Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 Fréttir Takmarkað samstarf lögreglu og tollyfirvalda í fíkniefnamálum: Lítil not af leitarhundum vegna samstarfsörðugleika - alger ringulreiö ríkir hjá tollinum og engar aðgeröir samræmdar, segja tollverðir „Það er alger ringulreið og stjómleysi í toUgæslunni. Hér eru engar aðgerðir samræmdar," segir toUvörður, sem ekki viU láta nafn sins getið, í viðtali við DV. Lögreglumenn, sem DV hefur rætt við, halda hinu sama fram og nefna sem dæmi að tveir hundar, þjálfaðir til fíkniefnaleitar og toU- gæslan hefur yfir að ráða, nýtist ekki nema að litlu leyti við fíkni- efnaleit vegna samstarfsörðugleika tollgæslu og lögreglu. í þessu sam- bandi er talað um hálf not af um- ræddum hundum. Kristján Ingi Kristinsson, tals- maður fíkniefnalögreglunnar í fjar- veru Björns HaUdórssonar, var spurður um réttmæti þessara full- yrðinga en hann vildi ekkert um málið segja. Töluverðrar spennu hefur gætt í . hópi toUvarða síðustu daga, eða frá því fjórir úr þeirra hópi féllust á að segja DV frá starfsaðstæðum þar og vanmætti toUgæslunnar tU að hafa uppi á fíkniefnum. Það mál hefur haft þær afleiðingar að búið er að kaUa toUverðina fjóra inn á teppið hjá Bimi Hermannssyni, tollstjóra í Reykjavik. Togstreitan innan tollgæslunnar á sér langan aðdraganda og skýrist m.a. af því að sparnaður hjá emb- ættinu hefur leitt af sér að yfir- vinna hefur verið skorin niður og störfum fækkað. Tollverðir segjast því eiga stöðugt erfiðara með að sinna störfum sínum. Einnig þykir skipulagi tollgæsl- unnar áfátt. Kvartað er undan aö verkaskipting miUi toUstjórans í Reykjavík og ríkistoUstjóra sé óljós og einnig hefur allt síðasta ár ver- ið grunnt á hinu góða miUi toU- varða og yfirstjórnar embættisins. Lögreglumenn tala um „hnúta í kerfmu“ þegar kemur að samstarfi við tollgæsluna og tollverðir segj- ast ekki lengur hafa tök á að beita markvissum vinnubrögðum við störf sín vegna mannfæðar og skipulagsleysis. -GK Tollverðirnir á teppinu hjá tollstjóranum í Reykjavík: Ekki rangt heldur rangt að segja frá - segir tollstjóri sem fengið hefur greinargerð frá tollvörðunum „Ég hef fengið greinargerð tollvarðanna í hendur en vil ekk- ert tjá mig um hana,“ segir Björn Hermannssön, tollstjóri í Reykjavík, um deilur sem uppi er í tollþjónustunni. Yfirmenn á einstökum stöðv- um tollþjónustunnar hafa í við- tölum við DV lýst óánægju með starfsaðstæður sínar og m.a. full- yrt að toUgæslan sé svo fáliðuð og fjársvelt að fíkniefni eigi greiða leið inn í landið. Greint var frá því að aðeins tækist að skoða lítið brot af þeim hundruð- um gáma sem koma tU landsins í viku hverri og eins færi póstur ótollskoðaður inn í landið ef hann bærist hingað utan dag- vinnutíma toUvarða. Þetta varð tollstjóra tilefni til að taka tvo deUdarstjóra og tvo yfirtoUverði á teppið og krefja þá skýringa á ummælum sínum. Greinargerð tollvarðanna hefur toUstjóri nú fengið í hendur en hann vildi í samtali við DV ekk- ert segja um hvað hann hygðist gera næst í málinu eða hvort hann léti kyrrt liggja. Björn sagðist ekki líta svo á að toUverðirnir hefðu greint rangt frá ástandinu innan toUgæslunn- ar. „En það er annað mál að þau sögðu DV þetta og með þessum hætti,“ sagði Björn. Um það hvort tollverðirnir hefðu skaðað toUgæsluna með frásögn sinni í DV af starfsað- stæðum vUdi Björn ekkert segja. Páll Franzson, deildarstjóri tollgæslunnr í Sundahöfn og einn þeirra sem tollstjóri kaUaði til sín, sagðist í samtali við DV í gær bíða eftir viðbrögðum toU- stjóra við greinargerðinni. Svo yrði að koma í ljós hvort hún dygði. -GK Tollvörður varð fyrir því að bíll hans var skemmdur. Hann telur það vera hefndaraðgerð fíkniefnasala. Tollstjóri segir að sér vitanlega hafi ekkert svona gerst. Myndin sýnir toll- vörðinn við skemmdan bíl sinn. DV-mynd ÆMK Aðkast að tollvörðum vegna starfa þeirra: Hefur aldrei gerst - segir Björn Hermannsson, tollstjóri í Reykjvaík „Mér vitanlega hefur ekkert svona gerst. Það hefur því aldrei komið fram krafa um bætur frá embættinu," segir Björn Hermannsson, toUstjóri í Reykja- vík, en á dögunum var frá því sagt í DV að verulegar skemmdir hefðu verið unn- ar á bU toUvarðar í Reykjvaík. Umræddur tollvörður sagði í samtali við DV að um hefndaraðgerð hefði verið að ræða. Til marks um það er að engu var stolið úr bílnum heldur aðeins unnar á honum skemmdir, rúða brotin og olíu skvett á bílinn. Af hlaust umtalsvert tjón. Björn Hermannsson sagðist engu geta svarað um hvað gerðist ef toUvörður færi fram á bætur vegna eignatjóns sem hann yrði fyrir vegna starfs síns. „það eru svo mörg „ef ‘ í svona málum að ég ræði þau ekki,“ sagði Björn. -GK Bæjarstjórn Akureýrar áformar að selja hlutinn í ÚA: Minnihlutinn klofinn í afstöðu sinni - söluvirði bréfanna 1.350 milljónir króna í fjárhagsáætlun Framkvæmda- sjóðs Akureyrarbæjar fyrir þetta ár, sem afgreidd var á bæjarstjórn- arfundi sl. þriðjudag, var gert ráð fyrir að selja ÖU hlutabréf í eigu sjóðsins. Stærsta eignin er ríflega 53% hlutur í Útgerðarfélagi Akur- eyringa, að nafnvirði um 410 millj- ónir króna. Miðað við gengi ÚA- bréfanna í dag er söluvirði bréf- anna um 1.350 mflljónir. Meirihluti bæjarstjórnar, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur samþykkti að láta kanna möguleika á sölu bréf- anna í heilu lagi á þessu ári. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins voru sammála meirihlutanum en hinn minnihlutaaðilinn, Alþýðubanda- lagið, lýsti sig andsnúinn áformun- um og skilaði sérbókun. Sigurður J. Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, sagöi í samtali við DV að þegar Akureyrarbær setti fjármagn í nokkur fyrirtæki í bænum til að reisa þau við hefðu þau markmið verið sett að bærinn seldi sína hluti við fyrsta tækifæri. „Við teljum að sá tími sé kom- Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar ætlar sér að kanna sölu hlutabréfanna í ÚA. Minnihluti bæjarstjórnar er klofinn í afstöðu sinni til málsins. DV-mynd gk inn hvað ÚA snertir. Eignarhluti bæjarins hefur minnkað í félaginu á undanfórnum árum. Við erum ekki ósáttir við áform bæjarstjórn- ar en það er ekki sama hvernig að sölunni verður staðið. Það þarf að vanda öU vinnubrögð. Söluvirði bréfanna er mjög umdeilt. And- virði bréfanna, eins og þau eru skráð á markaði, endurspegla eng- an veginn raunverulegt verðmæti þeirra," sagði Sigurður. Sigríður Stefánsdóttir, oddviti alþýðubandalagsmanna, sagði við DV að ef selja ætti bréf bæjarins í ÚA þyrfti að fara mjög varlega í það, Alþýðubandalagið væri mót- fallið sölu þeirra í einu lagi á þessu ári. Bæjarbúum hreint ekki sama „Við viljum á þessu stigi ekki taka ákvörðun um að selja öll hlutabréfin. Ef okkur finnst verðið ásættanleg erum við tilbúin til að selja eitthvað af bréfunum. Þessi eign á sér talsvert langa sögu og bæjarbúum er hreint ekki sama hvernig við fórum með hana. Við viljum ekki fara með þetta af gá- leysi og að eignin verði færð ein- hverjum á silfurfati," sagði Sigríð- ur. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fuUtrúi Alþýðuflokksins, sagðist við DV vera hlynntur því að láta kanna hvort rétt væri að selja hlut bæjarins í ÚA, það segði ekkert hvort hann væri hlynntur sölunni eða ekki. „Þetta fer eftir því um hvað hlut- irnir snúast. Við seljum ekki bara til að selja. Ef við fáum ásættanlegt tilboð fyrir bæjarbúa þá er það at- hugunar virði. Útgerðarfélagið er að vinna á aUt öðrum grundvelli en þegar það var nánast bæjarút- gerð. Er ekki verið að tala um að tími bæjarútgerða sé liðinn, fyrir- tækin eigi að fá að starfa á sínum vettvangi án pólitískra afskipta," sagði Gísli Bragi. Ekki náðist í Jakob Björnsson bæjarstjóra vegna þessa máls. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.