Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 13 Spara 15 milljónir • ábyrgjast milljarð! Viö umfjöllun fjárlaga ársins 1996 varð mikil og hörö glíma um forgangsröðun, eins og reyndar jafnan endranær. Þar tókust menn á um ýmsa þætti, einkum í heil- brigðis-, trygginga- og félagsmál- um. Eitt einstakt mál stóð þó upp úr sem afmarkað og glöggt dæmi um forgangsröðun, áherslur og vilja. Það var glíman um bótagreiðslur til þolenda afbrota samkvæmt lög- um, sem taka áttu gildi um síðustu áramót. Frumvarp þessa efnis varð að lögum rétt fyrir síðustu kosningar með samþykki allra, sem þátt tóku í afgreiðslu málsins. Þar með var náð mikilvægum áfanga í barátt- unni fyrir bættri meðferð þolenda ofbeldis, þar sem ríkið ábyrgðist greiðslu bóta og tók að sér að inn- heimta þær hjá hinum brotlegu. Raun á raun ofan Flestum brotaþolum reynist erfitt að sækja bætur í greipar þeirra, sem tjóninu valda. Einkum eru þolendur nauðgunar eða ann- ars kynferðislegs ofbeldis i erfiðri stöðu að reyna að innheimta bæt- ur fyrir miska, sem af slíkum verknaði hlýst. Það er í sannleika óhugsandi að bæta þeirri raun ofan á óhugnanlega reynslu af glæpnum og afleiðingum hans. Með einróma samþykkt þessara umbóta fengu þolendur ofbeldis- brota þau mikilvægu skilaboð, að samfélaginu væri ekki sama um örlög þeirra. Margra ára barátta ýmissa kvennasamtaka virtist í höfn. í kosningabaráttunni töluðu sumir stjórnarliðar um mikla rétt- arbót og þökkuðu sér verkið. Og þeir fengu þakkir. Mörgum brá því illa í brún, þeg- ar ljóst var, að ekki var gert ráð fyrir greiðslum vegna laga þessara í frumvarpi til fjárlaga 1996 og þar með boðuð tillaga ríkisstjórnar- innar um frestun gildistöku þeirra um eitt ár. Jafnframt átti aftur- virkni þeirra að færast til um eitt ár, og um leið voru þeir sviptir voninni, sem þegar höfðu fengið úrskurðaðar bætur vegna brota, Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans sem framin höfðu verið á árinu 1993. Afsláttur af ofbeldi Hörð viðbrögð utan sem innan þings leiddu til nýrra tillagna rík- isstjórnarinnar um frestun gild- istökunnar um hálft ár í stað eins. En jafnframt voru lagðar til breyt- ingar á bótafjárhæðum, sem leitt hefðu til stórfelldrar lækkunar frá því lögin voru samþykkt í mars sl. Hámark bóta vegna líkamstjóns hefði t.d. samkvæmt því lækkað úr 5 milljónum króna í 2,5, miska- bætur hefðu lækkað úr einni millj- ón í 400 þúsund og hámark bóta vegna missis framfæranda hefði lækkað úr 3 milljónum í 750 þús- und kr. Sem sagt dálaglegur af- sláttur af ofbeldinu. Útilokað var að sætta sig við þá niðurstöðu, og var unnið að því vikum saman með öllum ráðum að fá meirihlut- ann til að hætta við þessi áform. Endirinn varð sá, að hámark miskabóta var ákveðið 600 þúsund kr. og hámark bóta vegna missis framfæranda 2,5 millj. kr. Og lögin taka ekki gildi fyrr en 1. júlí nk., heilum 16 mánuðum eftir sam- þykkt þeirra á Alþingi! Lengra varð stjórnarliðum ekki þokað, og með þessari þrákelkni tókst þeim að spara ríkissjóði heilar 15 millj- ónir króna, að talið er. Sömu daga og þessi niðurstaða var innsigluö á Alþingi munaði stjórnarliða hins vegar ekki um að láta ríkissjóð axla ábyrgð af einum milljarði vegna framkvæmda við göng undir Hvalíjörð. Sá milljarð- ur verður væntanlega að lokum sóttur í vasa skattgreiðenda. Kristín Halldórsdóttir Flestum brotaþolum reynist erfitt að sækja bætur í greipar þeirra, sem tjóninu valda. Einkum eru þolendur nauðgunar eða annars kynferðislegs ofbeldis í erfiðri stöðu að reyna að innheimta bætur fyrir miska, sem af slíkum verknaði hlýst. Undirlægjuháttur íslenskra stjórnvalda Það er að vonum að fólk velti fyrir sér hversu mjög undirlægju- háttur og skammsýni setur mark sitt á íslensk stjórnvöld. Þess er skemmst að minnast þegar Þor- steinn Pálsson bauð Norðmönnum samning upp á þau býti að íslend- ingar fengju að veiða 70-80 þúsund lestir úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Hefðu Norðmenn ekki verið í þrjóskukasti út í íslendinga og samþykkt þessa fáránlegu til- lögu ráðherrans væru sennilega allar síldveiðiþjóðir á norðurhveli jarðar að veltast um af hlátri um þessar mundir. Þá varð það frægt þegar Einar Oddur Kristjánsson alþingismað- ur af undirlægjuhætti við sjávar- útvegsráðherra greiddi atkvæði þvert á sannfæringu sína. En frægasta dæmið um undirlægju- hátt á seinni timum hlýtur að vera þegar Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra stórmóðgast fyrir hönd drykkjumanns í Moskvu. Sjónvarpsstöðvarnar hafa á und- angengnum árum sífellt verið að sýna okkur myndir af Rússlands- forseta í annarlegu ásigkomulagi. Fram hefur komið í fréttum að for- setinn hafi þurft að aflýsa heim- sókn til írlands og töldu fjölmiðlar það vera vegna ölvunar forsetans. Alvara á ferð Nú hefur Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, vakið rækilega at- hygli almennings á þeirri miklu Kjallarinn Guðmundur Sigurðsson bifreiðarstjóri alvöru sem er á ferð að drykkju- menn skuli ráða einu af mestu kjarnorkuvopnabúrum heims- byggðarinnar. Það er ekki vonum seinna að fólk geri sér grein fyrir hættunni sem af slíku ráðslagi get- ur hlotist. Auðvitað heföi Jónas getað kallað forsetann eitthvað annað en róna t.d. drykkjusjúkling eða fyllibyttu ef það hefði eitthvað róað hæstvirtan utanríkisráð- herra. Það hefðu verið öllu eðlilegri viðbrögð af hálfu utanríkisráð- herra að óttast um öryggi land síns og lýðs með slíkan yfirmann kjarnorkuveldis heldur en að vera að velta fyrir sér málsókn á hend- ur DV og ritstjóra þess og hefta með því skoðana- og tjáningar- frelsi að hætti Sovétmanna. Þá virðist að steingervingar gamla Sovétkerfisins séu komnir til mik- illa áhrifa í Rússlandi samtímans. Hvar hefur ráðherrann verið? Er- lendir fréttaskýrendur hafa mjög verið uggandi um þessa þróun á undanförnum misserum. Reglu- lega berast okkur fréttir af mikl- um uppgangi þjóðernissinna og ætti okkur að vera í fersku minni það sem einn helsti foringi þjóð- ernissinna, Zhú-ínovskí, í Rússl- andi sagði um ísland, þegar hann lýsti því að hann ætlaði að gera landið okkar að fangabúðaeyju fyrir Rússland. Það er því full ástæða til þess að óttast. Alþýðu- blaðið hefur eitt dagblaða tekið undir með DV og sýnt með því að stærð og skynsemi fara ekki endi- lega saman. Tjáningarfrelsið skert Enn þá hafa íslenskir valds- menn aðeins einu sinni sýnt út- lendum villimönnum þann undir- lægjuhátt að hefta ritfrelsi ein- stakra íslenskra fjölmiðla. Það gerðist þegar ríkisstjórn íslands kærði pistlahöfund Alþýðublaðs- ins, meistara Þórberg Þórðarson, þann merka rithöfund, fyrir að móðga Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands. Þórbergur var dæmdur í fjár- sektir fyrir að álíta Hitler glæpa- mann. Þarna var tjáningarfrelsið skert að hætti þriðja ríkisins og eftir pöntun þaðan líkt og verið er að skoða með Jeltsín málið. Þetta sýnir svo ekki verður um villst fram á nauðsyn þess að tjáningar- frelsi sé ekki heft af undirlægju og hræðslu við vafasama útlendinga. Það er jú hugsanlegt að til séu framsýnni og víðsýnni menn með- al íslensku þjóðarinnar en þeir sem í ríkisstjórn sitja, eða þá á Al- þingi. Guðmundur Sigurðsson „Það er jú hugsanlegt að til séu fram- sýnni og víðsýnni menn meðal íslensku þjóðarinnar en þeir sem í ríkisstjórn sitja, eða þá á Alþingi.“ Með og á móti Vinnuaðferðir ÓL-nefndar í styrkveitingum Aldrei meiri pen- ingar í undirbúning „Á síðasta aðalfundi ólympíunefnd- ar, þegar fjár- hagsáætlun var afgreidd, var ákveðin upphæð tekin frá vegna stuðnings við sérsambönd eða verkefni sem sérsamböndin stóðu að. Það kom fram hjá framkvæmdastjóm nefndarinnar að hún ætlaðist til þess að þetta yrði afgreidd óskipt, þannig að framkvæmdastjórnin gæti beint þessum peningum í þann farveg sem hún teldi heppi- legast á hverjum tíma. Það er að segja að eyrnamerkja fjármuni ólympíunefndar þeim verkefnum sem verið væri að vinna að til undirbúnings fyrir ólympíuleika. Þetta er nákvæmlega það sama og alþjóða ólympíuneftidin gerir og ólympíusamhjálpin. Hún ákveður að styrkja ákveðin verkefni ein- staklinga og þetta er í fullu sam- ræmi við þá stefnu alþjóðahreyf- ingarinnar. Þessi framkvæmda- stjórn sem nú situr hefur fram- fylgt þessari stefnu, bæði í sam- ráði viö alþjóðahreyfinguna og svo líka með þá fjármuni sem hún hefur sjálf yfir að ráða. Jafnframt er farið í fjáraflanir fyrir einstaka íþróttamenn eins og margoft hefur komið fram í fjöl- miðlum á undanfornum mánuð- um. Það má benda á það að á síð- asta ári greiddi ólympíusamhjálp- in í Lausanne niu og hálfa milljón króna fyrir íslenska íþróttamenn sem æfa og keppa erlendis. Það og aðrir styrkir ólympíunefndarinn- ar gera það að verkum að aldrei hefur verið hlaðið meiri peningum tO undirbúnings fyrir ólympíu- leika heldur en nú er gert.“ Sérsambandinu er ekki treyst „Ég tel vinnubrögðin við styrkveit- ingar, eins og þær eru inntar af hendi í dag, ekki rétt. í fyrsta lagi er verið að taka fram fyrir hendurnar á ,orse,i óL-nefndar. fagaðilanum, sem í landinu á að vera íþrótta- hreyfingin, sérsamband innan viðkomandi íþróttagreinar. Fag- aðilarnir eiga að sjá um að und- irbúa sitt fólk, vinna að fram- gangi þess og undirbúningi. Vinnubrögðin eru þannig núna aö tekið er fram fyrir hendurnar á okkur hvað varðar bein sam- skipti við íþróttafólk, hér heima og erlendis, án þess að ganga fyrst til sérsambandsins og leita álits þess. Þetta er kjarninn í málinu. í dag eru málin þannig að sérsambandinu er ekki treyst, hvorki til að ráöstafa peningum né neinu í undirbúningi íþrótta- mannsins. Nefndin tekur ekki mark á upplýsingum um við- komandi íþróttamann. Það hefur tiðkast í ólympíu- nefnd að hún hefur úthlutað fjár- munum til viðkomandi sérsam- bands og treyst því fyrir undir- búningi ólympíuleika. Nú er þessi háttur ekki hafður á og meira að segja ætla menn sér að fylgja þessu enn betur eftir og láta sér- sambandið gefa skýrslu mánaöar- lega íram að ólympíuleikum til þess að vera vissir um að þeir séu að gera rétta hluti. Með þessu lít- ur þetta þannig út að ekki sé hægt að treysta okkur fyrir undirbún- ingi íþróttafólksins.“ Helgi Haraldsson, form. FRÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.