Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hvalfjarðarsamtök Til marks tim þýlyndi íslendinga má hafa, aö engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helztu martröð þjóðarbúsins á næstu árum. Á íjölmennum fundi verkfræðinga fyrir nokkru komu fram rökstuddar efasemdir um, að ráðagerðir um göng væru verkfræðilega frambærilegar. Talsmenn fram- kvæmdanna áttu mjög í vök að verjast á þeim fundi. Samt halda stjómmálamenn áfram að styðja göngin. Rangar eru fuUyrðingar þeirra um, að ríkið muni hafa skattahag af dæminu. Beinar og óbeinar skattatekjur rík- isins af framkvæmdum og rekstri Spalar verða minni en þær tekjur, sem ríkið tapar af minni bensínnotkun vegna minni umferðar fyrir botn Hvalíjarðar. Verkfræðilegar og hagfræðilegar mótbátur fagmanna gegn Hvalfjarðargöngum hafa engin áhrif á framvindu málsins. Aðstandendur þess í Speli hf. og í stjórnmálun- um hafa kosið að hlusta ekki á neina gagnrýni og keyra málið fram í skjóli hinnar pólitísku verndar. Fyrir tveimur árum laug formaður fyrirtækisins að þjóðinni: „Því hefur alltaf verið ljóst og út frá því geng- ið, að ef í þessa framkvæmd yrði ráðizt, þyrfti hún að fjármagnast af öðrum aðilum en ríkinu, án ríkisábyrgða, og endurgreiðsla kæmi af vegtolli af umferðinni.“ Nú er ríkisábyrgð á gatinu komin upp í heilan millj- arð og á eftir að hækka, því að kostnaðaráætlun er kom- in í rúmlega hálfan fimmta milljarð og á eftir að hækka samkvæmt reynslu af slíkum göngum í útlöndum. Skatt- greiðendur eru engan veginn búnir að bíta úr nálinni. Fyrir tveimur árum lýsti samgönguráðherra, hverjar kostnaðartölur framkvæmdanna þyrftu að vera: „Þær séu innan þeirra arðsemismarka, að ekki þurfi að koma til ríkisábyrgðir, en umferðin greiði kostnaðinn við göngin.“ Þessi sami samgönguráðherra er enn við völd. Kostnaður skattgreiðenda af Hvalfjarðargöngum er að bólgna stjamfræðilega. Fyrir tveimur árum styrkti ríkið könnun málsins með 50 milljóna króna láni og með 70 milljóna króna láni í fyrra. Nú er ríkisábyrgð komin upp í milljarð, sem örugglega fellur á ríkið. Ef íslendingar væru ekki þýlyndari en aðrar þjóðir, létu þeir ekki rugl af þessu tagi yfir sig ganga hljóða- laust. Stofnuð væru samtök til að gæta hagsmuna skatt- greiöenda og vegfarenda til þess að berjast gegn því, að vandræðin yrðu meiri en þau eru þegar orðin. Annað helzta baráttumál slíkra samtaka fælist í að reyna að hamla gegn því, að veittar verði frekari ríkis- ábyrgðir til framkvæmdanna. Hitt baráttumálið fælist í að reyna að stuðla að því, að vegurinn fyrir botn Hval- fjarðar fái eðlilegt viðhald og endurbætur. Alþingismenn og ráðherrar, sem bera ábyrgð á mál- inu, munu-vafalítið reyna að draga úr viðhaldi núver- andi vegar fyrir botn fjarðarins og hindra, að vegurinn verði endurbættur að því marki, sem verið hefði, ef ekki þyrfti að vemda göngin gegn samkeppni. Því meiri sem ábyrgð ríkisins verður á Hvalíjarðar- göngum, þeim mun brýnna mun pólitískum umboðs- mönnum gatsins þykja að þrýsta umferð landsmanna inn í það til að hafa meira upp í ört vaxandi kostnað, til dæmis með aðgerðum gegn þjóðveginum fyrir botninn. Stofna þarf virk almannasamtök til að vernda viðhald og framkvæmdir við veginn fyrir botn Hvalfjarðar og hindra frekari ábyrgð skattgreiðenda á göngunum. Jónas Kristjánsson Samskipti launafólks og at- vinnurekenda eru með nokkuð sérkennilegum hætti hér á landi. Verkfoll, vinnudeilur, átök og málaferli af ýmsu tagi eru mun al- gengari hér en gerist í öðrum löndum Evrópu. Það er ekki auðvelt að skýra hvernig á þessu stendur, en ég hygg þó að einhliöa aðgerðir ríkis- valdsins t.d. í efnahags- og skatta- málum svo árum skiptir hafi leitt til þess að nánast á hverju ári verða samtök launafólks og at- vinnurekenda að setja sig í varn- arstellingar og byrja að semja upp á nýtt. Önnur skýring er sú sérkenni- lega hagfræði sem tröllríður vinnumarkaðnum þess efnis að allt eigi að vera háð frjálsri sam- keppni og markaðslögmálum, nema launin. Þegar kemur að kjarasamningum skal allt nið- urnjörvað í fyrirfram ákveðna goggunarröð sem m.a. felur í sér óþolandi launamisrétti kynjanna og láglaunastefnu sem nú er að koma í bakið á atvinnurekendum og reyndar þjóðfélaginu öllu. Óá- nægja með kjörin, jafnt launin sem félagslega stöðu er gífurleg og kemur m.a. fram í því aö stór hóp- ur ungs fólks vill gjarnan flytja úr landi ef örugg vinna býðst. Afjeit launastefna Á undanfornum árrnn hafa öll samtök launafólks verið þvinguð til að hlíta launastefnu sem ýmist er kennd við þjóðarsátt eða jafn- 14 • 1 JCT É.-í Miðstýring í anda VSÍ og breytingar á félagslegum réttindum sem geta ekki annað en kallað á gífurleg átök á vinnumarkaði. Samskipti á íslensk- um vinnumarkaði launastefnu, en hún hefur ekki leitt af sér annað í launakjörum en sívaxandi launabil, feluleik og óá- nægju sem stórlega hefur skaðað vinnuanda í samfélaginu, ekki síst meðal opinberra starfsmanna. Af- leiðingin er launakerfi sem bygg- ist á yfirvinnu og aukagreiðslum enda gefur auga leið að launaþátt- urinn er ekki óháður framboði og eftirspurn, menntun eða reynslu, þótt ýmsir vilji hafa það þannig. Enn ein hliðin á samskiptum at- vinnurekenda og launafólks, þar með talið ríki og sveitarfélög, er það sem snýr að félagslegum rétt- indum og þeim áhrifum sem hreyfingar launafólks hafa haft um áratugaskeið á mótun samfé- lagsins. Það er alveg ljóst að þeir eru margir sem vilja verkalýðshreyf- inguna feiga og dreymir um leift- ursókn í anda stjórnar Nýja-Sjá- lands með þá kenningu að leiðar- ljórsi að félagsleg réttindi og hreyfingar launafólks þvælist fyr- ir markaðslögmálunum. Góð félagsleg réttindi fólks á Norðurlöndum eru meðal þess sem skipar þessum þjóðfélögum efst á lista þeirra þjóða sem taldar eru bjóða þegnum sínum upp á mest jafnrétti, öryggi og jöfhuð í heiminum. Ég er viss um að flest- ir þegnar þessa lands vilja ekki Frjáls samningsréttur Það þarf margt að endurskoða í vinnulöggjöfmni, svo og i samskipt- um launafólks og atvinnurekenda, ekki sist til að tryggja samnings- frelsi og eðlilega launaþróun í sam- ræmi við þann alþjóðlega vinnu- markað sem við erum orðin hluti af. Þau frumvörp til laga sem nú eru til umræðu, og munu væntanlega rata inn á Alþingi fyrr eða síðar, ein- kennast af miðstýringu í anda VSÍ og breytingum á félagslegum rétt- indum sem geta ekki annað en kall- að á gífurleg átök á vinnumarkaði. Lausnin felst í samvinnu og sam- eiginlegri leit að úrræðum, en ekki einhliöa árásum. Þetta verða ráða- menn og atvinnurekendur að fara að skilja, jafnframt því að láta af þeirri ætlun að þvinga alla inn í samninga- Það er alveg ljóst að þeir eru margir sem vilja verkalýðshreyfinguna feiga og dreym- ir um leiftursókn í anda stjórnar Nýja Sjá- lands ... Kjallarinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans falla af þeim stalli niður í nýsjá- lenskt eða amerískt ástand, enda höfum við vel efni á því að halda uppi góðu velferðarkerfi með því að beita skynsemi og aðhaldi. ferli sem er í hrópandi mótsögn við frjálsan opinn vinnumarkað, lýð- ræðisleg vinnubrögð og frjálsan samningsrétt. Kristín Ástgeirsdóttir Skoðanir annarra Góða fólkið „Gott fólk á við ýmsa lesti að stríða. Fólk sem berst fyrir friði og gefur börnum sínum brauð en ekki steina. Fólk sem kemst aldrei í kast við lögin og flokkast með góðum og gildum þjóðfélagsþegnum og ber hag landsins sér fyrir brjósti. Fólk sem stundar hegðun sem engar athugasemdir má gera við ... Góða fólkið er ekki fulltíða maður sem lagði niður barnaskapinn, og þótt það talaði tungum manna og engla væri það sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Vegna þess að kærleikurinn nær ekki alla leið.“ Gunnar Hersveinn í Mbl. 25. febr. Fjármagnið að utan „Umræðan hér á landi um erlent fjármagn og út- lendinga er og virðist endalaust ætla að verða eink- ar sérkennileg. Það er í raun alvarlegt hvaö hún er brosleg... Þaö er ekki lengra síðan en í kosningabar- áttunni vorið 1991 sem það var baráttumál nokkurra. frambjóðenda að leyfa erlendum fiskiskipum að landa afla hér á landi og nyta sér þjónustu eins og t.d. skipasmíðastöðva. Nú líta allir á komu erlendra fiskiskipa sem happdrættisvinning. Það var þá ekk- ert til að hræðast - eftir allt saman.“ Jón G. Hauksson í 1. tbl. Frjálsrar verslunar. Forsetaembættið „Spyrja má einnig hvort beri að leggja niður emb- ættið niður í þeirri mynd sem það er nú. Slík spurn- ing á fullan rétt á sér og er alveg óviðkomandi þeirri persónu sem embættinu gegnir hverju sinni. Þannig má velta því fyrir sér hvort unnt sé að einfalda mál- ið, til dæmis með því að sameina stöðu forseta for- sætisráðherraembættinu og láta Alþingi kjósa hvort tveggja líkt og gert er í Sviss. Það yrði í senn einfald- ara og kostnaðarminna. Eða fela forseta Alþingis embættið?" Þórður Kristinsson í Mbl. 25. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.