Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, faX: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
r
Afengisraunir Rússlands
Tilraun til hallarbyltingar var gerð í Sovétríkjunum á
valdaskeiði Gorbatsjovs. Hann var settur í stofufangelsi
við Svartahafið og afturhvarfssinnaðir byltingarstjórar
settust að sumbli. Herinn brást þeim og stakk þeim
dauðadrukknum í fangelsi, en Jeltsín komst til valda.
Drykkjuskapur hefur löngum verið þjóðarböl Rússa.
Vesturlandamenn, þar á meðal íslendingar, sem verið
hafa í viðskiptaerindum í Moskvu, segja tröllasögur af
óhóflegri áfengisneyzlu, sem gjarna hefst strax að
morgni dags og truflar dómgreind manna við samninga-
gerð.
Gorbatsjov reyndi að hamla gegn ölæðinu með því að
takmarka sölu brennivíns. Hann bakaði sér óvinsældir
róna á hæstu og lægstu stöðum, enda er talið, að hann
eigi enga möguleika, ef hann býður sig fram til forseta,
þegar kjörtímabili Jeltsíns lýkur í sumar.
Andstaða við fyllirí hefur raunar víðar dregið úr pólit-
ískum frama manna. Þekktur íslenzkur stjórnmálamað-
ur hraktist fyrir nokkrum árum úr stóli forsætisráð-
herra af því að „hann vildi ekki drekka með strákunum“,
eins og kona eins ráðherrans orðaði það.
Ástandið á íslandi er þó margfalt betra en í Rússlandi.
Hér hefur hetjudýrkun rónans aldrei náð þeirri ýktu
mynd, sem sést hjá valdamönnum í Rússlandi. Hér
hvolfa menn ekki í sig úr heilum brennivínsglösum í
einu og eru yfirleitt ekki að drekka á vinnutíma.
Sendiherra Rússlands á íslandi hefur fengið íslenzka
utanríkisráðuneytið til að tuða út af leiðurum í DV, þar
sem látið var í ljós álit á augljósri ofdrykkju Rússlands-
forseta. Nær væri fyrir sendiherrann að útvega íslenzka
aðstoð við að kenna Rússum að hætta að drekka.
Eins og Bandaríkjamenn hafa íslendingar náð góðum
árangri við að þurrka róna og koma þeim aftur til at-
hafna og álits í þjóðfélaginu. Sennilega er árangurinn
betri á íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem aðferðimar
urðu til. Rússar geta margt af okkur lært í þessu efni.
Raunar ætti þurrkun róna að geta orðið margfalt meiri
útflutningsgrein af hálfu íslands en hún er núna. Það
dylst engum íslendingi, sem gengur um götur Kaup-
mannahafnar og London, að ótrúlega margir eru þar rún-
um ristir af völdum langvinns bjórþambs.
Eðlismunur er á drykkjuskap rússneskra og vest-
rænna róna. Á Vesturlöndum er drykkjan aðallega stun-
duð undir yfírskini félagslífs og lýtur ýmsum hamlandi
lögmálum á borð við að drekka ekki fyrr en eftir vinnu,
ekki eftir kvöldmat og mest létt með mat.
Mesti munurinn felst í, að á Vesturlöndum er talið við
hæfl, að róninn haldi haus og sé viðmælandi. íslenzkir
fyrirmenn hafa tamið sér svipaðar siðareglur, þótt al-
múginn veltist um á svonefhdum skemmtistöðum. En í
Rússlandi sést vín greinilega á háum sem lágum.
Þetta er ekki fagurfræðilegt áhyggjuefni, heldur fýrst
og fremst stórpólitískt. Það er alvarlegt, að stjórnsýsla
Rússlands skuli fljóta í brennivíni. Það er áhyggjuefni,
að þar taka valdamenn ákvarðanir í annarlegu ástandi,
svo sem skýrt sést í sjónvarpi á Rússlandsforseta.
Efnahagshnignun Rússlands á síðustu árum tengist
drykkjuskap og röngum ákvörðunum, sem teknar eru á
fylliríi. Þannig hefur forsetinn hrakið burt alla umbóta-
menn og látið afturhvarfsmenn fylla stöður þeirra. Og
ríkið er orðið ótraust í erlendum samskiptum.
Afleiðingar stórkarlalegra drykkjusiða í Rússlandi eru
orðnar að ijölmiðlaefni víðar en á íslandi og munu verða
það áfram, unz rússneska yfirstéttin tekur sér tak.
Jónas Kristjánsson
Lengi vel var það svo að menn virtust halda að tölvuvæðing í bönkum myndi ekki leiða til fækkunar á starfs-
fólki.
Atvinna íslensks
bankafólks
í frétt sem birtist í Morgunblað-
inu kom fram að starfsfólki hefur
fækkað í bönkum í Finnlandi um
50% á 6 ára tímabili. Ástæðurnar
fyrir þessu eru meðal annars sam-
eining stórra banka og hagnýting
upplýsingatækni sem opnað hefur
möguleika á að auka framleiðni til
mikilla muna.
Lengi vel var það svo að menn
virtust halda að tölvuvæðing í
bönkum myndi ekki leiða til fækk-
unar á starfsfólki. Og langan tima
tók að byggja upp og þróa þau
kerfi sem nú hafa gert hluta af
starfsfólkinu óþarfan. Á meðan
fjölgaði í bönkunum. Um leið óx
tilkostnaður. Þetta var túlkað af
mörgum með þeirri furðulegu ein-
feldni að ekkert þyrfti að óttast.
Aðrir gagnrýndu fjáraustur í
tækni sem virtist ekki skila arði.
Þegar þróunin var á hinn bóg-
inn komin vel á veg var unnt að
fara að hagræða og láta færra fólk
vinna störfm. Eftir þetta gerðust
hlutimir hratt. Værukærð þeirra
sem sofnuðu á verðinum meðan
tæknin svipti burtu grundvellin-
um undan störfum þeirra reyndist
því dýrkeypt. Og gagnrýni þeirra
sem töldu að tölvuvæöingin skil-
aði ekki nægum árangri þagnaði.
Hún var byggð á sandi eins og
Ijóst má vera.
Hvað gerist hér á landi?
Fróðir menn segja mér að búast
megi við svipaðri þróun hér á
landi. Sú staðhæfing hefur heyrst
að allt að þriðjungur íslensks
bankafólks geti misst vinnuna fyr-
ir aldamót. Ef þetta er rétt þá eru
um það bil eitt þúsund störf í upp-
námi.
Full ástæða er því fyrir banka-
fólk að vera á varðbergi og fara
strax að huga að þeim breytingum
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
sem fram undan eru. Mér segir
svo hugur um að enn sem komið
er séu þeir fáir sem hafa gert
þetta. Ef þetta er raunin munu
margir lenda miklum erfiðleikum
þegar til samdráttar kemur.
Vilji menn mennta sig til nýrra
starfa er ljóst að slíkt er tímafrekt.
Á því verður ekki tekið að gagni
þegar til samdráttar er komið. Og
ekki dugar að treysta á það að
vinna við hæfi verði í boði fyrir
allt það fólk sem hefur sérhæft sig
við bankastörf.
Þjálfun fyrir nýjan
starfsvettvang
Enn sem komið er er þjálfim til
þess að skipta um starfsvettvang
ekki sinnt nægilega hér á landi.
Mest af því fé sem ætlað er til
starfsmenntunar er bundið við
það eitt að gera fólk hæfara á eig-
in starfs- og fagsviðum. Það sama
má segja um allt skipulag starfs-
menntunar. Þessu þarf að breyta.
Auka verður til muna áhersluna á
starfsmenntun til að takast á við
breytingar og gera fólki fært að
skipta um starfsvettvang.
Innlendar hliðstæður
Áður en til samdráttar kom í
byggingariðnaði hér á landi var
um árabil búið að vera Ijóst að til
slíks drægi. Samt var ekki brugð-
ist við þessari staðreynd að gagni,
hvorki af einstaklingum né fyrir-
tækjum. Það sama má segja um
samdrátt og breytingar í landbún-
aði. Við brögð til aðlögunar komu
allt of seint.
Enn gefst samtökum banka-
manna og einstaklingum í þeirra
hópi nokkur timi til að bregðast
við þeim breytingum sem fram
undan eru. Kominn er tími til þess
að hefjast handa af verulegum
krafti við þetta verk.
Jón Erlendsson
Sú staðhæfing hefur heyrst að allt að
þriðjungur íslensks bankafólks geti misst
vinnuna fyrir aldamót. Ef þetta er rétt þá
eru um það bil eitt þúsund störf í upp-
námi.
Skoðanir annarra
Algjör viðsnúningur
„Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
gerir ráð fyrir 500 milljóna króna halla á næsta ári.
Það er alveg sama hvaða mælistikur menn viija
leggja á slíka niðurstöðutölu, það er verið að tala um
algjöran viðsnúning i fjármálum þessa stærsta sveit-
arfélags landsins og hér er um að ræða minnsta
halla á borgarsjóði á þessum áratug. Borgarstjóri
hefur skýrt þessa ánægjulegu breytingu með því að
tekist hafi að stöðva sjálfvirka útgjaldaaukningu
milli ára með aðhaldi og sparnaði á öllum sviðum."
Úr forystugrein Tímans 20. janúar.
Biðlistar
„Ef til þess kemur, að beita þurfi forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustunni í framtíðinni, þá á að for-
gangsraða verkefnum en ekki einstökum sjúkling-
um. En fyrst og fremst verður það að vera alger for-
gangskrafa, að þjónusta hins opinbera heilbrigði-
skerfis sé jafn aðgengileg fyrir alla þegna þjóðfélags-
ins, að þar verði ekki forgangsraðað eftir efnahag.“
Guðmundur Helgi Þórðarson í Mbl. 20. janúar.
Kirkjan í upphæðum
„Það er mín skoðun að þótt stjórnarskrárverndin
sé afnumin og hin beinu ríkisframlög einnig þá geti
lútersk-evangelíska kirkjan áfram verið yfirburða
trúfélag á íslandi. Til að halda uppi safnaðarstarfi og
launa prestum eiga sóknargjöldin að duga og vel það
og væri sök sér ef þau hækkuðu enn eitthvað í nafni
raunverulegs trúfrelsis. Frá 1985 hefur þjóðkirkjan
fengið um einn milljarð króna á ári i sóknargjöldum.
Hingað til hafa sóknirnar nær undantekningarlaust
farið þjösnalega með það fé.“
Friðrik Þór Guðmundsson í Mbl. 20. janúar.