Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
23
Iþróttir dv dv
Léttur riöill hjá Islandi i Japan:
Fyrsti landsleikur
gegn Áströlum
- Bandaríkin og Japan líka í riðlinum
Handbolti:
Jafnteflið fýrir norðan
breytir miklu
- bæði á toppi og botni 1. deildarinnar
Frjálsar íþróttir:
Meistaramót
hjá öldungum
Meistaramót öldunga í frjáls-
um íþróttum verður haldið í
Baldurshaga um næstu helgi,
dagana 2. og 3. mars.
Þeir sem ætla að keppa á mót-
inu þurfa að skrá sig á skrif-
stofu FRÍ fyrir 28. febrúar.
Keppt verður í innanhússgrein-
um.
-SK
Aldurinn svarar
vangaveltunum
Austurrikismaðurinn Andre-
as Berger, sem er fyrrverandi
Evrópumeistari í spretthlaup-
um, telur litlar líkur á því að
hann snúi aftur á hlaupabraut-
ina eftir að keppnisbanni hans
lýkjur.
frger Var á sínum tima
dur i fjögurra ára keppnis-
vegna inntöku ólöglegra
lyfja. Dómstóll í Vín hefur nú
allétt banninu en Berger, sem er
margfaldur meistari í heima-
landi sínu í 100 og 200 metra
hlaupi, telur ekki miklar líkur á
endurkomu á hlaupabrautina:
„Það eru meiri líkur á því að ég
hætti í keppnisíþróttum. í júlí
verð ég orðinn 35 ára gamall.
Þarf eitthvað að ræða þetta frek-
ar?” spyr Berger.
-SK
Golf:
Norman enn
örugglega
sá besti
Ástralinn Greg Norman, er
enn þá langbesti kylfingur
heims ef marka má afrekslista
yfir þá bestu sem birtur var í
gær.
Þar er Greg Norman með
13,24 stig en sá sem næstur kem-
ur á listanum er Nick Price frá
Zimbabwe með 10,11 stig. Þriðji
er Ernie Els frá Suður Afríku.
Athygli vekur mögur útkoma
bandarískra kylfinga og hefur
hún varla verið vesælli í langan
tíma. Af tuttugu efstu kylfingum
á listanum eru aðeins átta frá
Bandaríkjunum en hafa oftast
verið mun fleiri. Efsti banda-
ríski kylfingurinn á listanum er
Corey Pavin en hann er í sjötta
sæti. -SK
Tennis:
Agassi kominn
niður í 3. sætið
Pete Sampras er nokkuð ör-
uggur í efsta sæti heimslistans
yfir bestu tennisleikarana í
karlaflokki en nýr listi leit dags-
ins ljós í gær.
Agassi er með 4.805 stig í efsta
sæti.. Austurríkismaðurinn
Thomas Muster er í öðru sæti
með 4.474 stig og Bandaríkja-
maðurinn Andre Agassi vermir
nú þriðja sæti listans með 4.432
stig. -SK
Stórliðin
skoruðu öll
sex mörk
Þrjú af sterkustu knatt-
spyrnuliðum Evrópu, Ajax,
Bayem Múnchen og Manchest-
er United, skoruðu öll sex mörk
í leikjum sínum um liöna helgi.
Ajax vann Herenveen, 6-2,
Bayern Múnchen vann botnli-
Bayem Uerdingen, 6-1, og Man.
Utd vann Bolton, 6-0.
___________________-SK
Það er óhætt að segja að hand-
boltalandsliðiö hafi fengið létta
mótherja í riðlakeppninni á alþjóð-
lega mótinu sem fram fer í Japan
dagana 9.-14. apríl. Island er í riðli
með Ástralíu, Bandaríkjunum og
Japan og ætti því að eiga greiða leið
í undanúrslit mótsins.
Hinn riðillinn er mun sterkari en
þar leika Hvíta-Rússland, Noregur,
Suður-Kórea og Kína.
Tvö efstu lið í hvorum riðli kom-
Vegna Japansferðar íslenska
landsliðsins hefur lokum 1. deild-
arkeppni karla í handknattleik ver-
ið flýtt, sem og úrslitakeppninni um
meistaratitilinn.
Síðasta umferðin, sem fram átti
að fara 10. mars, hefur verið færð
fram til sunnudagsins 3. mars og
þar með verður lokaumferðin mið-
vikudaginn 6. mars.
Úrslitakeppnin hefst síðan strax
laugardaginn 9. mars og 8-liða úr-
slitunum verður lokið 15. mars.
Undanúrslitin verða leikin dagana
19.-24. mars og síðan fer fyrsti úr-
ast áfram og síðan mæta sigurlið
riðlanna liðum númer tvö í undan-
úrslitunum.
Fyrsti leikur íslands verður gegn
Ástralíu en það verður jafnframt
fyrsti landsleikur þjóðanna í íþrótt-
um. Hann fer fram 9. apríl en þann
10. mætast ísland og Bandaríkin og
loks er leikið við Japana 11. apríl.
Undanúrslitin eru leikin 13. apríl og
úrslitaleikirnir um gullið og brons-
ið þann 14. apríl. -VS
slitaleikurinn um meistaratitilinn
fram fimmtudaginn 28. mars.
Þurfi fimm leiki til að knýja fram
úrslit verður fimmti og síðasti leik-
urinn háður laugardaginn 6. april
og daginn eftir, á páskadag, flýgur
landsliðið til Japans.
Samkvæmt upphaflegri niðurröð-
un átti undanúrslitum að ljúka 31.
mars en úrslitaleikirnir áttu að
standa yfir frá 12.-20. apríl. Úrslita-
liðin tvö fá því aðeins 4-5 daga til
undirbúnings í stað 12 daga eins og
ráð hafði verið fyrir gert.
Keila:
Bikarkeppnin
Átta liða úrslitin í bikar-
keppninni í keilu fóru fram á
fimmtudagskvöldið og lyktaði
sem hér segir:
Karlaflokkur:
Stormsv.-Keilulandssv. .. 2238-2174
Úlfarnir-Keflavík a .2162-2100
Spilabræður-Lærlingar .. 1944-2228
Lávarðarnir-KR a ... 2120-2394
Kvennaflokkur:
Kúlurnar-Afturgöngurnar 1608-2091
Tryggðatröll-Bombumar . 1947-1857
KFS Stöllur-Flakkarar . . . 1809-1931
Keflavík-Keilusystur .... 1911-1941
Þórsurum duga
tveir sigrar
Staðan í 2. deildinni í hand-
knattleik var ekki rétt í blaðinu
í gær. Fylkir er með 21 stig, ekki
22, og þar með dugar Þórsurum
að vinna báða leiki sína til að ná
þriðja sætinu í deildinni af
Fylki.
Asprilla og Curle
voru ákærðir
Eftir viðskipti Kólumbíu-
mannsins Faustino Asprilla hjá
Newcastle og Keith Curle, fyrir-
liða Manchester City, í leik lið-
anna um helgina þar sem þeim
lenti saman hefur enska knatt-
spyrnusambandið ákært þá fyrir
ósæmilega hegðun á knatt-
spyrnuvellinum. Þeir félagar fá
nú 14 daga til að svara þessum
ásökunum knattspyrnusam-
bandsins.
lan Wright
til West Ham?
Bresk blöð gera því skóna í
gær að svo kunni að fara að Ian
Wright, framherjinn snjalli hjá
Arsenal, færi sig um set í Lund-
únum og gangi til liðs við West
Ham. Þá er vitað að Chelsea hef-
ur áhuga á að fá Wright sem er
orðinn hálfþreyttur í herbúðum
Arsenal.
Ripley meiddur
Nú er ljóst að útherjinn Stuart
Ripley leikur ekki með Black-
burn á næstunni. Hann meiddist
á læri í leiknum gegn Liverpool
á laugardaginn og verður frá í
einhverjar vikur.
50 stiga sigur
hjá Keflavík
Keflavík vann stórsigur á ÍS í
1. deild kvenna í körfuknattleik í
gær. Þegar upp var staðið var
munurinn 50 stig en lokatölur
urðu, 36-86.
Breiðablik-Tindast. (44-42) 91 87
0-4, 18-19, 33-27, 42-32, (44-42), 51-48,
58-59, 72-67, 80-79, 91-87.
Stlg Breiðabliks: Michael Thoele 32,
Halldór Kristmannsson 19, Birgir
Mikaelsson 16, Agnar Olsen 13, Daði
Sigurþórsson 8, Einar Hannesson 3.
Stig Tindastóls: Torry John 26,
Ómar Sigmarsson 20, Arnar Kárason
15, Pétur Guömundsson 11, Lárus D.
Pálsson 9, Hinrik Gunnarsson 8.
3ja stiga körfur: Breiðablik 6,
Tindastóll 13.
Fráköst: Breiðablik 26, Tindastóll 25.
Villur: Breiðablik 12, Tindastóll 24.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og
Kristinn Óskarsson, góðir.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins: Birgir Míkaels-
son, Breiöabliki.
Jafntefli KA og ÍBV í 1. deildinni í
handbolta í fyrrakvöld kom verulega á
óvart. Fæstir bjuggust við því að Eyja-
menn myndu veita bikarmeisturunum
einhverja keppni en þeir voru hins veg-
ar hársbreidd frá sigri og úrslitin breyta
miklu, bæði í topp- og botnbaráttu deild-
arinnar.
Jafnteflið setur strik í reikninginn hjá
KA-mönnum. Þeir hefðu með sigri verið
með undirtökin í baráttunni við Val um
deildameistaratitilinn og heimaleikja-
réttinn í oddaleik í úrslitakeppninni.
Markatalan ræður á toppi deild-
arinnar
Nú eru hins vegar Valsmenn með
undirtökin. Liðin eru jöfn að stigum þeg-
ar þrjár umferðir eru eftir en markatala
Vals er mun betri og það er hún sem
ræður ef liðin verða efst og jöfn að stig-
um.
KA og Valur mætast á Akureyri á
miðvikudagskvöldið og það er nánast
hreinn úrslitaleikur um efsta sætið þó
það gæti vissulega breyst ef óvænt úrslit
verða í síðustu tveimur umferðunum.
KA á síðan eftir leiki við fallbaráttu-
liðin tvö, fyrst við Víking á Akureyri 3.
Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í
handknattleik, hefur verið að leika
sérlega- vel með sínu nýja liði TV Suhr
frá Sviss.
Júlíus skrifaði undir tveggja ára
samning við svissneska liðið fyrir
skemmstu eftir að hafa leikið tvö ár þar
á undan með Gummersbach í
Þýskalandi. Júlíus hefur leikið þrjá
leikið með TV Suhr og er óhætt að segja
að hann byrji með tilþrifum.
Júlíus hefur skorað 19 mörk í þremur
.leikjum en í þeim tveimur siðustu
hefur hann verið tekinn úr umferð.
Það kom ekki að sök því á
sunnudaginn var lagði TV Suhr Bern að
velli, 24-22, og skoraði Júlíus átta mörk
í leiknum. í fyrsta leiknum fyrir
tveimur vikum sigraði TV Suhr Basel,
28-19 og var Júlíus þar með 8 mörk og
þrjú í öðrum leiknum gegn Urdorf sem
vannst 27-17.
„Mér hefur gengið alveg ágætlega
síðan að ég fór að leika með liðinu. Það
var klárt áður en ég kom hingað að
liðinu tækist ekki að leika í
úrslitakeppninni efstu sex liðanna.
mars og síðan við ÍBV í Eyjum 6. mars.
Valur leikur við Aftureldingu að Hlíð-
arenda 3. mars og við Vlking í Víkinni
6. mars.
ÍBV stendur betur en Víkingur í
fallbaráttunni
Með stiginu á Akureyri á ÍBV alla
möguleika á að forða sér frá falli í 2.
deild, á kostnað Víkinga sem sitja eftir í
erfiðri stöðu. ÍBV er með 11 stig en Vík-
ingur 10 og ÍBV á hagstæðari leiki eftir.
ÍBV fær Gróttu í heimsókn annað
kvöld, sækir botnlið KR heim í Laugar-
dalshöllina 3. mars og mætir KA í Eyj-
um 6. mars.
Víkingar leika á Selfossi annað kvöld
og gegn KA á Akureyri 3. mars, og enda
síðan gegn Val á heimavelli 6. mars.
Ef ÍBV og Víkingur verða jöfn að stig-
um í 10.—11. sæti deildarinnar ræður
markatala ekki úrslitum um fallið. Þá
myndu þau leika aukaleiki um 1. deild-
arsætið og það félli í skaut því liði sem
næði að vinna tvo leiki. -VS
Liðið Vantaði aðeins eitt stig svo það
tækist. Liðið leikur þess í stað í keppni
neðri hlutans og er þar í efsta sæti,
sagði Júlíus Jónasson í spjalli við DV í
gærkvöldi.
„Byggja upp sterkt lið fyrir
næsta tímabil”
„Það er á stefnuskrá Íiðsins að byggja
upp fyrir næsta tímabil. í þeim tilgangi
verða fengnir til félagsins sterkir
leikmenn. Stefnan hefur verið sett á að
komast í úrslitakeppnina um
meistaratitilinn næsta vetur og vonandi
gengur það eftir. Handboltinn hér í
Sviss er eins og ég bjóst. Hann er ekki
eins sterkur og í þýsku deildinni. Ætli
að hann sé ekki svipaður á styrkleika og
sá íslenski,” sagði Júlíus Jónasson.
Júlíus sagði að þrjú liö væru í
nokkrum sérflokki í svissneskum
handknattleik. Þar ætti hann við
Winterthur, sem hefði náð mjög góðum
árangri í Evrópukeppni meistaraliða, og
Amacidia og Borban-Luzern væru líka
með lið í góðum gæðaflokki.
-VS
íslandsmótið í þolfimi:
Heimsmeistari
í Höllinni
Þrefaldur heimsmeistari í þolfimi kvenna, Carmen Valderas frá
Spáni, mun sýna listir sínar á íslandsmóti Fimleikasambandsins í
greininni sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur, 3.
mars. Valderas vann öll stærstu mót heims á síðasta ári, þar á meðal
heimsmeistaramótið í Frakklandi þar sem Magnús Scheving varð í 5.
sæti í karlaflokki.
Carmen Valderas mun sýna sigurrútínu sina frá heimsmeistaramót-
inu í París og einnig sjá um kennslu í tveimur þolfimitímum í Laugar-
dalshöll daginn fyrir mótið. Keppendur á mótinu verða um 35 talsins en
um er að ræða annars vegar íslandsmót fullorðinna og hins vegar ungl-
ingameistaramót.
Magnús Scheving og Carmen Valderas á heimsmeistaramótinu í París í
fyrra. Valderas sýnir á íslandsmótinu en Magnús mun ekki verja titil
sinn í karlaflokki.
-JKS
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Blikar unnu í
spennandi leik
Breiðablik vann góðan
sigur á Tindastóli í jöfn-
um og spennandi leik í
úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í Smáran-
um í gærkvöldi. Lokatöl-
ur leiksins urðu, 91-87, í
hálfleik hafði Breiðablik
tveggja stiga forystu,
44-42.
Tindastóll byrjaði bet-
ur en Blikarnir komust
smám saman meira inn í
leikinn og komust tíu
stigum yfir. Dómgæslan
fór í taugarnar á gestun-
um og fékk meðal annars
Páll Kolbeinsson þjálfari
þeirra á sig tæknivillu í
fyrri hálfleiknum.
Ágætis leikkaflar sáust
í síðari hálfleik og mun-
urinn aldrei mikill. Blik-
arnir reyndust sterkari í
lokin en þá fengu Tinda-
stólsmenn dæmdar á sig
þrjár ásetningsvillur.
Áður en til þess kom
voru þeir með forystu í
leiknum en Blikar tóku
síðan leikinn í sínar
hendur.
Blikarnir, sem hafa
komið mjög á óvart með
frammistöðu sinni í vet-
ur, léku oft ágætlega í
leiknum og í jöfnu liði
þeirra var Birgir Mika-
elsson bestur.
Hjá Tindastólsmönn-
um voru Torrey John og
Ómar Sigmarsson bestir.
Liðið hefur oft leikið bet-
ur í vetur. -JKS
Breyting á Islandsmótinu í handbolta:
Öllu lokið fyrir
Japansferðina
- lokaumferö deildarinnar flýtt um viku
Júlíus leikur
vel í Sviss
- skorað 19 mörk í þremur leikjum
Guðrún sló 18
ára met Ingunnar
- var llka langt undir meti í 400 m hlaupi á ólöglegri braut
Iþróttir
með
Blikum?
Svo getur farið að Hanna
Kjartansdóttir, ein af máttar-
stólpunum í liði íslandsmeistara
Breiðabliks í körfuknattleik
kvenna, geti ekki leikið meira
með liði sínu á þessu keppnis-
timabili.
Hanna var í gær flutt á spítala
vegna sjóntaugarbólgu og er bú-
ist við því að hún þurfi að vera
á spítaíanum að minnsta kosti
út þessa viku. Hanna mun þvl
ekki leika með Breiðabliki gegn
Keflavfk annað kvöld og heldur
ekki gegn KR á sunnudaginn.
Fram undan er svo úrslita-
keppni um íslandsmeistaratitil-
inn og mjög óvíst hvort hún
getur tekið þátt í henni.
-ih
Guðrún Arnardóttir er greinilega í feiknaformi þessa dagana og verður fróðlegt að fylgjast með henni í sumar.
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Stórleikur Millers
Hanna
úr leik
Guðrún Arnardóttir náði frábær-
um árangri á innanhússmeistara-
móti háskólanna í frjálsum íþrótt-
um á suðaustursvæði Bandaríkj-
arina sem fram fór í Lexington í
Kentucky um helgina. Guðrún varð
þriðja í 60 metra grindahlaupi og
setti glæsilegt íslandsmet og sigraði
síðan í 400 metra hlaupinu á tíma
sem er langt undir íslandsmeti inn-
anhúss. Það fæst þó ekki staðfest
þar sem brautin var ekki lögleg.
Guðrún hljóp 60 metra grinda-
Júlíus er að gera það gott í Sviss. hlaupið á 8,31 sekúndu. Fyrra metið
var orðið hvorki meira né minna en
18 ára gamalt en Ingunn Einarsdótt-
ir setti það í Mílanó í mars árið
1978.
I 400 metra hlaupinu sigraði Guð-
rún á 53,19 sekúndum en íslands-
metið innanhúss er 56,07 sekúndur
og er í eigu Svanhildar Kristjóns-
dóttur. Til þess að met fáist staðfest
þarf hlaupið að fara fram á 200
metra braut en brautin í Lexington
er 291 metri. I sínum útreikningum
bæta Bandaríkjamenn 3/10 úr sek-
úndu við tíma sem næst á svona
braut og miðað við það var Guðrún
að hlaupa á 53,50 sekúndum, eða 2,5
sekúndum undir metinu.
Það er greinilegt aö Guðrún er í
betra formi en nokkru sinni fyrr og
hún er til alls líkleg í sumar. Hún
keppir ekki á Evrópumeistaramót-
inu innanhúss í Stokkhólmi 8.-10.
mars þar sem hún fékk ekki farar-
leyfi frá sínum háskóla. Bandaríska
háskólameistaramótið fer fram
sömu helgi og þar er Guðrún í aðal-
hlutverki í sínu liði.
-VS
- Malone tryggöi Utah góðan sigur og Knicks er ekki svipur hjá sjón
Utah Jazz kom leikmönnum
Phoenix Suns snarlega niður á jörð-
ina i nótt í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Utah sigraði 110-87
og gott gengi Phoenix undanfarið
tók enda með tapinu stóra i nótt.
Karl Malone lék ð vanda aðalhlut-
verkið hjá Utah og skoraði 27 stig.
John Stockton kom síðan í humátt á
efgtir með 16 stig og 11 stoðsending-
ar. Charles Barkley skoraði aðeins
17 stíg fyrir Phoenix og tók 6 frá-
köst. Danny Manning var með 16
stig.
Úrslitin í nótt uröu annars þessi:
Boston-Indiana...........frl. 119-122
Utah Jazz-Phoenix Suns........110-87
LA Lakers-NY Knicks...........114-96
Sacramento-Detroit ............78-93
Stórleikur Reggie Miller
gegn Boston
Reggie Miller átti sannkallaðan
stórleik í nótt gegn Boston og Indi-
ana vann góðan útisigur. Miller
skoraði 39 stig. Hann tryggði liði
sínu sigurinn á síðustu sekúndun-
um í framlengingunni.
Leikmenn Boston þóttu með líf-
legasta móti og Dino Radja var
stigahæstur með 33 stig sem er það
mesta sem hann hefur skorað á
tímabilinu. David Wesley skoraði 23
stig fyrir Boston sem hefur tapað
fimm leikjum í röð. •
Lakers vann auðveldan sigur
gegn NY Knicks sem virðist í mikl-
um vandræðum þessa dagana.
Cedric Caballos skoraði 27 stig fyrir
Lakers og Elden Campell 17. Ant-
hony Mason var með 23 stig hjá
Knicks og Derek Harper 16. Enn
voru þeir íjarverandi Patrick Ewing
og Charles Oakley og að auki var
J.R. Reed í leikbanni vegna atviks
sem átti sér stað í leik Knicks gegn
Phoenix i fyrradag. Reed fækkaði
þá tönnum í munni A.C. Green eins
og fram kemur hér á eftir.
Detroit vann öruggan sigur gegn
Sacramento Kings. Grant Hill skor-
aði 21 stig fyrir Detroit og þeir Otis
Thorpe og Lindsey Hunter skoraðu
17 stig. Billy Owens skoraði 21 stig
fyrir Sacramento og Mitch
Richmond bætti 17 við. Þetta var 11.
tap Kings í röð og það er met hjá fé-
laginu í NBA-deildinni.
A.C. Green missti tennur og
er líklega kjálkabrotinn
Úrslitin aðfaranótt mánudagsins
urðu þessi:
Washington-Milwaukee . . . 111-103
Howard 25 - Baker 35.
Minnesota-Atianta...........76-92
- Long 24.
Phoenix-NY Knicks ........113-105
Barkley 25, Johnson 24 - Reed 22.
Vancouver-SA Spurs .........84-95
Reeves 22 - Elliott 29.
Miami-76ers...............108-101
Hardaway 20 -
Portland-Detroit ...........81-93
Robinson 19 - Houston 23, Hill 23.
NJ Nets-Boston............111-105
Gilliam 30, Childs 26 - Radja 22.
Dallas-Toronto.............105-98
Jackson 24, McCloud 22, Kidd 20 - Stou-
damire 23.
LA Clippers-Seattle.......101-106
Barry 30 - Perkins 22, Kemp 21,
Schrempf 19.
Charles Barkley var maðurinn á
bak við öruggan sigur Phoenix gegn
New York.
Þetta var fiórði sigur Phoenix í
röð og sjöundi sigurinn í síðustu
átta leikjum liðsins. Það gengur
hins vegar ekkert hjá Knicks sem
lék án Patricks Ewing og Charles
Oakley sem eru meiddir.
Knicks tapaði þarna í fimmta
sinn í síðustu sjö leikjum og liðið er
ekki líklegt til afreka í vetur. Nokk-
ur harka var í leiknum.
A.C. Green, sem leikið hefur síð-
ustu 784 leiki Phoenix og Lakers í
deildinni, missti tvær tennur í
leiknum og var í kjölfarið fluttur á
sjúkrahús. Hann lék þó með Phoen-
ix í nótt gegn Utah Jazz n kom lítið
við sögu í leiknum.
Stórleikur Vins Bakers í liði
Milwaukee dugði skammt gegn
Washington. Baker skoraði 35 stig
og hirti 21 frákast, það mesta á ferl-
inum.
Annar leikmaður fékk lítið fyrir
stórleik sinn, nýliðinn Brent Barry
í liði LAClippers, sem skoraði 30
stig gegn Seattle og stal 6 boltum.
Clippers lá gegn sterku liði Seattle .
Miami er að vakna til lífsins með
nýja menn innanborðs.
Tim Hardaway skoraði 20 stig og
Walt Williams skoraði fjórar 3ja
stiga körfur.
Boston getur ekkert frekar en
fyrri daginn og þetta fornfræga lið
er ekki svipur hjá sjón miðað við
það sem áður var.
Og það sem meira er, forráða-