Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Afmæli Sigurður Haraldsson Sigurður Haraldsson, oddviti og hreppstjóri, Grófargili, Skagafirði er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Brautarholti í Seyluhreppi, ólst þar upp og vann við bústörf. Hann stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum 1954-56 og lauk þaðan búfræði- námi. Að námi loknu stundaði hann ýmis störf, var m. a. í byggingar- vinnu og við mjólkurkeyrslu. Vor- ið 1961 tók hann á leigu ásamt konu sinni hótelið í Varmahlíð og starfrækti það til vors 1969. Sig- urður var stöðvarstjóri Pósts og síma í Varmahlíð 1961-69 og hefur verið bóndi í Grófargili frá 1969. Sigurður sat í hreppsnefnd Seyluhrepps 1970-82 og frá 1986, var skrifstofumaður og gjaldkeri Seyluhrepps 1983-86, er oddviti hreppsins, formaður oddvita- og framkvæmdanefndar Varmahlíð- arskóla frá 1986 og hefúr verið hreppsstjóri frá 1984. Fjölskylda Sigurður kvæntist 25.8 1960, Þóru Ingimarsdóttur, f. 21.3.1936, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Ingimar Sigurðsson garðyrkju- bóndi og Emilía Friðriksdóttir i Fagrahvammi í Hveragerði. Böm Sigurðar og Þóm em Em- ilía, f. 14.111961, kennari í Reykjavík, en maður hennar er Bjami Ámason byggingartækni- fræðingur; Ingimar, f. 19.3 1963, býr með foreldrum sinum á Gróf- argili; Jóhanna, f. 27.2 1964, hús- freyja en maður hennar er Pétur Sigmundsson bóndi á Vindheim- um í Skagafirði; Haraldur, f. 11.5. 1965, sagnfræðingur og skipulags- fræðingur í Reykjavík; Helga, f. 18.12.1970 nemi við HÍ, en maður hennar er Páll Frímannsson, nemi við HÍ, Reykjavík. Bamaböm Sigurðar og Þóm em nú fjögur talsins. Bræður Sigurðar em Haukur, f. 5.7.1927, iðnverkamaður á Sauð- árkróki; Stefán Gunnar f. 12.9. 1930, bifreiðastjóri og bóndi í Víðidal í Skagafirði; Bragi Skag- fjörð, f. 27.4.1942, byggingarmeist- ari á Sauðárkróki. Foreldrar Sigurðar vora Har- aldur Bjami Stefánsson, f. 6.1 1902, d. 25.6.1969, bóndi að Braut- arholti, og k.h., Jóhanna Gunn- arssdóttir f. 12.5.1901, d. 24.1. 1986, húsfreyja. Ætt Systir Haralds var Guðrún, móðir Stefáns íslandi. Haraldur var sonur Stefáns Bjarnasonar, b. á Halldórsstöðum i Skagafirði, Bjamasonar í Brekku í Seylu- hreppi Bjamasonar þar Sveins- sonar, b. í Litladal í Lýtingsstaða- hreppi, Jónssonar, b. á Syðri- Mælifellsá, Stefánssonar. Móðir Haraldar var Aðalbjörg Magnúsdóttir, Jónassonar, bónda í Litladal í Blönduhlíö, eyfirskrar ættar. Haraldur var af Borgarætt (Borgar-Bjarni) og er af þeim ætt- boga margt ágætis söng- og tón- listarfólk komið, s.s. Eyþór Stef- ánsson tónskáld. Jóhanna var dóttir Gunnars, b. í Keflavík í Hegranesi, Ólafssonar, b. á Ögmundarstöðum í Staðar- hreppi, Jónssonar þar Magnússon- ar, b. í Stíflisdal og Kárastöðum í Þingvallasveit. Móðir Jóhönnu var Sigurlaug, systir Jóns Ósmanns, ferjumanns í Utan- verðunesi, Magnúsdóttir, b. í Ut- anverðunesi, Amasonar, b. í Garði í Hegranesi, Jónssonar, b. á Bessahlöðum í Öxnadal, Halldórs- sonar, b. í Flögu og Stóragerði í Hörgárdal, Jónssonar, bónda i Ásláksstaðakoti i Kræklingahlíð. Sigurður Haraldsson. Ættir Jóhönnu í móðurætt má rekja allt til Magnúsar prúða er bjó á ofanverdri sextándu öld í Ögri við ísafjarðardjúp, en af hon- um og k.h., Ragnheiði, komu mjög sterkir stofnar, m.a. urðu 4 synir þeirra sýslumenn, svo og prestar og biskupar, s.s. séra Oddur í Miklabæ og faðir hans, Gísli Magnússon, biskup á Hólum, er stóð að byggingu dómkirkjunnar á Hólum er enn stendur. 111 hamingju með afmælið 7. febrúar 90 ára ar, Skipholti 45, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Benedikt G. Guðmundsson deildarstjóri. Hjördís og Benedikt eru í útlönd- um. Kristján Vemharðsson, Grýtubakka 2, Reykjavík. Sigríður Bjömsdóttir, Fitjamýri, Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Guðný Kristjánsdóttir, Rauðaskriðu II, Aðaldælahreppi. Guðrún S. Pétursdóttir, Víðimel 44, Reykjavík. Sumarliði Bjömsson, Litluhlíð, Skaftárhreppi. 80 ára Bjami Jörgensson, Vitastíg 17, Reykjavik. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Rauöalæk 41, Reykjavík. Werner Paul H. Tessnow, Gullsmára 11, Kópavogi. 75 ára 50 ára Guðmundur M. Jónsson, Álfatúni 3, Kópavogi. Snorri Pétursson, Brekkuseli 15, Reykjavík. Bjami Egilsson, Miðbraut 17, Seltjarnamesi. Laurel Anne Clyde, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. 40 ára Þorvaldur Ásgeirsson, Norðurbraut 11, Hafnarfirði. Guðný G. Ólafsdóttir, Hæðargarði 35, Reykjavik. 70 ára Guðrún Stefánsdóttir, Amarsíðu 2D, Akureyri. Sigurjón Torfason, Hvítadal, Saurbæjarhreppi. Sigurborg Ágústsdóttir, Birkimel 10A, Reykjavík. Sverrir Jónatansson, Fomuströnd 11, Seltjarnamesi. Hallgrímur Þórðarson, Heiðarvegi 56, Vestmannaeyjum. Eyjólfur Arthúrsson, Ásgaröi 3, Reykjavík. 60 ára Ingibjörg Magnúsdóttir, Gautlandi 9, Reykjavík. Jóhann Baldursson, Blöndubakka 10, Reykjavík. Guðlaugur Unnar Nfelsson, Gerðhömmm 7, Reykjavík. Sigurleifur Tómasson, Kársnesbraut 106, Kópavogi. Elín Bjömsdóttir, Steinahlíö 2 C, Akureyri. Unnxu- Þorsteinsdóttir, Álfhólsvegi 137D, Kópavogi. Jóhanna S. Einarsdóttir, Hjördís H. Kröyer, framkvæmdastjóri Hjartavemd- Reykjafold 24, Reykjavik. Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði HÓTEL ílLÁNP 5687111 Nýtt hús byggt á Gjögri - þar er nú einn íbúi DV, Selfossi: Adolf Thorarensen, flugaf- greiðslumaður á Gjögri í Árnes- hreppi á Ströndum, flutti í nýbyggt hús og fullklárað þann 27. janúar sl. Húsið er á einni hæð, 82 m2. Adolf byrjaði á húsinu í septem- ber og ákvað þá að flytja inn í janú- ar, sem honum tókst. Yfirsmiður var Ragnar Torfason en margir Ár- neshreppsbúar lögðu hönd á plóg- inn því þeir vilja ekki missa Adolf úr flugafgreiðslunni. Hann er nú eini íbúinn á Gjögri yfir vetrarmán- uðina annað árið í röð. Nýja húsið er stutt frá flugvellinum. Það sparar mikinn snjómokstur. Regína Kristinn Eyjólfsson Kristinn Eyjólfsson læknir, Grenilundi 5, Akureyri, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Kristinn fæddist að Kálfafelli í Suðursveit en ólst upp á Höfii í Homafirði. Hann lauk stúdents- prófi frá ML 1967, stundaði nám í læknisfræði við HÍ og lauk emb- ættisprófi þaðan 1976 og lauk sér- fræðinámi í bamalækningum í Svíþjóð. Hann var heilsugæslulæknir á Akureyri 1977-79, læknir í Falun í Svíþjóð en hefur nú verið starf- andi læknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Kristinn er forseti Rotaryklúbbs Eyjafjarðar og hefúr gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Kristinn Eyjólfsson. Fjölskylda Kristinn kvæntist 12.8. 1972, Valgerði Hrólfsdóttur, f. 15.1. 1945, kennara. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar smiðs, og Margrétar Guðbjargar Hjaltadóttur. Synir Kristins og Valgerðar eru Hrólfúr Máni Kristinsson, f. 14.8. 1973, nemi í landslagsarkitektúr í Noregi; Stefán Snær Kristinsson, f. 10.9. 1977, nemi við MA; Grétar Orri Kristinsson, f. 6.5. 1980, grunnskólanemi. Systkini Kristins em Sigmar Eyjólfsson, f. 9.5.1933, bifvélavirki í Reykjavik; Hreinn Eyjólfsson, f. 18.5. 1943, bifvélavirki í Reykjavík; Elísabet Eyjólfsdóttir, f. 22.7. 1950, verslunarmaður á Dalvík. Foreldrar Kristins: Eyjólfur Stefánsson, f. 14.7.1905, organisti á Höfn í Homafirði, og Ágústa Sigurbjömsdóttir, f. 30.8. 1913, d. 17.6. 1983, húsmóðir. Kristinn er að heiman. Fréttir Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Hér eru saman komnir fimm ættliðir í beinan kvenlegg. Ætt- móðirin heitir Fanney Tómas- dóttir, sitjandi hægra megin á myndinni, og er fædd 5. janúar 1912. Dóttir hennar, Ólöf S. Magnúsdóttir, fædd 20. febrúar 1936, situr við hliö hennar. Hennar dóttir er Inga Hanna Ingólfsdóttir, fædd 31. desember 1953, standandi hægra megin, þá kemur Linda B. Pálsdóttir, fædd 15. desember 1973 við hlið henn- ar og yngst sr Inga Lóa Karvels- dóttir, fædd 20. febrúar 1993, fyr- ir miðri mynd. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.