Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Side 12
12
FMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Lömuð tollgæzla
Tollstjórinn í Reykjavík hefur alla tíð verið á pólitísku
framfæri Framsóknarflokksins í ýmsum embættum og
hvergi gert garðinn frægan. Stofnun hans er full af silki-
húfum, en virðist samt skorta mannskap til að halda
uppi eðlilegum vörnum gegn innflutningi fikniefna.
Tollstjórinn hefur ekki séð ástæðu til viðbragða, þótt
fikniefiiasalar reyni að hræða tollverði tH hlýðni með því
að valda þeim miklu fjárhagslegu tjóni með skemmdar-
verkum á bHum þeirra og rúðubrotum á heimHum
þeirra. Þetta gerist þó vegna starfs þeirra.
Fíkniefnasalar vita, að toUverðir eru á lágum launum
og hafa ekki ráð á að amast við mönnum, sem valda þeim
persónulegu fjárhagstjóni í skjóli nætur. Ef þeir hafa
ekki stuðning frá silkihúfunum í ToUstöðinni, eru þeir
varnarlitlir og hætta að finna flkniefni.
Ofan á þetta hefur toUstjóri tekið upp þá ógeðfeUdu
stefnu að ógna toUvörðum með því að kaUa þá á teppið
fyrir að segja fjölmiðlum frá ólestrinum í vörnum gegn
innflutningi fíkniefna. Næsta skref á eftir teppinu er
skrifleg áminning og hið þriðja er brottrekstur.
Ekki er komið í ljós, hversu langt toUstjórinn mun
ganga á þessari braut. ToUverðirnar hafa fengið sér lög-
mann tU að gæta hagsmuna sinna gagnvart honum. Það
segir raunar mikla sögu, að toUverðir í fíkniefnaleit telji
sig þurfa lögfræðUega vernd gegn yfirmanni sínum.
Komið hefur í ljós, að töluvert af þeim fíkniefnum, sem
eru í umferð hér á landi, berst tU landsins í pósti. Samt
er miUUandapóstur afar lítið toUskoðaður frá þessu sjón-
armiði. Það er tU dæmis aðeins gert í dagvinnu, þótt
póstur berist tU landsins á öUum tímum sólarhringsins.
Nú síðast viðurkenndi maður fyrir fikniefnalögregl-
unni að hafa látið senda sér kókaín í hraðpósti frá New
York. Verðmæti sendingarinnar nam rúmlega einni
miUjón króna á götunni. Það er því ljóst, að fíkniefhasal-
ar hafa ráð á að mýkja toUgæzlima í landinu.
Andvaraleysi og tvískinnungsháttur stjórnvalda gagn-
vart fíkniefnavandanum er aUtaf að koma betur og betur
í ljós. Lögreglumenn standa í vonlítiUi baráttu um
grömm og miUigrömm á götunni á meðan lítið sem ekk-
ert er gert tU að spoma gegn innflutningnum sjálfum.
Starfsmenn toUgæzlunnar í Reykjavík og á Keflavíkur-
flugveUi telja, að fíkniefnasmyglarar hafi nánast frjálsar
hendur í innflutningi. Starfsmönnum við fíkniefnaleit
hefur farið fækkandi, en stofnanimar notaðar tU að sjá
pólitískum kvígUdum fyrir þægUegu íifibrauði.
Ekkert vit fæst í baráttuna gegn innflutningi fíkniefiia
fyrr en skipt hefur verið um toUstjóra í Reykjavík og á
KeflavíkurflugveUi. Fá þarf tU mannaforráða menn, sem
ekki eru á pólitísku framfæri, og beina starfsorku emb-
ættanna í auknum mæli að fíkniefnaleit.
Þetta er ekki spuming um aukin heUdarútgjöld hins
opinbera, heldur tilfærslu á mannskap og skipti á mann-
skap. Með því að skipta um toUstjóra og fækka sUkihúf-
um á skrifstofum þeirra verður hægt að fjölga starfandi
fólki við vamir gegn innflutningi fíkniefna.
Stóm fíkniefhasendingarnar tU landsins fara um hend-
ur toUgæzlunnar, yfirleitt í Reykjavík eða á Keflavíkur-
flugveUi. Af því að sambandið við útlönd verður annað
hvort að vera á sjó eða í lofti, á að vera hægt að hafa
strangt eftirUt á hinum fáu innflutningspunktum.
En fyrst þarf að ryðja þeim frá, sem standa í vegi þess,
að eyja í miðju Atlantshafi geti notið þeirra fíkniefiia-
vama, sem landfræðUegar kringumstæður leyfa.
Jónas Krisfjánsson
i * nfíi
£SHi tMiXA T03i i ■ ■ ■ 6134 ii
„Það virðist þannig t.d. augijóst að eigendur smábáta með 86 vinnudaga á ári eiga skaðabótakröfu vegna slíkr-
ar mismununar þegar aðrar greinar fiskveiða hafa fuilan aðgang að veiðunum alit árið.“
Fögnuðurinn í
fiskiráðuneytinu
Hvorugkynsorðið flski í merk-
ingunni fiskveiði og verkun fisks
er gamalt og gilt í íslensku, sbr. d.
fiskeri, e. fishing. Einhver bögu-
bósi hefir gert ónefnið sjávarút-
vegur og samsetningarnar sjávar-
útvegsmálaráðuneyti, sjávarút-
vegsmálaráðherra o.s.frv., sem er
ónothæf íslenska og menn hafa
síðan búið við alltof lengi.
Það leynir sér ekki, að mikill
fögnuður hefir ríkt í fiskiráðu-
neytinu að undanförnu. Gleðiefnið
er það að þeim hefir tekist að
halda smábátaflotanum í höfn nú
samfellt í tvo mánuði, bæði desem-
ber og janúar, í sjaldgæflega góðu
veðri og ágætum þorskafla. Fiski-
ráðuneytið hefir komið því í
kring, með aðstoð taglhnýtinga á
Alþingi, að smábátar mega nú róa
til fiskjar í 86 daga ársins, þ.e. þeir
mega fara á sjó á eigin skipum og
fyrir eigin kostnað að meðaltali
einn og hálfan dag í viku. Lítil
samstaða hefir verið með eigend-
um eða forystumönnum smábá-
taflotans og hafa þeir fram til
þessa látið þetta yfir sig ganga þótt
það gangi þvert á rétt allra íslend-
inga til veiða í fiskilögsögu lands-
ins frá upphafi byggðar hér. Nú
hefir örlað smávegis fyrir andófi
hjá þessum aðilum og hefir það
leitt til þess að fiskiráðherrann
hefir sent aðstoðarmann sinn í
sjónvarp til að segja fólki að fiski-
ráðuneytið hafi sýnt þessu vand-
ræðafólki þá náð og miskunn að
reglugerðum verði nú breytt
þannig að það skuli ekki teljast
róðrardagur þegar smábátur snýr
til lands vegna bilunar eða veðurs.
Fiskiráðuneyti eða vinnu-
veitendasamband?
Það fer vart á milli mála að
stefna fiskiráðuneytisins hefir ver-
Kjallarinn
fyrrv. forstjóri Olís
ið að byggja upp stóran djúpveiöi-
flota og að unnið hefir verið mark-
visst að þessu allt kvótatímabilið
síðan 1984. Fiskiráðuneytið er
þannig bert að því að mismuna
veiðiaðferðum og útgerðarmönn-
um innan fiskveiðanna og láta það
viðgangast að veiðin safnist á
fárra manna hendur. Þetta gengur
þvert á eðlilega stefnu slíks stjórn-
valds sem ber að sýna hlutleysi og
ekki gera einum í vil á kostnað
annars. Hlutverk ráðherra, sem
ber að vera eins og góður heimilis-
faðir allra, er þannig allt annað en
forstjóra vinnuveitendasambands
sem leitast við að tryggja hag um-
bjóðenda sinna sem best. Þróun
undanfarinna ára sýnir að fiski-
ráðuneytið hefir ekki komið fram
af hlutleysi í stjórnun veiðanna og
að þetta stefnir nú í algert stjórn-
leysi því að gera verður ráð fyrir
að aðrar greinar fiskveiða muni
ekki lengur sætta sig við slíka
mismunun. Það virðist þannig t.d.
augljóst að eigendur smábáta með
86 vinnudaga á ári eiga skaðabóta-
kröfu vegna slíkrar mismununar
þegar aðrar greinar fiskveiða hafa
fullan aðgang að veiðunum allt
árið. Smábátaeigendur eiga ekki
að sætta sig við þessa ofbeldisað-
gerðir fiskiráðuneytisins.
Samanburður við
danskar fiskveiðar
Danir veiða að jafnaði meira en
tvöfalt meira af fiski árlega en ís-
lendingar eða um 3,5 milljónir
tonna. Engum dönskum fiskiráð-
herra myndi koma tU hugar að
ráðast gegn danska smábátaflotan-
um í því skyni að auka veiðar
djúpveiðiskipa. Slíkt myndi teljast
augljós árás á hagsmuni hinna
smáu. Þegar aðstoðarmaður fiski-
ráðherrans hér gerir opinberlega í
sjónvarpi kröfu til fækkunar um
300 skip í smábátaflotanum, þ.e. úr
um 1100 í 800 báta, en minnkun
kvótans gangi til djúpveiðiflotans
innan fiskilögsögunnar, þá er
kominn tími tU að talsmenn smá-
bátanna svari fyrir sig.
Önundur Ásgeirsson
„Engum dönskum ráðherra myndi koma
til hugar að ráðast gegn danska smábáta-
flotanum í því skyni að auka veiðar djúp-
veiðiskipa.“
Skoðanir annarra
Dýrir flutningar
„Byggingin við Efstaieiti hefur lengi verið um-
deild og ótrúlegt er til þess aö hugsa, að upphaflega
hafi hún einungis verið ætluð fyrir Rás 1 og áform
verið um að byggja tvær áþekkar byggingar til að
hýsa Ríkissjónvarpið, að þvi er núverandi formaður
útvarpsráðs hefur upplýst. Um 800 miUjónir hafa
runnið tU sjónvarpshlutans og skiptar skoðanir eru
um hversu vel sú bygging hentar nútíma sjónvarps-
rekstri. Að minnsta kosti er ljóst að verja verður
hundruðum mUljóna króna í frágang á húsinu áður
en hægt veröur að flytja starfsemi Ríkissjónvarpsins
þangað."
Úr forystugrein Morgunblaðsins 6. febrúar.
Veiðileyfagjald
„Umræðan um veiðUeyfagjald er ruglingsleg,
einkum tenging þess við eignarrétt á auðlindinni og
stjórnunarkerfi fiskveiða. Skoðanakannanir um
þetta mál, eins og þaö hefur verið lagt upp, eru einn-
ig vafasamar og varast ber að draga af þeim of algUd-
ar ályktanir. Umræðan um veiðUeyfagjald á að fara
fram á réttum forsendum. Þær forsendur eru hvort
rétt sé að leggja skatt á sjávarútveginn umfram það
sem nú er og veiðiheimUdir séu grunnurinn fyrir
skattlagningunni."
Úr forystugrein Tímans 6. febrúar.
Viðtal við Davíð
„Alþýðublaðið átti á föstudag ítarlegt viðtal við
Davíð Oddsson. Þar var hann við sama heygarðs-
hornið og vUdi hvorki segja af né á um möguleika á
forsetaframboði. Skýringarnar sem Davíð gaf eru
einkar athyglisverðar. Hann sagði að kosningabar-
átta ætti bara að standa í mánuð, annað væri óþarfi.
í annan stað segir Davíð Oddsson að sér finnist
dónaskapur gagnvart embættinu að útiloka fram-
boð! Þetta lýsir vægast sagt mjög undarlegum skiln-
ingi Davíðs Oddssonar á sjálfum sér og forsetaemb-
ættinu.“
Úr forystugrein Alþýðublaðsins 6. febrúar.