Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 22
22 térstæð sakamál LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 Jj’V i ! Lögin vernduðu þau Hefði einhver sagt Richard Dors- ey á brúðkaupsdaginn, þegar hann var tuttugu og tveggja ára, að hann ætti síðar eftir að verða ástfanginn af einum gestanna hefði hann vafa- lítið talið það eina bestu gamansögu dagsins, ekki síst af því að konan var vinkona móður hans, tuttugu árum eldri en hann og í góðum holdum. En fimm árum eftir brúðkaupið voru viðhorfin mikið breytt. Þá var Richard skilinn við konu sína, Jane. Þann tíma sem þau höfðu verið gift hafði gengið á ýmsu. Sambúðin hafði farið siversnandi uns þar var komið að næstum hvert samtal hjónanna endaði í rifrildi. Þeim lauk stundum með því að Richard tók föt sín og hélt heim til móður sinnar, Irisar, en hún hjó skammt frá heimili ungu hjónanna í Silver- dale í Lancashire á Englandi. Ekki varð það hjónabandi þeirra Richards og Janes til framdráttar að hún leit á kynmök sem óhreina at- höfn og varð það að sjálfsögðu til þéss að gera sambúðina enn erfiðari en ella. Skilnaðurinn Móðir Richards, Iris, vissi allt um vandræðin í hjónabandi sonar síns en þar eð hún var ekkja kom það í hlut vinkonu hennar, Lesley, að hlusta á frásagnir hennar þegar hún þurfti að tjá sig um þau. Lesley lifði ekki neinu sældarlífi frekar en Richard. Maður hennar, John Anderson, eyddi megninu af tekjum sínúm á krám og það kom í raun ekki oft fyrir að hann kæmi allsgáður heim. Og oft sló hann konu sína. Að auki voru þau hjónin fyrir löngu hætt öllu samlífi. Þegar þau Richard og Jane hættu að búa saman tluttist hann heim til móður sinnar. Kvöld eitt nokkru síðar kom Lesley í heimsókn, eins og hún gerði svo oft þegar maður hennar fór á krámar. Þetta kvöld gat hún þó ekki borið sig upp við vinkonu sína, Iris, því hún var ekki heima. En Richard var þar og hann reyndi að hugga hina tuttugu árum eldri konu. Brátt voru þau farin að trúa hvort öðru fyrir þeim vandamálum sem þau höfðu orðið að glíma við í hjónabandinu og þar kom að Ric- hard tók um hönd Lesley. Leynileg stefnumót Ekki verður með neinni vissu sagt hvað hefði getað gerst þetta kvöld hefði Iris ekki komið óvænt heim. Richard sá hana ganga upp að húsinu, stóð á fætur og sagði í flýti við Lesley: „Mér líst vel á þig. Get- um við ekki hist aftur, þótt ekki verði það til annars en að spjalla saman?“ Eftir stutta þögn sagðist hún vel geta hugsað sér það. Þetta varð upphafið að mörgúm leynilegum stefnumótum þeirra Ric- hards og Lesley en hann var þá tutt- ugu og sjö ára og hún fjörutíu og sjö ára. Smám saman urðu þau mjög ástfangin hvort af öðru en því þurftu þau að leyna, bæði fyrir móð- ur Richards og John Anderson. Þótt Lesley talaði ekki oft um þá meðferð sem hún fékk hjá manni sínum leyndi það sér ekki væri hún með glóðarauga, mar eða aðra áverka því það er ekki eins auðvelt að hylja slíkt með farða eins og sumir kynnu að halda. Það fór því ekki fram hjá Richard hvemig John kom fram við konu sína og þar kom að Richard sagði við Lesley að að- eins væri um eitt að ræða. Ryðja yrði John úr vegi. Áætlunin Richard sagði við Lesley að hún Lesley og Richard. Lesley og Iris. skyldi ekki hafa sérstakar áhyggjur af því þótt hún sendi John yfir í annan heim. Hann væri þekktur fyrir drykkjuskap og illa meðferð á henni. Allir vissu hve lengi hún hefði þolað misþyrmingar hans og enginn vissi neitt um samband hennar við sig. Hún skyldi því ótrauð ráða John af dögum. „Segðu bara sannleikann fyrir rétti,“ sagði Richard. „Þá verðurðu ekki dæmd fyrir morð heldur mann- dráp og enginn réttur á Englandi dæmir þig í langt fangelsi fyrir að hefna þín eftir margra ára mis- þyrmingar." Richard sagði Lesley að best kæmist hún frá morðinu með því aö gefa sig strax fram við lögregluna. Síðan tæki hún út refsinguna, sem yrði um hálfs árs fangelsi, en á eftir gæti hún selt húsið sitt og flust til annars landshluta. Hæfilega löngu síðar myndi hann flytjast þangað og þá gætu þau búið saman það sem eftir væri. Morðnóttin Kvöld eitt í september fór John Anderson að heiman til að fá sér í glas. Rétt eftir að hann lokaði á eft- ir sér útidyrunum hittust þau Ric- hard og Lesley til að ræða fram- kvæmd áætlunarinnar í síðasta sinn. Það gerðu þau á herbergi á litlu hóteli í Camforth sem er um tólf kílómetra fyrir utan Silverdale. Rétt eftir tíu um kvöldið ók Richard henni svo heim til sín. Meðan Richard var enn á leið heim til móður sinnar tók Lesley haglabyssu mannsins sins, hlóð bæði hlaupin og setti hana inn í gestaherbergið. Rétt fyrir klukkan hálftólf kom John heim, ölvaður. Hann gekk beint upp í svefnherbergið til konu sinnar þar sem hann tök að skamma hana fyrir að hafa ekki mat á borðum. Síðan rak hann henni kinnhesta og sparkaði í hana. Hafl Lesley haft efasemdir um að John Anderson. rétt væri að ráða John af dögum hurfu þær nú eins og dögg fyrir sólu. Hún fór inn í gestaherbergið, tók haglabyssuna og gekk aftur inn í svefnherbergið. „Hvern flárann ertu að gera með haglabyssuna mína, feita beljan þín?“ hrópaði John þá. Það urðu hans síðustu orð. Augnabliki síðar kváðu við tveir skothvellir og hann féll lífvana á gólfið. Allt gekk eftir Lesley gekk að símanum og hringdi á lögregluna. Brátt komu rannsóknarlögreglumenn á vett- vang og þá sagði hún söguna sem þau Richard höfðu komið sér saman um. Hún var handtekin og úrskurð- uð í gæsluvarðhald. Nokkru síðar kom hún fyrir sakadóm í Liverpool. Fyrir réttinum sagði Lesley frá því hvað hún hefði orðið að þola af hendi eiginmanns síns í þau tuttugu og fjögur ár sem þau höfðu verið gift. Saga hennar vakti athygli, bæði dómara og kviðdómenda, enda komu í réttinn vitni sem gátu stað- fest sannleiksgildi orða hennar. Upphaflegri morðákæru var því breytt í ákæru fyrir manndráp og við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn meðal annars: „Ég fæ ekki betur séð en þú hafir verið manni þínum trú og trygg en þú hafir komist í mikið uppnám og því gert það sem þú gerðir. Þú hef- ur þjáðst mikið í þessi tuttugu og fiögur ár. Ég dæmi þig því í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þú mátt fara ferða þinna.“ í janúar árið eftir seldi Lesley hús sitt í Silverdale og fluttist til Rad- ford i Coventry. Nokkrum mánuð- um síðar kvaddi Richard móður sína. Hann sagði henni að hann hefði fengið nýtt starf í Coventry. Úvæntir endurfundir Að kvöldi þess dags sem hann fór að heiman fluttist Richard inn hjá Lesley en hún hafði þá keypt sér lít- ið hús. Áætlunin hafði gengið eftir. Allt hafði farið nákvæmlega eins og þau höfðu ætlast til. Það vakti hins vegar nokkra at- hygli nági-annanna að ungur maður skyldi vera farinn að búa með Les- ley. Varð nokkurt umtal í hverfinu þess vegna og af þeim sökum létu þau lítið á sér bera og fóru yfirleitt ekki út saman. Þannig liðu fimm mánuðir. Þá ákváðu þau að fara í fyrsta skipti saman í innkaupaferð í miðborgina. Svo sérstaklega stóð á þennan dag að I miðborg Radford var þá á gangi Willows, yfirlög- regluþjónninn í Silverdale, gamla heimabæ Richards og Lesleyjar. Willows var á hálfs mánaðar lög- reglunámskeiði þar og skyndilega stóð hann augliti til auglits við þáu. Hann heilsaði þeim vingjamlega en svo fór hann að hugsa um hvort það gæti verið tilviljun að þau tvö væru saman í Radford. Gat verið að þau hefðu lagt á ráöin um að myrða John Anderson? Willows ásetti sér að athuga hvoru þau Richard og Lesley byggju saman og þá hvar. Með lögin með sár Willows fékk þær upplýsingar sem hann vantaði og það var Ric- hard sem opnaði fyrir honum þegar hann barði að dyrum. Yfirlögregluþjónninn í Silverdale | bað um að mega kom inn fyrir. Það fékk hann og hann var tiltölulega fljótur að koma sér að efninu. Hann spurði þau Richard og Lesley hvort þau hefðu átt í ástarsambandi áður en Lesley hefði ráðið manni sínum bana. Þau játuðu þá bæði fyrir hon- : um að hafa skipulagt morðið. Ekki fór þó svo að Willows gæti nýtt sér þessa játningu til þess að fá þau Richard og Lesley dæmd fyrir morðið á John Anderson. Játningin, sem var munnleg, reyndist honum einskis virði. Lesley hafði þegar verið dæmd fyrir drápið á manni sínum og samkvæmt breskum lög- um verður enginn dreginn tvívegis fyrir dóm fyrir sama afbrotið. Lögreglan reyndi að fá Richard ákærðan fyrir meðsekt en ekki tókst að sanna hana svo að fallið var frá ákæru. í nokkurri kaldhæðni hefur verið sagt að þeim Richard og Lesley hafi , aðeins orðið eitt á. Þau hafl ekki ' flust nægilega langt frá Silverdale. Hefðu þau farið lengra frá gamla heimabænum hefði Willows aldrei 1 séð þau og líkur á að grunsemdir vöknuðu vegna sambúðar þeirra hefðu því verið hverfandi. Hvað refsingu varðar hafi þau í raun framið hið fullkomna morð. Gallinn sé hins vegar sá að flestum sem mál- ið tengist sé ljóst hvað þau gerðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.