Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 11 r Stuttar fréttir Bill Clinton Bandarikjaforseti flutti stefnuræðuna í gærkvöldi: Repúblikanarnir púuðu ekki mikiö Spánn Fyrrum ráðherra ákærður Hæstiréttur Spánar hefur ákært fyrrum innanríkisráð- herra í ríkisstjóm Filipe Gonza- lez fyrir aðild hans að „óhreina stríðinu" gegn meðlimum í að- skilnaðarhreyfmgu Baska, ETA, á árunum 1983-87. Þá voru fram- kvæmd sprengjutilræði, mann- rán og morð þar sem 27 týndu lífí. Ákæran þykir áfall fyrir Gonzalez. Hefur stjórnarand- staðan krafist þess að hann dragi framboð sitt í komandi þingkosningum til baka. Handtekinn fyrir kynmök við 13 ára „eiginkonu" Átján ára gamall tyrkneskur þjónn hefur verið handtekinn í Tyrklandi sakaður um kynmök við stúlku undir lögaldri. Um er að ræða „eiginkonu" Tyrkjans, 13 ára breska stúlku að nafni Sarah Cook. Þau hittust í sum- arleyfi Söruh í fyrra og felldu hugi saman. Fyrir hálfum mán- uði voru þau gefin saman við múslímska trúarathöfn með samþykki foreldra stúlkunnar. En stúlkur í Tyrklandi mega fyrst gifta sig 15 ára. Læknir hef- ur staðfest að Sarah er ekki hrein mey. Hún segist mjög hamingjusöm með manni sínum en hann á fangelsisdóm yfir höfði sér. Reuter Repúblikanar í Bandaríkjaþingi sátu á strák sínum í gærkvöldi þeg- ar Bill Clinton forseti flutti stefnu- ræðu sína. Þingmennirnir hlýddu fyrirmælum leiðtoga sinna um að púa ekki á forsetann en ekki klöpp- uðu þeir heldur mikiö þar sem þeir sátu ofan á höndum sér undir mest- allri klukkustundar langri ræðunni. Sá orðrómur hafði verið á kreiki að ungu mennirnir í Repúblikana- flokknum ætluðu að gera hróp að Clinton. Samflokksmenn forsetans voru hins vegar ósparir á lófatakið. Forsetinn hvatti þingheim, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, til þess að láta það ekki nokkum tima koma fyrir aftur að loka þurfi ríkisstofnunum eins og gerðist m.a. fyrir jólin og sjá til þess að Banda- ríkin haldi áfram að greiða reikn- inga sína með því að heimila aukn- ar lántökur ríkisins. Ef ekki næst samkomulag milli forseta og þings stefnir í að loka verði einhverjum ríkisstofnunum að nýju í vikulokin. Clinton kynnti helstu baráttumál sín í komandi slag fyrir forsetakosn- Bill Clinton hlær með þeim Newt Gingrich og Al Gore. Símamynd Reuter ingarnar í nóvember, lýsti því meö- al annars yfir að „tími stóra jíkis- báknsins væri liðinn“ og hvatti menn til að treysta meira á eigin mátt og megin. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi eru bitrir út i forseta sinn vegna þess hve lítið miðar í viðræðum þeirra um að ná niður íjárlagahall- anum á næstu sjö árum. Þá sækja repúblikanar einnig ákaft að Hill- ary forsetafrú vegna svokallaðs Whitewater- máls. Clinton leit til konu sinnar i þinginu í gærkvöldi og stappaði í hana stálinu, sagði hana „yndislega eiginkonu, stór- kostlega móður og frábæra forseta- frú.“ Hillary leit ánægð niður af svöl- unum þar sem hún sat, stóð loks upp og brosti. Demókratar, með dóttur forsetahjónanna í broddi fylkingar, klöppuöu Hilláry lof í lófa. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni og sá sem þykir líklegastur til að keppa við Clinton um forsetaembættið í haust, svaraði forsetanum og hæddist að yfirlýs- ingum hans um að nýtt sögulegt tímabil væri að hefjast. Hann sagði forsetann fulltrúa aukins ríkis- bákns og aukinna ríkisafskipta. „Hann er helsti þrándur í götu hallalausra fjárlaga. Hann er svo til sá síðasti sem heldur uppi vörnum fyrir úbreytt ástand sem allir hafa skömm á,“ sagði Dole. Reuter Undir þrýstingi Samningamenn Sýrlands og ísraels ræða saman um frið vestra og eru undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn um að ná áþreifanlegum árangri. Safnar Borís Jeltsín Rúss- landsforseti gaf til kynna í gær að hann væri enn las- burða eftir hjartaáfallið í fyrra og sagð- ist mundu vilja ná fullu þreki aftur áður en hann staðfestir hvort hann sæk- ist eftir endurkjöri í sumar. Lofa fangalausn Stjómvöld í Bosníu lofaði að láta fleiri serbneska fanga lausa eftir að Bandaríkjamenn höfðu í hótunum um að skera niður margháttaða aöstoð. Uppstokkun hjá Chrétien Jean Chrétien, forsætisráð- herra Kanada, ætlar að stokka upp í stjóm sinni á morgun, í fyrsta sinn frá því hann komst til valda 1993. Óvissa um gísla Óvíst var um örlög 50 gísla tsjetsjenskra uppreisnarmanna sem ekki fengu frelsi í gær, eins og lofað hafði verið. Reuter kroftum Fyrirsætur gera sig til fyrir Ijósmyndara þegar árlegt baðfatablað tímaritsins Sports lllustrated var kynnt í Bandaríkjunum í gær. Baðfatablaðsins er ávallt beðið með eftirvæntingu og keppast fyrirsætur um að komast á síður þess. Símamynd Reuter ^ Lögmenn „grilla“ Simpson: Osamræmi í svörum „Við höfum fengið svör sem stangast á við hluti sem hafa áður komið fram í málinu," sagði einn lögmannanna sem „grilluðu" eið- svarinn O.J. Simpson fyrir luktum dyrum í gær. Lögmenn aðstandand- enda Nicole Brown og elskhuga hennar, sem Simpson var ákærður fyrir að hafa myrt í fyrra en var síð- an sýknaður, voru ánægðir eftir yfirheyrslumar í einkamálinu gegn honum. Þær fara fram frammi fyrir kviðdómi. Töldu þeir stöðu sína mun betri en áður. Simpson bar ekki vitni í máli ákæruvaldsins gegn hnnum og er þetta því í fyrsta skipti sem lögmenn gagnaðilans fá tækifæri til að spyxja hann. Simp- son var spurður spjönmum úr án hlés í átta klukkustundir, meðal annars um hvar hann hefði verið morðnóttina og um fjarvistarsann- anir sinar. Simpson forðaðist að horfa í andlit aðstandenda hinna myrtu meðan á yfirheyrslunum stóð. Yfirheyrslumar em liður í undirbúningi fýrir réttarhöld sem hefjast 2. april. Til að sakfella Simp- son fyrir morðin þurfa sönnunar- gögn að vera yfirgnæfandi en ekki hafm yfir allan vafa eins og í opin- berum málum. Simpson á ekki fang- elsisdóm yfir höfði sér en getur þurft að greiða svimandi háar upp- hæðir í skaða- og miskabætur. Reuter ísk tónlist háttar mm n bw n 1 l Ml -M._ JLm. Skífunnar er í fullum gangi að Laugavegi 96 Kassettur islaplötum lassiskri list. frá 99 kr. , Alvöru \ rýmingarsala. :■ Myndbönd 299 kr. Mörg hundruð titlar - margir mjög nýlegir! Afsláttur af öllum nýjum titlum. Meðul uniiurs: Tlie Dlfi, llth limir, Tic Flahler Cotl, Hcbel Amm II. Sluumrn, Htmu'keep, Grmul Prix Mnnager. /mm Ridern, X-Winn, I*<1A Golf '96, Intly Cur tl, l'huntmimuitoriu, Wormn, -------s ’ Bevlí mtd Biilllicml, Ftule to Blaelt istar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.