Pálsson, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. Jón Jakob Friðbjörnsson, Fjólugötu 6, Akureyri. Skúlagötu 11, Stykkishólmi. Gisli Grétar Sigurðsson, Heiðarhrauni 52, Grindavik. Sigurborg Matthíasdóttir, Mjóuhlíð 12, Reykjavík. Þorleifur Jóhannesson, Hverabakka . II, Hrunamanna- hreppi. Ingólfur Ingólfsson, 60 ára Einigrund 17, Akranesi. Sigurjóna Matthíasdóttir, Breiðabólstað, Skaftárhreppi. Ragnar Lárusson, Vesturbergi 102, Reykjavík. 1974; Hvaðan - þaðan, ljóð, 1978; Sér er nú hver, verðlaunaþáttur MFA, 1983; Messi, lesfluttur leik- þáttur í Jónshúsi, 1985; Ronni, skáldsaga, lesin í útvarp, 1987; P- Árbók, ljóð og laust mál, 1988; Múkkinn, skáldsaga, 1988; Viltu, Ijóð, 1989; Árin sýna enga mis- kunn, Ijóðaþýðingar úr finnsku, 1993; Kolskeggi, barnasaga í út- varp, 1992; Á háskaslóðum, ung- lingasaga, 1993; Meðan skútan skríður, unglingasaga, 1995; Bát- ur, útvarpsleikrit, 1995. Þá hefur hann þýtt tvær unglingasögur og eina skáldsögu auk þess sem hann á leikverk, sögur og ljóð í handritum. Fjölskylda Eyvindur kvæntist 13.7. 1961 Margréti P. Guðmundsdóttur, f. 6.2. 1940, sérkennara. Hún er dótt- ir Guðmundar B. Magnússonar, sem nú er látinn, leigubílstjóra í Reykjavík, og Svövu Bernharðs- dóttur húsmóður. Börn Eyvindar og Margrétar eru Eiríkur Guðmundur, f. 31.10. 1961, viðskiptalögfræðingur í Kaupmannahöfn, en kona hans er Harpa Birgisdöttir og er dóttir þeirra Sóley Freyja; Rósa, f. 1.7. 1967, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, en maður hennar er Hrannar B. Arnarsson og er dóttir þeirra Særós Mist; Eyjólfur Bergur, f. 22.9. 1975, háskólanemi í Noregi; Erpur Þórólfur, f. 29.8= 1977, menntaskólanemi. Systkini Eyvindar: Guðný Anna, f. 1.1. 1938, dó þriggja mán- aða; Guðjón, f. 26.6. 1939, bifvéla- meistari í Reykjavík. Foreldrar Eyvindar: Eirikur A. Guðjónsson, f. 25.11. 1908, bóndi, Eyvindur Pétur Eiríksson. sjómaður og verkamaður, nú á dvalarheimilinu Hlíf á Isafirði, og Gunnvör Rósa Samúelsdóttir, f. 15.7. 1905, d. 2.5. 1967, húsmóðir. Eyvindur er að heiman á af- mælisdaginn. Gísli S. Einarsson Gísli Sveinbjörn Einarsson al- þingismaður, Esjubraut 27, Akra- nesi, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Gisli fæddist í Súðavík. Hann lauk gagnfræðaprófl frá Gagn- fræðaskóla Akraness 1962, er vél- virki frá Iðnskólanum á Akranesi 1968, vélstjóri frá Fjölbrautaskól- anum á Akranesi 1982 og sótti verkstjóranámskeið hjá Verk- stjórnarfræðslunni 1979 og 1982. Gísli var verkamaður hjá Sem- entsverksmiðju ríkisins 1963, nemi á vélaverkstæði 1964-68, var vélvirki á Akranesi 1969-77, vél- virki hjá Álborg Portland 1977-78 og verkstjóri hjá Sementsverk- smiðjunni frá 1979. Gísli var aðaltrúnaðarmaður í Sementsverksmiðju ríkisins 1974-76, sat í stjórn Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi 1974-76, er formaður Golfklúbbs- ins Leynis á Akranesi frá 1989, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akranesi frá 1986, formaður bæj- arráðs Akraness frá 1990, forseti bæjarstjórnar frá 1991, sat í fjölda nefnda og stjórna á vegum Akra- nessbæjar, í flokksstjórn Alþýðu- flokksins frá 1987, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins frá 1989, varð varaþingmaður 1991 fyrir Vesturlandskjördæmi og er þingmaður þar frá 1993. Fjölskylda Gísli kvæntist 12.12. 1964 Ólöfu Eddu Guðmundsdóttur, f. 9.7.1946, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Jónssonar, fyrrv. verk- stjóra, og Ólafar Egggertsdóttur húsmóður. Börn Gísla og Eddu eru Einar Kristinn, f. 18.5.1964, vélvirki; Ólafur Þór, f. 21.12. 1965, sölumað- ur og vélvirki; Erla Björk, f. 1.11. 1983, nemi. Systkini Gísla: Kristín Sesselja, f. 28.11. 1943, fulltrúi; Rögnvaldur, f. 27.2. 1947, kennari; Elísabet Halldóra, f. 15.9. 1951, skólaritari; Droplaug, f. 1.10. 1954, banka- starfsmaður; Rósa, f. 22.5. 1956, Gísli S. Einarsson. kennari. Foreldrar Gísla: Einar Kristin Gíslason, f. 19.2. 1921, d. 1.10. 1979, skipstjóri, og Elísabet Svein- björnsdóttir, f. 5.10. 1917, d. 24.1. 1995, ljósmóðir. Gísli og Edda eru að heiman á afmælisdaginn. 903 • 5670 •• Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.