Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 45
'TW7* LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
53
Benóný Ægisson ásamt Árna
Pétri Guðjónssyni og Jóhönnu
Jónas á æfingu.
Þrjú verk í Höf-
undasmiðjunni
Önnur sýning í Höfunda-
smiðju Leikfélags Reykjavíkur
verður í dag kl. 16.00 í Borgar-
leikhúsinu. Sýnd verða þrjú
verk eftir Benóný Ægisson.
Tvíleikur fyrir höfund og
Leikhús
leikara er örleikrit um ósam-
ræmið milli orðs og æðis. Það
fjallar um togstreituna milli
skrifaðs orðs höfundar og þess
veruleika sem leikarinn skapar
á sviðinu. Leikarar eru Árni Pét-
ur Guðjónsson og Benóný Ægis-
son.
Flugleiðir tilkynna brottfor
er einleikur sem gerist á barnum
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lóa
afgreislustúlka situr á barnum
og finnur hjá sér hvöt til að segja
sögu sína. Leikstjóri er Árni Pét-
ur Guðjónsson. Jóhanna Jó-
hanns leikur'Lóu.
Maður verður að gera það er
skopleikur um karlmennsku.
Verkið er einþáttungur fyrir
þrjá leikara og fjallar um ástir
og átök á vélaverkstæði. Leikar-
ar eru Ellert A. Ingimundarson,
Helga Braga Jónsdóttir og Theó-
dór Júlíusson. Leikstjóri er Ben-,
óný Ægisson.
Upplifun og
hamfaradans
í dag og á morgun verður
haldið námskeið í málaralist i
Grindavík. Það eru Tryggvi Han-
sen og Sigríður Vala sem standa
fyrir námskeiðinu sem hefur yf-
irskriftina Upplifun og hamfara-
list. Kennt verður frá 2-7 báða
dagana í Kvennó á Víkurvegi 21.
Samkomur
Paravist í Húnabúð
í dag kl. 14.00 verður á vegum
Húnvetningafélagsins paravist
spiluð í Húnabúð, Skeifunni 17.
Allir velkomnir.
Opið hús hjá Bahá'íum
Bahá’íar eru með opið hús að
Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Gítartónleikar á Akureyri
Einar Kristján Einarsson gít-
arleikari heldur tónleika á morg-
un kl. 20.30 í Listasafninu á Ak-
ureyri.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 25
2. febrúar 19§6 kl. 9.15
EininB Kaup Sala Tollnengi
Dollar 66,780 67,120 67,300þþ
Pund 101,400 101,910 101,150þþ
Kan. dollar 48,600 48,900 48,820þþ
Dönsk kr. 11,5960 11,6570 11,683Öþ
Norsk kr. 10,2670 10,3240 10,3150þ
Sænsk kr. 9,5690 9,6220 9,5980þ
Fi. mark 14,6300 14,7170 14,7830þ
Fra. franki 13,0560 13,1300 13,1390þ
Belg. franki 2,1806 2,1937 2,1985þ
Sviss. franki 54,7700 55,0700 55,5000þ
Holl. gyllini 40,0400 40,2800 40,3500þ
Þýskt mark 44,8600 45,0900 45,1900þ
It. lira 0,04218 0,04244 0,04194
Aust. sch. 6,3770 6,4160 6,4290þ
Port. escudo 0,4330 0,4356 0,4343þ
Spá. peseti 0,5323 0,5356 0,5328þ
Jap. yen 0,62400 0,62770 0,63150
Irskt pund 104,600 105,250 104,990þþ
SDR 97,01000 97,59000 97,83000
ECU 82,5300 83,0200 82,6300þ
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Hvasst vestanlands
í dag er spáð suðaustlægri átt og
verður allhvasst á vestanverðu land-
inu en kaldi eða stinningskaldi aust-
an til. Á sunnanverðu landinu og til
Vestfjarða verður rigning og slydda,
einkum þegar fer að líða á daginn.
Veðrið í dag
Norðaustanlands verður þurrt og
bjart veður og fyrir áhugafólk um
skíði eru meiri möguleikar á skíða-
iðkun á Norðurlandi en á Suður- og
Vesturlandi. Hitastigið á landinu
skiptist einnig dálítið. Hitinn verð-
ur fyrir ofan frostmark á Suður- og
Vesturlandi, mestur á Suðurlandi,
um um fimm stig, en á Norður- og
Austurlandi verður vægt frost, 1 til
2 stig.
Sólarlag í Reykjavlk: 17.24
Sólarupprás á morgun: 10.01.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.17
Árdegisflóð á morgun: 6.29.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrió kl. 12. i gœr:
Akureyri léttskýjaö -8
Akurnes skýjaö -2
Bergstaóir léttskýjaö -.2
Bolungarvík léttskýjaó -4
Egilsstaðir léttskýjaó -8
Keflavíkurflugv. skýjaö 1
Kirkjubkl. skýjaö -2
Raufarhöfn skýjaö -6
Reykjavík léttskýjaö -0
Stórhöföi léttskýjaö 3
Helsinki léttskýjaö -9
Kaupmannah. alskýjaó -3
Ósló þokumóða -7
Stokkhólmur skýjað -1
Þórshöfn skýjaó 1
Amsterdam rigning -0
Barcelona skýjaö 16
Chicago heióskýrt -26
Frankfurt mistur 1
Glasgow léttskýjaö 5
Hamborg mistur -4
London skýjaó 3
Los Angeles skýjaó 14
Madríd skýjaö 9
París heiósklrt 5
Róm
Mallorca léttskýjaö 16
New York sjókoma -3
Nice rigning 9
Nuuk alskýjaö 4
Orlando þoka 17
Vín súld á síö.kls. -7
Washington snjókoma -5
Winnipeg ísnálar -40
Veöriö kl. 12 í dag
Reggae on ice á Seifossi:
Sjóðheitt rokk
i Gjanm
Það er mikið um að vera á Sel-
fossi í tónlistinni þessa helgi. í
gærkvöldi hóf Bítlavinafélagið
endurkomu sína á Hótel Selfossi
við mikiö fognuö þeirra mörgu
sem komu til að sjá sveitina taka
gömlu Bitlalögin og eigin lög og í
kvöld verður sjóðheitt kvöld á
Gjánni á Selfossi þar sem hljóm-
Skemmtanir
sveitin Reggae on ice mun hita
undir kötlum með stuðtónlist.
Reggae on ice hefur verið starf-
andi í hátt á annað ár og nýlega
sendi hún frá sér lagið í berjamó,
sem hefur undanfarið hljómaö á
öldum ljósvakans. Þeir sem skipa
sveítina eru: Hannes Pétursson,
sem leikur á trommur, Ingimund-
ur Óskarsson, leikur á bassa, Stef-
án Örn Gunnlaugsson, leikur á
’ =-■ *. r BBHii - .
Reggae on ice sér um að halda gestum á Gjánni við efnið í kvöld.
hljómborð og sér um söng, og
Viktor Steinarsson, sem leikur á
gítar. Reggae on ice hefur leik um
miðnætti og leikur til kl. þrjú.
sBmMmammmsmmmsBÆm
Daniel Stern leikur hinn sein-
heppna Max Grabelski.
Svaðilför á
Djöflatind
Regnboginn sýnir um helgina
gamanmyndina Svaðilför á
Djöflatind (Bushwhacked). Fjallar
hún um sendilinn Max Grabelski
[ sem lifir í sínum eigin heimi og
lætur sér annaö fólk litlu varða.
í Til allrar óhamingju er Max snill-
ingur í að lenda á röngum stað á
röngum tíma. Þegar hann er
ákærður og eftirlýstur fyrir morö
sem hann framdi ekki sér hann
sig knúinn til að taka málin í sín-
ar eigin hendur og til að sanna
sakleysi sitt þarf hann að komast
upp á Djöflatind. Örlögin verða
þess síðan valdandi að Max er
ruglað saman við þekktan skáta-
Kvikmyndir
foringja og þarf hann að leiða sex
unga, áhugasama og viljuga skáta
með sér upp á Djöflatind. Með al-
ríkislögregluna á hælunum tekst
Max á hendur erfitt ferðalag upp
brattar fjallshlíöar og grýtta stíga
þar sem aðeins hæfustu skátafor-
; ingjar kunna að taka á aðstæð-
ík
I um.
Það er Daniel Stern sem leikur
hinn seinheppna Max. Auk hans
leika í myndinni Jon Polito, Brad
Sullivan og Ann Dowd. Leikstjóri
er Greg Beeman.
||
Nýjar myndir
Háskólabíó: Frönsk kona
Háskólabíó: Land og frelsi
Laugarásbió: Seven
Saga-bíó: Eitthvað til að tala
um
Bíóhöllin: Peningalestin
Bíóborgin: Frelsum Willy 2
Regnboginn: Waiting to Exhale
Stjörnubíó: Sannir vinir
Glíma
09
lyftingar
Það er mikið um að vera í
íþróttum um helgina og meðal
þess er glíma og lyftingar. Þorra-
mót Glímusambandsins verður
haldið í Hagaskólanum á morg-
un og hefst það klukkan 14.00.
Skráðir keppendur eru tuttugu
og fjórir í fjórum flokkum. Þorra-
mót er ólíkt hefðbundnum
glímumótum, meðal annars fá
keppendur stig eftir því hversu
fljótir þeir eru að leggja andstæð-
ing sinn og eru þá allir jafnir og
keppandi í yngsta flokknum get-
Iþróttir
ur til að mynda fengið fleiri stig
en glímukóngurinn sjálfur.
Kraftlyftingamenn reyna með
sér í dag en þá verður haldið ís-
landsmeistarmótið í bekkpressu
á annarri hæð í húsinu Duggu-
vogi 19 í Reykjavík. Hefst mótiö
klukkan 14.00 og eins og í
glímunni eru tuttugu og íjórir
keppendur skráðir.