Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
11
staðgreitt
staðgreitt
Menning
Valgeröur Hauksdóttir: lofsverð til-
raun til að víkka tjáningarsvið graf-
íklistarinnar á sýningu í Hafnarborg.
’ Fimm
I
’ Nú styttist í að Menningarverð-
i laun DV 1996 verði afhent en athöfn-
in fer fram yfir málsverði í Þingholti,
Hótel Holti, fimmtudaginn 22. febrú-
ar nk. Fram að þeim tíma verða birt-
ar tilnefningar þeirra sjö dómnefnda
sem hafa verið að störfum síðustu
vikur. Verðlaun verða veitt í sjö list-
greinum: myndlist, tónlist, leiklist,
bókmenntum, byggingarlist, kvik-
myndum og listhönnun. Verðlauna-
hafar munu fá forláta gripi sem
Tinna Gunnarsdóttir listhönnuður
hefur gert.
Dómnefnd um myndlist ríður á
vaðið með tilnefningar sínar. Eftir-
taldir fimm listamenn eru tilnefndir
I fyrir markverðustu myndlistarsýn-
’ ingamar á landinu árið 1995: Leifur
Breiðfjörð glerlistamaður, Valgerður
a Hauksdóttir, grafiklistamaður og list-
■> málari, Kristín Jónsdóttir frá
Munkaþverá, myndlistarmaður, Páll
, Guðmundsson frá Húsafelli, mynd-
J höggvari, og Helgi Þorgils Friðjóns-
son listmálari.
Hér fer á eftir rökstuðningiu' dóm-
nefndarinnar:
Leifur Breiðfjörð glerllstamað-
ur er tilnefndur fyrir viðamikla yfir-
litssýningu sína í Gerðarsafiii í Kópa-
vogi þar sem sérstaklega voru kynnt
þau oþinberu verkefhi, innlend sem
erlend, sem listamaðurinn hefur
unnið að á undanfornum árum. Yfir-
litssýningin áréttaði sérstöðu og yfir-
burði Leifs i listgrein sinni, jafnt hér
á landi sem á Norðurlöndum, auk
þess sem hún rímaði ákaflega vel við
rými og birtuskilyrði í Gerðarsafiii.
Valgerður Hauksdóttir hefur
Ilengi verið meðal metnaðarfyllstu og
vönduðustu listamanna i íslenskri
grafíklist sem nú virðist í uppgangi
eftir nokkra ládeyðu. Á sýningu
sinni í Hafnarborg gerði Valgerður
lofsverða tilraun til að víkka til
muna tjáningarsvið grafiklistarinnar
með skírskotun bæði til „installa-
sjóna“ og tónlistar um leið og hún
áréttaði gildi handbragðsins í list-
grein sinni.
Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá hefur á síðustu áriun gert
markverðar tilraunir til að tefla sam-
an íslenskri ull og ýmsum nútímaleg-
um gerviefnum, svo sem plexígleri.
Þessar tilraunir náðu hámarki með
sýningu sem hún hélt að Kjarvals-
stöðum en þar sló hún bæði á ljóð-
ræna og þjóðlega strengi með eftir-
minnilegum hætti.
Páll Guðmundsson frá Húsa-
Helgi Þorgils Friðjónsson: myndveröld hans, sér á parti í íslenskri nútíma-
list, dregin saman á sýningu í Nýlistasafninu.
Styttist í Menningarverðlaun DV 1996:
tilnefningar í myndlist
Leifur Breiðfjörð: viðamikil yfirljtssýning í Gerðarsafni sem áréttaöi sér-
stöðu og yfirburði hans í glerlistinni.
felli, myndhöggvari, er tvímæla-
laust einn af sérstæðustu myndlistar-
mönnum sinnar kynslóðar, í senn
fom og nútímalegur, þjóðlegur og al-
þjóðlegur. Sumarið 1995 fann Páll
höggmyndum sínum stað í einu
hrikalegasta náttúruvætti sunnan
heiða, Surtshelli, og lét myndefhi sitt
kallast á við sögu og jarðfræði staðar-
ins. Þessi nýja „heilalist" Páls er hér
með tilnefnd til menningarverðlaun-
anna.
Helgi Þorgils Friðjónsson list-
málari hefur áður verið tilnefndur til
Menningarverðlauna DV í myndlist
og hlaut þau árið 1983. Sýningar hans
hafa ætið sætt tíðindum, og svo var
einnig um sýningu þá sem hann hélt í
Nýlistasafninu á síðasta ári. Þar dró
listamaðurinn saman myndir frá síð-
ustu árum sem sýndu að hann leitar
nú fanga í auknum mæli í sígildri
málaralist, um leið og hann gerir góð-
látlegt gys að meðvituðum hátíðleika
Kristfn Jónsdóttir frá Munkaþverá: markverðar tiiraunir til að tefla saman ís-
lenskri ull og gerviefnum náðu hámarki á sýningu á Kjarvalsstöðum.
hennar. Myndveröld hans er eftir sem
áður sér á parti í íslenskri nútímalist.
Einn þessara listamanna hiýtur síð-
an Menningarverðlaun DV fyrir
myndlist. Dómnefhdina skipa Aðal-
steinn Ingólfsson, listfræðingur við
Listasafn íslands, Ólafur Engilberts-
son, myndlistargagnrýnandi DV, og
Gréta Mjöll Bjarnadóttir myndlist-
armaður. -bjb
109.500.
staðgreitt
LOEWE.
ÞY.SK
HAGÆÐA
SJONVÖRP
LOEWE Profiie 870 Nicam 28"
Fullkomin fjarstýring meö öllum
aðgeröum á skjá. • Myndlampi
(Super Black Line). Flatur skjár
Beint inntengi (SCHART) sem gerir
mynd frá myndbandstæki eða afruglara
mun skarpari.* Hljóðmagnari Nicam
víSóma (STEREO) 2 x 25 W.* Textavarp
Tveir innbyggðir hátalarar eru í tækinu.
ORION VH-1105
Tveggja hausa myndbandstæki
1 Fjarstýring með aðgerðaupplýsingum.
* Scart inntenging • „ShowView"
búnaður sem breytir upptökutíma
ef breyting verður á dagskrá
1 Sjálfvirk hreinsun á myndhaus.
28"twin TLl
Fullkomin fjarstýring með
öllum aðgerðum á skjá.
Islenskt textavarp • Myndllampi
(BLACK MATRIX) flatur skjár.
Hljóðmagnari Nicam víðóma
(STERÍÓ) 2x15W eða 30W.
Tveir hátalarar eru í tækinu.
Hægt er að tengja auka
hátalarasett við tækið.
Beint inntengi (SCART) sem
gerir mynd frá myndbandstæki
og/eða afruglara mun skarpari.
Páll Guðmundsson frá Húsafelli: höggmyndir á sérstæðri sýningu f Surts-
helli sem kölluðust á við sögu og jarðfræði staðarins.
VISA
EUROogVISA
raðgreiðslur
BRÆÐURNIR
D1ORMSSON HF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umbobsmenn um allt land
Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík.
Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði.
Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfiröi. Suðurland: Mosfell, Hellu.
Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Rafborg, Grindavík.