Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 28
32
í
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
Sviðsljós
I>V
Sandra er
brúður á flótta
Sandra Bullock gengur senn
upp að altarinu. Ekki í alvör-
unni heldur í myndinni Brúður
á flótta. Þar mun hún væntan-
lega leika konu sem hefur
margoft gift sig en alltaf stungið
af skömmu síðar þar sem hún er
hrædd við að bindast. Það verð-
ur svo tfl þess að blað eitt skrif-
ar illa um hana og hún kemst í
kynni við blaðamann. Fyrst er
svona haturssamband milli
þeirra en þar sem þetta er
Hollywood verður úr því mikfl
ást. Og þá hættir brúðurin sjálf-
sagt að flýja.
Grace Jones
giftist lífverði
Tískusýningarstúlkan og
söngkonan Grace Jones, sem
þekkt er fyrir sín þrumuskot i
allar áttir, gekk að eiga tyrk-
neskan fyrrum lifvörð sinn suð-
ur í Ríó um daginn á miðri kjöt-
kveðjuhátíð. Hann er 21 árs en
hún mun vera eitthvað eldri.
Um fimmtíu gestir voru við-
staddir athöfnina sem fór fram í
einkahúsi. „Grace hefur ekki
talað um annað frá því hún kom
til Ríó. Hún vildi giftast hvað
sem það kostaði," sagði vinur
hennar í viðtali við blað í Ríó.
Hollywood-leikarar hita upp fyrir óskarsverðlaunin:
Susan Sarandon
valin sú besta fyrir
nunnuhlutverk
Susan Sharandon fékk verðlaun
sem besta leikkonan þegar félag
bandariskra kvikmyndaleikara kom
saman um helgina og gerði upp árið
sem leið. Sharandon var verðlaunuð
fyrir hlutverk sitt í myndinni Dead
Man Walking. Þar leikur hún nunnu
sem veitir dauðadæmdum fanga hugg-
un. Sean Penn leikur fangann dauða-
dæmda en leikstjóri og höfundur
handrits er Tim Robbins, sambýlis-
maður Sharandon. Hún þakkaði þeim
báðum að hún skyldi hreppa verðlaun-
in.
Það kom fáum á óvart að Nicolas
Cage skyldi hreppa verðlaunin í flokki
karlleikara. Þau hlaut hann fyrir hlut-
verk sitt í myndinni Leaving Las Veg-
as. Þar leikur hann ólánsaman hand-
ritshöfund sem drekkur sig í hel.
Cage sagði eftir verðlaunaafhend'
inguna að margir hefðu ráðið fram-
leiðendum myndarinnar frá því að
gera hana en þeir hafi hunsað þau við-
vörunarorð og uppskæru nú laun erf-
iðisins. Sagði Cage velgengni myndar-
innar vera merki um viðhorfsbreyt-
ingu meðal kvikmyndagerðarmanna
og áhorfenda.
Þetta var siöasta meiri háttar verð-
launaafhending fyrir afhendingu ósk-
arsverðlaunanna i mars. Leituðu kvik-
myndafíklar að vísbendingum um
hver hreppti óskarinn þá en varð lítið
ágengt. Engin kvikmynd var tilnefnd
en tveir leikarar fengu verðlaun fyrir
leik í aukahlutverki: Kate Winslet, fyr-
ir hlutverk sitt í bresku myndinni
Sense and Sensibility, og Ed Harris
fyrir hlutverk sitt á jörðu niðri í
Apollo þrettánda. Harris fagnaði verð-
laununum sérstaklega en hann sagði
leikara vera hörðustu gagnrýnendur
kvikmyndaleiks sem til væru.
Robert Redford var heiðraður sér-
staklega fyrir framlag sitt til kvik-
mynda en hann gat ekki mætt.
Susan Sharandon og Nicolas Cage hampa hér verðlaunum sem bestu leikararnir á síðasta ári vestra að mati starfs-
bræðra þeirra. Símamyndir Reuter
i vSIMI
9 0 4 - 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
4
i Þú þarft aðeins eitt símtal
j í Lottósíma DV til að fá nýjustu
| tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
! og Kínó ?
\ LOTTÓs/mi
9 0 4 - 5 0 0 0
Leikkonan og leikstjórinn Jodie Foster heldur hér á verðlaunum sem henni
hlotnuðust á sérstakri hátíð bandarískra kvikmyndatökumanna sem haldin
var í Los Angeles um helgina. Verðlaunin fékk Foster fyrir að stuðla að fram-
gangi kvikmyndagerðar. Aðrir sem fengið hafa þessi verðlaun eru Martin
Scorsese, Steven Spielberg og Gregory Peck. Símamynd Reuter