Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Page 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Menning Leikflokkurinn Bandamenn: Sýnir Amlóða sögu sex sinnum í Danmörku Leikflokkurinn Bandamenn hefur að undanfornu verið að æfa nýtt íslenskt leikverk, Amlóða sögu eftir Svein Einarsson og leik hópinn, við tónlist eftir Guðna Franzson. Bandamönnum hefur verið boðið að frumsýna leikinn i Danmörku sem lið af hátíðahöld- um í tilefni af því að Kaupmanna- höfn er menningarborg Evrópu í ár. AUs verða sex sýningar í Dan mörku, þær fyrstu 3. mars nk. við Krónborgarkastala á Helsingja eyri í tengslum við Hamlet-hátíð. Fjórar sýningar verða á Café teatret í Kaupmannahöfn, m.a. fyrir Norrænu ráðherranefndina. Fyrsta sýning í Reykjavík verður í Borgarleikhúsinu um miðjan mars en sýningin er samvinnu- verkefrii með leikhúsinu. Byggir á elstu heimildum Amlóða saga byggir á elstu heimildum um þessa goðsagna- persónu.'Amlóöi kemur t.d. mikið fyrir i íslenskri bókmenntahefð og er nafns hans sennilega fyrst getið í íslenskri heimild, vísu eft- ir 10. aldar skáldið Snæbjörn. í sögunni er vikivaki og rímna- kveðskapur, hið forna skrímsli Finngálkn skýtur upp kollinum og efldur er seiður aö fornum sið. Um er að ræða dæmisögu fyrir nútímann það sem áleitnar spurn ingar dagsins í dag koma upp á yfirborðið. Leikflokkurinn Bandamenn var stofnaður vorið 1992 til þess að flytja leikgerð Sveins Einarssonar af Bandamannasögu á Listahátíð það ár. Var sá leikur framlag Nor ræna hússins til listahátíðar og Norrænu leiklistardaganna sem samtímis voru haldnir í Reykja- vík. Leikarar eru sex, þau Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Borgar Garðarsson, Felix Bergsson, Jak- ob Þór Einarsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Elín Edda Árna- dóttir hannar búninga ásamt Helgu Steffensen. Nanna Ól- afsdóttir hefur verið til ráðgjafar við hreyfingar og dans, ljósahönn- uður er David Walters og tækni- maður hópsins og sýningarstjóri er Ólafur Örn Thoroddsen. Sveinn Einarsson leikstýrir hópn- um. 212 um- sóknir til Menningar- sjóðs útvarps- stöðva Umsóknarfrestur um styrki úr Menningarsjóði útvarpsstöðva rann út 15. febrúar sl. Alls bárust 212 umsóknir afls að fjárhæð um 450 milljónir króna, kostnaðará- ætlun verkefnarina er rúmlega 1 milljarður króna. Til úthlutunar eru hins vegar „aðeins“ um 30 milljónir króna. Af þessum 212 umsóknum voru 119 um styrki til framleiðslu dag- skrárefnis fyrir sjónvarp, 23 um styrki til undirbúnings sjónvarps- efriis og 70 um styrki til fram- leiðslu efnis fyrir hljóðvarp. Stjórn sjóðsins gerir ráð fyrir að ljúka úthlutun fyrir lok mars. -bjb Jón Rúnar Arason og Þóra Einarsdóttir taka við styrkjum úr hendi Guðmundar Eiríkssonar, formanns stjórnar Söng- menntasjóðs Marinós Péturssonar. DV-mynd GS Þóra Einarsdóttir og Jón Rúnar Arason: Efni í stórsöngvara - styrkt úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar Önnur úthlutun úr Söngmennta- sjóði Marinós Péturssonar fór fram í íslensku óperunni sl. miðvikudag. Tveimur styrkjum var úthlutað, 250 þúsund krónum í hvoru tilviki, til Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu og Jóns Rúnars Arasonar tenórs. Þóra var einmitt fyrsti styrkþegi sjóðsins árið 1992 en bæði þykja þau efni í stórsöngvara og eru þegar far- in að láta að sér kveða í söngheim- inum. Stofnfé sjóðsins er dánargjöf Mar- inós Péturssonar sem var um árabil kaupmaður í Reykjavík. Árið 1978 hætti hann fyrirtækjarekstri og flutti til æskustöðva sinna á Bakka- firði þar sem hann var trillukarl síðustu tólf ár ævinnar. Marinó lést árið 1991. Hann var alla tíð mikill tónlistarunnandi og spilaði sjálfur mikið á píanó. Síðustu árin á Bakkafirði veitti hann börnum á staðnum leiðsögn í tónlist. Stofnfé sjóðsins var um 16 millj- ónir. Honum er ætlað að styrkja unga og efnilega söngvara til náms. I stjórn sjóðsins eru Guðmundur Ei- ríksson, Haukur Björnsson og Stef- án Arngrímsson. Sjóðurinn er i um- sjá íslensku óperunnar. Þóru boðið í Töfraflautuna í London Þóra Einarsdóttir lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík og prófl frá óperudeild Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur sungið með Glyndebourne-óp- erunni, m.a. í Don Giovanni eftir Mozart. Þóra mun syngja hlutverk Dísu í Galdra-Lofti eftir Jón Ás- geirsson sem íslenska óperan frum- sýnir á Listahátíð í vor og á tónleik- um Styrktarfélags Islensku óper- unnar í apríl. Þóru hefur boðist hlutverk Paminu í Töfraflautunni hjá Opera Factory í London næsta haust og vinnur hún nú í London að hlutverkum sínum með Láru Sarti sem hefur verið kennari hennar undanfarin ár. Jón Rúnar vakti athygli með Sinfóníunni Jón Rúnar Arason lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Hann fluttist síðan til Svíþjóðar og starfaði við óperuna í Gautaborg í tvö ár jafnframt því að sækja tíma við óperuakademíuna þar. í ársbyrj- un 1995 var Jón Rúnar ráðinn til að syngja hlutverk Rudolfo í La Bohéme eftir Puccini í óperunni í Árósum og í framhaldi af því til óp- erunnar í Gautaborg til að syngja Pinkerton í Madama Butterfly eftir Puccini. Jón Rúnar hefur sótt einka- tíma víða, m.a. í MUanó, Róm og London. Á komandi ári hyggst hann vinna með kennara sínum, André Orlowitz, í Kaupmannahöfn. Jón Rúnar vakti óvænta en mikla at- hygli tónleikagesta í Háskólabíói með Sinfóníuhljómsveit fslands á dögunum þegar hann kom, án kynn- ingar, inn í aríu úr La Traviata sem Alfredo á móti Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur í hlutverki Violettu. Inn- koma Jóns kallaði fram gæsahúö tónleikagesta, þvUíkur þótti söngur hans. Ljóst er að þar fer efni í tenór á heimsmælikvarða. -bjb Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar íslands: Sinfónían sló í gegn í Orlando DV Flórída: Sinfóníuhljómsveit íslands gjörsigraði áhorfendur sína í Or- lando í Flórída á fyrstu tónleikum sveitarinnar í Bandarikjaheimsókn- inni. Var hvert sæti í 2.400 manna áheyrendasal þétt skipað. Áheyrend- ur ætluðu bókstaflega af göflunum að ganga og voru bæði hljómsveitar- stjórinn Osmo Vánska og hljóm- sveitin hyUt í leikhléi og í hljóm- leikalok. Ætlaði lófaklappinu aldrei að linna og mátti heyra „bravo, bravo“ víða úr salnum. Hljómsveitin lék aukalag, Víxlspor eftir Jón Leifs, við mikla hrifriingu áheyrenda. Á dagskrá hljómsveitarinnar voru íslenskir dansar, opús 11, eftir Jón Leifs, Synfónía nr. 9, opus 95, eftir Dvorák og Synfónía nr. 2, opus 43, eftir Jean Sibelius. Að loknum tónleikunum í Or- lando var haldin móttaka í salar- kynnum Bob Carr leikhússins þar sem tónleikamir fóru fram. Borgar- stjórinn í Orlando, Glenda Hood, ávarpaði gesti. Hún hafði orð á að hljómsveitin væri stórkostlega góð og heiður að fá slíka heimsókn. Á tónleikunum voru Einar Benedikts- son sendiherra og kona hans, Elsa Pétursdóttir. EUert Eiríksson frá vinabæ Orlandoborgar, Reykjanes- bæ, var einnig viðstaddur og fékk af- hentan „borgarlykU" Orlando. Þess má geta að engin sinfóníu- hjjómsveit hefur verið starfandi í Orlando eftir að hljómsveit borgar- innar fór í verkfaU fyrir nokkrum árum og kraföist launahækkana. -A.Bj. Miðnætur- skemmtun í Kaffileikhúsinu Vegna mikiUa vinsælda Sápunn ar og anna leikaranna sem í henni leika hefur Kafflleikhúsið ákveðið að framvegis verði eingöngu um miðnætursýningar að ræða á fóstu- dags- og laugardagskvöldum og heflast þær kl. 23.30. „Þetta er tilraun og algjör nýj- ung í starfi Kafflleikhússins og af því tUefni er boðið upp á: „Sápu Delikatassen a la Heidy Stupp elschmert" sem samanstendur af leiksýningu, smárétti og einum „hjartastyrkjandi" viö afar vægu verði," eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Ef a.m.k. 40 koma saman í hóp að sjá Sápu 314 er hægt að koma á framfæri upplýsingum um viðkomandi sem leikarar geta flétt að inn í sýninguna. Þetta er jafn- framt nýjung í íslensku leikhúsi en sem kunnugt er var Kafflleikhúsið nýlega tilnefnt til Menningarverð launa DV í leiklist. Stilltar myndir í MS Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, frumsýnir annað kvöld leikverkið StUltar myndir í leik- stjórn Vigdísar Jakobsdóttur. Verkið er unnið í samvinnu leik- ara og leikstjóra og er einskonar klippimynd í leiklistarformi. Áhorfendur kynnast 14 persón- um sem til að byija með virðast dæmigerðar týpur úr íslenskum samtíma. En myndir fær á sig lit eftir því sem líður á verkið og per sónurnar trúa áhorfendum fyrir sögum sínum, leyndarmálum og draumum. AUs koma um 50 manns nálægt sýningunni á einn eða ann- an hátt. Sýnt er í Þrísteini, húsi MS, og er uppselt á frumsýning- una. Næstu sýningar verða nk. föstudag, sunnudag og mánudag. Uppeldisgreinar úr Armanni á Al- þingi í nýju riti 'lipfiddi/) vaw'armfíitu Rannsóknar- stofnun Kenn- araháskóla ís- lands hefur gef- ið út ritið Upp- eldið varðar mestu - Úr Ár- manni á Al- þingi, eftir Baldvin Einars- son. Um er að ræða umfjöllun Baldvins um uppeldismál sem birt- ist fyrst á prenti í tímariti hans, Ármanni á Alþingi, árin 1828 og 1829. Textinn er endurprentaður í heild að öðru leyti en því að sleppt er síöasta hlutanum. ítarlegan inn- gang að ritinu skrifar Ólafur Rastrick. Ritið er annað bindi í ritröðinni Heimildarrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu sem hóf göngu sína fyrir tveimur árum með endurút- gáfu á bókinni Lýömenntun eftir Guðmund Finnbogason. Að ritröð- inni standa Rannsóknarstofnun KHÍ, Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands. Ritnefnd skipa Guðmundur Hálf- dánarson, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Torfi Jónasson en ritstjóri er Loftur Guttormsson. íslandskort í Þjóðarbókhlöðu Sýningu á 70 íslandskortum í eigu Kjartans Gunnarssonar lyf- sala lýkur í Þjóðarbókhlöðunni um næstu helgi en hún hefur staðið yfir frá 1. desember sl. Þá fékk Landsbóksafri íslands - Háskóla- bókasafn kortin að gjöf frá bönkum og greiðslukortafyrirtækjum. Fyrr á árinu hafði bókasafnið þegið hluta úr kortasafninu að gjöf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Um næstu helgi lýkur jafnframt sýningu í Þjóðarbókhlöðunni um Carl Christian Rafn, stofrianda Landsbókasafnsins. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.