Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 15
DV ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Qlveran Sköpuninog hauskúpa Ýmis Fimmti bekkur vinnur að sköp- uninni og hauskúpu Ýmis. „í mín- um hópi gerum við Niflheim sem er mjög kaldur heimur. Annar hópur gerir Múspellsheim en hann er rauður og mjög heitur,“ segir Eva María Árnadóttir í flmmta bekk. Verkefni sjötta bekkjar er að gera ask Yggdrasils. Thelma Hrönn Sig- urdórsdóttir og Pétur Benediktsson voru sammála um að það væri mjög skemmtilegt að læra norrænu goða- fræðina með þessari aðferð. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og ég er búin að læra mjög mikið. Það er mjög sniðugt að gera þetta svona,“ segir Thelma. „Það er miklu auð- veldara að læra sögurnar á þennan hátt. Maður fær miklu meiri áhuga á sögunum," segir Pétur. „Ég væri alveg til í að fá þemaverkefni í öðr- um fögum, eins og sögu til dæmis,“ segir Thelma. -em Thelma, Pétur og Eva María eru í fimmta og sjötta bekk. Þeim þykir temavikan mjög gagnleg. Kristín ásamt höfrum Þórs en i sögunni voru þeir étnir en lifnuðu alltaf við aftur. Eitt sinn var Þór plataður og bein hafursins brotin en þá var hann haltur eftir það. DV-myndir GS Miðgarðsormurinn er stór og Ijótur „Þetta er búið að vera ofsalega gaman. Ég er bú- inn að gera grímur, jöt- unn og Miðgarðsorminn. Hann er svo stór og ljótur. Við eigum eftir að búa til halann á orminn," segir Guðmundur Kristjánsson, í fyrsta bekk Smáraskóla. Hann munaði ekki um að koma i viðtal hjá blaða- manni og stilla sér upp fyrir ljósmyndarann. Verkefni sex ára bekkj- anna í þemavikunni var að búa til Miðgarðsorm- inn, Utgarð og Jötun- heima. Kennararnir segja þeim norrænu sögurnar til þess að þau geti notað ímyndunaraflið til þess að skapa þessar figúrur. -em Guðmundur býr sig undir að mála. Þrumuguðinn Þór í uppáhaldi Brynja Eyþórsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Einar E. Steinsson eru nemendur í öðrum bekk en þau voru að undirbúa þorrablót þegar DV bar að garði. „Við bjuggum til Þór þrumuguð og unnum með sög- una þegar Þór slæst við köttinn og ellina,“ segir Brynja. Þau eru öll sammála um að þetta sé ofsalega skemmtilegt. „Það var skemmtilegast að búa til grímu og skemmtilegustu sögurnar eru um Þór og félags hans. Á þorrablótinu ætla strákarnir í okkar bekk að leika Þjálfa og stelpurnar Röskvu," segir Einar. „Ég ætla að vera jötunn eða Röskva á þorrablótinu," segir Brynja. „Ég ætla að vera álfur,“ segir Kristín. -em Sjö ára krakkarnir halda mikið upp á þrumuguðinn Þór. • Emile Henry leirvörum (20%) • Brabanfia eldhúsvörum, strauborS ofl. (20%) • Ismet heimilistæki allt að 30% ^brabantiá ismet

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.