Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Qupperneq 28
32
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 UV
Móðir ungs fíkniefnaneytanda gagnrýnir steinrunnið kerfið og getuleysi yfirvalda:
útvarpsfréttir í þeirri von að það
væru engar fréttir af afbrotaung-
lingum eða slysum sem gætu átti
við son okkar. Þetta var óbærilegt
tímabil. Við gleymdum honum ekki
og fórum ekki að lifa okkar eigin lífi
eins og okkur hafði verið sagt að
gera heldur þvert á móti.“
Úrskurðaður í
gæsluvarðhald
í mars 1994 var sonur þeirra
handtekinn fyrir innbrot og fíkni-
efnaeign og úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 45 daga. A þeim tíma
sem liðið hafði frá því honum var
vísað að heiman hafði fíkniefna-
neysla hans breyst til muna. Ekki
var lengur einungis um hassneyslu
að ræða heldur var drengurinn orð-
inn að hörðum amfetamínneytanda
sem þurfti að fjármagna neyslu sína
og gat ekki verið án efnisins án þess
að kynnast fráhvarfseinkennum.
Það þurfti því ekki að koma á óvart
að sonur þeirra reyndi að brjótast
úr gæsluvarðhaldsvistinni með því
að brjóta hleðslugler í Síðumúla-
fangelsinu. Fyrir vikið var honum
refsað með tveggja vikna einangr-
un. Að auki fékk hann eins mánað-
ar dóm og 160 þúsund króna sekt.
„Honum hafði verið stungið inn í
fangelsið eftir að komið var að hon-
um og félögum hans við innbrot.
Hann var í hræðilegri amfetamín-
neyslu, var settur í Síðumúlafangel-
sið í „almenning" og ekkert sérstakt
eftilit haft með honum. Hann naut
alls engrar læknislegrar aðstoðar
eða aðhlynningar. Við teljum að
amfetamínneytandi sem er með frá-
hvarfseinkenni viti ekkert hvað
hann er að gera og eigi að vera í
strangri gæslu og undir lækniseftir-
liti. Við teljum jafnframt að starfs-
fólk fangelsisins hafi ekki brugðist
rétt við þegar hann var settrn- inn.
Auðvitaö átti sonur okkar að taka
út sína refsingu en það hefði átt að
standa öðruvísi að hlutunum."
Fangavörður
viðstaddur fæðingu
Þegar sonur hjónanna losnaði úr
gæsluvarðhaldi hélt hann áfram
uppteknum hætti: Amfetaminneysla
með sömu vandkvæðum að verða
sér úti um efni. Hann hlaut þriggja
mánaða dóm fyrir innbrotin og
fikniefnaneyslu og afplánaði það
sem hann átti eftir óafþlánað af
dómnum í september 1994 i Hegn-
ingarhúsinu við Skólavörðustíg.
Foreldrarnir reyndu, með samþykki
sonar síns, að fá leyfi fyrir því að
hann afplánaði hluta af dómnum í
afvötnun en sökum þess hve stuttur
dómurinn var þá var það ekki hægt.
Á þessum tíma átti unnusta pilts-
ins von á barni og átti hann rétt á
að vera viðstaddur fæðinguna.
„Daginn áður en hann átti að
losna út, í nóvembermánuði, átti
unnusta hans að eiga. í stað þess að
sleppa honum út degi fyrr vegna
góðrar hegðunar eða einhvers ann-
ars þá var fangavörður sendur með
honum á fæðingardeildina. Maður
„í tilraunum okkar til að ná fram
einhverjum breytingum á kerfinu
líkir sonur okkar okkur við Don
Quixote sem eftir 16. aldar sögu
spænska skáldsins Cervantes barð-
ist jú við vindmyllur. Oft líður mér
þannig en ég get ekki látið hjá líða
að skora á þingmenn að byrja nýtt
þing á að gera eitthvað í málefnum
ungra fikniefnaneytenda. Hvað sem
þeir hafa unnið sér til sakar þá eru
þeir fólk eins og við. Undanfarið
höfum við mátt lesa minningar-
greinar í fjölmiðlum um tvo unga
pilta sem hafa látist eftir flkniefna-
neyslu. Ég græt við að lesa þær því
ég mátti eiga von á því að standa í
sporum foreldra þessara drengja
fyrir stuttu. Ég trúi því ekki að
menn daufheyrist við áminningar
eins og þessar," segir móðir tvítugs
piits sem aðeins 16 ára leiddist út í
fíkniefnaneyslu og afbrot því sam-
fara og afplánar nú fangelsisdóm
vegna afbrota sinna.
Móðirin féllst á segja DV sögu
sína og sonar síns en hún hefur
reynt að fá fram breytingar á þeim
venjum sem viðgangast í meðferð
mála ungra afbrotamanna eftir að
hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu
eins og hún orðar það. Nú er sonur
hennar að ljúka afplánun dóms síns
og hefur lifað án fíkniefna í rúmlega
ár. Hann á ársgamla dóttur og er í
námi samhliða afplánun sinni.
Fyrirmyndarunglingur
„Við vildum ekki trúa því í fyrstu
að sonur okkar væri farinn að
reykja hass því hann reykti ekki
einu sinni sígarettur. Ég man að
stuttu áður en við uppgötvuðum
þetta þá heyrði ég fréttir í útvarp-
inu um einhver fikniefnamál og ég
hugsaði meö sjálfri mér hvað ég
væri heppin að þekkja engan sem
notaði fíkniefni. Áður en langt um
leið reyndist raunin önnur. Við
höfðum að sjálfsögðu tekið eftir
breytingu í fari sonar okkar en svo
fundum við áhöld og pípu í fórum
hans og það varð ekki fram hjá því
litiö að sonur okkar var farinn að
reykja hass.
Þessi neysla hans jókst frá mán-
uði til mánaðar og við buðumst til
að hjálpa honum í að leita sér að-
stoðar sem hann neitaði stöðugt að
þiggja. Við ákváðum þá að leita að-
stoðar að honum forspurðum og
höfðum ítrekað samband við lækna
á Vogi og Landspítaianum. Alls
staðar var sama svariö aö fá. Ekkert
væri hægt að gera nema hann vildi
sjálfur gera eitthvað jákvætt í sín-
um málum. Eina ráðið fengum við
frá Tindum og það var að reka hann
út á götuna fyrst hann vildi ekki
koma í meðferð sjálfviljugur. Mán-
uðum saman neituðum við að trúa
því að þetta væri lausnin en þar eð
engir gátu gefið okkur önnur svör
gripum við til þessa ráðs.“
„Undanfarið höfum við mátt lesa minningargreinar í fjölmiðlum um tvo unga pilta sem hafa látist eftir fíkniefna-
neyslu. Ég græt við að lesa þær því ég mátti eiga von á því að standa í sporum foreldra þessara drengja fyrir stuttu.
Ég trúi því ekki að menn daufheyrist við áminningar eins og þessar," segir móðir tvítugs pilts sem aðeins 16 ára
leiddist út í fíkniefnaneyslu og afbrot því samfara og afplánar nú fangelsisdóm vegna þeirra.
ustu martröð."
„Við höfðum að sjálfsögðu afskap-
lega miklar áhyggjur af því hvar
hann kynni að vera niðurkominn.
Hann kynntist fljótlega sprautufíkli
sem bauð honum aö sofa í bflnum
sínum en sá þurfti efni, eins og til
dæmis amfetamín eða annað verra,
til þess að halda sér gangandi, efni
sem kosta tugi þúsunda króna.
Sprautufíkillinn, maður sem er
nokkru eldri en sonur okkar, hafði
verið í harðri neyslu í tíu ár. Nú
hófst innbrotafaraldur með honum
en til þessa hafði sonur okkar hald-
ið sig frá innbrotum." „Ég, maður-
inn minn og börnin okkar áttum
mjög erfitt eftir að við höfðum vísað
honum á dyr. Manni hættir ekki að
þykja vænt um barnið sitt aUt í einu
þótt það fari að neyta fíkniefna. Ég
var vaknandi upp á nóttunni, þótt-
ist heyra að einhver væri að hringja
dyrabjöUunni og fór tfl dyra og von-
aði að þetta væri sonur okkar við
útidyrnar að koma heim en auðvit-
að var þetta bara óskhyggja, það var
aldrei neinn við útidyrnar.
Það fyrsta sem maður gerði til
dæmis á morgnana var að hlusta á
Lífið hreinasta martröð
Sonur hjónanna var 17 ára þegar
þetta átti sér stað og segja þau að
kaflaskipti hafi orðið í lifí sínu við
þetta. „Líf okkar breyttist ekki tfl
batnaðar heldur varð það að hrein-
„Ég man að stuttu áður en við uppgötvuðum þetta heyrði ég fréttir í útvarpinu um einhver fíkniefnamál og ég hugs-
aði með sjálfri mér hvað ég væri heppin að þekkja engan sem notaði fíkniefni. Áður en langt um leið reyndist raun-
in önnur.“
Sonur okkar líkir
okkur við Don Quixote