Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 7 Kvennalistinn: Skuldir eru óverulegar -segir framkvæmdastýran Kvennalistinn í Reykjavík eyddi um 11 milljónum króna í kosninga- baráttuna fyrir alþingiskosningarn- ar vorið 1995, þar af voru fimm milljónir úr svokölluðum angasjóði. Til viðbótar fóru 4,7 milljónir króna í styrki til anganna úti á landi. Skuldir Kvennalistans voru óveru- legar, eða tæpar 300 þúsund krónur í ógreidd laun og fleira. Þetta kem- ur fram hjá Áslaugu Thorlacius, framkvæmdastýru Kvennalistans. Reikningsár Kvennalistans stóð frá 1. október 1994 til 31. ágúst 1995. Á þessu tímabili hafði Kvennalist- inn 9,8 milljónir króna í útgáfustyrk og 2,5 milljónir i sérfræðiaðstoð frá Alþingi auk 5 milljóna sem höfðu safnast í angasjóð. Aðrar tekjur og styrkir námu 850 þúsundum króna. Áslaug segir að Kvennalistinn hafi átt tveggja milljóna króna rekstrar- afgang í lok tímabilsins. Starfsárið 1993-1994 hafði Kvennalistinn 9,8 milljónir í blaða- styrk og 2,9 milljónir í sérfræðiað- stoð. Kvennalistinn veitti 2,3 millj- ónir í styrk til anganna úti á landi og eyddi ríflega 1,2 milljónum króna í kosningabaráttuna vegna borgar- stjórnarkosninganna. Skuldir list- ans námu þá aðeins um 100 þúsund krónum, að sögn Áslaugar. Á yfirstandandi ári er um þó nokkum tekjusamdrátt að ræða hjá Kvennalistanum vegna útkomunnar í Alþingiskosningunum. Listinn hefur þá tæpar 8 milljónir króna í útgáfustyrk og 2,1 milljón í sér- fræðiaðstoð frá Alþingi. Áslaug seg- ir að þessir peningar verði látnir duga fyrir rekstrinum. -GHS Kennarafélögin: Stríðsyfirlýs- ing hjá ríkis- stjórninni „Fundurinn telur áform rikis- stjórnarinnar jafnast á við stríðsyfir- lýsingu gagnvart kennurum, skóla- stjómendum og öðrum opinberum starfsmönnum og lýsir fullri ábyrgð á hendur henni vegna áhrifa þeirra á flutning grunnskóla til sveitarfé- laga.“ Svo segir meðal annars í ályktun trúnaðarmanna Hins íslenska kenn- arafélags og Kennarasambands ís- lands í framhaldsskólunum í Reykja- vík og nágrannabyggðarlögunum. Ályktunin er tilkomin vegna frum- varpa ríkisstjórnarinnar um breyt- ingar á réttindum og skyldum starfs- manna rikisins og um lifeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórnin hætti við að leggja þessi frumvarp fram á vor- þinginu. -S.dór Fékk klakastykki í andlitið Tólf ára telpa meiddist í andliti og missti þrjár tennur þegar klaka- stykki féll úr listaverkinu Fyssu í Laugardalnum um helgina. Um er að ræða vatnslistaverk og myndast á því stór grýlukerti í frosti. Féll hluti úr einu þeirra á telpuna með fyrrgreindum afleiðingum. -GK Fréttir ■ m i kl ^ M ^ með mikla vegliæð MITSUBISHI LANCER 4X4 er glæsilegur og ríkulega útbúinn skutbíll. Staðalbúnaður er m.a. vindskeið með hemlaljósi, toppgrindarbogar, rafdrifnar rúðuvindur framan og aftan, rafdrifnir útispeglar, upphituð framsæti, útvarp og segulband. Hann er rúmgóður, kraftmikill, 113 hestöfl, með mikla veghæð, 18,5 cm og þar af leiðandi traustur í baráttunni við ófærðiná. MMC LANCER 4x4 aldrif, tilbúinn á götuná kostar Verulegt tap hefur verið á Alþýðublaðinu frá 1993: Beita verður aðhaldi og útsjónarsemi Tap hefur verið á rekstri Al- prents hf., sem gefur út Alþýðublað- ið, og jukust skuldimar um að minnsta kosti 4 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði ársins 1995. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV hefur enn hallaö undan fæti og er talið að skuldirnar nemi nú allt að 7-8 milljónum króna. í grein- argerð gjaldkera og endurskoðanda Alþýðuflokksins frá 21. júní 1995 kemur fram að tap hefur verið á rekstri Alþýðublaðsins frá árinu 1993. Hagnaður á rekstri Alþýðublaðs- ins nam rúmlega einni milljón króna 1992 en einnar milljónar króna tap varð árið 1993, sam- kvæmt skýrslunni. Eigið fé Al- prents var neikvætt um hálfa millj- ón og þótti „slakt svo ekki sé minna sagt, sérstaklega í ljósi þess að eign- ir í félaginu eru afar litlar," segir í skýrslunni. Árið 1994 varð 2,4 millj- óna króna tekjusamdráttur milli ára og fóru tekjumar úr 52 milljón- um i 49,6 milljónir króna. Nokk- urra daga gamalt uppgjör sýndi svo 4 milljóna króna tap í aprfl 1995. í skýrslunni segir að framundan séu erfiðir tímar í rekstri blaðsins þar sem tvennt komi tO greina, að auka tekjur blaðsins eða skera nið- ur kostnað. í skýrslunni segir að formaður flokksins leggi áherslu á að útgáfunni verði haldið áfram óbreyttri og því verði fyrri leiðin fyrir valinu. Beita verði „aðhaldi, yfirlegu og útsjónarsemi tO að forða því að Ola fari á næstu misserum í rekstri" blaðsins, segir í skýrsl- unni. „Ég hef ekki neina ástæðu tO þess að ræða þessi fjármál opinber- lega. Þetta er ekki opinber stofn- un,“ segir Þröstur Ólafsson, stjórn- arformaður Alprents hf. Hann neit- ar aö upplýsa hvort endurskipu- lagning sé fyrirhuguð í rekstrinum. -GHS MITSUBISHI MOTORS 1.790.000 HEKLA MITSUBISHI LRNCER 4X4 113 HESTÖFL j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.