Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 15 Veiðileyfagjald handa stjórnmálamönnunum? Fyrir nokkrum árum skrifaði ég tvær eða þrjár greinar hér í DV þar sem ég* gaf þeirri hugmynd undir fótinn að skipta veiðiréttin- um á íslandsmiðum upp á milli allra landsmanna fyrir fullt og allt. Þeir gætu þá leigt eða selt réttinn til útgerðarfyrirtækja eða nýtt hann sjálfir. Meginatriðið með þessari hugmynd var þó að koma veiðiréttinum í einkaeign til frambúðar. Rétturinn væri fram- seljanlegur að fullu og hinn frjálsi markaður kæmi honum til þeirra sem náð geta hámarks affakstri með lágmarks tilkostnaði. Eignarréttur er tryggður Með núverandi kerfi höfum við hins vegar náð þessu markmiði. Veiðirétturinn er í einkaeign og gengur á milli manna eins og aðr- ar eignir sem menn nýta í at- vinnuskyni. Það er aðalatriðið. Þeir sem mæla svonefndum auð- lindaskatti eða veiðileyfasölu rík- isins bót vilja hins vegar að með reglulegu mÚlibili geri ríkið veiði- réttinn upptækan og selji hann. Þeir vilja með öðrum orðum fjölga krónunum sem stjómmálamenn hafa úr að spila en fækka þeim sem atvinnulífíð hefur til umráða. Hækka ráðstöfunarfé pólitíkusa en minnka möguleika útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja til að greiða góð laun, skapa ný atvinnutæki- færi og að keppa við erlenda fisk- vinnslu. Verslunarpláss í Kringlunni er takmarkað, rétt eins og veiðirétt- urinn við strendur íslands. En dettur einhveijum í hug, nema gömlum marxistum, að ríkið eigi að hrifsa Kringluna til sín á hverju ári og selja verslunarpláss- in hæstbjóðanda? Við getum auð- vitað öfundað bæði þá sem eiga verslunarplássin og veiðiréttinn en það veitir okkur ekki rétt tO að þjóðnýta eignir þeirra. Sameignarsinnar koma ur felum Alþýðuflokksmenn hafa verið helstu talsmenn þess að ríkisnýta sjávarútveginn með veiðileyfa- gjaldi. Jón Baldvin Hannibalsson, maðurinn sem studdi ekki frelsi í Kjallariiui Glúmur Jón Björnsson formaður Heimdallar útvarpsrekstri fýrir nokkrum árum, hefur farið þar fremstur í flokki. Það er svo sem ekkert nýtt að alþýðuflokksmenn vilji að ríkið leysi markaðinn af hólmi. Ríkis- rekstur var kjarninn í stefnu Al- þýðuflokksins við stofnun hans. Þeir hafa hins vegar reynt að breiða yfir þessa fortíð sína með ýmsum hætti hin síðari ár. í þessu máli, eins og þegar frelsi til út- varpsreksturs var í húfi, sýna þeir sitt rétta andlit. Einhver gæti sagt að þeir vilji nota þær auknu tekj- ur ríkissjóðs sem fengjust með auölindaskattinum til að setja ný met í fjáraustri í landbúnaðinn en eins og kom fram á dögunum á Al- þýðuflokkurinn mörg „glæsileg“ met í þeim efhum. Öllu meira áhyggjuefni er þó að innan stjómarflokkanna eru nokkrir þeirrar skoðunar að auka þurfi tekjur ríkissjóðs með auð- lindaskatti. Einkum eru þetta menntamenn sem þykjast sjá mat- arholu í auðlindaskattinum fyrir menntakerfið. Það er því í besta falli hlægilegt þegar þessir menn saka aðra um að verja sérhags- muni. Þegar kvótakerfið var tekið upp var veiðireynsla manna lögð til grundvallar úthlutun á veiðirétti. Þeir sem höfðu gert út og voru búnir að vinna sér inn rétt fengu að halda þeim rétti. Um það má auðvitað alltaf þræta hversu langt aftm- hefði átt að líta í þeim efnum en aðalatriðið er að einkaeignar- rétti var komið á þessi verðmæti eins og flest önnur verðmæti til at- vinnurekstrar á Vesturlöndum. Glúmur Jón Bjömsson „Verslunarpláss í Kringlunni er takmarkað, rétt eins og veiðirétturinn við strendur íslands. En dettur einhverj- um í hug, nema gömlum marxistum, að rfkið eigi að hrifsa Kringluna til sín á hverju ári og selja verslunarpláss- in hæstbjóðanda?" „Veiðirétturinn er í einkaeign og gengur á milli manna eins og aðrar eignir sem menn nýta í atvinnuskyni. Það er aðalat- riðið.“ Böl bifreiðakaupastyrkja? Á þessum vetri hefur fátt verið góðra frétta af kjaravettvangi ör- yrkja á landi hér en af ótíðindum ærinn fiöldi sem munu við ótalinn fjölda koma, þegar öllu því er til skila haldið. Sannast sagna höfðum við hér á bæ Öryrkjabandalagsins á því nokkra trú að eftir allar hremm- ingar fjárlaga og fylgifisks þeirra, bandormsins svokallaða, myndi a.m.k. í bili látið þar við sitja, enda þætti mönnum sem þeir hefðu afrekað nokkuð í þá veru að spara á þessum liðum. Á ótrúlega mörgu Vcæ tekið til skerðingar, sumt náði að fullu fram að ganga, annað tók verulegum breytingum til batnaðar frá fyrri hugriiyndum og sumu blessunarlega til hliðar ýtt, en alltof fáu þó. Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ óra fyrir slíku. Þegar hugað hafði verið að margfrægum spamaðar- leiðum í hæstvirtu ráðuneyti þá kom mönnum þó helst í hug þessi skerðing. Og niðurstaðan sú að 265 rétt- hafar þessara styrkja fá nú sitt nei í stað styrksins góða með kærri kveðju frá stjórnvöldum og aldeil- is sérlegri frá flokknum sem hafði fólk í fyrirrúmi alveg þangað til kynnst, þar sé í sama knérunn höggvið æ ofan í æ, þar beinist at- hygli öll að ofurkjörum öryrkja sem auövitað þurfi að skerða sem allra mest. En það þarf líka ákveðið hug- myndaflug til að gera ýmsar þær undraráðstafanir sem á döfinni hafa verið og koma nú niður á þeim sem allra síst skyldi. En það hugmyndaflug fær fjarska lítið „Fækkun styrkja úr 600 til hreyfihaml- aðra almennt niður í 335 styrki er meiri en svo að við hefðum hugarflug til að láta okkur óra fyrir slíku.“ Dýrmæt samfélagsaðstoð Þegar við sáum i sundurliðun fjárlagafrumvarps að sama upp- hæð var áætluð til bifreiðakaupa- styrkja og var á liðnu ári álitum við eðlilega að sá kvittur um nið- urskurð sem okkur hafði til eyrna borist heföi aðeins í vindinum ver- ið. Við töldum enda svo verulega að gert í alls kyns öðrum skerðing- um og sparnaði í þessum mála- flokki að mönnum þætti nú rétt að þyrma þessari dýrmætu samfé- lagsaðstoð við hreyfihamlaða, að- stoð sem gerir fjölmörgum það kleift að stunda störf sin og eiga um leið fjölbreyttara félagslíf, svo aðeins sé á þessu tvennu tekið. En Adam var ekki lengi í Para- dís Ingibjargar því kvitturinn reyndist réttur, draumur ráða- manna um skerðingu hafði ávallt blundað í undirvitund þeirra og nú í janúarlok reið yfir rassskell- ing mikil. Fækkun styrkja úr 600 til hreyfihamlaðra almennt niður í 335 styrki er meiri en svo að við hefðum hugarflug til að láta okkur þeim góðu mönnum voru valdataumar fengnir. Hugmyndasnauð ríkisstjórn Það kemur því ekki á óvart þó hingað hringi áhyggjufullir ör- yrkjar, eigandi lifsafkomu sína alla undir geðþótta ráðamanna í raun, og spyrji hvaða ótíðindi muni koma þeim í koll næst. Orð- hög kona hér á bæ hefur áður sagt að þessi ríkisstjórn sé sú hug- myndasnauðasta sem hún hafi hrós frá okkur hér. Það að svipta nú á þessu ári 265 hreyfihamlaða þessari mikilvægu samfélagsað- stoð er ranglát aðgerð og í engu sparandi þegar til alls er litið. Öryrkjabandalag íslands mót- mælir harðlega þessari gjörð allri og trúir því og treystir að einhver bót verði á ráðin. Eða líta menn máske sums stað- ar „ á þessa bifreiðakaupastyrki sem böl sem bjarga verði mönnum frá? Helgi Seljan Með og á móti Borin út á Hvoli ~ Sagði upp ábúð „i nóvemb- er 1991 var synjað beiðni ábúandans á Hvoli I um að ríkið keypti af honum fas- teignir í hans eigu á jörð- inni. Það var byggt á því aö slík kaup brytu í bága við lög nema um ábúðarlok og brottflutning væri að ræða. I desember s.á. sagði ábúandinn skriflega upp ábúð á jörðinni og gerði kröfu um a ríkið keypti eignimar. Var það gert með samningi 3. sept- ember ’93, þar sem skýrt var kveðið á um að hann flytti af jörðinni um áramót 1993/1994. Ráðuneytið framlengdi þó í tvígang á árinu 1994 heimild ábúandans til að dvelja á jörð- inni, eða til 1. desember 1994, en þá hafði veirð tekin ákvörðun um að selja jörðina. Eignir ábú- anda á jörðinni voru keyptar samkvæmt mati úttektarmanna Ölfushrepps á kr. 26.401.485. Þeg- ar Ríkiskaup seldu jörðina, þ.e. eignir ábúanda sem ríkið keypti, land jarðarinnar og aðrar eignir ríkisins, fengust aðeins kr. 13.414.637 krónur. Eigning var auglýst og seld á frjálsum mark- aði á sama og gerist um aðrar bújarðir. Kaup á eignum ábú- endea á ríkisjörðum án ábúðar- loka samræmist ekki 16. gr. ábúðarlaga og er ríkinu óheimilt að kaupa sllkar eignir án laga- heimfldar. Því bar ábúanda á Hvoli I að flytja af jörðinni og efna þann samning sem hann hafði gert. Það gerði hann ekki og því var ráðuneytið ekki í að- stöðu tfl annars en að óska eftir aðstoð sýslumanns við að rýma jörðina í samræmi viö niður- stöðu dómstóla um skyldu ábú- anda tfl að flytja af jörðinni, þannig að unnt væri að afhenda hana nýjum eiganda,” Jón Höskuldsson, skrifstofustjórl ( landbúnaðarráðu- neytlnu. Hesta- barón á Bjarnfreður Ar- mannsson, verka- maður. DV-myndir BG jöröina Útburðar- málið að Hvoli í Ölfusi er makalaust óréttlæti sem beitt er af stjórnvöldum með fulltingi réttarkerfisins í landinu. Svo virðist sem Landbúnaðar- ráðuneytið hafi verið að úthluta ákveðnum „hestabarón” því velviljuðu jörð- in a. Það gera þeir með því að hunsa hæsta tflboð Björgvins Ármannssonar í jörðina en taka lægra tilboði „hestabarónsins”. Þar með kemst ráðuneytið að því að minni peningar séu betri en meiri. í ofanálag þurftu dómarar að búa sér til forsendur í útburð- ardómi til að húsbændur þeirra yrðu ánægðir. Þó er aumkunar- verðast við þetta allt saman, hugleysi Halldórs Blöndal að þora ekki að mæta útbomum bændum fyrir framan alþjóð og verja gerðir sínar. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.