Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 32
% f i I , N i Ráðherrar virðast að mati Jó- hönnu ekki gera sér grein fyrir kjörum fólks. Ráðherrar úr jarðsambandi „Fólk hlustar hnípið og von- dauft á ráðherra sem virðast vera úr jarðsambandi við kjör fólksins í landinu." Jóhanna Sigurðardóttir í DV. Ritstjóri sem mis- skilur „Við ritstjóra Alþýðublaðsins er ekki hættandi á að eiga frek- ari orðastað. Hann myndi vafa- laust misskUja mig.“ Sverrir Hermannsson í Morg- unblaðinu. Ummæli Engir styrkir „Erlenda styrki? Flokkurinn fær enga erlenda styrki. Punkt- ur.“ Sigurður E. Arnórsson, gjald- keri Alþýðuflokksins, í DV. Trommuleikarinn var góður „Til að vera ekki algjör fýlu- poki get ég sagt að trommuleik- arinn hafi verið góður." Heimir Viðarsson í leikdómi um skóla- sýningu í Morgunblaðinu. Keppi kannski alltaf veikur „Ég var mjög afslappaður á mótinu, kannski vegna þess að ég var veikur og því gekk mér svona vel. Ég held ég verði bara alltaf að keppa veikur." Jón Arnar Magnússon í DV. Uppruni frí- merkja írinn James Chahners prent- aði fyrsta frímerkið í Dundee 1834 en formleg notkun frí- merkja hófst ekki fyrr en. 1838 er Rowland Hill hafði staðið fyrir endurbótum á bresku póstþjón- ustunni. í fyrstu var burðargjald greitt við móttöku en ekki við sendingu. Fyrstu límbornu frímerkin, sem tekin voru í notkun i Bret- landi 6. maí 1840, voru svart pennymerki og blátt tveggja pensa merki, bæði voru þau með mynd af Viktoríu drottningu. Það var síðan Henry Archer sem smíðaði fyrstur manna tæki til að aðskilja frímerki. Þetta var 1847 og voru þá frímerkin aðskil- in með skurði. Archer endur- bætti síðan tæki sitt ári síðar og skipti frímerkjaörkinni með gataröðun. Blessuð veröldin Póstkort Póstkortið varð til í Philadelp- hiu árið 1861. Var það John P. Charlton sem fékk fyrstur manna útgáfurétt. Hann seldi út- gáfuréttinn pappírskaupmanni, sem hét Lipman, og sá seldi síð- an kort með áletruninni „Póst- kort Lipmans samkvæmt einka- leyfl". Austurríkismaðurinn Emmanuel Herrman varð fyrst- ur til að senda póstkort með fyr- irfram greiddu burðargjaldi, gerði hann það árið 1869. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Léttskýjað fyrir austan í dag verður suðvestan gola eða kaldi og él sunnan og vestan til á landinu en víðast léttskýjað austan til í dag. í nótt gengur vindur í norð- an kalda eða stinningskalda með élj- um um landið norðanvert en sunn- Veðrið í dag anlands verður léttskýjað. Hiti verð- ur nálægt frostmarki suðvestan til en tveggja til 15 stiga frost annars staðar þegar líða tekur á daginn. Kuldinn verður mestur í innsveit- um norðaustan til. Á höfuðborgar- svæðinu verður suðvestan gola eða kaldi og él í dag en norðan og norð- yestan gola eða kaldi og skýjað með köflum í nótt. Veður fer heldur hlýnandi og þegar líða tekur á dag- inn verður hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 18.38. Sólarupprás á morgun: 8.41. Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.02 Árdegisflóð á morgun: 01.47 Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -13 Akurnes léttskýjaó -12 Bergsstaöir alskýjaó -11 Bolungarvík snjóél á síð.kls. -8 Egilsstaöir heiöskýrt -15 Keflavíkurflugv. skýjaö -4 Kirkjubkl. snóél -9 Raufarhöfn alskýjaö -13 Reykjavik snjóél -9 Stórhöfði snókoma -4 Ósló léttskýjaó 1 Stokkhólmur þokumóöa 1 Amsterdam hrímþoka -1 Barcelona rigning 9 Chicago þoka 4 Frankfurt léttskýjaö 2 Glasgow skýjaö 2 Hamborg rigning á síó.kls. 3 London þoka í grennd -0 Lúxemborg þokumóöa 3 Paris skýjaö 3 Róm þokumóóa 3 Mallorca alskýjaö 8 New York heiöskírt 7 Nice rigning 10 Nuuk snjókoma -9 Vín þokumóöa -6 Washington alskýjaö -10 Winnipeg skýjaó -22 -8° * i ti -13 -13° ? -9° * . V' -13° >K -4° * V Q° /• // Logn S y Veðrið kl. 6 í morgun Sveinn Arnarson stýrimaður: Æfingin skilaði sér Ungur Grindvíkingur, Sveinn Arnarson, stýrimaður á Þorsteini GK, vann mikið björgunarafrek í fyrradag þegar hann kastaði sér út í ískaldan sjóinn eftir vinnufélaga sínum, Sigurgeiri Bjarnasyni há- seta, en slysið varð þegar þeir voru að leggja netin við Krýsuvík- urberg. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökkla áður en hann kastaðist í sjó- inn. Sveinn lýsir því svo sem næst gerðist: „Það varð að hafa snör handtök. Ég hljóp upp í brú og fór þar í flotgalla, sem ávallt er þar til Maður dagsins taks, og rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn.“ Sveinn var hins vegar vettlingalaus og varð að sögn fljótt kalt á höndunum. Sveinn gerir ekki mikið úr af- reki sínu, segir aðeins að hann hafi gert það sem honum hafi ver- ið kennt í Björgunaskóla Slysa- varnafélagsins. Sveinn er ekki gamall, tuttugu Sveinn Arnarson. og tveggja ára, og er að hefja stýri- mannsferil sinn: „Ég er búinn að vera á sjó frá því ég var sextán ára, en þó með hléum. Ég fór í stýrimannaskólann á Dalvík 1993 og kláraði skólann en gat f nokkurn tíma á eftir ekki farið á sjóinn þar sem ég fékk brjósklos í bakið. Ég hóf störf sem stýrimaður á Þorsteini GK síðastliðið haust en þá byrjaði næstum alveg ný áhöfn á skipinu.“ Sveinn sagði að veiðin hefði géngið vel síðan þeir hófu veiðar, en þeir eru á þorskveiðum. „Við veiðum í net og erum í dagsferð- um, förum að morgni og komum inn á kvöldin." Sveinn sagðist ekki vera neitt eftir sig: „Þetta var mikill kuldi en ég jafnaði mig fljótt. Ég hef áður stokkið í sjóinn þótt það hafi ekki verið í björgunarskyni, en við vor- um látnir gera þetta í skólanum í æfingaskyni og á sjómannadaginn er farið í sjóinn, okkur og öðrum til skemmtunar, þannig að ég veit hversu kaldur sjórinn getur verið en þetta er í fyrsta sinn sem þessi kennsla nýtist mér.“ Sveinn er fæddur og uppalinn í Grindavík og þar á hann unnustu sem heitir Ema Rós Bragadóttir og eru þau barnlaus. Hann sagði áhugamál sín vera æði mörg en nefndi mótorhjól og skíði. Um áframhaldandi veru á sjónum sagði Sveinn: „Ég verð örugglega einhver árin á bátum. Draumur- inn er að halda áfram að læra en tíminn verður að leiða í ljós hvort ég sé mér fært að láta þann draum rætast.“ -HK Stjarnan varð bikarmeistari fyrir stuttu og hefur verið í efsta sæti deildarinnar frá upphafi keppn- istímabiisins. Kvennaleikir í handbolta og körfubolta Það er ekki mikið um að vera í íþróttum innanlands í kvöld en þó er leikið bæði í 1. deild kvenna í handbolta og í 1. deild kvenna í körfubolta. Þegar er orðið ljóst hvaða átta lið í 1. deild kvenna í handboltanum fara í úrslitakeppnina en barátt- an er enn innbyrðis um sæti sem skiptir máli í komandi keppni. Einn leikur er í kvöld í 1. deild- inni, íslandsmeistarar Stjörn- unnar leika á Akureyri gegn ÍBA og hefst leikurinn kl. 20.30. Einn leikur er einnig f 2. deild karla, Ármann og Fjölnir leika í Laug- ardalshöll kl. 20.00. Einn leikur er einnig í kvöld í 1. deild kvenna í körfuboltanum Iþróttir og fer hann fram í Grindavík en grindvísku stúlkurnar leika gegn Val kl. 20.00. Á sama tíma fer fram einn leikur í Seljaskól- anrnn í unglingaflokki, er það viðureign ÍR og KR. Bridge ítölsku spilararnir Lanzarotti, Buratti, Versace og Lauria voru sig- ursælir á stórmótinu í bridge á dög- unum og hefur gengið vel í keppn- um frá því að þeir urðu Evrópu- meistarar. Þeir stóðu sig vel í For- bo-mótinu í Ilollandi sem haldið var í Hollandi 9.-11. febrúar og urðu tfl dæmis í 5. sæti í mjög sterkri 70 sveita keppni. Hér er eitt spil úr þeirri keppni sem kom fyrir í leik ítölsku sveitarinnar við danska unglingasveit. Sagnir gengu þannig fyrir sig í lokuðum sal, austur gjaf- ari og enginn á hættu: 4 8743 V 2 ♦ KD108542 * D 4 Á6 * Á1084 4- ÁG963 4 84 ♦ 102 •* DG93 ♦ 7 * ÁK10753 * KDG95 * K765 * -- * G962 Austur Suður Vestur Norður Lanzar. Ron Buratti Bröndum 2« pass pass 2-f pass p/h 2« pass 3f NS voru I vandræðum með sagn- imar og enduðu í heldur ógæfuleg- um samningi. Buratti hafði lítinn áhuga á að spila annan samning en tígul og sleppti því að dobla. Trompliturinn gat eðlilega legið skár fyrir sagnhafa en honum tókst þó að skrapa heim 6 slögum. Sagnir tóku aðra stefnu á hinu borðinu: Austur Suður Vestur Norður M. MadsenVersace L. Madsen Lauria 1* 1* 3f pass pass Dobl p/h Stökk J. Madsens var veik hindr- un og Versace „gleymdi" að sjálf- sögðu ekki að dobla þann samning til úttektar þegar kom að honum að segja. Með tiltölulega einfaldri vörn hefðu ítalirnir getað tekið spilið 6 niður. ítalirnir þurftu að taka á ás- ana þrjá og spila síðan spaða. Norð- ur getur síðan fengið stungu í lauf- litnum og einn trompslag til viðbót- ar. ítölunum tókst ekki að ná spil- inu nema 2 niður en þeir græddu samt sem áður 10 impa á spilinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.