Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Fréttir__________________________________dv Nauðgunarmálið um borð 1 Þerney orðið að allsherjar ráðgátu: FBI-rannsóknin seg- ir Bretann sekan - ÐNA-niöurstaöan til íslands daginn eftir að Hæstiréttur sýknaði hann Niðurstaða FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sýnir fram á að Bretinn Michael Rimmer átti sæði í smokk sem framvísað var í nauðgunarmáli hérlendis. Það er sama niðurstaða og í fslenskri rannsókn. Niðurstaða FBI, bandarísku alrík- islögreglunnar, sýnir fram á að Bret- inn Michael Rimmer, 23 ára, átti sæð- ið sem var í smokki sem var framvís- að í nauðgunarmálinu um borð í tog- aranum Þemey þann 8. október síð- astliðinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV var ekki liðinn sólar- hringur frá því að Hæstiréttur ís- lands sýknaði Michael af nauðgun á fimmtudag og haftiaði beiðni ákæru- valdsins um að fresta dómsuppsögu þegar niðurstaðan- barst til íslands - niðurstaðan barst á föstudag og kom heim og saman við íslenska DNA- rannsókn sem upphaflega var lögð til grundvallar í málinu en var á skjön við norskar niðurstöður. Kiúður sem ekki má fara enn verr Þeir sem DV ræddi við í gær um þetta sögulega nauðgunarmál telja sumir það orðið eitt allsherjar klúð- ur. Það liggur nú fyrir að mjög mikil- vægt er fyrir framtíð íslensks réttar- kerfis, og þó víðar væri leitað, að dómsmálaráðherra geri allt til að leitast við að skýra það misræmi sem fram er komið hjá norskum vísinda- mönnum annars vegar og íslenskum og bandarískum hins vegar. Það sem ruglar málið enn frekar, a.m.k. gagnvart leikmönnum, er að álit Gunnlaugs Geirssonar prófessors sé að norska rannsóknin teljist fulln- aðarrannsókn miðað við þá íslensku enda hafi hún náð til fleiri þátta. Til hvaða þátta náði þá bandaríska rann- sóknin? Var hún raunveruleg DNA- rannsókn á meðan hinar voru aðeins blóðþáttarannsóknir? Gífurlegir réttarfarslegir hagsmunir í húfi Verði þetta misræmi ekki útskýrt munu íslenskir dómarar í framtíð- inni ekki geta stuðst við niöurstöðu hinna oft og tíðum mikilvægu og ná- kvæmu DNA-rannsókna. Þeir sjá nú fram á verulega réttaróvissu í náinni framtíð vegna þessa máls. Hvað hefur gerst? Eins og rakið hefur verið í DV bentu mörg atriði sem ákæruvaldið haíði í höndunum við réttarhöldin í héraði eindregið til sektar Michaels Rimmers í nauðgunarmálinu - mörg- um fannst hin upphaflega DNA-rann- sókn reyndar að mörgu leyti hafa verið óþörf. Lítum á þessi atriði: Michael Rimmer viðurkenndi að hafa verið á nauðgunarstaðnum og ekkert kom fram um að annar karl- maður hefði verið þar með fórnar- lambinu. Auk þess neitaði Rimmer aldrei að hafa haft samræði við konuna. Hún var mjög illa útleikin eftir at- burðinn samkvæmt læknaskýrslu og benti margt til að henni hefði ver- ið þröngvað til kynferðisathafna. Rimmer man flest gjörla áður en hann kom með konunni um borð í Þerney en eftir það man hann lítið. Þetta þótti ótrúverðugur framburð- ur sakborningsins í héraðsdómi. Það sem þótti hins vegar m.a. ábótavant í rannsókninni var aö Bretinn var aldrei skoðaður hátt og lágt meö hliðsjón af öllum áverkun- um á konunni. Hún gat hins vegar framvísað smokki á vettvangi með sæði í og var það sent í íslenska DNA-rannsókn. Niðurstaðan sýndi fram á aö yfírgnæfandi líkur væru á að Rimmer ætti sæðið. Hann var síð- an sakfefldur í héraði - með hliðsjón af framangreindum atriðum og hinni íslensku „DNA-rannsókn“. Nokkru síðar kom reiðarslagið í málinu. Þá barst norsk „DNA-rann- Fréttaljós Óttar Sveinsson sókn“ sem Héraösdómur Reykjavík- ur hafði ekki viljað bíða eftir fyrir dómsuppkvaðningu í ljósi þess að ákærði hafði verið í gæsluvarðhaldi og farbanni frá 8. október og vissu- lega voru litlar sem engar likur tald- ar á að þær yrðu á skjön við ís- lensku DNA-rannsóknina sam- kvæmt reynslunni. Niðurstaðan sýndi hins vegar að nær útilokað væri að Bretinn ætti sæðið. Ríkissaksóknara láðist að biðja um frest Þegar norska niðurstaðan barst rak menn í rogastans. Engu að síður var málinu áfrýjað til Hæstaréttar og sendi RLR sýni úr smokknum til FBI í Bandaríkjunum til að freista þess að fá úr því skorið hvort ís- lenska eða norska DNA-rannsóknin væri líklegri. Hallvaröur Einvarösson ríkissak- sóknari sagði í málflutningi fyrir Hæstarétti að niðurstöðu frá Banda- ríkjunum væri í fyrsta lagi að vænta eftir 1-2 vikur ef vel gengi. Þar sem ekki var mjög langt i hana óskaði hann þess því að Hæstiréttur frestaði dómsuppsögu. En dómurinn gat ekki beðið og tók fram þegar hann sýknaði Mich- ael Rimmer á fimmtudag að ríkis- saksóknari hefði ekki beðið form- lega um að fresta málflutningi. í dóminum sagði aö Hæstiréttur gæti ekki beðið með að kveða upp dóm til að veita ákæruvaldi tækifæri til frekari gagnaöflunar á meðan málin hefðu einu sinni verið flutt - það hefði því verið málflutningurinn sem átti að bíða. Rimmer var síðan sýknaður á þeim forsendum að það miklir gallar væru á rannsókn málsins og það mikill vafi fram kominn í málinu um sekt sakborningsins að „önnur atriði, sem byggt var á í héraðsdómi, nægðu ekki til sakfellingar hans“. Hvað gerist nú? Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn endanlega dóm í sakamálinu og Rimmer er farinn úr landi. „Málið er bara búið,“ sagði Hallvarður Ein- varðsson við DV í gær. Sú kona sem kærði Michael Rim- mer fyrir nauðgun getur hins vegar freistað þess að stefna honum fyrir dóm, m.a. á grundvelli FBI-rann- sóknarinnar, og krafist skaða- og miskabóta vegna nauðgunarinnar. Aðeins á þann hátt getur hún látið reyna á sekt eða sakleysi Michaels Rimmers, þ.e.a.s. ef hann kemur til landsins. Hann mun því sennilega aldrei fara í fangelsi fyrir nauðgun á íslandi. Hvað Bretann varðar hefur það komið fram að hann „íhugar" að fara í skaðabótamál vegna óréttlátr- ar málsmeðferðar. Dagfari Háskólinn lagður niður öllum íslendingum er kunnugt orðið um fjárhagsvanda Háskóla Islands. Vandinn hefur verið ítar- lega kynntur og ræddur undanfar- inn áratug og sá sem ekki er sér meðvitaður um hinn gríðarlega fjárhagsvanda sem blasir við Há- skólanum hefur ekki vit á vanda af þessu tagi. Dagfari minnist ekki skólaslitaræðu, né heldur útskrift- arræðu eða hátíðarræðu eða opin- berrar umræðu um Háskólann, öðru vísi en að ráðamenn Háskól- ans hafi vikið sérstaklega að þess- um rosalega vanda sem Háskólinn stendur frammi fyrir. Háskólinn á sem sagt ekki fyrir útgjöldunum og hefur ekki átt lengi. Ekki einu sinni eftir að skólinn taldi sér skylt að höfða til spílafíknar og gróða- fíknar og hefja rekstur á spilaköss- um Gullnámunnar á helstu bjór- búllum þéttbýlisins. Gullnáman hefur ekki reynst sú gullnáma sem gullnámur eiga að vera og ríkissjóður margsvíkur Há- skólann og happdrætti HÍ er á fall- anda fæti og ekki einu sinni skóla- gjöldin standa undir kostnaðinum af hihu akademíska vfsindastarfi sem Háskólinn ræktar. Stúdent- arnir eru allir reknir með tapi og fá inngöngu í Háskólann fyrir náð og miskunn þótt skólinn eigi alls ekki fyrir þeirri kennslu sem nem- endunum er boðið upp á. Margir fjármálamálaráðherrar hafa staðiö frammi fyrir þessum fjárhagsvanda og ennþá fleiri menntamálaráðherrar og allir hafa þeir talað hlýlega til skólans og undirstrikað gildi æðri menntunar en því miður hafa þeir ekki átt fyr- ir lofræðunum og allt hefur setið við það sama. Nú erum við búin að fá menntamálaráðherra sem gerir sér að minnsta kosti grein fyrir vandanum og vill taka á honum án þess að lofa hærri greiðslum sem hann getur svo ekki staðið við. Björn Bjamason menntamálaráð- herra hefur reifaö þá hugmynd að skipta skólanum upp, þannig að Háskólinn hætti að kenna það sem kennt er og aðrir skólar taki það að sér í nokkurs konar verktakavinnu sem undirverktakar hjá Háskóla íslands. Með þessu móti telur ráð- herrann að draga megi úr fjárhags- vanda Háskólans með því að flytja hann annað enda kemur fram í máli ráðherra að ótækt sé að Há- skólinn sé neyddur til að taka við öllum þeim stóra hópi sem þangað sækir en ekkert erindi á í skólann. Hann vill að skólinn ráði því sjálf- ur hversu marga hann tekur í nám og hana nú! Nema auðvitað stúd- entarnir geti borgað fyrir sig sjálf- ir, sem er auðvitað þeirra mál. Háskólarektor hefur tekið undir þá hugmynd að Háskólinn verði sjálfseignarstofnun, sem felur það sömuleiðis í sér að skólinn ákvarð- ar fjölda stúdenta og tekur upp nu- merus clausa. Þá ræðst menntun íslendinga af því hvort Háskóli is- lands hefur efni á því að mennta svona marga íslendinga sem er vitaskuld sjónarmið út af fyrir sig. Hvaða vit er í því, segir háskóla- rektor, að Háskóli íslands sé að taka á móti ungu fólki til háskóla- náms, sem hefur ekkert nema tap í för með sér, þegar þetta unga fólk flytur síðan til útlanda með mennt- un sína? Er einhver sanngimi í því að Háskóli íslands sé rekinn með tapi vegna námsfólks sem skilar svo engu í þjóðarbúið á móti? I raun og veru ganga þessa vangaveltur út á það að Háskóli íslands verði að mestu lagður niður í núverandi mynd og annist eingöngu fólk sem hefur efni á þvi að læra, sem kann að læra og sem skuldbindur sig til að setjast að hér heima til að þjóð- arbúið njóti afrakstursins af kostn- aðinum við að mennta fólkið. Þetta er auðvitað í fullu samræmi við markaðshyggjuna og frjálshyggj- una sem hlýtur að taka mið af því hvað þjóðfélaginu er fyrir bestu þegar þjóðin hefur ekki lengur efni á að mennta allt það fólk sem vill mennta sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.