Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 17
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 17 * Innifalið I verði er skattar i Keflavík og Amsterdam, eins og þeir hafa verið uppgefnir í dag og sömuleiðis er verð þetta miðað við gengi NLG í dag. Þetta hvoru tveggja getur breyst verði gengisbreyting eða breytingar á sköttum. ftogjð_v_erð_iK með_h0)/ensfr " t fy. ''X ' íh KEFLAVIK Fra 3 jum til 30. september 1996 verbum vib meb tvö fiug í viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Flogið er frá Keflavík á mánudögum og miðvikudögum kl. 24:00 á miðnætti og lent kl. 5:00 í Amsterdam næsta dag. Flogið verður frá Amsterdam á mánudögum og miðvikudögum kl. 22:00 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 23:00. Þessir tímar eru áætlaðir og miðast við staðartíma. •Verb fyrir fullorðinn er ISK 24.870* •Verð fyrir 2-15 ára er ISK 22.500* •Börn undir tveggja ára aldri fá frítt Engin hámarksdvöl innan sölutímabils okkar, en bóka þarf flug fram og tilbaka á ákveönum flugdögum. Bókun er ekki fastmælum bundin, nema greitt hafi verið inn á pöntunina ISK 5.000 og eru þær óafturkræfar vilji farþegar breyta flugi eða hætta við flug. Fullnaðargreiðslur skulu berast minnst mánuði fyrir hverja brottför. Tekiö er á móti greiðslum í peningum eða krítarkortum, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, en raðgreiðslur eru í samræmi við kostnað hverju sinni. Ekki er hægt að kaupa annarar leiðar farmiða. í Amsterdam er lent á besta flugvelli í Evrópu, Schiphol. Um 220 áætlunarflug eru þaðan um allan heim. Allt er undir einu þaki og auðvelt að komast í næsta flug. Tengitími er um 50 mínútur. Á flugvellinum er einnig margháttuð þjónusta sem á fáa sína líka. í tengslum við flug okkar bjóðum við upp á tengiflug með þekktum flugfélögum, svo sem TRANSAVIA, KLM, MARTINAIR og NORTHWEST. Fjöldi annara flugfélaga munu taka þátt í því að tengjast flugi okkar til Amstérdam með fargjöldum sem eru mun hagkvæmari en þekkst hefur. Að sjálfsögðu getum við einnig útvegað bílaleigubíla, hótelgistingu, sumarbústáði og ferðir um alla Evrópu með jámbrautarlestum. AMSTERDAM Við væntum þess að með Frelsi í flugi og aðstoð sölumanna okkar hjá ISTRAVEL, verði auðveldara fyrir þig að skipuleggja utanlandsferðir þínar. ISTRAVEL Gnoðarvogi 44, Sími: 568 6255 FAX og sími: 568 8518.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.