Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 33 Menning Dýrslegt eðli í M.H. og Verzló Um þessar mundir birtist hér og þar um landið af- raksturinn af óhemju puði nemenda framhaldsskól- anna, sem allt frá því í haust hafa glímt við galdur leikhússins. Verkefnin eru margvísleg og mismikið í lagt, en það er óhætt að fullyrða að öll þessi vinna kemur þátttak- endum til nokkurs þroska, ekkert síður en hefðbund- inn skólabókalestur. Um helgina sá ég tvær sýningar framhaldsskóla í Reykjavík, M.H. og Verzlunarskólans. Svo skemmti- lega vill til að í báðum sýningunum spila dýrin, stór og smá, mikla rullu og textarnir eru byggðir á þekkt- um bókmenntaverkum, þó uppsetningamar séu harla ólíkar að flestu öðru leyti. Báðir skólarnir frumflytja verk sem ekki hafa verið áöur sýnd hér á landi. Glæsikötturinn Gyða Rún og allir hinir Týkettirnir í Verzló Nemendur Verslunaskóla íslands sýna um þessar mundir hinn vinsæla söngleik Cats eftir Andrew Lloyd Webber. Söngleikinn Cats er varla þörf að kynna. Hann var frumfluttur 1981 og telst nokkurn veginn vinsælasti söngleikur allra tíma, þó að hann hafl ekki ratað upp á leiksvið hér á landi fyrr en nú, er V.í. flytur valin at- riöi úr honum. Tónlist Andrews Lloyds Webbers er löngu alþekkt, en hitt vita ef til vill færri að textinn er byggður á ljóð- um T.S. Eliots, þar sem hann lýsir á óborganlegan hátt persónugerðum kattanna og samfélagi þeirra. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að draga líkingar á milli sögunnar og þess sem við þekkjum úr mannheimum. Æðstur Týkatta er hinn aldni Suðurlandsgoði sem allir virða. Hann er vitur og vill frið og eindrægni meðal ræsiskattanna. En eins og alls staðar leynast miður þokkalegir og útsmognir einstaklingar inn á milli auk þess sem sumir hafa orðið undir í lífinu, eins og fyrrum glæsikötturinn Gyða Rún, sem Valgerður Guðnadóttir leikur. Frægasta lagið í verkinu (Memories) er einmitt hennar og kemur ekki á óvart þeim sem fylgst hafa með Valgerði á sviði, að hún syngur það með glæsi- brag. En fleiri standa sig með ágætum í dansi og söng, Þórunn, Kjartan Örn, Bjartmar, Árni, Hildur Pála og Georg, svo einhver séu nefnd. Það er í senn ánægjulegt og ótrúlegt að sjá hæfileika og fæmi þessa unga fólks. Sýningin einkennist af æskufjöri og orku, sem leikstjórinn hefur agað án þess að slá um of á ferskleikann. Förðun og búningahönnun er geysilegt verk og vel unnið. Tónlistarstjórn er í ömggum fagmannshöndum Þor- valds B. Þorvaldssonar, sem tekur nú í fjórða sinn þátt í uppsetningu hjá V.í. og sýningin er skemmtilega hönnuð inn í rými Loftkastalans. Hópatriði og sólódansar fara í raun fram úr því sem hægt er að búast við af amatörum og ekki er ólíklegt að einhverjir úr hópnum eigi framtíð fyrir sér á söng- eða danssviði. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla íslands sýnir í Loftkastalanum: Cats Höfundur laga: Andrew Lloyd Webber Textar byggðir á Ijóðum T.S. Eliot úr bókinni „Old Poss- um's Book of Practical Cats" Þýðing: Magnea Matthíasdóttir Tónlistarstjórn: Þorvaldur B. Þorvaldsson Hljómsveit: Tweety Danshöfundar: Selma og Birna Björnsdætur Leikstjóri: Ari Matthíasson Svínin taka stjórnina í Dýrabæ Leikfélag M.H. ræðst ekki heldur á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau setja á svið leikgerð Peters Halls á margfrægri skáldsögu Georges Orwells, Animal Farm, eða Dýra- bæ, sem fyrst kom út árið 1945. Á dögum stalínismans og kalda stríðsins virkaði þessi skáldsaga eins og spréngja framan í sanntrúaða, því að Orwell var jú einn úr þeirra hópi, hafði tekið þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og hvaðeina. í sögunni lýsir höfundur á sinn makalausa hátt hvernig dýrin á Miklabæ undir forystu svínanna hrekja manninn (arðræningjann) frá völdum og taka við stjórn. En þrátt fyrir háleitar hugsjónir fer bylting- in á allt annan veg en ætlað var og verkalýðurinn sit- ur uppi með nýjan harðstjóra engu skárri en þann sem fyrir var. Leiklist Auður Eydal Andrés Sigurvinsson (leikstjóri) og Lára Stefáns- dóttir (hreyflngahönnuður) leiða sviðsetninguna og skapa einstaklega kostulegt samfélag dýranna á bæn- um. Hver dýrahópur hefur sínar einkennishreyfingar, hátterni þeirra er skemmtilega útfært og gervin gerð af hugkvæmni. Það er ekki síður ánægjulegt að sjá vinnubrögðin í þessari sýningu en hjá Verzló, hópúrvinnslan er vönd- uð og einstakir leikendur standa sig vel, þó að mest mæði á þeim Ragnari Frey Ingvarssyni, Birni Thors, Kristjáni Guðjónssyni og Hauki Halldórssyni. Lifandi tónlistin er flutt af ágætri hljómsveit á svið- inu og tæknivinna var góð. Leikfélag M.H. sýnir í Tjarnarbæ: DÝRABÆR (Animal Farm) Höfundur skáldsögu: George Orwell Leikgerð: Peter Hall Tónlist: Richard Peaslee ísi. þýðing: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Þýðing söngtexta: Kristján Þ. Hrafnsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Hreyfingahönnuður: Lára Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Frá uppfærslu nemenda við Menntaskólann í Hamrahlíð á Dýrabæ. DV LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Föst. 9/2, fáein sæti laus, lau 10/2, fáein sæti laus, lau. 17/2. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laugard. 10/2., fáein sæti laus, sun. 18/2, uppselt, sun. 25/2, fáeln sæti laus. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fimmt. 8/2, fösd. 16/2, aukasýningar. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviöi kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föst. 9/2, uppselt, lau. 10/2, uppselt, aukasýning fld. 15/2, föd. 16/2, uppselt, laud. 17/2, uppselt, aukasýning fimmtud. 22/2. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Fimmtud. 8/2, uppselt, 30. sýn. laud. 10/2 kl. 23.00, fáein sætl laus, föst. 16/2, örfá sæti laus, lau 17/2 kl. 23.00, fáeln sæti laus. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIÐI Þriðjud. 13. feb. Stórsveit Reykjavíkur ásamt söngkonum. Miðaverð kr. 1.000. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Linu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum I síma 568-8000 alia virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLAC MOSFELLSSVEITAR sýnir gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í Bæjarleikhúsinu. Sýningar hefjast kl. 20.30. Flmmtudaglnn 8. febr. Föstudaglnn 9. febr. Laugardaglnn 10. febr. Föstudaginn 16. febr. Sunnudaglnn 18. febr. Föstudaginn 23. febr. Sunnudaglnn 25. febrúar. Miðaverð kr. 1200. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson I kvöld, uppselt Id. 10/2, uppselt, fid. 15/2, uppselt, föd. 16/2, uppselt, fid. 22/2, uppselt, Id. 24/2, uppselt, fid. 29/2, nokkur sæti laus. GLERBROT eftir Arthur Miller Sud. 11/2, Id. 17/2, sud. 25/2. DONJUAN eftir Moliére Á morgun, sun. 18/2, föd. 23/2. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 10/2, uppselt, sd. 11/2, uppseit, Id. 17/2, uppselt, sud. 18/2, uppselt, Id. 24/2, nokkur sæti laus, sud. 25/2, uppselt. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN Á morgun, uppselt, sud. 11/2, uppselt, Id. 17/2, uppselt, sud. 18/2, nokkur sæti laus, mvd. 21/2, laus sæti, föd. 23/2, uppselt, sud. 25/2, uppselt. Athugið að ekki er hægt aö hleypa gestum Inn í salinn eftir að sýning hefst. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: Leigjandinn eftir Simon Burke 9. sýn. á morgun, föd., nokkur sæti laus, sud. 11/2, Id. 17/2, sud. 18/2, föd. 23/2, sud. 25/2. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ÁSTARBRÉF með sunnudagskaffinu. kl. 15.00 í Leikhúskjallaranum. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Sími miðasölu 551 1200 - Sími skrifstofu 551 1204. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSID! ÍSLENSKA ÓPERAN b=!im Sími 551-1475 MADAMA BUTTERFLY eftir Giacomo Puccini Fös. 9/2 kl. 20, næstsíðasta sýning, sun. 11/2 kl. 20, síðasta sýning. HANS OG GRÉTA eftir Engilbert Humperdinck Sun. 11/2 kl. 15.00, síðasta sýning. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga fra kl. 15-19, laugar- daga og sunnudaga kl. 13-19 og sýningarkvöld er opið til kl. 20. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Tilkynningar Félag kennara á eftirlaunum Spila- og skemmtifundur verður í Kennarahúsinu við Laufásveg laug- ardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Tsapaév í bíósal MÍR Sunnudagjnn 11. febrúar kl. 16 veröur rúmlega 60 ára gömul sovésk kvikmynd sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 19. Þetta er myndin „Tsapaév" frá árinu 1934. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Tilkynningar Tapað fundið Tapast hafa svartir útprjónaðir fingravettlingar með hvítri átta blaða rós. Nafnið Hanna er prjónaö í stroffið ásamt ártalinu 1993. Vins- aml. hringið í síma 554-3482 e. kl. 17. Jóhanna. GSE1‘ Viðskiptatengsl - GSMÍhlutir Borgartúni 29 Sími/Fax 552 6575 hleðslutæki fjölbreyttasta úrval landsins ^ISPINE -The Art ofPower Meiri orkai-Aukin ending!-(jœði í fyrirrúmi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.