Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 DV Ég vaknaði eftir mikið draumrugl þegar klukkan vakti mig eins og venjan er. Áður en ég fór fram úr leiddi ég hugann að öllu því sem ég þyrfti að gera þennan dag. Ég kveið svo sem ekk- ert mikið fyrir þessum degi enda hef ég oft séð það svartara. Eftir morgunverðinn fór ég í Laugardalslaugina eins og ég er vanur og tók mér góðan tíma enda átti ég að mæta i sjónvarpsupp- töku. Það var þátturinn Dagsljós, sem hafði boðað mig vegna Kirkju- garðsklúbbsins sem frumsýndur var 5. janúar við góðar undirtektir. Virðist manni að margir ætli að ganga i klúbbinn því að síminn stoppar ekki þótt talfærum hafi verið fjölgað. í Dagsljósi Sjónvarpstakan gekk vel en það var frekar þungt yfir sjónvarps- mönnum til að byrja með en það lagaðist nú strax þegar ég spurði hvort Jón Viöar Jónsson, leiklist- argagnrýnandi, yrði ekki örugg- lega viðstaddur upptökuna. Jón sá leikritiö á sunnudagskvöldið og átti að fjalla um það í Dagsljósi. Eins og menn muna hefur Jón Við- ar mikið verið í sviðsljósinu þar sem Þjóðleikhúsið óskaði ekki eft- ir nærveru hans á frumsýningu á Kirkjugarðsklúbbnum og sendi Bessi Bjarnason átti frí frá leikhúsinu þennan dag og gaf sér því tíma til að sinna hrossunum. DV-mynd GVA um vel í staðinn. í leiðinni náði ég mér í brauð sem ekki hafði selst í bakaríi og við köllum hestabrauð. Ég gat nú samt ekki setið á mér að narta í það líka. Ég var ekki einn í þessu því nafni minn, Bessi Bjarnason, 10 ára, hjálpaði mér við gjöfina og dró ekki af sér en hann er efnileg- ur hestamaður, að minnsta kosti góður hirðir, þó hann sé ekki hár í loftinu. Hrogn og lifur í matinn Ég átti frí þennan dag en mánu- dagskvöld eru einmitt frikvöld leikara. Ég var því feginn því að undanfarnar vikur hefur verið strangt æfingaprógramm hjá okk- ur í Kirkjugarðsklúbbnum þar sem skipt var um leikkonu á tíma- bilinu og þjálfa þurfti nýja. Þegar ég kom heim biðu mín glæný hrogn og lifur hjá eiginkonunni, Margréti Guðmundsdóttur, sem leikur reyndar með mér í Kirkju- garðsklúbbnum. Síðan beið ég eftir Dagsljósþættinum og horfði á hann. Þetta kvöld fór að mestu í sjónvarpsgláp. Ég fylgdist með um- ræðuþættinum með prestunum, fannst þeir allir samstiga og fannst vanta kröftugri mótherja, biskup Islands eða einhvern úr Langholt- inu. Klukkan var langt gengin í Dagur í lífi Bessa Bjarnasonar leikara: enga miða. Hann keypti hins vegar sjálfur miða á sunnudeginum og mætti á sýninguna. Ég kveið engu í sambandi við gagnrýni hans á þessu verki því ég veit að Jón Við- ar kann að njóta góðrar leiklistar sem nóg er af í þessari sýningu. Enda kom það á daginn að Jón vill flytja sýninguna upp á stóra sviðið sem ég á nú ekki von á að verði úr. Hestunum gefið Um hádegi var upptökum lokið og ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér að borða eða ekki. Vigtin er frekar óhagstæð eft- ir hátíðirnar svo ég ákvað að gera það ekki. Eftir hádegið fór ég hins vegar upp í hesthús og gaf hestun- eitt þegar ég fór loksins að sofa þennan dag. Þetta var því ágætis frídagur. -ELA Finnur þu fimm breytingar? 341 Viltu gjöra svo vel að stöðva hreyfilinn á meðan ég skrifa sektar- miðann. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Guðbjörg Rist 2. Pálmi Guðmundsson Bæjargili 73 Melasíðu 6 c 210 Garðabæ 603 Akureyri Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 341 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.