Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Fréttir Snorri Dalmann Amarson íslenskur hnefaleikari í Svíþjóð: Draumurinn er að komast til Bandaríkjanna - ætlar aö sækja um sænskan ríkisborgararétt Snorri Dalmann Arnarson, tví- tugur tslendingur sem á sunnudag- inn varð suðursænskur meistari í 67 kílógramma flokki í hnefaleik- um, sagði í samtali við DV í gær að hann ætlaði að sækja um sænskan ríkisborgararétt. Hann sagðist ætla að gera þetta til þess að geta keppt á alþjóðlegum hnefaleikamótum. Sem íslenskur ríkisborgari getur hann það ekki þar sem hnefaleikar eru bannaðir á íslandi. Snorri er 63 kíló að þyngd og 1,69 sentímetrar á hæð og mun því keppa í léttari þyngdar- flokkunum. „Ég var fimmtán ára þegar ég byrjaði að æfa hnefaleika og hef æft þá óslitið síðan en enga aðra íþróttagrein. Nú er draumurinn sá að komast til Bandaríkjanna til æf- inga og keppni en ég veit ekki enn þá hvort það tekst,“ sagði Snorri í samtali við DV. Snorri Dalmann Arnarson, s-sænsk- ur meistari í hnefaleikum. Hann sagðist hafa tekið þátt í sænska meistaramótinu sem jafn- framt var úrtökumót fyrir næstu ólympíuleika. „Ég hafnaði þar í 3. sæti en að- eins einn úr hverjum þyngdarílokki kemst á ólympíuleikana. Ég var dá- lítið óheppinn, fékk slæmsku í mag- ann meðan á keppninni stóð. Ég borðaði eitthvað sem fór svona með mig þannig að ég er búinn að missa af þessum ólympíuleikum. En ég er ungur og það eru ólympíuleikar aft- ur eftir 4 ár. Það gekk svo betur hjá mér á suðursænska meistaramótinu á sunnudaginn. Þá tókst mér að sigra. í fyrra varð ég í 2. á þessu sama móti,“ sagði Snorri. Hann sagði að draumurinn væri að fá að taka þátt í Evrópu- og heimsmeistarakeppninni og að því stefndi hann ótrauður. -S.dór íslendingar setja heimsmet í drykkju íslendingar hafa sett heimsmet í drykkju á Guinnes-bjór. Fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir að írska kráin The Dubliner var opnuð 1. desember síðastliðinn í Reykjavík teyguðu gestir staðarins 5 þúsund lítra af hinum fræga miði. Reynsla ölgerðarinnar af viðskiptum við aðrar krár sýndi að skammturinn átti að duga í tvo mánuði. „Þeir ætluðu ekki að trúa þessu hjá ölgerðinni. Þetta er heimsmet miðað viö höfðatölu. Það er ekki spurning. Viö fengum 10 prósent af þjóðinni i heimsókn fyrsta mánuð- inn á stað sem tók 100 manns. Það var ekki fyrr en á Þorláksmessu sem við stækkuðum hann þannig að pláss varö fyrir 100 i viðbót," seg- ir Bjarni Ómar Guðmundsson, einn eigenda kráarinnar. Hann segir að- eins hafa dregið úr þorsta íslend- inga í janúar og febrúar. Ástæðuna fyrir vinsældum Guinnes-bjórsins telur Bjarni Ómar meðal annars vera þá að tugir þúsunda íslendinga hafi kynnst honum í írlandsferðum undanfarin ár. -IBS Ife4/ / Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að íslendingar drukku 5 þúsund lítra af Guinnesbjór á tveimur til þremur vikum í desember. Forvarnardagar í Fellunum: Menning og listir sem tengjast fíkniefnum „Verið er að beina athygli nem- enda að forvörnum með þessari þemaviku. Hjá okkur eru fimmtán svokallaðar smiðjur í gangi og af- raksturinn verður sýndur á fostu- daginn," segir Arna Kristjánsdóttir, starfsmaður Fellahellis. Forvarnardagar standa yfir þessa vikuna í Fellaskóla og Fellahelli. Þátttakendur eru nemendur Fella- skóla. Við undirbúning forvarnar- vikunnar var leitað eftir hugmynd- um frá nemendum sjálfum og dag- skráin unnin út frá þeim. Meðal þess sem nemendur vinna við erv leiklist, dans, leirlist, slagorð, ljós- myndun og margt fleira sem allt tengist fíkniefnum. Á miðvikudag verður fræðsludag- ur en þá verða haldnir ýmiss konar fyrirlestrar sem tengjast fikniefna- neyslu. Á fimmtudag geta nemend- ur valið sér skemmtun eða íþrótt. Á fostudag verður afrakstur vikunnar sýndur gestum og gangandi. -em „Ef tjónið verður ekki bætt ætla-ég að fylgja málinu eftir hjá lögreglunni og fá mér lögfræðing til að reyna að fá það til baka sem ég tel mig eiga rétt á,“ segir Þórarinn Hávarsson. Dv-mynd Emil Sorphreinsunarmenn á Eskifirði fleygðu vinnugalla sjómanns Tel mig eiga rett á að fá tjónið bætt - segir Þórarinn Hávarsson sjómaður Eg hélt að konan mín hefði tekið svörtu pokana sem snyrtilega var bundið fyrir og hún hélt að ég hefði tekið þá. En svo kom bara í ljós að þeir voru hvergi og allt dótið mitt, að verðmæti um 70 þúsund krónur, því týnt,“ segir Þórarinn Hávars- son, sjómaður á Eskifirði. Þórarni brá heldur betur í brún þegar hann komst að því að sorp- hreinsunarmenn höfðu tekið pok- ana hans og grafið í jörðu eins og hvert annað rusl en í þeim var heil- mikið dót sem hann hafði tekið með sér af sjónum, svo sem 2 flotgallar, pollagalli, stígvél, peysur, húfur, sæng og koddi. „Ég kom heim um klukkan 8 til- tekinn morgun, var að flýta mér í bæinn og skildi 2 svarta poka eftir við húshornið. Svo var það ekki fyrr en tveimur dögum síðar að mig vant- aði stígvélin mín og fór að leita að þeim. Þegar í ljós kom að hvorugt okkar hafði tekið pokana inn kveikt- um við á perunni," segir Þórarinn. Þórarinn segist hafa fengið þær upplýsingar að það svaraði ekki kostnaði að grafa á ruslasvæðinu og leita að dótinu en öllu rusli fyrir Eskifjörð og Norðfjörð er komið fyr- ir á sama svæði í Eskifirði. Þórar- inn segir að ekki sé við neinn ákveðinn aðila að sakast vegna þessa en hann hafi þó ákveðið að gefa lögreglunni skýrslu um málið. „Þetta var óviljaverk .en ég vil samt fá þetta bætt því þetta voru talsverð verðmæti fyrir mig. Bæjar- stjórinn hefur sagt að bærinn hafi ekkert með þetta að gera, þetta sé alfarið mál þess verktaka sém sér um sorphreinsunina. Fái ég eitt- hvað af þessu tjóni bætt verði það aðeins að litlum hluta þar sem um notað dót hafi verið að ræða. En þar sem það hafi verið í svörtum pokum og of nálægt ruslatunnunum sé lítil von á því að ég fái yfirhöfuð eitt- hvað tilbaka." Málið var lítillega rætt á bæjar- ráðsfundi á mánudag en ekki þótti ástæða til að fylgja því frekar eftir. Hjá Sorpu fengust þau svör að sorp- hreinsunarmönnum væri ekki uppálagt að taka aukapoka, því væri það á ábyrgð viðkomandi að skilja pokana eftir, hvort sem það er við ruslatunnur eða annars staðar. „Ef tjónið verður ekki bætt ætla ég að fylgja málinu eftir hjá lögregl- unni og fá mér lögfræðing til að reyna að fá það til baka sem ég tel- mig eiga rétt á,“ segir Þórarinn. Snjóbretti stolið af Atla Má Sigurðssyni: Fékk peninga að gjöf frá Flateyri „Ég hef ekkert heyrt af snjóbrettinu sem var stolið en þaö gerðist í síðustu viku að maður á Flateyri lét mömmu fá peninga til að kaupa nýtt,“ segir Atli Már Sigurðsson, 15 ára unglingur frá Flateyri. Hann varð fyrir því skömmu eftir áramótin að nýju snjóbretti var stolið frá honum i Bláfjöllum. Brettiö skildi Atli Már eftir fyrir utan kaffistofuna þar og svo var það horfið þegar hann kom út aftur. Nýtt bretti kostar 35 þúsund' krónur. „Ég ætla að kaupa nýtt um leið og ný sending er komin í búðina," sagði Atli Már. Hann býr nú í Reykjavík, eftir áö hafa misst fóður sinn og bróöur í snjó- flóðinu á Flateyri i haust. Hann fór á sjóinn um áramótin til vinna fyrir brettinu en átti nú enga peninga tÚ að eignast nýtt, enda í skóla. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.