Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 4
4 fréttir
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JLlV
Stúlka sem var á leið heim til sín að næturlagi kærði bílstjóra:
Leigubílstjóri sýknaður
í kynferðisbrotamáli
- mið tekið af frásögn hans þrátt fyrir óstöðugan og ósannan framburð
Leigubílstjóri á fimmtugsaldri
hefur veriö sýknaður af sakargift-
um um að hafa notfært sér svefn-
drunga stúlku sem var farþegi hjá
honum, haft við hana samfarir og
þannig notfært sér ástand hennar
kynferðislega. Fjölskipaður dómur í
Héraðsdómi Reykjaness komst að
þeirri niðurstöðu að „ósennilegt"
hefði verið að samfarir mannsins
við stúlkuna hefðu verið án „viss
frumkvæðis" farþegans.
Stúlkan kærði verknaðinn klukk-
an hálfsjö að morgni laugardagsins
30. september siðastliðins. Hún var
þá komin í hús í Garðabæ þar sem
hún hafði verið fyrr um nóttina.
Stúlkan sagðist hafa yfirgefið húsið
um nóttina er hún ætlaði heim, sest
í framsæti í umrædds leigubíls og
sofnað ölvunarsvefni. Það næsta
sem hún myndi hefði verið að er
hún vaknaði hafi hún „setið“ og
verið í samförum við bílstjórann.
Báðum málsaðilum bar saman um
að þá heföi stúlkan sagt: „Hver ert
þú?“ og síðan hefði hún tekið mann-
inn kyrkingartaki og orðið ofsareið
er hún áttaði sig á kringumstæðum.
í kjölfar þessa ók bílstjórinn
stúlkunni á ný í Garðabæinn þar
sem hún tilkynnti um verknaðinn.
Er lögreglan hafði fyrst tal af mann-
inum neitaði hann að hafa haft sam-
farir við stúlkuna en viðurkenndi
slíkt hins vegar við aðra yfir-
heyrslu. Hann sagði stúlkuna hafa
„reynt við sig“ og hann síðan tekið
á móti.
Bílstjórinn viðurkenndi á hinn
bóginn að eftir á að hyggja væri
ljóst að hún hefði talið sig einhvern
annan karlmann eins og stúlkan
reyndar bar sjálf. Sum atriði í fram-
burði bílstjórans komu ekki heim
og saman við staðreyndir sem fram
komu viö rannsókn. Framburður
hans var því ekki taiinn stöðugur.
Niðurstaða hins fjölskipaða dóms
varð hins vegar sú að ósennilegt
væri að samfarir ákærða og kær-
anda heföu getað orðið með þeim
hætti sem bæði sögðu frá án þess að
ákveðnum athöfnum og frumkvæði
stúlkunnar heföi verið til að dreifa.
Einnig yrði ekki litið fram hjá því
að hún virtist hafa farið mannavillt.
Dómurinn vísaði jafnframt í
lagaákvæði um misneytingaraðferð
en í því felist að ótvírætt þurfi að
vera um það að ræða að einhver
„notfæri sér“ ástand brotaþola.
Svefnástandið dugi ekki eitt og sér
til sakfellingar.
-Ótt
Skýrsla Ríkisendurskoðunar:
Bókhald og
tekjuskráning
Flugmálastjórn-
argagnrýnt
- greiðslum ekki ráðstafað á rétta reikninga
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
ríkisreikning 1994 má lesa fjölmarg-
ar athugasemdir um rekstur og bók-
hald Flugmálastjórnar og Alþjóða-
flugþjónustunnar það ár. Tekju-
skráning er gagnrýnd, sem og eigna-
skráning, dráttur varð á afborgun-
um lána, tvö fjárdráttarmál komu
upp á árinu og greiðslum var ekki
ráðstafað á rétta reikninga.
Bókfærðar tekjur Flugmálastjóm-
areruuml milljarður króna á ári.
í skýrslunni er bent á nokkur atriði
sem taka þarf til athugunar í sam-
bandi við tekjuskráningu hjá stofn-
uninni. Ríkisendurskoðun telur
ríka ástæðu til að gefa tekjuskrán-
ingunni meiri gaum en gert hefur
verið til þessa sökum mikilla og
margbreytilegra tekna stofnunar-
innar.
Virkara innra eftirlit
„Sérstaklega virðist nauðsynlegt
að byggja upp virkara innra eftirlit
hjá stofnuninni sjálfri varðandi
tekjuskráninguna þannig að ganga
megi að því vísu að allar tekjur skili
sér að fullu. Þá er gerð athugasemd
við að lendingargjöld, flugvallagjöld
og eldsneytisskattur séu færð sem
sértekjur Flugmálastjómar. Hér er
um að ræða markaðar skatttekjur
sem ættu með réttu að færast með
öðram ríkissjóðstekjum," segir m.a.
í skýrslunni.
Rikisendurskoðun bendir á að við
endurskoðun í fyrra hafi komið í
ljós að talsvert var um að starfs-
mönnum væri lánað fé úr sjóði sem
gjaldkeri hefur undir höndum.
Þetta var gert með þeim hætti að
ávísunum var skipt fyrir peninga
en þær siðan ekki innleystar fyrr en
síðar. Ríkisendurskoðun bendir á
að slíkar fjárveitingar til starfs-
manna séu óheimilar en veruleg
umskipti til hins betra hafi orðið
hjá stofnuninni hvað þennan þátt
varðar.
Athugasemd var gerð við að
greiðslu upp á tæpar 47 milljónir,
sem barst frá Alþjóðaflugmálastofh-
uninni, hafði ekki verið ráðstafað á
reikning Alþjóðaflugþjónustunnar í
Seðlabankanum, eins og öðrum
greiðslum vegna þjónustu við al-
þjóðaflugið.
Þá gerir Ríkisendurskoðun at-
hugasemd við birgðahald þar sem
ekki var nógu gott eftirlit með að út-
tektarseðlar skiluðu sér í bókhaldið.
Nokkur dráttur hefur orðið á að
afborganir af lánum, sem og vextir,
sem tekin hafa veriö vegna ýmissa
fjárfestinga, væru greiddar á gjald-
daga. Hefur það leitt til þess að Al-
þjóðaflugþjónustan hefur orðið að
taka á sig vanskilakostnað. Ríkis-
endurskoðun telur að það eigi að
vera hægt að komast hjá slíkum út-
gjöldum. Nauðsynlegt sé að fulltr'ú-
ar Flugmálastjómar ræði þetta mál
við ríkisféhirði og fjármálaráðu-
neytið enda séu greiðslur af lánum
þessum fjármagnaðar í gegnum
bankareikning Alþjóðaflugþjónust-
unnar í Seðlabankanum. -bjb
Hún Steinunn Björk var á leið með afmælisblóm til kennarans í gær. Kennarinn heppni heitir Borghildur og kennir
við Vesturbæjarskólann. Dv-mynd GVA
Vita- og hafnamálastofnunin:
Ekki vaskur á reikningum verktaka
- samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar
Vita- og hafnamálastofnunin fær
nokkrar athugasemdir frá Ríkisend-
urskoðun vegna ríkisreikningsins
1994. Meðal þess sem er gagnrýnt er
að ákveðnir reikningar vegna verk-
takavinnu bára ekki að reiknaður
væri virðisaukaskattur af fjárhæð
þeirra. Ríkisendurskoðun hefur
beint þeim tilmælum til stofnunar-
innar að versla aðeins við aðila sem
eru meö skráða starfsemi og gefa út
reikninga sem uppfylla tilskildar
kröfur.
Bent var á að Vita- og hafnamála-
stofnunin þyrfti að marka skýrari
vinnureglur um reikningsviðskipti
og innheimtu útistandandi við-
skiptakrafna, m.a. að kveða á um
greiðslufrest krafna og til hvaða
innheimtuaðgerða eigi að grípa
komi til vanskila.
Bókhald stofnunarinnar er ekki
færi í sérstakt bókhaldskerfi á veg-
um ríkisins heldur í bókhaldskerf-
inu Stólpa. Ríkisendurskoðun gerir
athugasemd viö að engin skrifleg
lýsing var til á bókhaldi, þ.e. hvorki
á fjárhags- né rekstrarbókhaldi,
samanber lög um bókhald.
Heildstæð eignaskrá lá ekki fyrir
hjá stofnuninni. Ríkisendurskoðun
telur að úr þessu þurfi að bæta með
því að merkja eignir og skrásetja.
Vakin er athygli á að eignir sem
færðar era hjá þjónustumiðstöð
stofnunarinnar hafi ekki verið af-
skrifaðar eins og þó væri ætlast til
hjá stofhunum í B-hluta rikisreikn-
ings.
Ákveðið hefur verið að fækka
fjárlagaliðum sem snerta Vita- og
hafnamálastofnun úr fjórum í tvo.
Að mati Ríkisendurskoðunar heföi
mátt ganga lengra og hafa fjárlaga-
liðinn aðeins einn. -bjb