Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 JjV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreit@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaids.
Kvótinn verði boðinn upp
Ef rétturinn til veiða á öllum nytjafiskum við ísland
væri seldur á sama verði og menn kaupa og selja þenn-
an rétt á kvótamörkuðum, mundi heildarverð auðlindar-
innar nema 160 milljörðum króna samkvæmt sundurlið-
uðum reikningi á fjórtán tegundum í DV í fyrradag.
Hafa verður í huga, að ekki er víst, að gangverð allra
fiskveiðiréttinda yrði í raun hið sama og gangverð jað-
arréttindanna, sem nú ganga kaupum og sölum á kvóta-
markaði. Stundum kaupa menn dýrar en ella, af því að
þeir eru að laga kvótaeignina að búnaði og aðstæðum.
Á hinn bóginn kann líka að vera, að söluverð á kvóta-
markaði endurspegli ekki fullt verðgildi kvótanna vegna
óvissunnar um, hver eigi kvótana í raun. Sú skoðun er
útbreidd, að seljendur kvótanna eigi ekki auðlindina og
að kaupendur séu því ekki lausir allra eftirmála.
Samkvæmt skoðanakönnun vilja tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar, að tekið verði upp veiðileyfagjald, væntan-
lega á þeim forsendum, að ríkið eigi kvótann fyrir hönd
þjóðarinnar allrar, en ekki þeir einir, sem af sagnfræði-
legum ástæðum fengu ókeypis úthlutun á sínum tíma.
Það flækir málið, að margir þeir, sem upprunalega
fengu kvótann frítt, hafa nú selt hann öðrum, sem vænt-
anlega yrðu að tvíborga hann að einhverju leyti, ef kom-
ið yrði upp veiðileyfagjaldi. Réttarstaða þessara aðila
hlýtur að vera atriði, sem taka þarf til skoðunar.
Ef réttur til veiða á öllum nytjafiskum við ísland væri
leigður, en ekki seldur, og á sama verði og menn kaupa
og selja á kvótamörkuðum þennan árlega notkunarrétt,
mundi árlegt leiguverð auðlindarinnar nema 28 milljörð-
um samkvæmt áðurnefndum reikningi í DV.
Þetta eru 17-18% söluverðsins, sem virðist nærri lagi
sem hlutfallstala, þótt krónutalan sjálf virðist nokkuð
há. Hún er auðvitað háð sömu fyrirvörum, nema að því
leyti, að réttaróvissan um eignarhald kvóta á leigumark-
aði er nánast engin vegna hins skamma leigutíma.
Tölur sem þessar skipta máli í ljósi þess, að tveir
þriðju hlutar þjóðarinnar og flestir hagfræðingar telja,
að taka beri upp veiðileyfagjald. Þjóðin telur þetta vænt-
anlega vera sanngirnismál og hagfræðingarnir telja
reikningslega rétt, að greitt sé afnotagjald.
Ef veiðileyfagjaldið verður eins konar skattúr, er hægt
að hafa upphæðina einhverja aðra en þá, sem kemur
fram í niðurstöðum útreikninga af þessu tagi. Þá hefur
bætzt við enn ein millifærslan í þjóðfélaginu, sem felur
í sér aukið skömmtunarvald stjórnmálamanna.
Eðlilegast er að framkvæma veiðileyfagjald með upp-
boði á öllum kvóta til eins árs í senn. Þar með fengi
markaðurinn að ákveða, hvert sé rétt verðgildi auðlind-
arinnar og afnotanna af henni. Markaðslögmálin segja
slíkt vera réttlátustu og hagkvæmustu leiðina.
Betra er að leyfa markaðinum að ákveða tölurnar en
að láta hagfræðilega útreikninga eða pólitíska málamiðl-
un gera það, alveg eins og markaðurinn fær að ákveða
tölurnar, sem nú gilda við sölu og leigu á kvóta. Tölurn-
ar í DV eru ekkert annað en tilraun til að spá í markað-
inn.
Síðan er það auðvitað allt annað og stórpólitískt mál,
hvað eigi að gera við tekjumar, sem komi úr veiðileyfa-
gjaldinu. Á að nota þær til að lækka skatta og þá hvaða
skatta? Á að nota þær til að stækka ríkisbáknið. Á að
senda landsmönnum öllum árlega ávísun í pósti?
Um langan aldur hefur verið lagt til í þessu blaði, að
fiskveiðikvótinn verði leigður á frjálsu uppboði og að
tekjumar verði ekki notaðar til að stækka ríkisbáknið.
Jónas Kristjánsson
Námumenn sækja
að Rússlandsstjórn
Nýr vandi blasir við Borís
Jeltsín Rússlandsforseta og stjórn-
inni sem hann hefur nýverið um-
turnað til að leitast við að þóknast
kjósendum sem tryggðu kommún-
istum sigur í þingkosningum í
desember. Verkfall er skollið á i
einhverri viðkvæmustu atvinnu-
grein Rússlands, kolagreftinum.
Að minnsta kosti 300.000 kola-
námumenn á öllum 18 kolanámu-
svæðum Rússlands eru farnir í
ótímabundið verkfall. Meginkrafa
þeirra er að fá greidd laun sem
þeir eiga inni og að launagreiðsl-
ur verði skilvíslega inntar af
hendi framvegis.
Fréttamaður skýrir frá því að
námumenn í Túla, suður af
Moskvu, hafi ekki fengið greidd
laun í fimm mánuði, frá því í sept-
ember í fyrra. Afgreiðsla á kolum
er stöðvuð jafnt og kolagröftur,
nema til sjúkrahúsa og skóla.
Það þýðir að kolakynt orkuver
komast brátt í þrot, svo orkuskort-
ur verður um mestallt Rússland.
Stáliðnaður sér sömuleiðis fram á
stöðvun dragist verkfallið á lang-
inn. Rekstrarstöðvanir og gjald-
þrot vofa síðan yfir urmul fyrir-
tækja sem börðust í bökkum áður
en þessi ósköp skullu yfir.
Verkfall námumanna kemur í
kjölfar yfirlýsingar Jeltsíns um að
batnandi efnahagshorfur geri fært
að sinna í auknum mæli félagsleg-
um viðfangsefnum. í því sam-
hengi hét hann að stofna „forseta-
sjóð“ til að tryggja skilvíslega
greiðslu launa, og yrðu fjárráð
hans sem svaraði mánaðarlaun-
um allra rússneskra launamanna.
En batnandi horfur í rússnesk-
um efnahagsmálum með hagvexti
í ár, sem menn þóttust eygja við
síðustu áramót, eru einmitt til
komnar vegna aðhaldsstefnu í
fjármálum, sem unnið hefur bug á
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
verðbólguvexti og fest gengi
rúblunnar. Nýtt gönuskeið inn-
stæðulausrar peningaprentunar
myndi gera þennan árangur að
engu.
Þar að auki væri grundvelli
kippt undan samningaviðræðum
Rússlandssfjórnar við fulltrúa Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins um níu
milljarða dollara lán á árinu Rúss-
um til handa. Viktor Tsérnomird-
ín forsætisráðherra hefur einmitt
dvaliö í Washington í vikunni til
að búa í haginn fyrir samþykkt
lánsins á stjórnarfundi sjóðsins
um miðjan þennan mánuð.
Ekki mun Tsémomirdín af for-
tölulistinni veita því Jeltsín er ný-
búinn að hrekja úr starfi Anatólí
Sjúbæs, fyrsta aðstoðarforsætis-
ráðherra með yfirumsjón yfir
efnahagsstefnunni, og skipa í
hans stað Vladimír Kadanníkof,
forstjóra Avtovas, bílaverksmiðj-
unnar sem smíðar Lödu. Sjúbæs
hefur átt meginþátt í að þoka efna-
hagsþróun i hagstæða átt en
Avtovas er eitt af stóru ríkisfyrir-
tækjunum sem misbrestur er á að
geti staðið skil á vinnulaunum.
Fréttamenn taka sem dæmi um
andlega hrömun Jeltsíns eftir tvö
hjartaáfóll á árinu hvernig hann
hefur opinberlega úthúðað Sjúbæs
fyrir stefnumörkun hans. Al-
kunna er að gæðingar í hirð
Jeltsíns vildu fyrir löngu losna
við aðstoðarforsætisráðherrann af
því hann stóð í vegi fyrir einka-
braski þeirra með eigur ríkisins.
Ljóst er að Jeltsín stefnir að
framboði í forsetakosningum um
miðjan júni, þótt mál margra sem
best fylgjast með sé að um slíkt sé
hann ekki fær, hvorki andlega né
líkamlega. Glámskyggnina má
best marka af þvi að mannabreyt-
ingamar, sem hrakið hafa frjáls-
lynda menn úr öllum helstu
áhrifastöðum og fært þangað til-
þrifalitla augnakarla úr gamla
sovétkerfinu í staðinn, geta aðeins
orðið vatn á myllu kommúnista og
þjóðernissinna í viðureign við
Jeltsin þvi hann hefur með verk-
um sínum tekið fyrirfram undir
málstað þeirra.
Og við bætist stríðið í Tsjetsjen-
íu, sem hvenær sem er getur
blossað upp í óvæntum myndum,
eins og reynslan sýnir. Endur-
reisn þess sem herferð Jeltsíns til
Tsjetsjeníu hefur lagt í rúst í efn-
islegum verðmætum einvörðungu
hlyti að gleypa helminginn af
lánsfénu sem Rússlandsstjórn
sækir um til Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins.
Og fróðustu menn segja að ríkið
greiði kolanámufyrirtækinu Ra-
sjúgó mánaðarlega verkalaun
námumanna en féð komist aldrei
á leiðarenda með skilum vegna
geðþóttaákvarðana stjórnenda og
óvirks eftirlitskerfis.
Kolanámumenn víða að úr Rússlandi berja hjáimum sínum í götuna úti fyrir Hvíta húsinu, stjórnarráðinu í
Moskvu, og mótmæla frammistöðu forseta og ríkisstjórnar. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
....
Saddam endi svelti
„Efnahags- og stjórnmálaleg einangrun íraks
virðist hafa mýkt Saddam Hussein í andstöðu hans
við áætlanir um að fæða sveltandi böm í landinu.
írakar hafa fallist á viðræður við SÞ um samþykkt
sem leyfir sölu nægilegs magns olíu næstu sex mán-
uði svo kaupa megi matvæli og lyf. Óvíst er hvort
Saddam gangi að skilyrðum samþykktarinnar en
það ætti hann að gera tafarlaust.“
Úr forustugrein New York Times 29. janúar
Dreginn til ábyrgðar
„Þrýst hefur verið á Ernesto Samper, forseta Kól-
umbiu, að segja af sér vegna ásakana um að eitur-
lyfjabarónar hafi fjármagnað kosningabaráttu hans
1994. Hann neitar ásökunum og vUl ekki víkja.
Hann vill leggja pólitíska framtíð sína að veði í
þjóðaratkvæðagreiðslu. En það er engin þörf fyrir
vinsældakosningar heldur pólitíska ábyrgð sem lýs-
ir sér í formlegri ákæru og málaferlum. Viröing al-
menings fyrir stjómarskránni eykst því aðeins að
æðstu yfirmenn þjóðarinnar verði gerðir ábyrgir
gerða sinna.“
Úr forustugrein The New York Times 31. janúar
Stórveldisstælar
„Norðmenn hafa átt i hörðum deilum við ná-
grannaþjóöir um fiskikvóta og toUamál. Þegar hegð-
un okkar í hverju landinu á fætur öðra er dæmd
hrokafull, óforskömmuð og þvermóðskuleg er
ástæða til að gæta að. Ef ætlunin hefur verið önnur
en að hegða sér eins og Svíar, ESB, íslendingar,
Rússar og Færeyingar hafa orðið vitni að er eitt-
hvað mikið í ólagi varðandi stetnu ríkisstjómarinn-
ar og framferði samningamanna. Við hegðum okk-
ur eins og um stórveldi sé að ræða en erum bara
ósköp smá.“
Úr forustugrein Dagbladets 29. janúar