Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
Uppkaup netalagna í Hvítá í Borgarfirði í hættu:
Hnútur kominn á samninga fyrir næsta sumar
„Enda þótt landeigendur séu
formlegir samningsaðilar í þessu
- svo gæti farið að netaveiðin hæfist aftur
máli þá erum það við, leigutakarnir,
sem borgum. Okkur þykir hlutur
NiÐURSTAÐA
Hvort viltu karl eða
konu sem forseta?
MMHj
,r ö d d
FOLKSINS
904-160u
59%
Kona
Þverár í greiðslum fyrir upptöku
laxaneta í Hvítá, of hár miðað við
hvað hún hefur fært okkur í auk-
inni laxagengd. Það eru Norðurá og
Gljúfurá sem hafa mestan ávinning
haft af upptöku netanna. Það er deg-
inum ljósara að upptaka laxanet-
anna er verulegur ávinningur fyrir
allt vatnasvæðið en það er ekki
sama hvað það kostar,“ sagði Jón
Ingvarsson, forsvarsmaður leigu-
taka Þverár í Borgarfirði, í samtali
við DV.
Leigutakar borgfirsku laxveið-
iánna hafa greitt þeim bændum sem
rétt eiga á netaveiði í Hvítá 12,2
milljónir á ári fyrir að leggja ekki
laxanet. Af þessari upphæð hafa
leigjendur Þverár greitt 34,7 pró-
sent, Norðurár 27,3 prósent og
Grímsár 23,4 prósent. Leigjendur
minni ánna skipta svo hinu á milli
sín.
Kristján Axelsson, bóndi í Bakka-
koti, er talsmaður netabænda. Hann
segir að það sé rétt að hlutur Þver-
ár og Grímsár hafi ekki orðið jafn-
mikill hvað laxagengd varðar og
hlutur Norðurár og Gljúfurár við
upptöku netanna. Hann segir að ef
til vill þurfi aö endurskoða skipting-
una.
„Ég vona að þetta leysist nú fyrir
komandi sumar en hver framtíöin
verður er óráðnara. Við vorum
komnir af stað með að gera ótíma-
bundinn samning, sem þyrfti að
segja upp með árs fyrirvara, en
framlengdist frá ári til árs ef honum
væri ekki sagt upp. Ég sé ekki að
það muni fara í gegn núna en ef til
vill einhver samningur fyrir næsta
sumar,“ sagði Kristján í samtali við
DV.
Hann var spurður hvort hætta
væri á að netin færu aftur niöur í
vor?
„Þegar ég fór af fundi á mánudag-
inn sá ég ekki annað í stöðunni en
að netabændur myndu hætta við
allt saman og leggja netin aftur í
vor.
En svo hef ég aðeins heyrt í
mönnum í dag og er nú að vonast til
að leiðir finnist til lausnar deilunni.
Hitt er ljóst að netabændur taka
ekki á sig neina skerðingu á
greiðslu fyrir upptöku netanna. Þeir
setja þau þá bara niður aftur ef ekki
takast samningar," sagði Kristján
Axelsson.
-S.dór
Fréttir
Skrautlegur ferill Ragnars Jónssonar, tónlistarkennara, organista og forsetaframbjóðanda:
Sakaður um að nýta sér
stolna mynd á styrktarkort
- segist hafa fengið myndina að gjöf - hefur „flækst“ í mörg mál víða um land
Ragnar Jónsson, forsetaframbjóð-
andi og organisti, á að baki skraut-
legan feril og virðist hafa komist
upp á kant við heimamenn hvar
sem hann hefur verið við kennslu
eða önnur störf úti á landi. í Reyk-
hólaveit flæktist hann inn í „mörg
leiðindamál“ eins og heimamenn
orða það. Hann er sakaður um stuld
á listaverkum, undarlega framkomu
í kennslu og á Þórshöfn bíður hans
ólokið mál vegna brotthvarfs á bif-
reið frá hreppnum.
Umdeild mynd eftir Mugg
„Ég hef ráðið mér lögmann til að
annast málið fyrir mig. Ég á þessa
mynd og þrjár aðrar sem Ragnar
Jónsson stal af mér. Ég hef vitni
sem geta sannað mitt mál og síst af
öllu hef ég gefið honum myndina,"
segir Svava Þórólfsdóttir í Króks-
fjarðarnesi en hún hefur undanfar-
in ár átt í deilu við Ragnar Jónsson,
organista og forsetaframbjóðanda,
um teikningar eftir listamanninn
Guðmund Thorsteinsson - Mugg.
Eina þessara mynda notaði Ragn-
ar á jólakort sem hann gaf út nú fyr-
ir jólin og seldi til styrktar þeim
sem lentu i hörmungum snjóflóðs-
ins á Flateyri. Á forsíðu kortsins er
frumteikning Muggs af myndinni
„Kristur læknar sjúka“ en málverk
eftir teikningunni er á altaristöflu
Bessastaðakirkju. Kortið var gefið
út í 4000 eintökum.
Svava segir að hún hafi falið gall-
eríi i Reykjavík að geyma myndina
eftir að hún keypti hana. Ragnar
var á þessum tíma tónlistarkennari
á Reykhólum og var trúnaðarvinur
Svövu eftir því sem hún segir. Hún
sakar Ragnar um að hafa fengið
myndina úr geymslunni með því að
segjast vera að ná í hana fyrir rétt-
an eiganda.
Gjöf en ekki þjófnaður
Ragnar Jónsson sagði í samtali
við DV að hann hefði fengið um-
rædda mynd að gjöf en vildi ekki
segja frá hverjum. Hann sagði þó aö
„komiö hefði til orðræðna milli sín
og Svövu“ um eignarhald á mynd-
inni.
„Það er alveg á hreinu að ég á
þessa mynd og ég er búinn að gera
grein fyrir hvernig ég eignaðist
hana. Ef Svava heldur einhverju
öðru fram þá er það bara skáldskap-
ur. Gjöf er gjöf,“ sagði Ragnar.
„Það eru ósannindi ef hann held-
ur því fram aö ég hafi gefið honum
myndina. Ragnar sveik sig hins veg-
ar inn á mig. Ég varð fyrir missi og
Kortið umdeilda með myndinni eftir Guðmund Thorsteinsson - Mugg. Ragnar er sakaður um að hafa tekið myndina
ófrjálsri hendi.
Ragnar Jónsson, tónlistarkennari,
organisti og forsetaframbjóðandi,
hefur vtða komið við á ferli sínum
við tónlistarkennslu. DV-mynd Rasi
sorg, hann fékk mig tU að læra hjá
sér og við urðum vinir. Ég trúði
honum og treysti en hann sveik það
allt saman," segir Svava.
Deilan um myndina hefur borist
til sýslumannsembættisins á Pat-
reksfirði. Þórólfur Halldórsson
sýslumaður sagði við DV að málið
væri þar til meðferðar enda hefðu
komið fram ásakanir um þjófnað.
Rannsókn væri hins vegar ekki lok-
iö.
Ragnar Jónsson hefur greitt út
100 þúsund krónur af söfnunarfénu
sem fékkst fyrir kortið. Hann sagði
í gær að uppgjöri vegna þess væri
ekki lokið.
„Þetta var mitt einkaframtak og á
mína ábyrgð. Ég þarf ekki að gera
grein fyrir uppgjörinu en.ef þess
verður óskað er það ekkert mál,“
sagði Ragnar.
Rekinn frá Reykhólum
Ragnar hefur verið tónlistarkenn-
ari víöa um land. Hann var við
kennslu á Reykhólum frá haustinu
1992 og fram til ársins 1993. Þá var
hann rekinn úr starfi. Stefán Magn-
ússon, þáverandi oddviti Reykhóla-
hrepps, staðfesti í samtali við DV að
hann heföi rekið Ragnar vegna „ým-
issa mála“ en vildi ekki greina frá
hver þau voru.
Viðskipti Ragnars og Svövu Þór-
ólfsdóttur voru eitt þessara mála en
einnig hefur DV öruggar heimildir
fyrir því að störf Ragnars hafi verið
tekin upp hjá barnaverndarnefnd
hreppsins án þess þó að hann væri
kærður.
Hljómsveitin Box
Áöur en Ragnar réðst til starfa í
Reykhólasveit var hann tónlistar-
kennari á Tálknafirði og Bíldudal.
Haustið 1991 kenndi hann á báðum
stöðum en eftir áramótin á Tálkna-
firði. „Hann var ekki ráðinn aftur,"
var það eina sem Brynjólfur Gísla-
son, sveitarstjóri á Tálknafirði, vOdi
segja um starfslok Ragnars á Tálkna-
firði.
Vegna verunnar þar vestra
spannst dómsmál vegna uppgjörs eft-
ir spilamennsku á áramótadansleik
fyrir iþróttafélagið Hörð á Patreks-
firði. Þrír félagar Ragnars í hljóm-
sveit, sem kölluð var Box, kærðu
hann fyrir að hafa tekið út greiðsl-
una fyrir dansleikinn frá íþróttafé-
laginu en ekki greitt þeim sinn hlut.
Málinu lauk svo að Ragnar var
sýknaður af að hafa svikið pening-
ana út úr íþróttafélaginu en hann
hefur enn ekki staðið hljómsveitarfé-
lögunum skil á þeirra hlut. Einn
þeirra sagði í samtali við DV að
ákveðiö hefði verið að láta málið nið-
ur falla vegna þess að ekki hefði
svarað kostnaði að halda mála-
rekstri áfram.
Lögreglumál á Þórshöfn
Lögreglan í Þingeyjarsýslum
vinnur nú að rannsókn kæru Þórs-
hafnarhrepps á hendur Ragnari
vegna þess að hann á í sumar að
hafa tekið traustataki bifreið í eigu
hreppsins, ekið henni út fyrir þorpið
og skemmt. Hefur hreppurinn lagt
fram skaðabótakröfu vegna
skemmda á bílnum. Ragnar vann
siðasta sumar sem handlangari hjá
verktaka við múrverk á Þórshöfn.
Þröstur Brynjólfsson, yfirlögreglu-
þjónn á Húsavík, segir að rannsókn
málsins á Þórshöfn sé ekki lokið.
Ragnar þræti fyrir að hafa tekið bif-
reiðina en málið verði senn sent rík-
issaksóknara tO umsagnar. -GK
Stuttar fréttir
Farin aö ræða saman?
Jón Baldvin Hannibalsson og
Jóhanna Sigurðardóttir áttu
saman fyrstu viðræður um sam-
einingu Þjóðvaka og Alþýðu-
flokks í gær, skv. Alþýðublaði.
Biskup úrskurðar
Biskup hefur gefið sóknar-
presti og organista í Langholts-
kirkju viku tO að skfia greinar-
gerð. Biskup úrskurðar síðan í
málinu, að sögn Útvarps.
Borga lægstu skattana
íbúar í Garðabæ og á Seltjarn-
arnesi greiða lægstu skattana til
sveitarfélagsins í landinu. Fjórir
kaupstaðir leggja á 8,4% útsvar.
Viðskiptablaðið greindi frá.
Rækja færir hagnað
Hagnaður er af sjávarútvegi í
heild og stafar hann af góðri af-
komu í veiðum og vinnslu á
rækju og loðnu. RÚV sagði frá.
Flogið beint til Kanada
Kanadískt flugfélag fær leyfi
tO að selja flugmiða tíl Kanada.
Daglegt flug byrjar í vor. Flogið
verður til Vancouver, Calgary
og Winnipeg. RÚV greindi frá.
Landsfundi frestað?
Landsfundi Sjálfstæðisflokks
verður hugsanlega frestað til
hausts. Framkvæmdastjórn á að
leggja fram tiOögu í febrúar, að
sögn Útvarps.
Samið við
röntgentækna
Röntgentæknar og stjórnend-
ur Ríkisspítala hafa skrifað und-
ir samning. Röntgentæknar
vinna 15 yfirvinnutíma. Vakta-
kerfi verður tekið upp.
-GHS