Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 48
r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Simi 5544566 Ókeypis heimsending Veðrið á sunnudag og mánudag: Allhvoss eða hvoss norðlæg att Á sunnudag verður sunnankaldi, slydda eða snjóél sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu norðan- og noroaustanlands. Hiti verður 0 til 3 stig. Á mánudaginn verður allhvöss eða hvöss norðlæg átt, úrkomulítið vestanlands en slydda eða snjókoma annars staðar, einkum suðaustan- og aust- anlands, vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 53 Sunnudagur * * * * * * * * * * * * * * Mánudagur LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 92 oktana blýlaust bensín: Af markað- inum Innan raða olíufélaganna þriggja hefur sú umræða fengið aukinn meðbyr að hætta sölu á 92 oktana bensíni. Bensinið þykir dýrt í inn- kaupum en það er sérblandað í Nor- egi fyrir íslensku félögin. Víðast í Evrópu er bensíntegundin farin út af markaðinum og 95 oktana blý- laust bensín orðið algengasta teg- undin. Þá eru bílaframleiðendur farnir að mæla helst með 95 oktana bensíni. Eftir að 95 oktana bensín kom á markað á íslandi í ársbyrjun 1991 hefur hlutur þess í sölu olíufélag- anna stóraukist um leið og sala á 92 oktana bensíni hefur snarminnkað. Á síðasta ári var hlutur 92 oktana bensíns um 45-47% af bensínsölu fé- laganna og hlutfall 95 oktana bens- íns um 40%. Verðmunur á þessum algengustu tegundum er lítill, ekki síst eftir breytingarnar sl. fimmtu- dag. Þá hækkaði 92 oktana bensín í verði en 95 oktana lækkaði. Verð- munurinn er nú aðeins 1 króna á lítra. Forráðamenn olíufélaganna, sem DV ræddi við í gær, staðfestu allir að rætt hefði verið um að hætta að selja umrædda bensíntegund en ákvarðanir um slíkt væru ekki komnar upp á borðið. Ef tegundin fer út af markaðnum er ekki ólík- legt að í kjölfarið verði farið að selja blýlaust 98 oktana bensín, líkt og víðast er gert í dag í Evrópu. -bjb Geðdeild ekki lokað Lyijafyrirtækið Pharmaco hefúr gef- ið Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans 5 milljónir króna til að koma í veg fyrir lokun hennar í sumar. Gjöfin gerir það og að verkum að hægt er að auka þjónustu deildar- innar og lýsti Valgerður Baldurs- dóttir yfirlæknir í gær sérstakri ánægju með þá lausn sem nú er fundin á vandanum. -GK rufverktakar Ábúendur að Hvoli I ætla að láta bera sig út á mánudagsmorgun: Tugir manna á bænum þegar lögreglan kemur Grunaöur um aðild að bankaráninu: Gæsluvarðhald lengt um viku - mikill hiti í sveitinni og bændur víða af landinu sýna ábúendum stuðning „Við ætlum að láta útburðinn ganga yfir okkur. Ef veður leyfir koma embættismenn, sýslumaður og löggæslumenn, hingað klukkan ellefu á mánudagsmorgun og munu bera okkur út með valdi. Ég er blóðillur og sætti mig ekki við þetta. Það hafa margir hringt í okkur hjónin til að sýna okkur stuðning. Ég býst við að margir tugir manna komi hingað á mánu- dagsmorgun," sagði Björgvin Ár- mannsson, ábúandi á refabúinu Hvoli I í Ölfusi, í samtali við blaðamann DV á heimili sínu í gær. Sýslumannsembættið á Selfossi hefur tilkynnt Björgvini að hann og fjölskyldan verði borin út á mánudag. Búast má við að þá verði heitt í kolunum við bæinn því hjónin búast við að tugir manna úr sveitinni komi þá „í heimsókn" til að sýna þeim stuðn- ing. „Gestimir verða þá væntan- lega bömir út líka,“ sagði Hrönn Bergþórsdóttir, eiginkona Björg- vins. Hjónin seldu jörðina á sínum tíma þegar hallaði undan fæti í refabúskap en vildu fá að sitja áfram á henni, annaðhvort með því að leigja hana eða kaupa þegar rekstur loðdýrabúsins batnaði með hækkandi afurðaverði. Þessu hefur ráðuneytið hafnað og var höfðað útburðarmál sem ríkið vann síðan með dómi Hæstaréttar í nóvember. „Það er mikill hiti hér í sveit- inni,“ sagði Hrönn „Fjöldi bænda hefur hringt í okkur, m.a. frá öðr- um landshlutum. Þeir kalla þetta „ljótasta dæmið úr landbúnaðar- ráðuneytinu“,“ sagði Hrönn. „Ég vil færa Halldóri Blöndal, fyrrum landbúnaðarráðherra, hamingjuóskir með að vinna þetta mál,“ sagði Björgvin. „Það væri þó gott ef hann hætti að fela sig á bak við tjöldin - það sem hefur komið frá hans mönnum er hálfsannleik- ur eða lygi. Það gæti verið að Hall- dór skammaðist sín. Guðmundur Bjarnason virðist vera sporgöngu- maður Halldórs - hann hefur ver- ið atkvæðalítill í þessu máli.“ Björgvin sagði að sér fyndist að héraðsdómarinn í máli hans heföi „búið sér til forsendur". „Þetta lýs- ir þýlyndi dómarans. Það er hart að slíkir menn skuli geta kippt lífsafkomunni frá fólki,“ sagði Björgvin. Hrönn sagði jafnframt að þó stuðningur bænda væri mikill og augljós hefði hún viljað sjá meiri stuðning frá bændasamtökunum og stéttarsambandi bænda. „Til hvers eru þau ef þau styðja ekki bændur í landinu,“ sagði Hrönn. -Ótt Embættismenn munu bera út hjónin og börnin á Hvoli I á mánudagsmorgun ef að líkum iætur. Tugir manna, sveitungar þeirra og stuðningsfólk, eru hins vegar væntanlegir á bæinn um það leyti sem von er á löggæslufólki. Á myndinni eru hjónin Björgvin Ármannsson og Hrönn Bergþórsdóttir ásamt Sturlu Þorgeirssyni, 14 ára uppeldissyni, og barnabarninu Heru Líf. DV-mynd GVA Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu Rannsóknarlögreglunn- ar um að framlengja um eina viku gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að bankarán- inu í Búnaðarbankanum á Vestur- götu þann 18. desember. Um leið og gæsluvarðhaldið var lengt var umræddur maður ákærð- ur og dæmdur fyrir eldri trygginga- svik sem sönnuð voru á hann. Varðhaldsvist mannsins átti að renna út í gær en gildir nú til 9. febrúar. Þremur mönnum sem grunaðir voru um sömu sakir var sleppt í vikunni vegna ónógra sann- ana. Allir eru mennirnir og grunað- ir um að hafa staðið fyrir stórfelld- um tryggingasvikum undanfarin ár. -GK Vertu viðbúin(nj vinningi Föstudagur 2.2/96 (25) (27)(28) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. a550 5555 'Hut, Sími 533 2000 ÞAÐ VERÐUR ÞÁ HAMAGANGUR Á HVOLII

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.