Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Útlönd Kúbumenn láta sér fátt um refsiaðgerðir Bandaríkjamanna finnast: Segjast geta sannað að lofthelgi var Roberto Robania, utanríkisráð- herra Kúbu, sakaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að hafa í hót- unum við Kúbverja með því að boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim í kjöl- far þess að tvær bandarískar einka- flugvélar voru skotnar niður nærri Kúbu á laugardag. Robania sagði að Kúbverjar mundu ekki svara í sömu mynt og fullyrti að þeir hefðu alíar nauðsynlegar sannanir í málinu sem sýndu fram á að flugvélarnar tvær hefðu rofið lofthelgi Kúbu. Robana áskildi Kúverjum allan rétt til að svara einhliða aðgerðum Banda- ríkjamanna. Hann bætti við að út- gáfa Bandaríkjamanna af atburðun- um á laugardag væri full af mótsögn- um og rangfærslum og væri óspart Deilt um heiladautt barn: Foreldrar vilja ekki slökkva á tækjunum Læknar á sjúkrahúsi í New York hafa farið fram á það við dómara að fá leyfi til að slökkva á vélum sem halda lífinu í fimm mánaða gömlu stúlkubami, sem hefur verið úr- skurðað heiladautt. Foreldrar bams- ins eru þvi andvígir. Málið verður tekið fyrir í rétti á morgun. Foreldrar stúlkunnar, sem eru svartir, sögðu á fundi með frétta- mönnum í gær að þeir treystu ekki sjúkdómsgreiningu sjúkrahúslækn- anna og að þeir væru að leita aö sér- fræðingi í taugasjúkdómum barna til að fá annað álit. Foreldrarnir sögðu einnig að þeir sættu rannsókn af hálfu lögreglunnar vegna gruns um að hafa farið Ula með barnið, ranngókn sem þeir sögðu að lyktaði af kynþáttahatri. Læknar á sjúkra- húsinu fundu skaða eftir högg á heila barnsins. „Við viljum gefa barninu tækifæri til að lifa,“ sagði móðirin, Lois Scoon. Hún sagði að afstaða þeirra byggðist að hluta til á trúarsannfær- ingu þeirra en þau hjónin eru frelsuð. í bréfaskrifum milli lögfræðinga spítalans og hjónanna kemur fram að sjúkrahúsið er ekki skuldbundið til að halda lífi í manneskju sem hef- ur verið úrskurðuð heiladauð. En reglugerðir í New York kveða á um aö fínna verði sanngjama lausn þeg- ar aðstandendur eru andvígir því af trúarlegum ástæðum að slökkt sé á stuðningstækjunum. Faðirinn, sem er svæfingarlækn- ir, kom að barninu þann 19. febrúar þar sem það var að þvi komið að kafha og eftir árangurslausar lífgun- artilraunir hringdi hann á sjúkrabíl. Reuter Lögregla án vís- bendinga um morðið á Ngor Lögreglan í Los Angeles hefur eng- ar vísbendingar um hver hafi verið að verki þegar kambódíski leikarinn Haing Ngor var myrtur fyrir utan heimili sitt í kínahverfi borgarinnar í fyrrakvöld. Lögreglan segist ekki hafa nein vitni að atburðingum, enga gran- aða, enga ástæðu og afar takmörkuð sönnungargögn til aö styðjast við í rannsókn sinni. Ngor hafði eytt kvöld- inu með fjölskyldu og vinum áður en hann mætti örlögum sínum. . Haing Ngor flúði ógnaröld Rauðu Kmeranna á sínum tíma og hélt til Bandaríkjanna. Hann fékk síðar ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni Killing Fields 1984 en þar lék hann kambódískan blaðamann. Reuter notuð Clinton til framdráttar í kosn- ingabaráttunni. Robania sagðist halda áleiðis til New York á fimmtudag og vonaðist til að Öryggsiráð Sameinuðu þjóð- anna mundi hlusta á útskýringar beggja aðila á málavöxtum. Hann hefur ekki fengið vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en segist fullviss um að fá hana. Atburðirnir á laugardag, þegar kúbverskar herþotur skutu flugvél- arnar niður yfir hafinu mifli Banda- ríkjanna og Kúbu, vöktu fordæm- ingu um allan hinn vestræna heim. Clinton boðaði í gær hertar efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn Kúb- verjum, takmörkun á ferðafrelsi kú- verskra sendimanna í Bandaríkjun- Sagði Hamas Símon Peres, forsætisráðherra ísraels, lýsti yfir stríði á hendur palestinsku skæruliðasamtökunum Hamas í gær eftir að tvær sjálfs- morðsárásir þeirra urðu 25 manns að bana í ísrael á sunnudagsmorg- un. „Við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en allir brjálæðingarnir og of- beldisseggirnir hafa fengið almenni- lega refsingu," sagði Peres í ræðu í ísraelska þinginu í gær, og vísaði þar til Hamas-liða. „Viö munum ekki stöðva friðarferlið, við höldum því áfram, en við munum grípa til viðeigandi ráðstafana til að berjast um og bann við leiguflugi frá Bandaríkjunum til Kúbu. Fyrrum meðlimur Bræðra til björgunar, frelsishreyfingar Kúb- verja búsettra í Bandaríkjunum, kom fram í kúbönsku sjónvarpi í gær. Hann fordæmdi starfsemi hreyfingarinanr og upplýsti að hún hefði haft að takmarki að ráða Castro, forseta Kúbu, og fleiri ráða- menn af dögum. Maðurinn, áður flugmaður í her Kúbu, flúði landið fyrir fjórum árum og gekk til liðs við frelsishreyfing- una í Flórída. Hann vann sig til met- orða innan hennar en hvarf fyrir- varalaust á föstudag, degi áður en flugvélarnar voru skotnar niður. Flugmennirnir sem fórust, fjórir gegn hryðjuverkamönnunum, bæði áður en þeir fremja glæpi sína og á eftir.“ Hamas-sprengjumönnunum tveimur, sem voru dulbúnir sem ísraelskir hermenn, tókst á einni klukkustund á sunnudagsmorgun að gera nokkuð sem hægrisinnuð- um stjórnarandstöðuflokkum hafði mistekist í marga mánuði, nefnilega að gera að nánast engu umtalsvert forskot Peresar og flokks hans í skoðanakönnunum. Kosningar verða í ísrael eftir aðeins þrjá mán- uði. Skoðanakannanir sem voru tekn- rofin talsins, voru meðlimir hreyfingar- innar. Talið er að flugmaðurinn hafi verið njósnari Kúbustjórnar. Ættingjar hans segja hann hafa horflð fyrirvaralaust en vinir hans töldu hann hafa ætlað á veiðar. Ætt- ingjar flugmannsins sögðu að ef hann væri njósnari Kúbustjórnar væri hann óvinur þeirra. Talsmenn frelsishreyfingar Kúb- verja í Flórída segja að flugvélarnar hafi verið á lofti af mannúðarástæð- um, ef vera skyldi að kúbverskir flóttamenn væru í nauðum staddir á flekum. Kúbverjar halda því hins vegar fram að vélarnar hafi verið að undirbúa skæruaðgerðir, sigta út skotmörk á Kúbu og trufla fjarskipti hersins. ar stuttu eftir tiiræðin sýndu að 15 prósentustiga forskot Peresar á hægrimanninn og Likud-formann- inn Benjamín Netanyahu hafði minnkað niður í þrjú stig. í gær skutu vegfarendur í Jerú- salem Bandaríkjamann af arabísk- um uppruna til bana eftir að bíll hans fór inn í hóp fólks á strætis- vagnabiðstöð og varð einum að bana en særði rúmlega tuttugu. All- ar líkur eru taldar á að um slys hafi verið að ræða, þótt ekki sé útilokað að þetta hafi verið ásetningsverk. Reuter Stuttar fréttir i>v Eldur I búð Eldur braust út í stórverslun í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í morgun og áttu þúsundir við- skiptavina fótum fjör að launa. Stjórnvöld ásökuö Sérfræðingar í dýralífi sögðu bresk stjórnvöld annaðhvort vera að villa um fyrir almenningi eða vera barnaleg í mati sínu á tjón- inu af völdum 70 þúsund tonna af olíu sem fóru í sjóinn við Wales í síðustu viku. Díana fær vernd Díana prinsessa var, með vopnaða fylgdarsveina þegar hún kom til líkamsrækt- arstöðvar sinn- ar í gær og her- menn stóðu á verði við Buck- inghamhöll af ótta við hryðju- verk írska lýðveldishersins sem fjölmiðlar höfðu sagt að væru í undirbúningi. Bretar hafna Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, sagði í gær að bresk stjóm- völd hefðu hafnað að fastsetja dag fyrir viðræður allra flokka á Norður-írlandi. Fleiri trukkár Bosníu-Serbar ætla að senda fleiri bíla til serbneskra hverfa Sarajevo í dag til að flytja burt íbúana áður en hverfin fara und- ir stjórn sambandsríkis múslíma og Króata. Kosið áfram Kosið verður áfram í Afríku- ríkinu Sierra Leone í dag eftir mikla örtröð á kjörstöðum í gær, enda afnám einræðis herforingja í húfl. Frakkar Jacques Chirac Frakk- landsforseti lýsti því yfir I gær að Frakk- ar væru á góðri leið með að verða helstu talsmenn kjarnorkuaf- vopnunar í heiminum en eins og menn muna er ekki langt siðan þeir sprengdu nokkrar kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni í Suður-Kyrrahafi. Skæruliðar teknir Þýska lögreglan hefur handtek- ið tvo menn sem grunaðir eru um að vera félagar í vinstrisinnuðum skæruliðasamtökum sem hafa stundað sprengjuárásir á heimili stjórnmálamanna. Viðræður áfram Friðarviðræður ísraels og Sýr- lands halda áfram þrátt fyrir sprengjutilræðin á sunnudag. Simpson blótar lögmanni O.J. Simpson missti stjórn á skapinu í gær þegar lögfræðingur spurði hann um fjarvistarsönnun hans nóttina sem fyrrum kona hans og elskhugi voru myrt og blótaði manninum. Emmu-mynd fékk björn Taívanski kvikmynda- leikstjórinn Ang Lee hlaut gullbjörninn á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín í gær fyrir mynd sína Sen- se and Sensibi- lity en leikkonan Emma Thomp- son fer þar með aðalhlutverk og skrifaði handritið. Eldur í skipi Eldur kom upp i skemmtiferða- skipi sem strandaði milli Hong Kong og Malasíu en farþegar eru óhultir. Reuter Pat Buchanan, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni repúblikana, gerir sig líklegan til að heyja einvígi í stíl villta vestursins fyrir utan OK Corral í vestrabænum Tombstone í Arizona í gær. Andstæðingurinn er brúða og nafn- ið þarf ekki að koma á óvart: Billy Ciinton. Forkosningar fara fram í Arizona í dag og er afar tvísýnt hvor hefur bet- ur, Buchanan eða Bob Dole. Símamynd Reuter Símon Peres ómyrkur í máli í þinginu: skæruliðum í stríð á hendur fremstir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.