Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 2
2
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JLlV
fréttir
Sérstætt sakamál upplýst og refsing dæmd í Héraösdómi Austurlands:
Klæðskiptingur í fangelsi
fyrir nærfataþjófnaði
- fór inn til Qölda kvenna á öllum tímum sólarhrings og stal frá þeim nærklæðum
Nærbuxur, brjóstahaldarar, kor-
selet, samfellur, nælonsokkar,
blúndutoppar, silkitoppar, undir-
kjólar og margt fleira tengt nær-
klæðum var þýfið sem 29 ára karl-
maður hefur nú verið dæmdur í
fangelsi fyrir að hafa stolið frá 13
konum. Þær búa í tveimur sjávar-
plássum á landsbyggðinni en mað-
urinn fór inn til þeirra allra á nán-
ast öllum tímum sólarhrings á fimm
ára tímabili og stal frá þeim veru-
Stórfelld innbrotamál:
Tveir menn
í gæslu-
varðhald
Að kröfu RLR voru tveir
ménn úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald vegna stórfelldra innbrota-
mála á höfuðborgarsvæðinu. Um
tvö aðskilin mál er aö ræða.
Annars vegar var einn síbrota-
maður úrskm-ðaður í 45 daga
gæsluvarðhald vegna gruns um
innbrot í íbúðarhús í Reykjavík
þar sem nánast öllu innbúi var
stolið. Hins vegar er um að ræða
18 ára ungling, höfuðpaur þjófa-
gengis, sem grunað er um fjölda
innbrota á heimili og fyrirtæki
undanfamar vikur. -bjb
Skipverji á Hásteini:
Slasaöist
í andliti
Skipveiji á Hásteini ÁR frá
Þorlákshöfn slasaðist á andliti
þegar hann hrasaði um borð í
skipinu skammt úti fyrir Þor-
lákshöfn í gærmorgun. Komið
var með manninn til hafnar síð-
degis en meiðsl hans reyndust
ekki alvarleg. -bjb
Kveikt í
tveimur
ruslatunnum
Slökkviliðið í Reykjavík var
kallað að gamla Sjómannaskó-
lanum við Öldugötu um miðjan
dag í gær vegna elds í tveimur
ruslatunnum. Engin hætta skap-
aðist þar sem tunnumar voru í
hæfilegri fjarlægð frá húsbygg-
íngum. Liklegast er að eldur hafi
verið lagður að tunnunum en
meintir brennuvargar náðust
ekki. -bjb
í
legu magni af ýmsum „flíkum".
Engin kvennanná stóð manninn
að verki þvi hann sætti lagi að fara
inn í híbýli þeirra á meðan þær
voru fjarverandi eða sofandi. Því
má segja að málið hafi komist upp
fyrir algjöra tilviljun þegar böndin
bárust að viðkomandi manni fyrir
réttu ári.
Eftir að málsmeðferð hófst á síð-
asta ári skýrði sakbomingurinn
geðlækni ffá hinum síendurteknu
nærfatastuldum sínum - hann hefði
verið að þessu til að komast yfir
nærföt til að klæðast sjálfur. Lækn-
irinn komst að þeirri niðurstöðu aö
athæfi hans benti eindregið til að
hann væri með afbrigöilega kyn-
hegðun af klæðskiptingsgerð (trans-
vestism). Brotin hefðu því ekki ver-
ið framin í auðgunarskyni.
Dómurinn komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að um þjófnaði og
húsbrot hefði verið að ræða. Þegar
málið upplýstist var hald lagt á
hluta þess sem maðurinn stal en
umtalsverðu magni hafði hann
hreinlega hent. Þeim hluta þýfisins
sem enn var fyrir hendi átti því að
skila til kvennanna. Engin kvenn-
anna vildi hins vegar fá nærfot og
klæðnað sinn aftur frá manninum -
þess í staö kröfðust konumar skaða-
bóta.
Héraðsdómur Austurlands taldi
refsingu mannsins hæfilega 6 mán-
aða fangelsi en 5 mánuðir em skil-
orðsbundnir í fjögur ár. Maðurinn
hafði áður verið sakfelldur fyrir
þjófnaði og reyndar önnur auðgim-
arbrot.
Maðurinn er einnig dæmdur til að
greiða tíu kvennanna samtals um
250 þúsund krónur í skaðabætur fyr-
ir hin stolnu nærfót. Aðrar kröfur
voru ekki teknar til greina fyrir
dómi. Ólafur Börkur Þorvaldsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.-Ótt
stuttar fréttir
Ómar til Tansaníu
Ómar Valdimarsson blaða-
maður hefur verið ráðinn til
starfa sem sendifulltrúi Rauða
kross íslands i Tansaníu.
Forvarnarverölaun
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra hefur ákveðið
að veita árlega sérstök forvam-
arverðlaun þeim aðila sem með
aðgerðum sínum hefur vakið
athygli á mikilvægi forvama
fyrir heilsufar fólks.
Jafnréttisráö fagnar
Jafnréttisráö hefur lýst yfir
ánægju sinni með greinargerð
starfshóps á vegum fjármála-
ráðuneytisins þar sem fjallað
var um jafhrétti kynjanna í
ráðuneytinu og undirstofnun-
um þess.
Edda hættir
Edda Helgason er hætt sem
framkvæmdastjóri verðbréfa-
fyrirtækisins Handsals eftir að
hópur fjárfesta keypti hlut fjöl-
skyldu Sigurðar Helgasonar og
fleiri í fyrirtækinu.
ESB-skýrslur á bók
Háskólaútgáfan hefur gefið
út bókina ísland og Evrópusam-
bandið. Birtar em skýrslur
fiögurra stofnana Háskólans
sem könnuðu kosti og galla að-
Odar íslands að ESB.
íslenskt hugvit
Hugvitsmaður á Akranesi,
David Butt, hefúr fengiö viður-
kenningu bandarísku umhverf-
ismálastofnunarinnar vegna
svokallaðs brennsluhvata sem
tengdur er á milli elds-
neytistanks og vélar í bílum og
skipum. Bylgjan greindi frá
þessu.
Fámennasta sóknin
Fámennasta sóknin í landinu
1. desember sl., samkvæmt töl-
um frá Hagstofunni, var Ábæj-
arsókn í Skagafirði þar sem er
aðeins eitt sóknarbam. Þetta
kom fram á Bylgjunni.
Álftárós fékk
steypuna
Verktakafyrirtækið Álftárós
bauð lægst í steypuvinnu vegna
grunns að nýjum kerskála ál-
versins í Straumsvík. Sam-
kvæmt RÚV hljóðaði tilboð
Álftáróss upp á 737 milljónir
króna en kostnaðaráætlun nam
850 milljónum.
Engar athugasemdir
Embætti ríkissaksóknara
gerir engar athugasemdir við
aðgerðir Selfosslögreglunnar
14. október i haust þegar þrennt
fórst í umferðarslysi skammt
frá Hveragerði. Þetta kom fram
á RÚV. -bjb
Þúsundum jólatrjáa hefur nú verið safnað saman í Reykjavík og þessa dagana er verið að kurla þau hjá Sorpu. Eitt
helsta tákn jólanna breytist því mold þegar sól tekur að hækka á lofti. DV-mynd BG
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra:
Kvótinn ekki aukinn
á þessu fiskveiöiári
- vísbendingar um aö verndunarstefnan sé að skila árangri
„Það er nú ekki venja að hlaupa
fram og til baka með kvótann á
miðju fiskveiðiári. Þótt komið hafi
skot hér og þótt ekkert veiðist þar
þá hafa menn nú ekki verið að
hringla með kvótann. Mér sýnist, og
heyrist á sjómönnum, að þeir séu
sammála um að þorskgengd sé vax-
andi á íslandsmiðum. Ég held að
það sé vísbending um að sú vemd-
unarstefna sem við höfum fylgt sé
að byrja að skila árangri. Þess
vegna bíður það næsta kvótaárs að
taka ákvarðanir um breytingar á
kvótanum sé talin ástæða til. Ég tel
enda ekkert hafa komið fram enn þá
sem réttlætir endurskoðun á kvót-
anum á þessu fiskveiðiári," sagði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra vegna frétta af stóraukinni
þorskgengd á miðunum allt í kring-
um landið.
Alveg síðan í októober í haust
hefur verið fádæma mikill þorskur
á Vestfiarðamiðum. Reyndustu tog-
arasjómenn segjast ekki hafa séð
annað eins þar um slóðir í áratugi.
Og nú upp á síðkastið berast fréttir
af óvenju mikilli þorskgengd á allri
slóð umhverfis landið.
Sjávarútvegsráðherra segir að
nauðsynlegt sé að fara að öllu með
gát enda þótt fréttir berist af auk-
inni þorskgengd.
„Við þurfum að fá meiri upplýs-
ingar, svo sem hvaða árgangar hér
eru á ferðinni og fleira, áður en ein-
hverjar ákvarðanir eru teknar. Þá
er það mjög mikilvægt að fá sem
mest af hrygingarfiski á hrygningar-
slóðina í vor,“ sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra. -S.dór
Dagpeningar ríkisins:
Hvati til ónauðsyn-
legra ferðalaga
- segir Ríkisendurskoðun
Þrír menn voru handteknir með látum í Austurstræti um miðjan dag í gær,
grunaðir um aðild að ávísanafölsun. Á myndinni eru lögreglumenn að taka
einn mannanna. Upphaf málsins var að einn þremenninganna reyndi að
leggja falsaða ávísun upp á 170 þúsund krónur inn á bók hjá Búnaðarbank-
anum í Austurstræti. Þegar upp komst um fölsunina hljóp maðurinn út og
upp í bíl fyrir utan bankann. Skömmu síðar sást sami bíll fyrir utan ÁTVR í
Austurstræti og var þá leitað til lögreglunnar sem lét til skarar skríða.
DV-mynd S
Ferðakostnaður ráðuneytanna
árið 1994 jókst um tæp 20% frá ár-
inu 1993 eða um 33,4 milljónir
króna. Alls nam kostnaðurinn 211
milljónum króna. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í skýrslu Rík-
isendurskoðun um endurskoðun
ríkisreiknings 1994. 'Ríkisendur-
skoðun telur brýna þörf á að endur-
skoða fyrirkomulag á greiðslu á
ferðakostnaði.
„Sumir fá bæði greidda dagpen-
inga og útlagðan kostnað skv. reikn-
ingi. Dagpeningar eru við þær að-
stæður aö hluta til launauppbót og
eru skattlagðir sem slíkir. Að mati
Ríkisendurskoðunar er slíkt fyrir-
komulag óeölilegt þar sem það gefur
ranga mynd af raunverulegum
ferða- og launakostnaði ráðuneyt-
anna, auk þess að geta hugsanlega
virkað sem hvati til ónauðsynlegra
ferðalaga," segir m.a. í skýrslunni.
-bjb