Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
Fréttir r>v
Islandsmótið í borðtennis unglinga 1996:
Víkingar með níu gull
- og HSK, KR og Stjarnan hlutu einn íslandsmeistaratitil hvert
Islandsmeistarar í borðtennis unglinga 1996. Aftari röð frá vinstri: Hjalti Halldórsson, Víkingi, Arni Ehmann, Stjörn-
unni, Haukur Smári Gröndal, Víkingi, Markús Árnason, Víkingi, Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, Brynhildur Að-
alsteinsdóttir, Víkingi, og Kolbrún Hráfnsdóttir, Víkingi. - Fremri röð frá vinstri: Hjördís Rún Albertsdóttir, HSK, Lára
Hannesdóttir, Víkingi, Matthías Stephensen, Víkingi, og Kristín Ásta Hjálmarsdóttir, KR. DV-myndir Hson
Ingimar Ari Jensson, HSK, stóð sig vel á Islandsmótinu. Hér er hann með
móður sinni, Matthildi Róbertsdóttir, sem lætur sig sjaldan vanta þegar
börnin hennar þreyta keppni.
Á annað hundrað þátttakendur
voru á íslandsmótinu í borðtennis
sem fram fór í TBR-húsinu um síð-
ustu helgi. Víkingar hlutu flesta
meistara sem áður, 9 talsins. HSK,
KR og Stjarnan hlutu einn titil
hvert félag.
Mikil sókn
Það er greinilega mikil sókn í
íþróttinni hér á landi og var þátt-
taka mjög góð að þessu sinni; á ann-
að hundrað keppendur mættu til
leiks. Athygli vakti hve margir for-
eldrar komu til þess að fylgjast með
og taka þátt í þessari skemmtilegu
íþrótt með krökkunum.
Mótið var undir góöri stjórn Vík-
ings eins og oft áður.
Hjördís Rut Albertsdóttir, HSK.
Sambandið loks
að rétta úr kútnum
Hilmar Konráðsson, stjórnarmað-
ur borðtennisdeildar Víkings, hefur
verið mjög virkur þátttakandi frá
stofnun deildarinnar 1973:
„Borðtennissambandið hefur átt í
miklum íjárhagserfiðleikum undan-
farið en er að rétta úr kútnum núna
og staðan er alls ekki slæm. Hjá
okkur Víkingum er Lýsing okkar
öflugasti styrktaraðili. Einnig njót-
um við aðstoðar Pizza-hússins og
Domino’s- Pizza og er styrkur allra
þessara aðila ómetanlegur.
Mér finnst mikil uppsveifla i
borðtennis um þessar mundir. Ung-
um borðtennisspilurum fjölgar
bæði hjá Víkingi og HSK og Stjarn-
an og KR eru að gera góða hluti svo
ég er bjartsýnn á framtíðna," sagði
Hilmar.
Gaman að leika með
Dananum Michael Maze
varð þrefaldur meistari og sigraði í
öllum greinunum sem hann tók þátt
í:
„Ég er nokkuð ánægður með leik
minn í þessu móti. Ég verð þó að
segja eins og er að það er nauðsyn-
Umsjón
Halldór Halldórsson
legt fyrir mig að fá tækifæri til að
komast oftar út til æfinga og keppni
gegn sterkum strákum. Það yrði
líka góður undirbúningur fyrir Evr-
ópumótið þar sem við Michael Maze
munum spila tvíliðaleik.
Það er frábært að fá tækifæri til
að spila með Dananum. Hann er
góður leikmaður og skemmtilegur
félagi. Maze ætlar að koma í heim-
sókn til íslands i apríl og taka spað-
ana með sér,“ sagði Guðmundur.
Hef engan þjálfara
Hjördís Rut Albertsdóttir, Garpi á
Hellu á Rangárvöllum, keppir undir
merki HSK:
„Þetta er í annað skipti sem ég
verð íslandsmeistari. Þjálfara? Nei,
ég hef aldrei haft neinn þjálfara en
ég er með tennisborð heima og æfi
mig á Hörpu, yngri systur minni,
sem stóð sig mjög vel á mótinu og
varð í 2. sæti í telpnaflokki," sagði
Hjördís. Vonandi kemst stelpan sem
fyrst undir handleiðslu góðs þjálf-
ara því þarna er greinilega mikið
efni á ferðinni.
Ánægður með aðra lotuna
Ingimar Ari Jensson, HSK, veitti
Markúsi Árnasyni, Víkingi, mjög
verðuga keppni í úrslitaleiknum í
drengjaflokki:
„Ég hef tapað fyrir Markúsi 3-4
sinnum í vetur en meiningin er að
bæta úr því á næstunni. Önnur lot-
an gegn Markúsi, sem ég vann, var
nokkuð góð en í hinum tveimur
komst ég aldrei almennilega í gang.
Ég sæki æfingar hjá KR tvisvar í
viku hjá góðum þjálfara, Kristjáni
Viðari Haraldssyni, og einu sinni í
viku æfi ég á heimaslóðum," sagði
Ingimar.
Hélt að þetta væri búið
Markús Árnason, Víkingi, sigraði
í drengjaflokki en varð að taka á
honum stóra stnum til aö knýja
fram sigur:
„Ég hélt að leikurinn gegn Ingi-
mar væri nánast búinn eftir fyrstu
lotuna sem ég vann nokkuð örugg-
lega. Meiningin var aö láta hann
bara sækja í 2. lotu - en það fór á
annan veg því hann sigraði. í odda-
leiknum lék ég öðruvísi og allt gekk
upp,“ sagði Markús.
Borðtennis^unglinga:
Úrslit á íslands-
mótinu
íslandsmótið í borðtennis
unglinga 1996 fór fram í TBR-
húsinu síðastliðna helgi. Úrslit
urðu sem hér segir.
Tvenndarleikur unglinga:
1. Guðmundur Stephensen/Kol-
brún Hrafnsdóttir, Víkingi.
2. Ingimar Jensson/Elma Þórð-
ardóttir, HSK.
3. ^1. Markús Ámason/Bryn-
hUdur Aðalsteinsdóttir,
Víkingi.
3.^1. Kjartan Baldursson/Jó-
hanna Marteinsdóttir, Víkingi.
TvUiðaleikur diengja, 16-17 ára:
1. Markús Árnason/Hjalti HaU-
dórsson, Víkingi.
2. Ingimar Jensson/Axel
Sæland, HSK.
3. -4. Baldur Jóhannsson/Gísli
Einarsson, Stjörnunni.
3.-4. Gunnar Geirsson/Andri
M. Helgason, Stjörnunni.
Tvíliðaleikur stúlkna, 16-17 ára:
1. Kolbrún Hrafnsdóttir/Bryn-
hUdur Aðalsteinsdóttir, Vík
2. Sæunn Viggósdóttir/María
Kjartansdóttir, Vík.
3. Rannveig Gunnlaugsdótt-
ir/Berglind Bragadóttir, Vík.
Tvíliðaleikur sveina, 15 ára
ogyngri:
1. Haukur S. Gröndal/Guð-
mundur Stephensen, Víkingi.
2. Árni Ehmann/Hólmgeir
Flosason, Stjömunni.
3. -4. Tómas Aðalsteinsson
/Kjartan Baldursson, Víkingi.
3.-4. ívar Hróðmarsson/Arnar
Ragnarsson, KR.
Einliðaleikur
Telpur, 12-13 ára:
1. Lára Hannesdóttir Víkingi
2. Harpa Albertsdóttir HSK
3. -4. írena Bermundez Vikingi
3.-4. Þóra Bjamadóttir Vikingi
PUtar, 12-13 ára:
1. Árni Ehmann Stjarnan
2. Þorlákur Hilmarsson Víkingi
3. -4. Magnús Magnúss. Víkingi
3.-4. Ólafur Jónsson KR
Sveinar, 14-15 ára:
1. Guðmundur Stephensen Vík.
2. Tómas Aðalsteinsson Vík.
3. -4. Haukur S. Gröndal Vík.
3.-4. Kjartan Baldursson Vík.
Meyjar, 14-15 ára:
1. Hjördís Albertsdóttir HSK
2. Jóhanna Marteinsdóttir HSK
3. -4. Rannveig Gunnlaugsd. Vík.
3.-4. Berglind Bragadóttir Vík.
Stúlkur, 16-17 ára:
1. Kolbrún Hrafnsdóttir Vík.
2. Ingunn Þóröardóttir HSK
3. -4. Sandra Tómasdóttir HSK
3.-4. Elma Þórðardóttir HSK
Drengir, 16-17 ára:
1. Markús Árnason Víkingi
2. Ingimar Jensson HSK
3. -4. Axel Sæland HSK
3.-4. Gunnar Geirsson Stjörn.
Hnokkar, 11 ára og yngri:
1. Matthías Stephenson Vik.
2. Kristinn Valtýsson HSK
3. -4. Darri Hilmarsson Vík.
3.-4. Jóhann Jensson HSK
Tátur, 11 ára og yngri:
1. Kristín Hjálmarsdóttir KR
2. Ása Á. Hjálmarsdóttir KR
3. -4. Anna Guðmundsd. Vík.
3.-4. Eva Kristjánsdóttir Vík.
„ Handbolti:
Urslitakeppni
5. og 6. flokks
Ákveðio hefur verið að úr-
slitakeppni 5. flokks karla í
handbolta fari fram á Akureyri
22.-24. mars og verður í umsjón
KA og Þórs.
Úrslitakeppnin í 5. flokki
kvenna verður i umsjón Gróttu
og fer hún fram í íþróttahúsi
Seltjarnarness einnig 22.-24.
mars.
í báðum tilfellum er aö sjálf-
sögðu keppt í A-, B- og C-liðum.
Úrslitakeppnin í 6. flokki
kvenna verður í umsjón FH
12.-14. aprU.
Guðmundur Stephensen, Vikingi,
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari í borðtennis:
Ef Gummi væri sænskur væri
hann toppmaður í Svíþjóð
Guðmundur Stephensen með
þjálfara sínum, Peter Nilsson.
Peter NUsson, þjálfari Víkings og
landsliðsins í borðtennis, var að
sjálfsögðu staddur á íslandsmótinu
um síðustu helgi. í samtali við DV
sagðist hann vera ánægður með
hversu góð þátttakan hefði veriö á
mótinu en sagðist þó vera áhyggju-
fullur um framtíðina:
„Það mætti vera mun meira um
ferðir yngri leikmanna út til þess að
spila gegn sterkari andstæðingum
en bjóðast hér á íslandi. Það er í
raun ótrúlegt hvað Guðmundur
Stephensen hefur náð langt við þær
aðstæður sem boðið er upp á.
Ég get í þessu sambandi nefnt tvo
leikmenn, þá Guðmund og Markús,
sem báðir eru í Víkingi og mjög
áhugasamir og efnilegir spilarar.
Fyrir þá er það mjög brýmt að fá
tækifæri til að mæta sterkum and-
stæðingum erlendis i það minnsta
einu sinni í mánuði. Það gerir gæfu-
muninn um árangur síðar á ferlin-
um.
Guðmundur hefur farið í 2 keppn-
isferðir og einu sinni í æfingabúðir
síðan 1. september síðastliðinn.
Sænsku strákamir, sem eru í svip-
uðum gæðaflokki og Guðmundur,
hafa aftur á móti spilað á 26 sterk-
um mótum og farið í 6 æfingabúðir
á sama tímabili. Allir geta séð
hversu aðstöðumunurinn er geysi-
lega mikill.
Ef Guðmundur væri Svii væri
hann örugglegá toppmaður í Sví-
þjóð 1 sínum aldursflokki.
Það er eins og menn hér á landi
geri sér ekki almennilega grein fyr-
ir því hversu Guðmundur er mikið
efni og er sofandaháttur borðtermis-
sambandsins í þessum veigamiklu
málum alveg ótrúlega mikill," sagði
Peter Nilsson.