Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 9 Utlönd Bandarísk hjón ákærö fyrir kynferðislegt ofbeldi: Gáfu börnunum rottur að borða Fimmtíu og tveggja ára karlmað- ur í Chicago og eiginkona hans, sem hafa verið ákærð fyrir að misnota börn sín kynferðislega, ku einnig hafa sprautað í þau kókaíni og gefið þeim soðnar rottur og kakkalakka í matinn. Saksóknarar í Chicago sögðu í gær að Gerald Hill, fyrrum rekstrar- stjóri hótels fyrir útigangsmenn þar í borg, hefði verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun og mis- þyrmingar á börnunum sínum, fimm ára dreng og þremur systrum hans, tíu, ellefu og tólf ára. Ákæran er í 1200 liðum. Yfirvöld telja að Hill sé annað hvort faðir tveggja stúlkn- anna eða þeirra allra. Það var ekkert óalgengt á heimil- inu að bera fyrir börnin hamflettar og soðnar rottur sem síðan var velt upp úr hveiti og djúpsteiktar. Einnig fengu bömin soðna kakka- ' lakka í bragðsterkri sósu. Til stóð að mál Hills yrði dómtek- ið í gær en því var frestað. Hann hefur setið í steininum frá þvi í des- ember. Barbara eiginkona hans, sem er 41 árs, var ákærð í fjórum liðum fyrir alvarlegt kynferðislegt ofbeldi og situr einnig inni. Yfirvöld sögðu að hún hefði oft eytt bróðurparti mánaðarlegs 1200 dollara fram- færslutékka frá félagsmálayfirvöld- um til að kaupa eiturlyf. Börnin hafa sagt félagsráðgjöfum frá fjögurra ára pyntingum sem hóf- ust 1989 en lauk í janúar 1994. Börn- in voru tekin af foreldrunum vorið 1994 en það var ekki fyrr en nýlega að þau fóru að segja frá í smáatrið- um hvað þau þurftu að þola. Þau eru öll með ör eftir nálastungur og ein stúlkan er með ljótt brunasár þar sem reynt var að fela nálafar. Fimm ára drengurinn hafði nýlega uppi kynferðislega tOburði við lítið stúlkubarn og hann á vanda til að fá bræðisköst. „Þetta hlýtur að hafa verið algjört helvíti," sagði saksóknari einn við blaðið Chicago Tribune. Reuter Poppstjarnan Madonna brosir breitt en hún er hér í fylgd ieikarans Antonios Banderas á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Madonna leikur aðalhlutverkið í kvikmynd sem gerð er eftir söngleiknum Evitu og fjallar um Evu Peron, fyrrum forsetafrú Argentínu. Móttökur Argentínumanna hafa verið blendnar en Eva Peron er þjóðardýrlingur í aug- um margra þeirra. Símamynd Reuter Níkaragva: Sprenging í kirkju fyrir heimsókn páfa Öflug sprenging varð í gær í kirkju i bænum Masaya, 30 km suður af Managua, höfuðborg Níkaragva, skömmu áður en Jó- hannes Páll páfí var væntanleg- ur þangað. Skemmdir af völdum sprengingarinnar voru ekki miklar og enginn slasaðist. Vitni reyndu að elta gjömings- mennina uppi en án árangurs. Tilræðið var það 18. í röðinni sem beinist gegn kirkjum í Ník- aragva síðan í maí en sjö þeirra hafa átt sér stað í Masaya. Ekki er vitað um ástæðu sprenging- anna. Engin viðbrögð komu frá stjórnvöldum en öryggisráðstaf- anir höfðu verið hertar fyrir komu páfa. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í tengslum við fyrri sprengjutilræði. Munu ein- hverjir þeirra tengjast Sandin- istahreyfingunni. íbúar Ník- aragva skiptast enn í ákveðnar hægri- og vinstrihreyfingar og mun páfi boða frið í heimsókn sinni. Reuter A MJOG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRÁÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. t:í* Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 P 562 2901 og 562 2900 ÞJÓFAVARNARKERFI fyrir heimili, fýrirtæki og stofnanir ítt ekki missa af henni! örbylgjuofnar Panasonic örbylgjuofnarnir eru allir tölvusiýrðir og fáanlegir í miklu úrvali með fjölmörgum möguleikum s.s. grilli og blæstri sem gerir eldamennskuna léttari og auðveldari. ryksugur Kraftmiklar Panasonic ryksugur sem kunna sitt fag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.