Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Side 40
.Æ
'Ci
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
■Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
Kjaradeilan:
Vinnuveit-
endasam-
Jbandiö opnar
sáttaleið
Vinnuveitendasamband íslands
opnaði í gær sáttaleið í þeirri deilu
sem nú er uppi við stóru verkalýðs-
félögin sem neita að draga uppsögn
kjarasamninganna til baka.
Þetta var gert með því að fram-
kvæmdastjórn sambandsins sam-
þykkti að mæla með því við aðildar-
fyrirtæki VSÍ að þau greiddu félags-
mönnum þeirra félaga sem höfnuðu
samkomulagi um hækkun desemb-
eruppbóta óskerta uppbót nú í des-
ember.
Samkvæmt heimildum DV mátu
vinnuveitendur stöðuna þannig að
—Tff Félagsdómur dæmdi uppsögn
kjarasamninganna ólöglega aðgerð
væri falin mikil sprengihætta í stöð-
unni og sárindi hjá því fólki sem
ekki fengi desemberbæturnar. Þór-
arinn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, var spurður hvort það
væri ekki rétt að VSÍ væri með
þessu að koma í veg fyrir að allt
færi í bál og brand.
„Að hluta til erum við að horfa til
þess. I ljósi þess að yfirgnæfandi
meirihluti félaga ASÍ féllst á mat
launanefndar að forsendurnar hafi
„ ^taðist og að niðurstaða Félagsdóms
J^erði með sama hætti, teljum við að
' það séu engin skynsamleg rök, frá
sjónarmiði félagsmanna okkar og
-félagsmanna þessa hluta stéttarfé-
laga, aö þeir njóti ekki þessara
greiðslna líka. Þær hefðu ekki kom-
ið sjálfkrafa, jafnvel þótt Félagsdóm-
ur hefði úrskurðað að samningarnir
væru bundnir," sagði Þórarinn Við-
ar.
-S.dór
Suðurnes:
Enn finnast
reykblys
DV, Suðurnesjum:
Enn eru að finnast stórhættuleg
reykblys á Suðurnesjum. Karlmað-
ur hafði samband við lögregluna í
Keflavík eftir að hann hafði lesið í
mánudagsblaði DV frétt um stór-
hættuleg reykblys sem fundust ná-
lægt Saltverksmiðjunni.
Hann sagði lögreglumönnunum
frá því að hann hefði fundið mörg
reykblys á leiðinni frá Höskuldar-
völlum í átt að Djúpavatni í landi
Grindavíkur. Þau hafa nú verið tek-
in úr umferð en að sögn sprengju-
sérfræðinga geta þessi reykblys
valdið miklum skaða komist þau í
hendur fólks sem ekki kann með
~15au að fara. Sum þeirra er enn virk.
ÆMK
L O K I
Verkalýðsfélagið með starfsmenn Hvammstangahrepps í „gíslingu“:
Þetta eitrar allt og
vinnufriöurinn enginn
- segir Guðrún Bjarnadóttir leikskólastjóri
„Verkalýðsfélagið hefur ekki
staðið sig og samningar eru enn
lausir fyrir starfsmenn hreppsins.
Við skiljum ekki hvers vegna við
megum ekki fá Félagi opinberra
starsmanna samningsumboðið.
Verkalýðsfélagið hefur gengið svo
langt að hóta því að sjá til þess að
okkur yrði sagt upp. Þetta eru
óþolandi vinnubrögð. Okkur er í
raun haldið í gíslingu, þetta eitrar
allt og vinnufriðurinn er enginn,"
segir Guðrún Bjarnadóttir, leik-
skólastjóri á Hvammstanga.
Veruleg óánægja er meðal
starfsmanna Hvammstangahrepps
vegna þess að þeir eru skikkaðir
til að borga tO verkalýðfélagsins
Hvatar án þess þó að eiga aðild að
því. Alls 15 starfsmenn hreppsins
eru nú félagsmenn í Félag opin-
berra starfsmanna í Húnavatns-
sýslu (FOSHÚN) en þrátt fyrir ít-
rekuð tilmæli starfsfólksins hefur
hreppurinn neitað að greiða fé-
lagsgjöld þangað. Þess í stað er
lögbundnum félagsgjöldum skilað
tO verkalýðsfélagsins Hvatar und-
ir heitinu „vinnuréttindagjald".
Af hálfu hreppsins hefur verið
borið við að hann sé skuldbund-
inn verkalýðsfélaginu um að láta
félagsmenn þess njóta forgangs í
störf. Verkalýðsfélagið hefur ekki
viljað rifta samningsumboði sínu
við hreppinn vegna þeirra fjár-
muna sem í húfi eru.
Ekki einu sinni þeir starfsmenn
hreppsins sem annars staðar á
landinu eru innan vébanda BSRB
hafa losnað undan gjaldtöku
verkalýðsfélagsins. Þetta á meðal
annars við leikskólakennara á
leikskólanum. Fyrir aðflutta
starfsmenn hefur þetta meðal ann-
ars haft í för með sér tiifærslu
mOli lífeyrissjóða með tilheyrandi
réttindamissi.
Að sögn Guðmundar Guð-
mundssonar, sveitarstjóra á
Hvammstanga, mun sveitarstjórn-
in ekki semja við FOSHÚN vegna
starfsmanna hreppsins meðan
samningsumboðið er í höndum
verkalýðsfélagsins Hvatar. Að-
spurður segir hann engin áform
uppi um uppsögn á samninginum
við Hvöt. Þá hafi sveitarstjórnin í
umfjöOun sinni um þessi mál látið
bóka að ekki komi til greina að
starfsmennirnir fari í Lífeyrissjóð
opinberra starsmanna.
„Slíkt myndi kaOa á stighækk-
andi fjárskuldbindingar sem sveit-
arstjórn telur að hreppurinn hafi
ekki ráð á,“ segir Guðmundur.
-kaa
Stekkjarstaur var sem endranær fyrstur jólasveinanna að koma til byggða,
börnum á öllum aldri til ómældrar ánægju. Þjóðminjasafnlð heldur þeim
góða sið að taka vel á móti þessum fornu vinum okkar með aðstoð
æskunnar sem erfir landið. Þótt ófrýnilegur sé hann, staurinn sá, þá átti.
hann ekki í erfiðleikum með að ná til saklausrar barnssálarinnar.
DV-mynd GS
Skurðaðgerö á Hrafnhildi Thoroddsen hófst í morgun:
Móðirin vinnur
sjálf við upp-
skurð dótturinnar
„Ég verð sjálf að vinna við upp-
skurðinn sem hjúkrunarkona. Það
er mitt starf á Landspítalanum,"
segir Auður Guðjónsdóttir, skurð-
hjúkrunarfræðingur og móðir
Hrafnhildar Thoroddsen, stúlkunn-
ar sem lamaðist fyrir sex árum og
lagðist undir skurðarhnífinn klukk-
an átta í morgun í von um bata.
Það er kínverski skurðlæknirinn
Shaocheng sem stjórnar aðgerðinni
en með honum verða sjö í aðstoðar-
liðinu, þrír íslenskir læknar og
hjúkrunarfólk. Aðgerð af þessu tagi
hefur aldrei áður verið reynd hér á
landi og raunar ekki á Vesturlönd-
um. Kínverski læknirinn hefur hins
vegar bætt lömun fólks undanfarin
tíu ár með skurðaðgerðum og í sum-
um tilvikum náð undraverðum ár-
angri.
Hrafnhildur er lömuð frá nára og
niður úr. Hún verður því að vera í
hjólastól og er lítt sjálfbjarga. Von
þeirra mæðgna er að það verði
nokkur bót á þótt líkur á fullum
bata séu hverfandi.
-GK
Skolarnir verða að halda uppi eftirliti
- segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra
„Það hefur ekki komið upp á mitt
borð. Skólarnir leysa þetta hjá sér,“
sagði Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra þegar hann var spurður
hvað hann vildi segja um það sem
komið hefði upp undanfarið, annars
vegar í Háskóla Islands varðandi
prófsvindl og hins vegar Iðnskólan-
um í Reykjavík varðandi tölvu-
svindl og greint hefur verið frá í
DV.
- Hefurðu ekki áhyggjur af þessu?
„Áhyggjur, það er annað mál. Það
er verst ef þetta bitnar á þeim sem
eru saklausir þegar verið er að
rannsaka þessi mál. Skólarnir verða
að halda uppi eftirliti hjá sér.
-ÞK
Veðrið á morgun:
Rigning
eða súld
Á morgun verður suðvestan-
kaldi eða stinningskaldi. Rign-
ing eða súld víða sunnanlands
og vestan en annars viðast
þurrt.
Hiti 2-9 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 60
Grensásveoi 11
Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Grœnt númer: 800 6 886 j
L#TT#
alltaf á
Miðvikudögum