Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 J-lV „Áhugi minn á víkingum og vik- ingaöldinni kviknaði strax í barn- æsku. Afi minn var vanur að segja við okkur barnabörnin að fjölskyld an væri af víkingum komin. Ég velti því ekki fyrir mér hvað hann ætti við fyrr en skömmu áður en hann lést og lét þá verða af því að spyrja hann hvað hann hefði átt við. Afi sagði að afi sinn hefði alltaf sagt þetta. Dýpri merking væri ekki á bak við þessi orð en þetta var nóg til að vekja áhuga minn á þessu tíma- bili,“ segir Philip Andrew Burthem, 34 ára breskur víkingur, sem er staddur hér á landi í þriðja skiptið á innan við ári í víkingalegum er- indagjörðum, ef svo má að orði komast. Víkingalegt nafn Við fyrstu sýn er Philip Andrew lítt víkingalegur i útliti. Hann verð- ur seint talinn hávaxinn en sítt hár- ið setur sinn svip á hann. Þegar maður fer að ræða við hann og fræðist um lífsform hans og viðhorf þá einhvern veginn finnst manni ekki ólíklegt að víkingar hafi lifað eins og hann. Sjálfur gerir hann góðlátlegt grín að þessu áhugamáli sínu og atvinnu og segir að líklega sé ættarnafn hans, sem er saman- sett úr fornnorrænu og engilsax- nesku, það eina sem sé víkingalegt í fari hans en „Bur“ þýðir virki og „them“ þýðir hermaður. Philip Andrew kom hingað upp- haflega sl. vor til að aðstoða við uppsetningu víkingahátíðarinnar sem haldin var í Hafnarfirði fyrir ári. Góð kynni tókust með honum og Jóhannesi Bjarnasyni, eigarida Fjörukrárinnar og aðstandanda há- tíðarinnar. Fyrir tilstilli hans ákvað Philip að koma hingað aftur og kenna starfsfólki Jóhannesar að beita vopnum og berjast fyrir áhorf- endur. Ekki spillti það að hann kynntist hér ungri konu sem varð honum hvatning til að koma aftur og kanna ísland betur. Stofnandi Alþjóðlega víkingafálagsskaparins „Fyrir 11 eða 12 árum gekk ég í Víkingafélagið í London, sem var mjög ólíkt því sem sams konar félög eru i dag. Á seinustu árum hafa vík- ingafélög breyst í félagsskap manna sem vilja klæðast eins og talið er að víkingar hafi klæðst og lifa ein- hvern tíma á ári eins og talið er að víkingar lifðu - hittast, skemmta sér og eiga kaup saman. Ég var hins vegar rekinn úr Víkingafélaginu í London, þótt ég væri jarl, því hug- myndir mínar um hvemig stjórna ætti félaginu þóttu of lýðræðislegar - ég er jú einu sinni víkingur og þótti erfitt að játast undir stjórn ein- hverrar klíku. Ég stofnaði nýjan félagsskap áhugamanna um siði víkinga, Al- þjóðlega víkingafélagsskapinn, og sá félagsskapur er ráðandi á því svæði sem gamla félagið var starf- andi á. í félagsskapnum er líka að finna danska, þýska og hollenska víkinga. Reyndar hafa nokkrir ís- lendingar lýst yfir áhuga sínum að ganga í félagsskapinn og læra bar- dagalistir víkinga, sem við i Alþjóð- lega víkingafélagsskapnum höfum vakið upp að nýju. Ég vil kalla þann þátt starfsemi okkar „verklega forn- leifafræði" því við höfum verið að berja við hver annan í 10 ár til að læra hvernig rétt er að þvi farið.“ Á fullt erindi við nútímann Philip Andrew er sannfærður um að menning vikinga eigi fullt er- indi við nútímamanninn. Ef litið sé gjafi við kvikmyndir. Hann hefur þegar starfað við nokkrar kvik- myndir sem bardagamaður og þjálf- ari bardagamanna. Um er að ræða kvikmyndir þar sem slagsmála- og skylmingasenur skipa stóran sess, eins og í kvikmyndunum Higlander, Braveheart, svo einhverjar séu nefndar. Auk þessa vinnur Philip Andrew núna að því að skrifa kvikmynda- handrit. Um er að ræða spennusögu og er sögusviðið hernám Breta á ís- landi árið 1940. Hægt að drekka vatnið úr krananum Philip Andrew eyddi áramótun- um með unnustu sinni og fjölskyldu hennar hér. Hann segir að sú flug- eldasýning sem landsmenn settu á svið um áramótin hafi vakið að- dáun sína og jafnframt hvernig ís- lendingar skemmtu sér á þessum tímamótum. „Það er eins og allir séu staðráðn- ir í að skemmta sér saman - ungir jafnt sem aldnir. "Fjölskyldan er greinilega i hávegum höfð því börn eru að skemmta sér með ömmu sinni og afa en í Bretlandi er þetta svo til deyjandi hefð að öll fjölskyld- an hittist." Breski tuttugustu aldar víkingur- inn segir það hafa komið sér á óvart hve allt sé hreint og nútímalegt í Reýkjavík og mengunin lítil. Lík- lega eru einhverjir Reykvíkingar ósammála þessu sjónarmiði en Phil- ip Andrew segir að í samanburði við stórborgir erlendis sé þetta samt raunin. Ekkj þurfi heldur að fara langt til að komast út í guðsgræna náttúruna og vatnið sé drekkandi úr krananum sem er mjög sjaldgæft núorðið í heiminum. Tilvalið ferðamannaland „Kaffihúsamenning er mjög ein- kennandi fyrir Reykjavík og þessi menning er mjög eftirsóknarverð. Þegar ég hafði orð á þessu við fólk hérna þá hló það því mér skilst að margir íslendingar vilji komast héð- an. Ég sé hins vegar fyrir mér að hægt sé að markaðssetja þetta hreina land, með þessa kaffihúsa- og skemmtistaðamenningu, erlendis, ef menn hafa áhuga á, með einhverju átaki af hálfu ferðamálayfirvalda. Eini dragbíturinn er veðurfarið en það er margt sem vinnur það upp.“ Hann segir það leiðinlegt hve lít- ið íslendingar hafi háldið upp á minjar frá söguöld í gegnum tíðina, sérstaklega ef haft sé í huga hve slíkar minjar hafi mikið aðdráttar- afl á ferðamenn. Það veki þó alls ekki furðu sína hve minjarnar eru litlar. „Það er eins og það sé hefð fyrir því hér á landi að rífa niður hið gamla og byggja upp nýtt í staðinn. íslenskt samfélag hefur verið mjög hrjóstrugt í gegnum söguna og í slíku þjóðfélagi er ekki pláss fyrir viðkvæmni. Ef maður lítur með þessum augum á hlutina þá skilur maður af hverju þetta er svona. Menn urðu að horfa raunsæjum augum á hlutina og drífa þá áfram. Þetta er hins vegar leiðinlegt því mín skoðun er sú að maður eigi að grundvalla framtíðina á fortíðinni. Philip Andrew ætlar aðeins að dvelja hér um mánaðartíma og held- ur brátt utan. Sem sönnum víkingi sæmir ætlar hann að nema unnustu sína, Ingibjörgu, á brott með sér. Hann er þess þó fullviss að hingað komi hann aftur. Yfirleitt komi hann bara á hvern stað, sem ekki sé í alfaraleið, einu sinni en hingað hafi hann þegar komið þrisvar. Hann eigi enn eftir margt óséð hér á landi. -PP „Áhugi minn á víkingum og víkingaöldinni kviknaði strax í barnæsku," segir til dæmis á siðferðisgildi víkinga þá trúðu þeir á hollustu. Það kemur skýrt fram í íslendingasögunum, segir Philip Andrew, en setur þó fyrirvara við að öll mannvígin og hefndin eigi erindi í samtímann. Þá bendir hann á mikilvægi fjölskyld- unnar, sjálfsvirðinguna, menning- una, iðnmenntun og á vissan hátt eigi réttlætiskennd víkinga erindi við okkur þótt réttlætiskennd nú- tímamannsins grundvallist á ríkinu og kirkjunni. Hann segir þetta áhugamál líka hafa breytt miklu fyrir suma þá sem hafi tekið ástfóstri við það. „Ég þekki marga víkinga í Lund- únum sem höfðu aldrei lesið neitt áður en þeir gengu í þennan félags- skap. Þetta voru venjulegir verka- menn eða atvinnuleysingjar. Sumir þeirra gengu i félagið til að finna ástæðu fyrir stanslausum ferðalög- um, skylmingum og drykkjuskap. Eftir nokkra mánuði i félagsskapn- um höfðu þeir fundið sér áhugamál og voru farnir að ræða um muninn á „spangen-hjálmum" og „barbute- hjálmum" sem eru þekktir í sög- unni. Þótt þetta kunni að hljóma undar- lega og einhverjir hlæi að þessu þá hafa þessir menn fundið sér áhuga- mál og eru að ræða um hluti sem gefa þeim eitthvað.“ Sumir hlæja að þessu Philip segir misjafnt hvaða aug- um fólk líti þetta sérstæða áhuga- mál hans. Misjafnt sé hvort það sýni Fyrir tilstilli Jóhannesar Bjarnason- ar í Fjörukránni ákvað Phiiip að koma til íslands nú og kenna starfs- fólki hans að beita vopnum og berj- ast fyrir áhorfendur. Ekki spillti það að hann kynntist hér ungri konu á ferð sinni í sumar og önnur ferð hingað var því ekki umflúin. Philip Andrew Burthem. DV-myndir PÖK þvi skilning eða hlæi að því. Menn eins og Magnús Magnússon, sem Philip Andrew segist hafa hjálpað við fyrirlestrahald, sýni því mikinn áhuga. Svo sé líka um marga fleiri. „Sumir sjá ekki tilgang okkar í því að klæða okkur upp í fatnað sem við teljum vera frá víkingatím- anum en þetta er fyrst og fremst áhugamál, en á sumrin má segja að þetta efli sjálfsvitund mína og sé visst lífsform. Að auki þéna ég vel á því að selja víkingaskartgripi úr silfri og bronsi á víkingahátíðum yfir sumartímann. Hagnaðurinn kostar áhugamál mitt að fullu og skilar mér arði í aðra hönd. Það má því segja að ég fari í víking á minn máta og eigi viðskipti við aðra vík- inga. Munurinn á mér, tuttugustu aldar vikingnum, og vikingum fyrri tíma er sá að ég ferðast ekki á skipi heldur á eigin bíl eða flugvél ef svo ber undir. Þá fæ ég greitt fyrir að setja á svið bardaga. Það er einmitt það sem ég gerði fyrir vikingahátíð- ina hér og starfsbræður mínir fyrr á öldum gerðu líka á stundum." Þótt Alþjóðlega víkingafélagið og víkingastörf ýmiss konar sklpi stór- an sess í lífi Philips Andrews þá starfar hann líka sem listrænn ráð- gjafi við sjónvarpsþáttagerð og ljós- myndun en sjálfur stefnir hann að því að komast að sem listrænn ráð- er 20. aldar víkingur segir bardagamaðurinn Philip Andrew Burthem sem er hér nú í friðsamlegum erindagjörðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.