Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 DV tilveran Skemmtilegast þegar Óðinn barðist við Fenrisúlfinn „Ég trúi því að það hafi mjög góð áhrif á börnin að ýta und- ir ímyndunarafl þeirra. Það hefur mikið að segja um fram- vindu námsins í framtíðinni að þau kunni að hugsa sjálfstætt. Við viljum kenna þeim það ásamt því að nota ímyndunar- aflið,“ segir Kristín Bjarnadóttir, kennari í Smáraskóla í Kópavogi. I skólajium var ys og þys í síðustu viku, spenningurinn lá i loftinu og gleðin skein úr hverju andliti. Skólastofur voru á hvolfi og börnin dunduðu sér áhugasöm við vinnuna. Kennarar skólans stóðu fyr- ir þemaviku fyrir 1.-6. bekk og var þemað norræna goðafræðin. Unnið var allan daginn og skólinn undirlagður i málningu, kátum börnum, pappír og listaverkum. Borðin eru notuð í fjöll og börn- in hafa ekki setið við þau í heila viku. tU þess að gera gipsstyttu. Þegar börnin verða eldri missa þau þennan ævintýraáhuga því þetta eru ævintýra- sögur. Við ætlum að reyna að koma því þannig fyrir að við getum geymt vinnu barnanna til næsta árs,“ segir Kristín. Höfðar til barna „Við vorum með þetta þema í fyrra og það gafst mjög vel. Við ákváðum því að skreyta allan skólann með sögum úr norrænu goða- fræðinni í ár. Sögurnar höfða mikið til barna því margar þeirra eru afar skemmti- legar. Ég held að börn í 1.-6. bekk séu á réttum aldri til þess að læra norrænu sögurnar því þau eru móttækileg fyrir þvi á þessum aldri,“ segir Kristín. Sögunum úr goðafræðinni er skipt á jé milli bekkjanna. Miðgarðsormurinn var " fyrirferðarmikUl þar sem hann vafði sig um alla ganga, bæði uppi og niðri. Sex ára bekkurinn hefur fóndrað við Útgarð, Mið- garðsorminn, tröllin og fjöllin í Útgarði. Annar bekkur tekur söguna þegar Þór fór til Út- garða-Loka og bein hafranna eru brotin. Enn aðrir taka hrekkjasögur af Loka og önnur skemmtileg ævintýri. Húsvörður fyrirmynd Loka „Þriðji bekkur ger- ir styttu af Loka þar sem eitrið lekur niður á hann. Þau notuðu húsvörðinn * Árlegur við- burður Börnin sitja inni í hartska Skrýmis en hann er risastór jötunn úr norrænu goðafræðinni. Að sögn Kristínar eru börnin á réttum aldri til þess að læra um goðin á ævintýralegan hátt. Fyrir börnunum eru sögurnar samfelld ævintýri sem gaman er að. Börnin voru yfir sig hrifin af því að úthýsi í hanska skrýmis skuli hafa verið þumallinn sem Þór og félagar sváfu í yfir nótt. Ætlunin er að gera þema- viku um nor- ræriu goða- fræðina að ár- legum við- burði. Skólinn á orðið mikið af listaverkum sem gaman væri að sýna. Sjötti bekkur er til dæm- is búinn að gera Fenris- úlfinn með höndina á Tý uppi í sér. Endapunkturinn var rekinn á þemavikuna með þorrablóti sem haldið var á fóstudag þar sem foreldrum var boðið. Þar léku öll börnin hlutverk. Sum klæddust jötnabúningum, aðrir álfabúning- um, trölla og norna. „Ég hugsa að það sé mjög sniðugt að taka sama þema aftur og aftur. Kennaramir kynnast þessu enn þá betur og taka fram nýjar sögur. Þeir vinna kannski sama verkefni og einhver ann- ar kennari vann í fyrra. Þau leika eitthvert hlutverk um alian skólann og eru i búningum. -em Börnin í Smáraskóla segjast læra goðafræðina miklu betur með því aið heyra sögurnar og búa til persónurnar eftir eigin höfði. Þór er mjög myndarlegur með rautt hár og skegg að hamrinum ógleymdum en börnin ímynda sér útlit hans og vinna útfrá ímyndunaraflinu. Loki er svo skemmtilegur ,Ég er að teikna Fenrisúlfinn. Þetta er miklu skemmti- legra heldur en að læra. Loki er svo skemmtilegur því hann er svo mikill prakkari," segir Helgi Freyr Rúnarsson í þriðja bekk. Þegar DV bar að garði var hann mjög einbeittur á svipinn viö að koma gullfallegri teikningu á blað. Þema þriðja bekkjar er sögur um Loka. Nemendur bjuggu til nöðruna með eitrinu sem hékk fyrir ofan höfuð Loka. -em Heiðar Karl Ragnarsson er nem- andi í fjórða bekk en fjórði bekkur vinnur ýmislegt í þemavikunni, til dæmis sitthvað um Óðin og hrafna hans og Fenrisúlfmn, „Við erum líka búin að gera Ásgarð, hásætið hans Óðins og tréð. Mér finnst mjög gaman að læra goðafræðina svona. Það er miklu skemmtilegra heldur en að lesa bara bókina. Skemmtilegasta sag- an finnst mér þegar Óðinn barð- ist við Fenrisúlfinn," segir Heiðar Karl Ragnarsson. em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.